Færsluflokkur: Lífstíll
Log Cabin Republicans
8.2.2007 | 08:57
Það er alltaf jafn gaman að honum Berlusconi. Litríkasti karakterinn í Evrópskum stjórnmálum fyrr og síðar.
Ég held að hann hafi þarna alveg rétt fyrir sér. Ég efast um að það séu margir hommar í Forza Italia...og séu þeir einhverjir hljóta þeir að vera eitthvað meira en lítið brenglaðir í kollinum.
Svona rétt eins og furðufuglarnir í Log Cabin Republicans hér í Bandaríkjunum, en það er sem sagt félag samkynhneigðra Repúblikana sem dá og dýrka G.W. Bush. Þetta er svona álíka "oxymórónískt" fyrirbæri eins og að heyra talað um blökkumannadeild KKK! Ég sá um daginn heymildarmynd um þessi viðundur sem nefnist "Gay Republicans". Ég vissi eiginlega varla hvort ég átti að hlægja eða gráta.
Ég hvet fólk til að kíkja á þetta skemmtilega brot úr spjallþætti Bill Maher´s þar sem hann ræðir m.a. við Barney Frank þingmann (D- Massachusetts) um gay republicans...og gott ef George úr Seinfeld er ekki þarna líka...
Allir samkynhneigðir vinstra megin í stjórnmálum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
NBA leikmaður út úr skápnum
8.2.2007 | 01:02
John Amaechi fyrrverandi miðherji í NBA deildinni hefur nú ákveðið að koma út úr skápnum, fyrstur allra NBA leikmanna.
Amaechi lék með Cleveland Cavaliers, Orlando Magic og Utah Jazz en lét skóna á hilluna fyrir þremur árum. Besta tímabil hans var árin 99/00 þegar hann lék með Orlando en þá skoraði hann að meðaltali rúm 10 stig í leik en mest skoraði hann 31 stig í leik á móti Denver Nuggets árið 2000.
Amaechi er ættaður frá Manchester á Englandi og er breskur ríkisborgari. Hann hafði orðspor á sér um að vera frekar sérlundaður, þurfti alltaf að drekka Earl Gray te fyrir leiki og spjallaði við blaðamenn um heimsspeki. Á meðan félagar hans spiluðu tölvuleiki í frístundum sínum stundaði John doktors-nám í sálfræði í gegnum fjarnám á milli leikja!
Viðtal verður við John á ESPN sjónvarpsstöðinni á Sunnudagskvöld en í ævisögu hans sem kemur út í næstu viku, og ber nafnið "Man in the Middle" segir hann m.a. frá andrúmsloftinu í NBA deildinni og viðhorfum leikmanna og þjálfara í garð samkynheigðra. Ennfremur fjallar hann um samskipti sín við Jerry Sloan, þjálfara Utah Jazz, en hann mun m.a. margsinnis hafa kallað John "faggot".
John Amaechi er einungis sjötti íþróttamaðurinn úr atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum (NFL, NHL, MLB og NBA) sem kemur út úr skápnum og enginn hefur gert það fyrr en eftir að ferlinum lýkur. Fyrir nokkrum árum kom NFL fótboltamaðurinn Esera Tuaolo úr skápnum og sagði hann þetta um John:
"What John did is amazing. He does not know how many young kids he has saved. He does not know how many lives he's saved by speaking the truth."
David Stern framkæmdastjóri NBA deildarinnar sagði svo þetta í dag:
"A player's sexuality is not important. We have a very diverse league. The question at the NBA is always 'have you got game?' That's it, end of inquiry."
Sjá umfjöllun Sports Illustrated.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klanið eflist
6.2.2007 | 22:14
Það eru ekki bara meðlimir Frjálslynda flokksins og Nýs afls sem hafa áhyggjur af innflytjendamálum þessa dagana.
CNN hefur nýverið fjallað um mikinn uppgang Ku Klux Klan hér í Bandaríkjunum að undanförnu. Fjöldi meðlima í Klaninu fjölgaði um 63% á milli áranna 2000 til 2005. Ennfremur hefur fjölgað um 33% í öðrum öfgasamtökum svo sem hjá Ný-Nasistum en þessi samtök eru farin að vinna saman í auknu mæli og nota nú netið til að breiða út hatursáróður sinn.
Hinn dæmigerði Klansmaður er atvinnulaus alkóhólisti sem býr í hjólhýsi einhversstaðar í Suðurríkjunum, hefur lent í jailinu oftar en einu sinni fyrir að berja konuna sína, les biblíuna og mætir í messu á hverjum Sunnudegi á gamla pallbílnum sínum. Horfir svo á Fox-"News" og kýs Repúblikanaflokkinn (sem outsourcaði verksmiðju-djobbið hans til Mexíkó).
