Færsluflokkur: Menning og listir

Jólamarkaðurinn í Trier

Þjóðverjinn er kominn í jólastuð og ég kíkti til Trier í gær til að kanna stemmninguna á jólamarkaðnum í þessari elstu borg Þýskalands og fæðingarstað Karls Marx. Kom við í Saarburg á leiðinni og þar var fólk líka byrjað að jólast.


Svipmyndir frá "Destination Star Trek London 2012"

Skrapp á svaðalegt Star Trek Convention í Lundúnum um síðustu helgi og hitti þar fjölmargar gamlar hetjur og forynjur. Smile

Kafteinn Kirk var á svæðinu (Bill Shatner) sem og kafteinn Picard (Sir Patrick Stewart), kafteinn Sisco (Avery Brooks), kafteinn Janeway (Kate Mulgrew) og kafteinn Archer (Scott Bacula).  Auk þeirra voru þarna m.a. Pavel Checkov (Walter Koenig), Mr. Worf (Michael Dorn), Mr. Data (Brent Spiner), Q (John De Lancie), Major Kira Nerys (Nana Visitor), Odo (Rene Auberjonois), Garak (Andrew Robinson), Klingónarnir Chancellor Gowron og General Martok auk fjölda minni spámanna og framleiðendanna Ira Behr og Brannon Braga.

Heimsmetabók Guinnes var á staðnum og vottaði að þarna var fjölmennasta samkoma Star Trek nörda í búníngum frá upphafi...1,080 manns (ég varð að sjálfsögðu að kaupa mér búning til að taka þátt í heimsmetinu! Wink).  Borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson, var sem og á staðnum og gaf okkur öllum "High Five" í tilefni dagsins.

Hér gefur að líta myndband frá herlegheitunum:

 


Lúðrasveitin Svanur á Bad Orb Blasmusik-Festival 2012 (myndband)

Um síðustu helgi fór fram svaðalegt lúðrasveita-festival í bænum Bad-Orb, nálægt Frankfurt í Þýskalandi.  Þangað voru mættir félagar mínir í Lúðrasveitinni Svaninum og voru þau að sjálfsögðu landi og þjóð til sóma. Smile  Þar sem franska hornið mitt var fjarri góðu gamni mætti ég þess í stað vopnaður myndavél og tók upp fjörið sem hér gefur að líta (ca. 50 mín). 


Marsa-tónleikar Svansins og LV í Ráðhúsi Reykjavíkur

Ég lét nýlega gamlan draum rætast og byrjaði að blása aftur í franska hornið eftir nokkurra ára hiatus.  Ég hef æft með Lúðrasveitinni Svaninum í haust og nú er komið að fyrstu tónleikunum.

Fyrir hönd Svansins leyfi ég mér að vekja athygli á marsa-tónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur annað kvöld (miðvikudag) kl. 20.  Lofa heilmiklu trukki, en auk Svansins spilar Lúðrasveit Verkalýðsins.  Þema kvöldsins verða franskir her-marsar frá Napóleon-tímabilinu en auk þess hljómar John-Phillip Sousa, Páll Pamplicher Pálsson og loks verður frumflutt nýtt íslenskt verk fyrir tvær lúðrasveitir eftir Þórunni Guðmundsdóttur.

Swan-ad


Vegið að Sinfó

Sinfóníuhljómsveit Íslands er þjóðargersemi og eitt af því fáa sem við megum sannarlega vera verulega stolt af sem þjóð.  Það er ekkert sjálfgefið að 300 þúsund manna samfélag geti státað af slíkri heimsklassa-hljómsveit - þvert á móti er það heilmikið afrek.

Listafólkið sem skipar hljómsveitina er afreksfólk - alls ekki síður en handboltakapparnir okkar.  Að baki árangri þeirra liggur margra ára linnulausar æfingar og nám - blóð, sviti og tár.  Sjálfsagt gætu flestir meðlimir hljómsveitarinnar starfað við mun betri kjör í nafntoguðum erlendum hljómsveitum - en þökk sé hugsjón þeirra og tryggð við íslenska menningu, erum við svo lánsöm að fá að njóta starfskrafta þeirra og listsköpunar hér - í okkar stórkostlegu Eldborg (hvað svo sem segja má um Hörpu að utan).   

