Færsluflokkur: Lífstíll
Ömmur og kornabörn reykjandi gras
10.3.2007 | 10:36
Í vikunni birtust tvær fremur óvenjulegar fréttir í fjölmiðlunum um kannabis neytendur. Í öðru tilfellinu var um að ræða 2ja og 5 ára gömul börn og í hinu tilfellinu 68 ára gamla konu.
Fyrra tilfellið vakti skiljanlega mikið fjaðrafok, enda málið með hreinum ólíkindum. Börnin voru í pössun hjá 17 ára frændum þeirra sem þóttu ekkert sjálfsagðra en að kenna þeim að reykja gras. Það varð þeim hins vegar að falli að þeir tóku athæfið upp á myndband. (sem má nálgast hér) Yfirvöldum í Texas þótti þetta athæfi hins vegar ekki eins fyndið og piltunum skökku og sitja þeir nú í fangelsi fyrir ofbeldi gegn börnum og eiga þeir væntanlega þungann dóm yfir höfði sér...Texas style. Ennfremur hafa börnin verið tekin af fjölskyldunni og sett í fóstur.
Seinna tilfellið var svo 68 ára gömul amma frá Bretlandi, sem dæmd var í skilorðsbundið fangelsi og samfélagsþjónustu fyrir ræktun og neyslu á kannabis. Amman var þó kokhraust og sagðist ætla að halda áfram að bæta marijuana í te-ið sitt, súpur og pottrétti sér til hressingar og sagðist óhrædd við að lenda í fangelsi. (Sjá frétt og viðtal við ömmuna hér)Samkvæmt tölfræði-upplýsingum "National Survey on Drug Use and Health" frá árinu 2004, hafa 40% bandaríkjamanna, 12 ára og eldri, prófað að neyta kannabis a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni (þar með taldir Bill Clinton og Barack Obama). Samkvæmt sömu könnun höfðu þriðjungur nemenda í 10. bekk grunnskólanna prófað Marijuana a.m.k. einu sinni. Nokkur fylki hafa þegar slakað á banni á Marijuana, t.d. Kalífornía og Washington og mörg önnur fylki þ.m.t. Minnesota eru að íhuga að leyfa kannabis-neyslu í lækningaskyni. Reynslan í löndum þar sem kannabis-neysla er að miklu leiti leyfileg, t.d. Holland og Kanada, sýnir að ávinningurinn af lögleiðingu kannabis-efna er töluverður. Kostnaður við dómskerfið hefur snarminnkað, færri sitja í fangelsum fyrir "glæp án fórnarlambs", og allir virðast ánægðir.
Persónulega fynnst mér sjálfsagt að lögleiða kannabis. Rökin eru margvísleg. Í fyrsta lagi er það frjálshyggjusjónarmiðið og frelsi einstaklingsins til að velja án afskipta forsjárhyggju-afla. Í annan stað er það staðreynd að bæði alkóhól og tóbak eru mun skaðlegri efni en kannabis. Ekki er vitað til kannabis-neysla hafi dregið neinn til dauða, ólíkt áfengi og tóbaki.
Ég vil að lokum taka það fram að ég er ekki að halda því fram að kannabis sé hollt og ég hvet engann til þess að neyta þess, en í mínum augum er notkun áfengis síst æskilegri. Mér þykir furðu sæta að ríkið skuli selja áfengi og tóbak og að á sama tíma sé litið á kannabis sem eitthvert tabú sem samfélagið viðurkennir ekki.
15 fíkniefnamál komu upp á höfuðborgarsvæðinu í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Smá húmor
8.3.2007 | 20:03
Hver hefur ekki séð fræðslumyndbönd um kjarnafjölskylduna frá sjötta áratugnum?
Ef myndbandið hleðst ekki upp hér fyrir neðan...smellið þá á þennan link: http://emuse.ebaumsworld.com/video/watch/728
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stærri borgari hjá McDonalds
7.3.2007 | 22:16
Já, BigMakkinn og "Double Quarter-pounderinn" eru ekki lengur nógu stórir fyrir stóra Ameríkana. Nú hefur McDonalds ákveðið að hefja sölu á "Third Pounder" sem mun verða stærri en nokkur annar borgari á matseðlinum. Samkvæmt talsmanni McDonalds eru þeir með þessu að bregðast við samkeppninni, en Burger King, Carl´s Jr. og Hardee´s bjóða víst allir uppá stærri borgara en McDonalds og eftirspurnin virðist vera næg.
