Færsluflokkur: Ferðalög

Winona

Þegar leikkonan seinheppna Winona Rider kemst í fréttirnar verður mér ávallt hugsað til heimabæjar hennar, eða öllu heldur staðarins þar sem hún fæddist og er nefnd í höfuðið á, Winona, Minnesota.

Winona er einstaklega fallegur og vinalegur bær með um 27 þúsund íbúa og er staðsettur á nokkurs konar eyju eða skeri í miðju Mississippi fljótinu, um 100 mílur suðaustur af Minneapolis og rétt hjá LaCrosse í Wisconsin.

Winona nafnið er sagt vera nafn konu indíjánahöfðingjans Wabasha sem var af Sioux ættbálkinum.  Síðasta sumar fór ég ásamt föður mínum í kvöldverðar-cruise á gamaldags fljótabáti þarna niðurfrá og var sú ferð ánægjuleg í alla staði þrátt fyrir á þriðja tug moskító-bita.

img_0010_732145.jpg

 

img_0021_732146.jpg


mbl.is Kvikmyndastjarna veiktist í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnesota State Fair

Hér ríkir nú einskonar "verslunarmannahelgi" (Labor Day Weekend) og í tilefni af því skellti ég mér á  "The Great Minnesota Get-Together" í 32 stiga hita og fíneríi.  Hvernig er það...eru haustlægðirnar nokkuð mættar þarna uppfrá? (sorry folks! neðanbeltis-skot).  Eg mætti Al Franken og Jesse Ventura var þarna líka í dag, þó svo ég hafi farið á mis við hann karlinn og svo var Toby Keith að troða upp.  Samtals mættu 210 þúsund manns í gær en þetta stendur yfir í 12 daga og í fyrra mættu tæp 1.7 milljónir gesta.

Skellti að sjálfsögðu saman smá vídeói handa ykkur! Wink


Reynsluakstur - Vídeóblogg

 

Smá Bonus material Wink


Dallas, Texas

salladÞað er eitthvað furðulega heillandi við Dallas sem ég á bágt með að útskýra.  Nú hef ég ferðast um flest-allar stórborgir í Bandaríkjunum á síðustu árum og það er erfitt að bera þær saman...en þær tvær borgir sem mér finnst einna vænst um eru Chicago og Dallas.  Þetta kann að koma einhverjum á óvart...hvað með NY, LA, San Fran, D.C., Miami?  Jú, jú...allt frábærir staðir á sinn hátt...en ég er "uppalinn" í Mið-Vestrinu...and thats where my heart is.

Kannski ást mín á Dallas tengist á einhvern hátt sápuóperunni sem ég glápti á sem barn ásamt ömmu minni af mikilli athygli...það var eitthvað svö töff við þennan stað...ég vissi strax þegar ég var 6 ára að eitt af takmörkum lífs míns væri að komast til Dallas!  Joyful

southfork.jpgRaunar var það eitt mitt fyrsta verk þegar ég loksins kom til Dallas að kíkja á Southfork búgarðinn fræga, sem nú er safn tileinkað þáttunum frægu.   Búgarðurinn er staðsettur rétt norður af Dallas, nánar tiltekið í jaðri Plano, Texas.  Það er ótrúlega fallegt þarna, endalaus sléttan blasir við undir "the Big Blue Texas Sky" og nokkur hross og Texas Longhorns naut á beit.  Einn og einn olíubor í fjarska. 

Texas er reyndar mjög sérstakt fylki...eða "like a whole ´nother country" eins og slagorðið þeirra er.  Eitt sinn tók ég Grayhound rútu frá Dallas upp til Oklahoma og á landamærunum sagði bílstjórinn í kallkerfið "Well folks, we´re now leaving the Great State of Texas and entering the United States of America!" Cool  Þetta lýsir hugsunarhættinum í þeim mjög vel.

Þegar ég bjó í Oklahoma keyrði ég margar ferðir niður til Dallas (þó það væri 5 tíma keyrsla hvora leið) bara til þess að upplifa stórborgarborgar-stemmninguna og mæta í Reunion Arena á heimaleiki Dallas Mavericks í NBA deildinni.  Talandi um Reunion Arena þá er Reunion Tower þar við hliðina eitt helsta kennileiti borgarinnar og gaman að fara upp í hann.