En nú heyrist tísta í smásálum úr stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins - að í ljósi núverandi fjárlagahalla og niðurskurðar væri réttast að afnema ríkis-styrki til Sinfóníunnar og þar með leggja hana niður.  Erum við virkilega svo snauð, bæði andlega og veraldlega að við getum ekki/viljum ekki halda á lífi megin-stoð lista og menningar á Íslandi?  Ég held ekki - það eru til aðrar og skynsamari lausnir. 

Ekki einu sinni menningarsnauðum Ameríkönum myndi detta slíkt í hug.  Þar í landi frjálshyggjunnar njóta sinfóníuhljómsveitir opinberra styrkja úr National Endowment for the Arts.

Það er sorgleg staðreynd að margir líta á klassíska tónlist sem eitthvert snobb ríku elítunnar.   Þetta er skelfilegur misskilningur - það geta ALLIR notið klassískrar tónlistar, óháð stöðu og stétt.  Stór hluti tónleikaáskrifenda Sinfóníunnar er alþýðufólk og verkamenn sem kunna að vera fátækir af peningum en því ríkari í anda! Fólk með reisn. Ef ég fengi að ráða væri unnið að því að breikka ennfrekar þann hóp sem fær að njóta Sinfó með því að fjölga tónleikum úti á landi sem og að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum andlega næringu þeim að kostnaðarlausu. 

Nóg er framboðið af upphafinni og forheimskandi lágmenningu, fótbolta og "America´s Got Talent" að engin undra er að fimmtungur drengja í 10. bekk er ólæs!   Segjum hingað og ekki lengra og stóreflum tónlistarkennslu grunnskólabarna og gefum þeim þá dýrmætu gjöf að verða "læs" á tónlist og fagurfræði.

Áður en Sinfónían verður drepin legg ég til að ríkið hætti að styrkja fótboltalandsliðið og ríkis-kirkjuna! Þar fara tvær vita-gagnslausar stofnanir sem má fullyrða að séu mun meiri sóun á skattpeningum okkar en Sinfó.  Segi það og skrifa.

...

P.S. Hér má sjá frumlegan flutning á fimmtu sinfóníu Beethovens - í beinni lýsingu íþróttafréttamanna og svo tekur dómarinn til sinna ráða! Wink


Svanurinn í Hörpunni (myndband)

Það var dásamleg upplifun að koma í Hörpuna og njóta frábærra tónleika Lúðrasveitarinnar Svansins, sem fagnaði 80 ára stafsafmæli sínu á síðasta ári.

Hljómurinn í Hörpunni er hreint stórkostlegur og hreinir lúðratónarnir umluku mann á alla vegu, ólíkt nokkru sem maður hefur upplifað á Íslandi fyrr og það mátti litlu muna að maður fengi gæsahúð.  Þetta hús, þótt dýrt sé, á eftir að reynast Íslenskri menningu gríðarleg lyftistöng og komandi kynslóðum dýrmæt gersemi.

Það gladdi mitt gamla lúðrasveitarhjarta að sjá svo marga áhorfendur en ég leyfi mér að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi fleiri mætt á lúðrasveitartónleika á Íslandi.  Eldborgin var nánast fullsetin!

Og Svanurinn sveik ekki áhorfendur!  Undir stjórn Brjáns Ingasonar hefur sveitin vaxið og tekið ótrúlegum framförum.  Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í sveitinni á undanförnum misserum og fjöldi ungra og stórefnilegra listamanna gera Svaninn að alvöru hljómsveit og svo miklu meiru en við höfum getað búist við af hefðbundinni lúðrasveit, hingað til.  Þessi sveit gerir sko fleira en að spila "Öxar við ána!" Wink

Hápunktur tónleikanna var án efa saxófón-konsertinn Rætur eftir Veigar Margeirsson sem saminn var sérstaklega fyrir saxófón-snillinginn Sigurð Flosason.  Flutningur Sigurðar var hreint magnaður!

Ég gat að lokum ekki stillt mig um að lauma upp símanum og taka upp lokalagið sem var Star Wars syrpa eftir maestro John Williams.  Það er auðvitað ekki hægt að búast við of miklum hljóð-og myndgæðum og þið afsakið vonandi hristinginn... en nokkurnvegin svona hljómar alvöru lúðrasveit! Smile


Bill Holm

bill-holm-and-sky.jpgMinnesota Public Radio útvarpaði um helgina frá samkomu í Fitzgerald Theater í St. Paul, tileinkaðri minningu Westur-Íslendingsins Bill Holm sem var einn dáðasti rithöfundur og ljóðskáld Minnesota.  Hér má hlusta á góða umfjöllun um Bill á MPR.