Nýji borgarinn, sem gerður verður úr Angus-kjöti og þykkara brauði mun innihalda heilar 860 hitaeiningar en til samanburðar er BigMac "aðeins" 540 hitaeiningar. Spurning hvað Manneldisráðið hefur um þetta að segja.
Stutt er síðan Kalli Bretaprins lagði til að McDonalds veitingahús yrðu bönnuð með lögum vegna hins gríðarlega offitu- og heilsufars faraldurs sem nú herjar á Vesturlönd. Það virðist ekki vera að McDonalds hafi miklar áhyggjur af því.
En æ...maður verður svangur af þessari frétt...spurning um að fara bara og fá sér Supersized Double-Qourterpounder með stórum skammti af transfitumettuðum frelsiskartöflum og einn líter af kók. Ég er hvort eð er svo grannur (á Amerískan mælikvarða) að ég má alveg við því!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Star Wars og stjörnurnar
5.3.2007 | 07:27
Það greip um mig þægileg nostalgíu tilfinning um helgina þegar ég datt inní endursýningar á orginal Star Wars trílógíunni á HBO kapalstöðinni. Þessar kvikmyndir hafa fylgt manni allt frá barnæsku og minningarnar sem tengjast þeim á einn eða annan hátt streyma fram í hvert skipti sem maður horfir á þær. Þrátt fyrir að maður sé sennilega búinn að sjá þær vel yfir þúsund sinnum fæ ég aldrei leið á þeim. Eitt uppáhalds atriðið mitt er þegar Luke horfir á sólirnar tvær setjast á Tatooine í byrjun "A New Hope". Það sem gerir þetta atriði svo stórkostlegt í mínum huga er hið tregafulla en vongóða horn-sóló sem meistari John Williams samdi svo snilldarlega við þessa senu.
Fyrir mér er Star Wars reyndar svo mikið meira en bara kvikmyndir. Nánast lífsstíll. Það er satt best að segja óhætt að fullyrða að þetta fyrirbæri hafi haft ótrúlega mikil og djúpstæð áhrif á líf mitt. Svo mjög að það má etv. deila um hvort það geti talist eðlilegt. En ég ber titilinn "Star Wars Nörd" með stolti og er þakklátur fyrir allt sem það hefur gefið mér í gegnum tíðina.
Eitt það mikilvægasta sem Star Wars gaf mér var áhuginn fyrir klassískri tónlist. Tónlist John Williams varð þess valdandi að ég hóf að læra á ýmis málmblásturshljóðfæri og byrjaði í lúðrasveit 9 ára gamall. Ég tók ástfóstri við franska hornið og naut þess í botn að reyna að klóra mig í gegnum hornkonserta Mozarts með misgóðum árangri í mörg ár. Það var lengi vel minn æðsti draumur að gerast atvinnu músíkant og komast í simfóníuhljómsveit, en því miður (?) toguðu önnur áhugamál í mig auk þess sem hæfileikarnir voru nú sennilega ekki nógu miklir til þess að ég hefði átt raunhæfa möguleika á tónlistarsviðinu. Engu að síður var og er tónlistin nærandi fyrir sálina og reynslan og félagsskapurinn úr lúðrasveitarstarfinu er ómetanlegur.
Fyrir tæpum þremur árum hitti ég svo loksins átrúnaðargoðið mitt hann John Williams. Ég keyrði til Chicago (ca. 8 tíma keyrsla) til þess eins að mæta á tónleika Chicago Symphony Orchestra. Á efnisskránni voru frægustu verk Williams úr kvikmyndunum (t.d. Schindler´s List, ET, Indiana Jones, Jaws, Superman, Jurassic Park, Saving Private Ryan, Close Encounters of the Third Kind og að sjálfsögðu Star Wars ) Rúsínan í pylsuendanum var svo nýr horn-konsert sem Williams samdi sérstaklega fyrir hinn fræga einleikara og fyrsta hornleikara CSO, Dale Clevenger. Magnað! Ég nældi í sæti í þriðju sætaröð, svona kannski 10 metra frá Williams. Eins og nærri má geta voru flestir í salnum miklir John Williams/Star Wars nördar og til að koma til móts við okkur hélt karlinn smá fyrirlestur um samstarf sitt við George Lucas og Steven Spielberg áður en tónleikarnir hófust og tók við spurningum úr salnum. Mér fannst satt að segja að ég væri dáinn og kominn í himnaríki!