Vegakerfið í Dallas er magnað...fyrir utan Houston er þetta ein svakalegasta bílaborgin sem ég hef keyrt um.  Miklu afslappaðara að keyra í Los Angeles (believe it or not).  Það eykur bara á stemmninguna...það er fátt skemmtilegra en að keyra um Texas á Lincoln Continental með risastóran kúrekahatt á hausnum og Willy Nelson á fullu í útvarpinu! Wink  Yeeehaaaww!!!  Bara muna að passa sig á Walker Texas Ranger...don´t mess with Chuck Norris!  LoL

jfk2.jpgEitt af því sem vert er að skoða í Dallas er Dealy Plaza og The Sixth Floor Museum þar sem hægt er að horfa út um gluggan sem Lee Harvey Oswald er sagður hafa skotið JFK út um.  Magnaður staður og magnað safn.  Engu hefur verið breytt á Dealy Plaza síðan 1963 og það er einkennileg upplifun að upplifa söguna svona beint í æð.

Maður fer ekki frá Dallas öðruvísi en að koma við á góðu steikhúsi (mæli með Lone Star Steakhouse) og svo er um að gera að kíkja á gamla bæinn og ródeóið í Ft. Worth og Six Flags skemmtigarðinn í Arlington ef maður er að þvælast þarna á annað borð.

Það versta við Dallas er að hún er full af alvöru J.R. Ewingum...og nýlega var George Dubbyah Bush að kaupa sér hús í Dallas sem hann flytur í eftir 164 daga...en það er skömminni skárra að geyma hann þar en í Washington, ekki satt.

Endilega kíkið á þetta bráðfyndna og hjartnæma myndband frá ferðamannaráði Texas! LoL


mbl.is Endurfundir á Southfork
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innihald fartölva skoðað og afritað á bandarískum flugvöllum

javaerrorNú er Sámur frændi endanlega búinn að tapa sér... dómstólar hafa heimilað Heimavarnarráðuneytinu að hnýsast í fartölvur, farsíma, ipoda, myndavélar, flash-drif og öll rafræn gögn sem þú kannt að hafa meðferðis á leiðinni til eða frá Bandaríkjunum.  Landamæraverðir mega samkvæmt þessu, án dómsúrskurðar og án nokkurar sérstakrar ástæðu eða gruns gera fartölvur upptækar og halda þeim "for a reasonal period of time" og er þeim heimilt að skoða og afrita öll gögn sem þeim sýnist!

Sjá frétt MSNBC hér - einhverra hluta vegna er ekki gert mikið úr þessu á Fox "news".

Með hverjum deginum sem líður finnst mér ég frekar vera staddur í Sovétríkjunum en í landi hinna frjálsu og hugrökku. Frown

Munið að taka til á tölvunni og hreinsa úr cache-inu áður en þið komið næst í heimsókn!


Amerísk sveitahátíð

Ég skellti mér út í sveit í gær og heimsótti Howard Lake þar sem fram fór hin árlega Wright County Fair sveitahátíð.  Að sjálfsögðu var vídeó-kameran með í för...


Líkfylgdin í Monte Carlo

Það getur verið vandræðalegt að lenda óvart inní miðri líkfylgd, sérstaklega þegar maður er að flýta sér og umferðin rétt lullast áfram á sannkölluðum jarðarfararhraða og maður kann engan vegin við að taka framúr.  Sem betur fer gat ég skotið mér útúr röðinni og keyrt hliðargötur í dag þegar ég lenti í þessu en það minnti mig á aðra og svakalegri líkfylgd sem ég lenti í fyrir 18 árum síðan.

rollspic.jpgForeldrar mínir höfðu tekið mig með í ferðalag til Evrópu (flug og bíll til Lux eins og vinsælt var á þessum árum) og höfðum við verið að þvælast um frönsku Riveriuna; Cannes og Nice og næst lá leiðin inní Monaco.  Okkur þótti undarlegt að hvergi var sála á ferli, enginn að baða sig í Miðjarðarhafinu og allar verslanir virtust lokaðar.  Við keyrðum sem leið lá í gegnum göngin frægu undir spilavítið (sem einhverjir kannast við úr Formúlu 1 kappakstrinum) og loks komumst við uppá aðalgötu þar sem eitthvað virtist um að vera og talsverð umferð. 