Bill Holm er eflaust mörgum Íslendingnum að góðu kunnur, enda eyddi hann síðustu sumrum sínum á Hofsósi þar sem hann sat við skriftir í húsi sínu, Brimnesi.  Bill varð bráðkvaddur, aðeins 65 ára gamall, nálægt heimahögum sínum á Sléttunni miklu í suðvestur Minnesota þann 25. febrúar síðastliðinn.

Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því hversu vel þekktur og virtur Bill var hér í Minnesota - það má segja að hann hafi verið nokkurs konar Halldór Laxnes okkar Minnesota-búa.  Bill var mikill Íslendingur í sér og menningararfur forfeðra hans var honum mjög hugleikinn.  Menningarleg tengsl Minnesota og Íslands hafa verið mjög sterk í gegnum tíðina og Bill á ekki lítinn þátt í því að hafa viðhaldið þeim tengslum með gríðarlegri landkynningu í verkum sínum og máli hvar sem hann fór.

Bill var ófeiminn við að gagnrýna Bandarískt þjóðfélag og þá sérstaklega hvernig gömlu góðu gildin (heiðarleiki og mannvirðing) véku fyrir græðgisvæðingu og öðrum löstum nútímans.  Réttlæti og jöfnuður voru honum ávallt efst í huga og það var honum mjög þungbært sem sönnum föðurlandsvin að horfa uppá ógæfuverk Repúblikananna sem lögðu Bandaríkskt þjóðfélag í rúst - rétt eins og kollegum og vinum Bush á Íslandi tókst að gera.

Nýlega las ég tvær bækur eftir Bill og höfðu þær báðar djúpstæð áhrif á mig, sín á hvorn mátann.  "The Windows of Brimnes: An American in Iceland" er samansafn af hugleiðingum hans um lífið og tilveruna á Hofsósi samanborið við Bandaríkin og þá andlegu og veraldlegu hnignun sem hann taldi Bandaríkin hafa orðið fyrir á síðustu 40 árum.

_72bf9b50-a0a2-4a01-99b5-36deddf06c67.jpgHin bókin höfðaði kannski meira til mín; "The Heart Can be Filled Anywhere in the World."  Þar segir Bill frá uppvaxtarárum sínum í smábænum Minneota og sérstöku samfélagi afkomenda íslenskra innflytjenda.
Hann segir frá því hvernig hann þráði heitast að komast burt frá þessum stað, að sjá heiminn og að "meika það" í siðmenningunni.  Það tókst honum raunar, hann komst í háskólanám og í kjölfarið ferðaðist hann um heiminn og naut velgengni. 
Þegar hann var að nálgast fertugt gekk hann í gegnum erfiða tíma og hann neyddist til að fara heim blankur, atvinnulaus og fráskilinn.  Hann hafði eitt sinn skrifað: "Failure is to die in Minneota, Minnesota" og þangað var hann mættur.  Það fór hins vegar svo að hann fékk glænýja sýn á gamla smábæinn sinn og fólkið sem þar bjó og úr varð að hann festi rætur og tók miklu ástfóstri við samfélagið sitt, sögu, menningu og uppruna.

Þetta vakti mig til umhugsunar um hvernig mér gengi að aðlagast mínum gömlu heimaslóðum ef ég flytti heim...en ég verð að viðurkenna að oft hef ég hugsað: "Failure is to die in Selfoss, Iceland."  Kannski ég taki þá hugsun til endurskoðunar einhvern daginn. Wink

759px-flag_of_minnesota_svg.pngEitt er víst að Minnesota og Slétturnar miklu, þar sem ég hef nú eytt hartnær þriðjungi ævi minnar, munu ætíð skipa stóran sess í hjarta mínu hvert sem ég fer.  Fyrir mér er Bill Holm nokkurskonar tákngerfingur fyrir allt sem Minnesota stendur fyrir.