Sennilega hefur Star Wars nördisminn náð hámarki hjá mér árin 1998 og 1999. Haustið ´98 fór ég í helgarferð til Washington D.C, aðallega til þess að verða vitni að sérstakri sýningu á leikmunum og búningum úr Star Wars myndnunum í tilefni af 20 ára afmæli fyrstu Star Wars myndarinnar. Sýningin hét "Magic of the Myth" og fór fram á Smithsonian Air & Space Museum. Þetta var fyrsta ferðin mín hingað til Bandaríkjanna en átti ekki eftir að verða sú síðasta.
Vorið ´99 gekk ég svo langt að segja upp vinnunni (starfaði hjá internetþjónustunni Margmiðlun hf.) og straujaði Visa kortið í botn til þess að komast til Ameríku á frumsýningu Episode I og sérstaka Star Wars fan club ráðstefnu þar sem mættir voru leikarar úr myndunum til að gleðja okkur og græða nokkra dollara í leiðinni.
Þarna hitti ég m.a. Billy Dee Williams (Lando Calrissian), Peter Mayhew (Chewbacca), Jeremy Bulloch (Boba Fett), Kenny Baker (dvergurinn inní R2-D2) og Gary Kurtz (producer). Mikið upplifelsi og árituðu plakötin eru ekki til sölu! Reyndar væri áhugavert að sjá hvað allt draslið sem ég hef safnað í gegnum tíðina væri virði á E-Bay. Leikföng (orginal Kenner fígúrurnar), bækur, blöð, tölvuleikir, styttur, eldhúsáhöld, glös, bollar, bolir og ég veit ekki hvað.
Þessar Star Wars Ameríkuferðir urðu svo óbeint til þess að ég fluttist hingað og settist á skólabekk því í seinni ferðinni heimsótti ég frænda minn sem þá var í flugvirkjanámi í Tulsa. Ég varð stórhrifinn af skólanum og umhverfinu, spjallaði við námsráðgjafa og hálfu ári síðar var ég svo mættur aftur og byrjaður í skólanum. Sennilega væri ég ennþá fastur í grútleiðinlegu djobbi í tölvubransanum á Íslandi, ef Star Wars hefði ekki komið mér til bjargar!
Er þetta heilbrigt??? Tja...ég skal ekki segja. Star Wars var sannarlega mitt "escape" á unglingsárunum. Auðvitað var ég ekki talinn alveg "normal" En ég var það ekki hvort eð var...feitlaginn og gat ekkert í íþróttum, með engan áhuga á stelpum (en því skotnari í Harrison Ford ), drakk ekki áfengi, mætti ekki í partí og var ekki mjög cool. Ekkert hissa á eineltinu í skólanum í gamla daga...en það er löngu fyrirgefið. (Hef þó lúmskt gaman af því að fæstir hafa þeir náð mjög langt í lífinu blessaðir bekkjarbræðurnir mínir )
Umfram allt hefur Star Wars leyft mér að eiga mér drauma og kennt mér að eltast við þá. "Do, or do not...there is no try!" (Yoda, Empire Strikes Back)
Ætli það sé svo ekki við hæfi að slútta þessari færslu bara á: May the Force be with you...always!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Spirit of Strom Thurmond
3.3.2007 | 06:38
Dick Cheney var nýlega á ferðalagi í Kabúl til þess að hitta strengjabrúðuna sína hann Hamid Karzai. Eins og kunnugt er slapp karlinn "naumlega" með skrekkinn (því miður?) þegar Talibani sprengdi sjálfan sig upp við hliðið á herstöðinni þar sem Cheney gisti um nóttina. Aumingja Cheney ku víst hafa vaknað við lætin og heyrt kvellinn. Vonandi að hann hafi fengið áfallahjálp blessaður.
Það vakti hins vegar athygli nokkurra spekúlanta hér vestra að Cheney notaði ekki sinn vanalega farkost, "Air Force Two" til fararinnar, sem er Boeing 757 þota máluð í litum forsetaembættisins. Menn hafa sennilega talið að það væri ekki óhætt að lenda svo áberandi skotmarki í Kabúl. Þess í stað flaug varaforsetinn með C-17 herflutningavél til þess að vekja minni athygli.
Það merkilega við þessa tilteknu C-17 vél sem hlaut að sjálfsögðu kallmerkið "Air Force Two" til bráðabirgða, er að hún ber annars hið kostulega nafn "The Spirit of Strom Thurmond".