Umferðin gekk frekar hægt þannig að auðvelt var fyrir pabba að taka beygjuna inná veginn og smella sér inní bílalestina.  Við vorum svosem hætt að gapa yfir flottu bílunum enda annar hver maður þarna á Ferrari eða Lamborghini...en fljótt fór þó að renna á okkur tvær grímur.  Þegar við fórum að líta betur í kringum okkur tókum við eftir því að fólk stóð prúðbúið á gangstéttunum og fylgdist með bílalestinni og virtist afar alvarlegt á svipinn...mér fannst eins og sumir væru að stara á okkur.  Fyrir framan okkur var svört Benz límosína og þegar ég leit aftur fyrir okkur sá ég svakalegan silfurlitaðan Rolls Royce og númeraplatan "Monaco 1111"...þetta hlaut að vera einhver merkilegur...sennilega einhver úr Grimaldi fjölskyldunni.

Bílalestin hélt áfram uns við komum loksins að Chapelle de la Paix kirkjunni en þá áttuðum við okkur fyrst á því hvers lags var.  Þá sáum við að u.þ.b. átta bílum fyrir framan okkur var líkbíll all glæsilegur og mikill mannfjöldi var samankominn fyrir framan kirkjuna.  Pabbi náði sem betur fer á síðustu stundu að smeygja sér niður á bílastæði rétt hjá áður en við lentum í fasinu á ljósmyndurum og sjónvarpsvélum...það mátti ekki miklu muna.  Við fylgdumst með hersingunni úr öruggri fjarlægð og sáum þarna sjálfan Rainer fursta, Albert krónprins og Karólínu prinsessu sem við vissum ekki fyrr en þá um kvöldið að var ný-orðin ekkja og var þarna að kveðja eiginmann sinn Stefano Casiraghi sem hafði látist þegar hraðbát hans hvolfdi á grunsamlegan hátt.  Sumir halda því fram að ítalska mafían hafi þar átt hlut í máli.

Þess má geta að við ókum á grænum Ford Sierra station! Blush 

ford_sierra_1


Tornado Warning

Eitt af því sem fylgir því að búa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna er að á þessum árstíma ganga oft yfir heljarinnar þrumuveður sem geta myndað skýstrokka (tornadoes).  Við sluppum við skrekkinn í kvöld, en þó brá manni svolítið í brún þegar ég yfirgaf kínverskan veitingastað hér í bæ en þá tóku að glymja háværar loftvarnarflautur.  Fólk átti sem sé að drífa sig ofan í kjallara eða ofan í baðkarið sitt og hylja sig með rúmdýnunni sinni...en...auðvitað er ekkert fútt í því svo við bara störðum upp í loftið og náðum ágætum myndum af skýjunum...m.a. ský sem virtist vera svokallað "funnel cloud" með "vertical rotation".  Alltént gerði svo hellidembu og ágætis rok, eða ca. 60 mph.  Endilega kíkið á! Smile


Sameinast Delta og NWA?

Northwest-Airlines-N544USViðræður virðast á lokastigi um samruna tveggja af elstu og stærstu flugfélögum Bandaríkjanna, Delta og North West Airlines.  Búist er við tilkynningu á allra næstu dögum um hvort samningar náist en í augnablikinu virðist málið geta strandað á því hvort samkomulag náist við stéttarfélög flugmanna beggja flugfélagana.

Ef af samrunanum verður mun nýja flugfélagið verða stærsta flugfélag í heimi með um 85 þúsund starfsmenn, þar af um 12 þúsund flugmenn.  Í dag er Delta þriðja stærsta flugfélag í heiminum á eftir American og United en NWA er í fimmta sæti.  Mikið liggur á að ganga frá sameiningunni áður en ný stjórn kemst í Hvíta Húsið því samruninn verður að fá samþykki þingnefndar á vegum dómsmálaráðuneytisins sem úrsurðar um það hvort hann stenst samkeppnislög.  Menn telja að auðveldara reynist að koma málinu í gegn á meðan að "pro big business" Repúblikanar sitja við völd.