Annar "quintessential Minnesotan" var Paul Wellstone, öldungardeildarþingmaður, sem lést ásamt fjölskyldu sinni í hörmulegu flugslysi á afmælisdaginn minn, 25. október, árið 2002.  Raunar man ég eftir því eins og það hafi gerst í gær því ég var staddur í kennslustund í "Aviation Safety" á fyrstu önninni minni í flugrekstrarfræðinni.  Kúrsinn fjallaði einmitt m.a. um orsakir og rannsóknir á flugslysum og ég man að bekkurinn var mjög sleginn.  Við vorum ekki lengi að kryfja orsök slyssins en vélin lenti í mikilli ísingu og reynsluleysi og röð mistaka flugmannsins ollu slysinu.  Hér á þessu stutta myndbandi sést Bill Holm tala um Paul Wellstone.


Fjölmenningarsamfélagið

Í gærkvöldi fór ég ásamt vinum mínum á afar eftirminnilega tónleika sem haldnir voru hér i háskólanum mínum.  Tónlistarfólkið var mætt í opinbera heimsókn frá systurskóla okkar í Kína - Nankai University og í boði var "traditional" kínversk tónlist leikin snilldarvel á aldagömul og framandi hljóðfæri.  Tónlistin ein og sér var heillandi en þó var ekki síður áhugavert að fylgjast með flytjendunum, samhæfni þeirra og "performance".  Þá var varpað upp á tjald svipmyndum frá Nankai ásamt kínverskum þjóðsögum og myndskreytingum.  Í lok tónleikanna komu Kínverjarnir svo á óvart með því að leika þekkt Bandarísk stef og þjóðlög á kínversku hljóðfærin sem vakti mikla lukku meðal viðstaddra.  Það var mjög táknrænt fyrir samstarf og vináttu skólanna og minnti okkur á að æðri menntun er lykillinn að samvinnu og gagnkvæmri virðingu ólíkra menningarheima.

kina

 

 

 

 

 Eitt mikilvægasta veganestið sem ég tek með mér út í lífið eftir að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda að stunda nám hér - og það sem hefur gefið mér einna mest - er sú upplifun að hafa fengið að kynnast sannkölluðu fjölmenningarsamfélagi.  Af um 17,000 nemendum í St. Cloud State University erum við yfir 1200 (frá yfir 80 löndum) sem titlum okkur "international students".  Því hef ég ekki einungis kynnst Bandaríkjamönnum (sem eru þó nokkuð fjölbreyttur hópur fyrir) heldur hef ég fengið að stunda nám með fólki frá öllum heimshornum og eignast kunningja frá Afríku, Suður-Ameríku, Kína, Indlandi, Nepal, Japan, Kóreu og svo mætti lengi telja. 

Þess má geta að langstærstur hluti innfæddra hér í Minnesota eru af Skandínavískum og Þýskum ættum.  Hér í St. Cloud eru 90% íbúanna hvítir og því óhætt að segja að erlendu nemendurnir marki lit sinn á staðinn og auðgi menninguna verulega.  Hér er hægt að bragða á mat, upplifa tónlist og leiklist, kynnast ólíkum trúarbrögðum og lífsskoðunum hvaðanæfa úr veröldinni.  Það sem stendur uppúr er að komast að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir allt sem skilur okkur að - erum við þó öll eins í grunninn.  Hvort sem við erum hvít, svört, gul eða rauð, kommar eða kapítalistar, trúfrjáls eða trúuð, gay or straight - öll erum við af sömu dýrategundinni og öll búum við á þessari litlu, viðkvæmu, jarðkringlu og deilum gæðum hennar.

childrenholdinghands_gif.pngFjölmenningar-hugtakið er því miður oft misskilið og vísvitandi gert tortryggilegt af þröngsýnu, illa upplýstu fólki sem þjáist af þjóðrembu og ótta við allt og alla sem eru öðruvísi en það sjálft.  Fjölmenning þýðir EKKI aðför að menningar-arfi, hefðum og gildum hvers þjóðfélags.  Þvert á móti gerir fjölmenning okkur kleift að njóta og fagna menningu hvers annars með gagnkvæmri virðingu.  Það er ekkert slæmt við að vera stoltur af sínum eigin menningar-arfi og uppruna, síður en svo!  Það er hins vegar slæmt þegar það stollt breytist yfir í hroka og vandlæti gagnvart fólki af ólíkum uppruna!