Og hver ætli sé svo staðalímynd hins Íslenska rasista? Æ...það er sennilega best að sitja á sér með það... en hvort þeir eru staddir í Grímsnesinu eða Alabama eru þeir báðir ekkert annað en aumkunarvert "White Trash"!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Wangari Maathai
1.2.2007 | 21:45
Annar góður gestur hélt hér fyrirlestur fyrir troðfullum sal í gærkvöldi. Þar var mætt Dr. Wangari Maathai, Friðar-Nóbelsverðlaunahafi frá Kenýa.
Dr. Maathai er líffræðingur sem hefur barist ötullega fyrir náttúruvernd, mannréttindum, lýðræði og friði í Afríku. Hún var fyrst kvenna frá austur og mið Afríku til að öðlast PhD gráðu og sömuleiðis fyrsta konan frá Afríku til að öðlast Nóbelsverðlaun (árið 2004).Hún hélt frábæra ræðu um áhrif náttúruverndar og vistvænnar náttúruauðlindastjórnunar á þróun lýðræðis og friðar í heiminum. Boðskapur hennar var að hvert og eitt okkar getur lagt lóð á vogarskálirnar þegar kemur að náttúruvernd og lýðræði. Þrátt fyrir að stundum virðist fjöllin ókleif megum við ekki leyfa okkur þann munað að gefast upp þótt á móti blási.
Í Kenýa barðist Dr. Maathai við einræðisherra og alþjóðleg stórfyrirtæki sem græddu á tá og fingri á skógarhöggi í regnskógunum með þeim afleiðingum að heilu vistkerfin eyðilöggðust og vatnsból og ár menguðust. Hún hjálpaði líka allslausum konum að mennta sig og brjótast undan oki karlaveldisins.
Íslendingar gætu lært mikið af því starfi sem Dr. Maathai sinnti í Kenýa. Hún sagði eins og Ómar, að þegar mörg lítil sandkorn koma saman getur myndast óstöðvandi bylgja. Þannig getur fólk haft áhrif, til dæmis með því að kjósa gegn umhverfisspjöllum og eyðileggingu náttúruauðlinda.
Ég bendi áhugasömum á vefsíðu samtaka Dr. Maathai sem nefnist Green Belt Movement - www.greenbeltmovement.org
Einnig hvet ég fólk til að kynna sér ævisögu þessarar merkiskonu, sem nefnist Unbowed.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Cindy Sheehan
1.2.2007 | 08:29
Friðar-aktívistinn Cindy Sheehan hélt fyrirlestur í skólanum mínum í gærkvöldi. Cindy sem missti son sinn í Írak og hlekkjaði sig í framhaldinu við grindverkið á búgarði G.W. Bush í Crawford, Texas, var eins og við var að búast afar harðorð í garð forsetans.
Hún lagði til að Bush yrði tafarlaust "impeached", tekinn úr embætti og ákærður fyrir stríðsglæpi. Hún tók þó fram að ekki ætti að hengja karlpunginn því dauðarefsingar séu óréttlætanlegar...jafnvel þegar "vitfirrtir fjöldamorðingjar" eiga í hlut, eins og hún orðaði það.
Cindy er ein mest hataðasta kona veraldar í augum Repúblikana (á eftir Nancy Pelosi og Hillary) fyrir það hvað hún er dugleg að benda á lygarnar í Bush/Cheney. En Cindy gaf demókrötunum engan grið heldur og gagnrýndi aðgerðarleysi þeirra á þinginu harðlega.
Cindy var líka harðorð í garð Hillary Clinton sem hún sagði hafa verið fylgjandi stríðinu í Írak frá upphafi og væri ekki líkleg til að tryggja frið í heiminum næði hún kjöri ´08.
Cindy er afar góður ræðumaður og fékk salinn til að hrífast með sér og mikið var um klapp og stuðningsöskur, en öryggisverðir þurftu líka að fjarlægja nokkra einstaklinga úr salnum sem létu ófriðlega með frammíköllum og ókvæðisorðum í garð Cindy sem þeir sögðu vera að "aiding and embedding the enemy".
Cindy benti á eina áhugaverða staðreynd. Stríðið í Írak kostar 10 milljónir dollara á KLUKKUSTUND og miðað við það tæki það einungis um 7 klukkustundir að borga upp skólagjöld allra nemenda í skólanum mínum (15 þús. talsins) í heilt ár ef peningunum væri varið í menntamál.
Ég vil benda áhugasömum á bók Cindýjar "Peace Mom - A Mother´s Journey through Heartache to Activism" og hér er linkur á vef samtaka hennar Gold Star Families for Peace.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margt smátt gerir eitt stórt
31.1.2007 | 22:50
Ef hvert heimili í Bandaríkjunum myndi skipta út aðeins einni venjulegri ljósaperu fyrir orskusparandi peru myndi tilsvarandi orkusparnaður duga til þess að lýsa upp 2.5 milljónir heimila í heilt ár!
Ennfremur kæmi þetta í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda (vegna kola-orkuvera) á við mengun 800 þúsund bíla á ári!
Þetta eru tölur sem skipta máli og ég tek því undir heilshugar með þessum þingmanni Kalíforníu.
Sjá umfjöllun um málið á vefsíðu Energy Star, samvinnuverkefni umhverfisráðuneytis og orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna.
Hvað þarf marga þingmenn til að skipta um ljósaperu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aumkunarverður hommatittur
28.1.2007 | 08:22
Á Íslandi mun nú vera staddur aumkunarverður amerískur hommi í boði samtaka trúfélaga og áhugamanna um "afhommun". Þessi vesalings ógæfumaður, Alan Chambers, ku víst hafa "frelsast úr viðjum samkynhneigðar" og er nú forseti og "poster child" Exodus International, kristilegrar líknarstofnunar sem hjálpar kynvillingum að snúa baki við syndinni, taka upp "heilbrigðara líferni" og öðlast náð Krists!
Svo merkilegur er þessi Alan að honum var boðið í Hvíta Húsið af sjálfum George W. Bush til að vera viðstaddur blaðamannafundinn þar sem Bush fór fram á að sjálfri Stjórnarskrá Bandaríkjanna yrði breytt til þess að banna hjónabönd samkynhneigðra fyrir fullt og allt. Þess má geta að viðaukarnir við Stjórnarskrá Bandaríkjanna kallast í daglegu máli "the Bill of Rights" svo það hefði nú verið frekar kaldhæðnislegt ef í hana hefði verið skráð mannréttindabrot. En þrátt fyrir að nóg hafi verið af fíflum á Bandaríska þinginu á meðan Repúblikanarnir réðu þar lofum og ráðum þarf 3/4 meirihluta til að samþykkja breytingu á Stjórnarskránni. Tillagan var auðvitað kolfelld enda átti enginn von á öðru. Þetta var fyrst og fremst tilraun Bush til að friðþægja trúarofstækisliðið og öfgahægrimennina í flokknum sínum. Þess má geta að báðir líklegustu forsetaframbjóðendur Repúblikana í ´08 kosningunum, þeir Rudy Giuliani og John McCain hafa lýst sig á móti því að bæta slíkri vitleysu í Stjórnarskrána.
En aftur að afhommurunum í Exodus. Hér í Bandaríkjunum reka þeir (undir nafni "Love in Action") meðal annars hörmulegar fangabúðir fyrir unglinga þar sem reynt er að heilaþvo og eyðileggja ungt fólk fyrir lífstíð. New York Times birti árið 2005 sögu af 16 ára dreng sem hafði gert þau mistök að koma útúr skápnum. Foreldrar hans sendu hann nauðugan í "meðferð" í "Jesus Camp". Lesa má söguna um Zach með því að smella hér.
Það eru ekki allir svo heppnir að sleppa heilir úr þessum afhommunarbúðum þar sem fólki er kennt (á kristilegan hátt) að hata sjálft sig. Þeir sem ekki ná að "frelsast úr viðjum samkynhneigðar" sinnar kjósa sumir að fremja sjálfsvíg fremur en að lifa í sátt við sjálfan sig. Ungu og óhörnuðu fólki (sem fjölskyldan hefur í mörgum tilfellum snúið baki við) er beinlínis sagt að það sé betra að það iðrist, deyji og komist til himna, heldur en að lifa áfram í syndinni og enda í helvíti.
Þetta gerist ekki bara í Bandaríkjunum. Líka á Íslandi! Stutt er síðan ungur íslenskur hommi (Örn Washington) framdi sjálfsvíg eftir að hafa lent í hrömmunum á frægum íslenskum ofsatrúarsöfnuði. Að kalla það sjálfsvíg finnst mér reyndar vera vafamál. Kannski væri réttara að kalla það morð. En ljóst er að enginn verður sóttur til saka fyrir þann verknað.
Ég vil að lokum hvetja lesendur til að hlusta á þetta áhugaverða útvarpsviðtal við áðurnefndan Alan Chambers. Viðtalið tók Terry Gross, þáttastjórnandi "Fresh Air" á National Public Radio sem ég hef áður fjallað um á þessu bloggi.
Jafnframt hvet ég fólk til að horfa á þessa hlægilegu/sorglegu frétt CNN um "Ex-Gay Therapista".
Lífstíll | Breytt 29.1.2007 kl. 03:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fallbyssa á útsölu
26.1.2007 | 02:32
Hvernig toppar maður nágrannann sem á AK-47, M-16 og .357 Magnum? Jú, maður skreppur í Cabelas sportvöruverslunina og kaupir sér ArmaLite AR-50...50 calibera "armor piercing" fallbyssu á spottprís aðeins $2799. Hentar víst jafn vel til dádýra og fasanaveiða sem og til að verja landareign sína gegn hippum og Vottum Jehóva! Lengi lifi Charlton Heston og NRA!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)