Það sem gerir samþykki samkeppnisyfirvalda líklegra er sú staðreynd að leiðarkerfi flugfélaganna tveggja skarast tiltölulega lítið og þar af leiðandi yrði ekki um einokun á leiðum að ræða.  Samt búast menn við að þessi aukna samþjöppun á markaðinum muni skila sér í hærri fargjöldum.  Markaðssvæði Delta hefur að mestu verið á austurströndinni og suðurríkjunum sem og yfir Atlantshafið til Evrópu á meðan leiðakerfi NWA hefur fókusað á norðanverð miðríkin, vesturströndina og Kyrrahafsmarkaðinn til Asíu.  Hið nýja markaðssvæði yrði því gríðarlega umfangsmikið.

Delta757Hið nýja félag myndi að öllum líkindum halda nafni Delta þar sem það er þekktara "brand name" og sömuleiðis yrðu höfuðstöðvar nýs fyrirtækis í Atlanta (heimavelli Delta) og forstjóri Delta, Richard Anderson (sem áður var raunar forstjóri NWA), yrði forstjóri hins nýja sameinaða félags.  Þrátt fyrir þetta leggja menn áherslu á að þetta sé ekki yfirtaka Delta á NWA heldur sameining.

Bæði félög hafa staðið illa fjárhagslega um langt skeið og er talið að sameining sé eina leiðin fyrir fyrirtækin til þess að snúa við blaðinu og skila hagstæðum rekstri í framtíðinni.  Bæði félögin hafa svarið við sárt enni að ekki muni koma til stórfelldra uppsagna í kjölfar samrunans en þó er ljóst að töluverðar tilfæringar eru líklegar í hagræðingarskyni. 

Hér í Minnesota hafa menn miklar áhyggjur af glötuðum störfum því höfuðstöðvar NWA eru staðsettar í Minneapolis og þar starfa nú yfir 1000 manns en samtals er starfsfólk NWA í Minnesota um 12 þúsund talsins og er fyrirtækið því einn stærsti vinnuveitandi í fylkinu. Fyrir utan starfsfólk í höfuðstöðvunum hafa flugvirkjar áhyggjur af því að viðhaldsstöð NWA í Minneapolis yrði lögð niður.  Tim Pawlenty ríkisstjóri (R) og Amy Klobuchar öldungardeildarþingmaður (D) standa í ströngu til þess að tryggja að sem fæst störf færist frá Minnesota og virðist vera búið að tryggja að Minneapolis flugvöllur verði áfram "Hub" fyrir hið nýja flugfélag og því verði áframhaldandi flugsamgöngur í Minnesota tryggðar.  Jim Oberstar formaður samgöngumálanefndar fulltrúaþingsins (Demókrati frá Minnesota) hefur þó laggst þungt gegn fyrirhugaðri samþjöppun og hefur miklar áhyggjur af því að hún þýði minna framboð, hærri fargjöld og færri störf.

A330HeavyMaintenance_NorthwestNúverandi "Hubbar" eða aðal-skiptiflugvellir NWA eru Minneapolis, Detroit og Memphis á meðan Atlanta, Cincinatti og JFK sinna því hlutverki hjá Delta.  Talað er um að mesti samdrátturinn muni eiga sér stað í Memphis og Cincinatti.  Sumir benda þó á að ef hið nýja flugfélag muni einbeita sér að stærri mörkuðum muni það opna aðgang lággjaldaflugfélaga að minni mörkuðunum og það komi til með að koma einhverjum til góða.