Þegar ég var lítill kynntist ég hugarheimi ættingja míns sem er blindaður af kynþáttahatri og sem fór ekki leynt með aðdáun sína á nasisma.  Að hlusta á ræður hans sem barn hafði djúpstæð áhrif á mig.  Öll hans orð virkuðu sem eitur í mínum eyrum og ég skildi ekki hvernig nokkur heilbrigð manneskja gæti hugsað svona.  Þetta mótaði mína réttlætiskennd fyrir lífstíð og gerði mig að jafnaðarmanni og húmanista.  Það er skrítið að segja það - en ég á þessum ættingja mínum því mikið að þakka!

Að lokum langar mig að sýna hér ágæta ræðu Keith Olbermann sem hann flutti nýlega á gala-kvöldverði Human Rights Campaign - þar sem hann fjallar m.a. um hvernig hann lærði að taka það persónulega nærri sér - í hvert skipti sem hann verður vitni að rasisma og hómófóbíu.  Celebrate Diversity! Smile


Kodak Theater eða Leikhúskjallarinn?

Horfði á Óskarinn með öðru auganu í kvöld og þótti mjög augljóst að vísvitandi var reynt að skapa hálfgert "kreppu-atmosphere" og glamúrinn var tónaður niður - næstum því pínlega mikið.  Sviðið var gert mjög lítið og náið og stjörnurnar þurftu ekki að labba langar leiðir upp tröppur til þess að taka við styttunni frægu.  Þá var sviðsmyndin hrá og mínímalísk og öll umgjörðin mun lausari við glys og glæsileika.  Þó svo þetta hafi komið ágætlega út þá þótti mér þetta samt svolítið tilgerðarlegt - einhvernvegin einum of augljóslega fake að horfa á fræga og ríka fólkið reyna að dressa sig niður.  Svo þótti mér hálfgerð synd að leyfa hinu glæsilega Kodak Theater ekki að njóta sín - Hollywood og Óskarinn á að vera glamurous damnit!   Þessi seremónía hefði allt eins getað farið fram í hvaða skemmu sem er!  

Fyrir tæpum tveimur árum síðan var ég að þvælast í Hollywood og fór að sjálfsögðu í skoðunarferð í Kodak Theater og hafði gaman af - síðan þá finnst mér alltaf skrítið að horfa á Óskarinn og hugsa með mér "I´ve been on that stage!" Tounge   Simple things for simple minds, eh!

lancecleve.jpgAnywho...Hugh Jackman brilleraði sem kynnir og ég var mjög sáttur við úrslitin fyrir utan að ég hefði viljað sjá Meryl Streep og Violu Davis vinna fyrir leik sinn í Doubt.  Slumdog Millionaire átti sín verðlaun skilin og að sjálfsögðu þótti mér gaman að sjá Sean Penn vinna og þakkarræðan hans var æðisleg!  "You commie, homo-loving sons of guns" var það fyrsta sem kom uppúr Penn við mikla kátínu viðstaddra. Grin  Hann sagði svo frá því að fyrir utan á rauða dreglinum hefði hann farið framhjá hópi fólks með skilti með hatursfullum skilaboðum og beindi því til þeirra kjósenda í Kalíforníu sem studdu "Prop 8", bannið við giftingum samkynhneigðra, að íhuga sína afstöðu vel og skammast sín svo!

Þá þótti mér gaman að sjá hinn unga handritshöfund Dustin Lance Black hljóta Óskarinn fyrir Milk og þakkarræðan hans var mjög áhrifarík - sjá hér! 

Að lokum tók ég eftir því að margar stjörnurnar skörtuðu hvítum slaufum til stuðnings baráttunni fyrir breyttum hjúskapar-lögum.  Sjá nánar á WhiteKnot.org


mbl.is Viltu vinna milljarð? sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyrnakonfekt: Franska Hornið

Vienna Horns: 9 bestu hornleikarar Austurríkis leika þekkt stef

Horns of Berlin & Vienna Philharmonics: strengjakvartett eftir Haydn ("the Joke") aðlagað fyrir 8 horn.

Dale Clevenger, fremsti hornleikari heims ásamt Chicago Symphony Orchestra, með horn-sóló úr 5. simfóníu Mahlers

Horn konsert Mozarts no. 3 - annar þáttur (Larghetto)

Að lokum smá horn-húmor frá meistara Ifor James


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.