Fyrir þá sem ekki þekkja til Strom Thurmond þá var hann öldungardeildarmaður frá Suður-Karólínu sem var þekktastur fyrir að berjast harkalega gegn auknum réttindum blökkumanna á sjötta áratugnum. Hann sat á þingi lengst allra bandaríkjamanna, frá 1954 til 2003 þegar hann settist loksins í helgan stein skömmu fyrir andlát sitt, 100 ára gamall. Hann setti metið í málþófi þegar hann talaði stanslaust í 24 tíma og 18 mínútur árið 1957 þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að svertingjar fengju kosningarétt (Civil Rights Act of 1957). Það var svo ekki fyrr en eftir andlát Thurmonds að í ljós kom að hann átti dóttir á laun með svartri stúlku sem starfaði sem húshjálp (kynlífsþræll?) á heimili Thurmonds.
Ein frægustu orð Thurmonds voru: "I wanna tell you, ladies and gentlemen, that there's not enough troops in the army to force the Southern people to break down segregation and admit the negro race into our theaters, into our swimming pools, into our homes, and into our churches."
Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort það hafi verið með vilja gert hjá Cheney að velja þessa tilteknu flugvél, eða hvort um tilviljun hafi verið að ræða. Hvað sem því líður er ljóst að þetta er ekki gott "PR" fyrir Cheney, sérstaklega í augum svartra, en kannski var hann að kæta vini sína í Suðurríkjunum með þessu. Svo er náttúrulega spurning hvort ímynd Cheneys skipti hann nokkru máli lengur. Hún er hvort eð er svo ónýt að þetta litla stunt skiptir svosem engu máli. Þar að auki stefnir hann ekki á frekari kosningaframboð sem betur fer.
En aðeins meira um flugvélina. Svona C-17 vélar eru ekki innréttaðar fyrir farþega (hvað þá tigna farþega) enda hannaðar til þess að flytja heilu skriðdrekana milli heimsálfa. Til að redda því var ákveðið að koma fyrir sérstöku hjólhýsi (!) innan í fraktrými vélarinnar þar sem varaforsetinn gat hreiðrað um sig í mestu þægindum. (talandi um "trailer trash"! )
Hér er mynd af þessu fyrirbæri sem birtist á vef Chicago Tribune. (smellið tvisvar á myndirnar til að sjá stærri útgáfu - á efri myndinni má sjá nafn vélarinnar beint fyrir ofan útganginn)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vinur minn og Purpurahjörtun
2.3.2007 | 07:46
Um daginn fékk ég tölvupóst frá gömlum skólafélaga sem ég hafði ekki heyrt í lengi. Ýmislegt hefur dregið á daga hans síðan ég sá hann síðast, í október 2001. Mig langar til að deila með ykkur sögu hans.
Ég kynntist Terry Hudson í febrúar árið 2000. Við vorum samferða í gegnum nám í flugrafeindavirkjun (avionics) við Spartan School of Aeronautics, í Tulsa, Oklahoma. Þrátt fyrir mjög ólíkan bakrunn kom okkur strax mjög vel saman og við mynduðum ágætt teymi í verklegu tímunum ("lab parntners") auk þess sem við grúskuðum ýmislegt utan skólatíma.
Terry er svartur og ólst upp í gettóinu í suðurhluta Chicago. Til að sleppa undan fátækt, gengjastríðum og crack-cocaine faraldrinum, skráði hann sig í herinn 18 ára gamall. Það var árið 1990, árið sem Saddam Hussein heitinn réðst með offorsi inn í Kúvæt, sællar minningar. Terry var umsvifalaust sendur á svæðið til að taka þátt í Operation Desert Storm sem fallbyssuskytta á M1A1 Abrams skriðdreka. Hann var mjög súr yfir því að hafa aldrei lent í alvöru "combat" en þó kom hann heim með Purpurahjarta í farteskinu því hann fékk sprengjubrot í handlegginn þegar að Skud-flugskeyti lenti nálægt herskálanum hans í Sádí-Arabíu. Hann var voða stoltur yfir því blessaður að vera "wounded veteran".
Terry hélt áfram í hernum (active-duty) næstu 9 árin og lauk ferlinum sem Staff Sergeant (E-6). Hann ákvað svo að nýta sér skólagjaldastyrk hersins til þess að afla sér mentunar og skráði sig í Spartan, en í hernum hafði hann nokkra reynslu af viðhaldi á þyrlum og ýmsum vopnakerfum.
Um það leiti sem við vorum að útskrifast úr Spartan voru framin skelfileg hryðjuverk, kennd við 11. september, 2001. Terry var mikill "patriot" og sagðist sko ætla beint í herinn aftur til að taka í lurginn á þessum bansettu "towelheads". Þegar leiðir okkar skildu vissi ég að hann var búinn að skrá sig í varaliðið (Army reserves) en ætlaði samt að leita sér að vinnu í nýja faginu. Síðan heyrði ég ekki frá honum í nokkur ár.
Í ársbyrjun 2005 var varaliðs-deildin hans kölluð út og send til Írak. Þegar kallið kom hafði hann verið búinn að koma sér fyrir í sæmilegri vinnu hjá Lockheed Martin suður í Dallas, Texas. Eftir tæplega 4 mánaða dvöl í Írak særðist hann svo aftur þegar brynvarinn Hum-Vee sem hann var farþegi í keyrði yfir jarðsprengju. Hann slapp tiltölulega vel miðað við aðstæður, fékk í sig sprengjuflísar og hlaut innvortis blæðingar auk þess sem hann missti varanlega heyrn á öðru eyra. Félagi hans í jeppanum lét lífið.
Eftir einhverja dvöl á hersjúkrahúsi í Þýskalandi fór hann heim til Texas með nýja Purpurahjartað sitt í barminum. Þegar heim var komið komst hann að því að konan hans hafði haldið framhjá honum og var horfin á brott. Starfið hans hjá Lockheed Martin var sömuleiðis farið (fyrirtæki eru ekki skyldug til að taka aftur við varaliðsmönnum sem kvaddir eru á brott). Honum var bara tjáð að fyrirtækið hefði þurft að segja upp fjölda manns vegna samdráttar (ég sem hélt að það væri rífandi bisness hjá hergagnaframleiðendum á stríðstímum).
Terry var svo atvinnulaus í nokkra mánuði uns hann fór að vinna við afgreiðslu á bensínstöð! Hann er með sykursýki og þarf að kaupa insúlínið sitt sjálfur, því engin er sjúkratryggingin. Hann fær að vísu einhver "VA benefits" frá hernum en þau dekka ekki insúlínið. Nú ætlar hann svo að flytjast aftur til Chicago og reyna að byrja nýtt líf.
Já, svona er lífið hér í landi tækifæranna. Leiðin úr gettóinu í suðurhluta Chicago getur verið þyrnum stráð. En Terry Hudson er stoltur af Purpurahjörtunum sínum...þó svo öllum öðrum sé slétt sama.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Macintosh fyrir ketti?
28.2.2007 | 04:34
Þessum Makka-eiganda virðist hins vegar ekki vera meira sama um dýru græjuna sína en svo að hann notar hana sem þroskaleikfang fyrir ketlinginn sinn. Sjálfur elska ég kettlinga og hef átt þá marga um ævina en fjandakornið er þetta nú ekki einum of???
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stórhættulegir flugdrekar
28.2.2007 | 00:26
Samkvæmt frétt Seattle Post létust 11 manns og yfir 100 særðust í Pakistan s.l. sunnudag, sökum flugdrekakeppni sem fór úr böndunum. Keppnin gengur m.a. út á það að "skjóta niður" flugdreka andstæðinganna og til þess húða menn hvössu gleri utan á strenginn eða nota stálvíra í stað venjulegs bands í flugdreka sína or reyna svo að klippa á strengi hinna flugdrekanna.
Ennfremur tíðkast í þessari keppni að skjóta af byssum uppí loftið í fagnaðarskyni og létust 5 af þessum 11 (þar á meðal 6 ára drengur) vegna voðaskota. Tvö hinna látnu, 12 ára drengur og 16 ára stúlka létust þegar þau urðu fyrir beittum flugdrekavír sem skar þau á háls. Tveir létust úr rafstuði þegar þeir reyndu að leysa flugdreka sem flæktist í rafmagnsstaur og aðrir tveir létust þegar þeir duttu ofan af þaki.
Lögreglan í Pakistan lagði hald á 300 ólögleg skotvopn og bannaði allt frekara flugdrekaflug um óákveðinn tíma.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Delta II geimskot
15.2.2007 | 08:31
Fyrir rúmum tveimur árum gafst mér tækifæri til að fylgjast með flugtaki Delta II eldflaugar frá Canaveral-höfða á Flórída. Að sjá, heyra og finna fyrir ca. 5.5 milljón Newtona afli er nokkuð sem maður gleymir ekki í bráð. Það er eitthvað "magical" við það að upplifa geimskot. Maður fyllist lotningu og stolti yfir mannsandanum og því hverju við getum áorkað.
Ekki fékkst uppgefið hvað var um borð í eldflauginni sem ég horfði á yfirgefa jörðina, einungis að það væri "classified payload" fyrir flugherinn. Það þýðir væntanlega njósnagervihnöttur. Það hefði satt að segja verið skemmtilegra að vita til þess að þarna hefði verið vísindabúnaður frá NASA eins og þessi sem á að rannsaka norðurljósin.
Ástæða þess að ég var að flækjast þarna suðurfrá var sú að ég hafði hugsað mér að sækja um skólavist við Embry-Riddle Aeronautical University á Daytona Beach og fór ég því í skoðunarferð til að kynna mér staðinn. Þrátt fyrir að lítast vel á skólann ákvað ég samt á endanum að halda kyrru fyrir í kuldanum í Minnesota...ákvörðun sem ég hef stundum nagað mig í handarbökin yfir...sérstaklega á köldum febrúarkvöldum.
Fyrst ég var kominn til Flórída gat ég ekki annað en heimsótt Kennedy Space Center sem er hreint magnaður staður fyrir "geim-nörda" eins og mig. Áður hef ég reyndar heimsótt Johnson Space Center í Houston, Texas (Mission Control) sem er ekki síður áhugavert, sem og eytt nokkrum dögum á Smithsonian National Air and Space Museum í Washington, D.C.
Það er erfitt að útskýra þennan áhuga minn á geimferðum...en ætli Star Wars og Star Trek fyrirbærin hafi ekki veitt mér þessa "inspirasjón".
Það eina sem Bush karlinn hefur gert rétt að undanförnu að mínu mati var að veita NASA fyrirskipun um að snúa aftur til tunglins fyrir árið 2020. Fjörutíu-og sjö árum eftir að Apollo 17 yfirgaf það síðast mannaðra geimfara. Í þetta skiptið er ætlunin að byggja varanlega bækistöð á tunglinu sem lið í undirbúningi að mönnuðum ferðalögum til Mars. Lockheed Martin hefur þegar hafist handa við smíði á nýju geimfari sem hefur fengið nafnið Orion.
Gagnrýnendur geimferðaáætlunarinnar kvarta skiljanlega yfir háum kostnaði. NASA mun eyða 104 milljörðum dollara á næstu 12 árum í tungl-áætlunina. Það hljómar afskaplega dýrt, en til samanburðar má þó geta þess að stríðið í Írak mun kosta bandaríska skattgreiðendur yfir 2 trilljónir dollara þegar upp verður staðið...svo ekki sé talað um mannfórnirnar.
Af hverju að fara aftur til tunglsins? Hér eru 10 góðar ástæður.
NASA rannsakar norðurljósin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bölvað klink
11.2.2007 | 23:20
Nú á að gera enn eina tilraunina til þess að koma dollara-klinkinu í umferð.
Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér þá er það klink. Mér fynnst ég vera miklu ríkari með troðið seðlaveski af einsdollaraseðlum heldur en með fulla vasa af íþyngjandi klinki sem er öllum til vansa.
Verðgildi dollarsins í augum almennings (perceived value) myndi örugglega stórlækka ef dollaraseðillinn yrði tekinn úr umferð. Fólki finnst minna mál að eyða klinki heldur en seðli. Kannski væri það gott fyrir hagkerfið...ég skal ekki segja. Mikið hefur verið rætt um að úrelda Penný-íð (eins centa klinkið) og þó ég hati klinkið þá er ljóst að það myndi þýða að það yrði að rounda upp öll verð uppí næsta tug. 99 centa borgarinn yrði 1 dollara borgari...en síðan legst reyndar söluskatturinn ofan á þannig að í staðinn fyrir að 99 centa borgarinn kosti á endanum $1.07 þá færi hann upp í $1.10...það myndi þýða stórhækkað verðlag og aukna verðbólgu.
Hvað svo með alla sjálfsalana? Það myndi kosta gríðarlegar fjárhæðir að uppfæra alla sjálfsala svo þeir tækju við dollara klinkinu. Flestir nýjir sjálfsalar í dag taka reyndar líka bæði $1 og $5 seðla.
Ég hélt að ég væri nú ekki svona svakalega íhaldssamur...en mér þykir vænt um gamla græna George Washington og kæri mig ekkert um að hafa gulli slegna Richard Nixon og Ronald Reagan í vasanum.
Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum andvígir dollaramynt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)