Það verður áhugavert að sjá hvað verður úr þessu en það hlýtur að verða hrein martröð hjá stjórnendum að sjá um tæknilega útfærslu sameiningarinnar.  Það er ekki lítið mál að sameina ólíkan starfsmanna "kúltúr" hjá svo stóru fyrirtæki, að ég tali nú ekki um tölvukerfi og annað.  Ef ég væri yfirmaður flugrekstrar eða viðhaldsmála hjá hinu nýja fyrirtæki ætti ég a.m.k. erfitt með svefn.  Eitt af því sem á eftir að vera áhyggjuefni er sú staðreynd að núverandi flugflotar Delta og NWA eru gjörólíkir sem þýðir mikinn viðbótarkostnað varðandi viðhald og þjálfun áhafna.  Delta flýgur einungis Boeing vélum (737-800, 757, 767 og 777) á meðan floti NWA er mjög blandaður (Airbus A320, A330, B757, B747 auk hátt í 90 gamalla DC-9 og MD-80 varíanta sem til stendur að skipta út á næstu misserum fyrir A320 eða Embraer 190.  Þá staðfesti NWA nýverið pöntun á 30 splunkunýjum 787 Dreamliners. 

Interesting stuff dontyathink? Wink  Hey einhver verður allavegana að hafa gaman af þessu.


Norðurljósin rokseljast!

Northern LightsÉg vil byrja á að óska bloggvinum sem og öðrum tilfallandi gestum gleðilegs árs og friðar með þökk fyrir ánægjulegar blogg-samverustundir á árinu sem leið.  Smile

Nýárshugvekjan að þessu sinni fjallar um íslenska ferðamanna-iðnaðinn, sem eins og svo margt annað á Íslandi, einkennist af græðgi, okri, svikinni vöru, lygum og prettum.  There...I said it.  

Ferðalag til Íslands er fyrir flesta erlenda gesti "a once in a lifetime event".  Kostnaðurinn við för til Íslands er slíkur að margir ferðalangar hafa safnað sér fyrir ferðinni í mörg ár og oft er ferðin tengd einhverjum merkis-viðburði í lífi fólks, svo sem afmæli eða giftingu.  Fólk hefur oft miklar væntingar til landsins eftir glæsilegar kynningar í ferðabæklingum og glanstímaritum og býst að sjáfsögðu við að það fái fyrsta flokks þjónustu fyrir peningana sína...því nóg kostar þetta allavega.

Íslenskar ferðaskrifstofur og flugfélög eru nokkuð lunkin við að narra nýja gesti hingað ár eftir ár með fögrum loforðum og myndum... en hver skyldi ánægja ferðamannana vera við brottför?  Hversu marga langar til að koma aftur?  Hversu margir myndu mæla með ferð til Íslands við vini sína?  Spyr sá sem ekki veit.

Mér hefði t.d. þótt fróðlegt að heyra hljóðið í þreyttum ferðalöngum sem í gærkvöldi (nýárskvöld) borguðu 5.500 kr. ($88) á kjaft til þess að fara í 5 tíma rútuferð frá Reykjavík til að elta norðurljósin...í roki, éljagangi og dimmviðri alla leið!  

Ég hef öruggar heimildir fyrir því að Kynnisferðir sendu a.m.k. fimm troðfullar rútur af stærstu gerð af stað í vonskuveðri, vitandi fullvel að það væru meiri líkur á því að ferðamennirnir sæju Loch Ness skrímslið á Þingvallavatni eða Snjómanninn ógurlega í hlíðum Ingólfsfjalls heldur en norðurljósin!  Hagnaðurinn af þessari halarófu-ferð í gærkvöldi hefur verið vel yfir einni milljón krónua og því kannski ekki að undra að það hafi verið freistandi fyrir stjórnendur að hundsa veðurspána og "vona það besta".  Það er ekki eins og þetta ferðamannapakk hefði getað haft eitthvað betra að gera á nýárskvöldi en að hossast í svona vitleysis ferð í þéttsetinni rútu í myrkri og ógeði.

Nú veit ég ekki hversu oft hefur sést til norðurljósa á liðnu hausti og hversu hátt "success rate" er í þessum ferðum almennt...en mér finnst satt að segja að það sé verið að féfletta fólk og hafa það að fíflum.  Þetta geta varla talið siðlegir viðskiptahættir.  Í raun er þetta bara sér-íslenskt "Nígeríu-svindl"! Bandit  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband