Færsluflokkur: Ferðalög

Chicago er staðurinn!

ChicagolandÞað er eitthvað sem heillar mig uppúr skónum í hvert skipti sem ég kem til Chicago.  Ég á erfitt með að útskýra hvað það er nákvæmlega, en mér finnst borgin einfaldlega bjóða uppá allt það besta sem prýðir góða heimsborg og hvergi á ferðum mínum í Ameríku hef ég fundið þessa hárréttu blöndu af krafti og sjarma sem einkennir Chicago.  Vissulega eru New York, LA og San Fran frábærar líka á sinn hátt...en ég fell betur inní Miðvestrið! Smile

Ég notaði því tækifærið núna um helgina sem leið (Thanksgiving helgin) og skrapp í smá bíltúr til þessarar uppáhaldsborgar minnar.  Þetta eru sko ekki nema 1000 mílur (1.600 km) fram og til baka...alveg passlegur túr! Tounge   Merkilegt hvað það er fljótfarið yfir endilangt Wisconsin að næturlagi þegar vegalöggan sér ekki til og hestöflin 275 fá að njóta sín. Joyful

at the SymphonyVinur minn var með í för og létum við það eftir okkur að gista á Hyatt Regency hótelinu á Magnificent Mile rétt við Millennium Park.  Útum hótelgluggann (á 19. hæð) blöstu við Hancock Tower, Tribune Tower og Wrigley byggingin, og Navy Pier og Lakefront ströndin (við Lake Michican) voru í göngufæri.

Á laugardaginn byrjuðum við daginn á Art Institute of Chicago þar sem við virtum fyrir okkur verk eftir ekki ómerkari listamenn en Monet, Renoir, Seurat, Caillebotte, Van Gogh og Picasso...to name a few.  Hápunktur ferðarinnar voru svo tónleikar simfóníuhljómsveitar Chicago undir stjórn maestro John Williams og sunnudagurinn fór í að skoða sig um hið stórmerkilega Chicago Museum of Science and Industry.

Symphony HallAfskaplega vel heppnaður túr í alla staði og maður kemur heim í sveitina sæll og glaður með endurnærða lífsorku og kraft úr stórborgarinni sem vonandi nýtist nú þegar önnin er komin á lokasprettinn. Smile 

Millennium Park  

 

 Millennium Park og Symphony Hall

 

 

 

 

Hyatt Chicago Glápt á imbann á Hyatt Regency.

 Og eitt filet mignon fyrir svefninn til að toppa daginn! Halo

room service


Hátíðartónleikar í Chicago

Chicago skylineNú eru réttar tvær vikur í kalkúnadaginn mikla (thanksgiving) og ætlunin er að halda uppá herlegheitin í Chicago þetta árið. 

Ástæðan fyrir þessu flakki til "the Windy City" er sú að sjálft átrúnaðargoðið mitt, maestro John Williams sjálfur, mætir með tónsprotann og ætlar að stjórna Chicago Symphony Orchestra á sérstökum hátíðartónleikum.  Ég komst á samskonar tónleika árið 2003 og gat ekki látið tækifærið frá mér renna um að endurupplifa þann viðburð.  Það er heldur ekki víst að manni gefist annað tækifæri, því þrátt fyrir að vera enn í fullu fjöri er karlinn nú kominn hátt á áttræðisaldur og samt er hann þessa dagana einmitt að semja tónlistina við nýju Indiana Jones myndina sem kemur út í vor.

Chicago Symphony HallPrógrammið er sem hér segir:

Williams -   Fanfare for a Festive Occasion
Williams -   Tributes! (for Seiji Ozawa)
Williams -   The Five Sacred Trees (Bassoon Concerto)
Williams -   Four Pieces from American Journey (written for the 2002 Winter Olympics)
Williams -   Balloon Sequence and Devil's Dance from The Witches of Eastwick
Williams -   Sayuri’s Theme from Memoirs of a Geisha
Williams -   Adventures on Earth from E.T. (The Extra-Terrestrial)

 

En það er fleira á dagskránni en tónleikarnir.  Góðvinur minn sem ætlar með mér er mikill áhugamaður um arkitektúr og þess vegna ætlum við að koma við á fyrrum heimili og vinnustofu hins heimsþekkta arkitekts Franks Lloyd Wright og skoða nokkrar byggingar eftir hann sem standa á Chicago svæðinu.  Þá ætlum við sömuleiðis að koma við í Museum of Science and Industry en þar er í gangi sýning sem heitir "Star Wars: Where Science Meets Imagination" W00t

Það má fynna margar perlurnar á youtube og hérna er gamall BBC þáttur frá árinu 1980 sem fjallar um John Williams þar sem er m.a. fylgst með honum semja tónlistina við The Empire Strikes Back.  Því miður eru þeir búnir að taka út embed kóðann sem fylgir þessum klippum þannig að ég get ekki sýnt þetta hér á síðunni og verð bara að linka á þá:  Þátturinn er í sex hlutum, hér er fyrstiannar, þriðji, fjórði, fimmti og sjötti hluti.


TomTom

tomtom-go-720Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mikið flandur undanfarin ár hefur mér aldrei tekist að villast alvarlega hér í Ameríkunni, enda er vegakerfið hér með eindæmum einfalt og auðratað þegar maður er á annað borð orðinn vanur því.  Það var því ekki af brýnni nauðsyn, heldur einskærri nýjungagirni og græjudellu sem ég skellti mér nýlega á einn TomTom. 

TomTom er GPS leiðsögukerfi á sterum, sem maður smellir á framrúðuna og voila!  Maður veður ekki villu síns vegar framar.  Ég verð að viðurkenna að ég hef afskaplega gaman af þessari græju...fyrir utan að segja manni til vega á 35 tungumálum (og með röddum frægs fólks eins og John Cleese og Mr. T), þá geymir þetta upplýsingar um yfir 6 milljónir "points of interest" svo sem verslanir og þjónustu af ýmsum toga, veitingahús og gististaði.  kortin og þessi "points of interest" eru svo stöðugt uppfærð af notendum (mapshare) og maður getur hlaðið inn nýjum upplýsingum eins oft og maður vill.

Græjan dobblar svo sem MP3 spilari og er með FM sendi fyrir útvarpstækið, einnig er hægt að tengja þetta við farsíma með Bluetooth og þá fær maður aðgang að rauntímaupplýsingum um umferðarþunga og vegavinnu og græjan reiknar þá út hvort það sé hagkvæmt að fara aðra leið.  Einnig er hægt að fá upplýsingar um veður, hvað er verið að sýna í næsta bíóhúsi og hvar sé hægt að fá ódýrasta bensínið í nágrenninu.  Svo ef vinur þinn á samskonar græju getið þið gerst "TomTom Buddies" og er hægt að fylgjast náið með staðsetningu hvers annars sem getur komið sér vel ef fólk er að ferðast saman á tveimur bílum og týnir hvort öðru.

Hér er svolítið skemmtileg sjónvarpsauglýsing frá TomTom...fólk getur orðið OF háð þessu.

Hér er svo líka fyndin paródía sem auglýsir "Discrimi-Nav" fyrir fólk sem vill forðast "ákveðin hverfi".


Sæti 8D

Þá er maður mættur heim á blessað skerið í langþráð sumarfrí.

Ég las að flugdólgur hafi verið handtekinn eftir komuna frá Minneapolis í fyrradag.  Vil bara taka það fram að ég kom í gærmorgun...so it ain´t me!  En hafi flugdólgurinn þurft að sitja í sæti 8D á leiðinni heim þá gæti ég svosem skilið gremju hans.

Ég var frekar seinn uppá flugvöll vegna óvenjuþungrar umferðar á I-94.  Ferðin tekur yfirleitt ca. klukkutíma og korter en tók í þetta skiptið tvo og hálfan tíma.  Ég grátbað innritunar-klerkinn um að setja mig ekki í miðjusæti, en ég átti eftir að sjá eftir því.  Fyrir utan miðjusæti var nefnilega bara eitt sæti laust...sæti 8D.

Það er fátt leiðinlegra og óþægilegra en 6 tíma flugferð með Icelandair, svona to begin with.  Boeing 757-200 þotur eru almennt þröngar og óvistvænar (þær voru kúl árið 1989 þegar þær tóku við af áttunum) og er TF-FIP, Leifur Eiríksson, þar engin undantekning.  Sæti 8D er staðsett við ganginn rétt framan við aðalútganginn.  Hvað er líka fyrir framan aðalútganginn?  Jú mikið rétt, salernið!  Góðu fréttirnar voru þær að það var stutt að skreppa á klóið...bara að standa upp og taka eitt skref yfir ganginn...ca. einn meter.  Slæmu fréttirnar voru þær að eftir sex tíma var lyktin farin að vera óbærileg og umgangurinn var orðinn frekar pirrandi.  Þegar röðin myndaðist við salernið fyrir lendingu varð maður fyrir stanslausum áresktrum, fólk settist í tvígang ofan á mig til að hleypa öðru fólki framhjá og flugfreyjan rúllaði matarvagninum í öxlina á mér og gaf mér stærðarinnar marblett. 

Fólk var svo ekkert að hafa fyrir því að loka hurðinni á salerninu eftir notkun svo það hlutverk lenti á mér, svona til að sleppa við verstu lyktina rétt á meðan.

Ég hélt að flugfreyjan væri að grínast þegar hún rétti mér svo matarbakka, eins og einhver hefði matarlyst sitjandi nánast inná salerni.  Í boði voru hrísgrjón og einhverjar bollur í sojasósu.  Ég gat ekki greint hvað var í bollunum, hvort þetta væri kjöt, kjúklingur eða fiskur.

Í þessari sætaröð er svo enginn gluggi og maður er nógu nálægt Saga Class til að finna lyktina af hráa hreindýrakjötinu sem fína fólkið fær í forrétt (sem í bland við lyktina frá salerninu veldur léttri klígju).

Öskrandi smábarn og sí-hóstandi kona fyrir aftan mig var svo til að fullkomna ferðina.  Ég býst fastlega við að leggjast í rúmið eftir svona 3-4 daga. Pinch

I want my money back! 


Góður dagur í Hollywood

IMG_1479Það er búið að vera gaman hér í Hollywood í dag.  Ég tók daginn snemma og labbaði um Melrose Avenue og Rodeo Drive í Beverly Hills þar sem blessaðar stjörnurnar versla.  Mér sýndist ég sjá frú Victoriu Beckham, en er þó ekki viss...þær eru allar með anorexíu hérna.  Það fór ekki svo að ég fataði mig upp...ekkert í mínum númerum hérna...og maður hefur ekki alveg efni á $500 vasaklút!

Því næst fór ég á Farmers Market og rölti um þar þangað til það var tími til kominn að mæta í CBS Television City til að sjá Real Time with Bill Maher.  Þetta var að vísu ekki sjálf útsendingin heldur bara "dress rehearsal".  Þannig er að þátturinn er sendur út einu sinni í viku á föstudagskvöldum í beinni útsendingu.  Á fimmtudögum er hins vegar haldin æfing þar sem Bill rúllar í gegnum þáttinn og testar brandarana á okkur í áhorfendahópnum.  Það er svo heill her af handritshöfundum og þáttastjórnendum sem fylgdust með viðbrögðum okkar og ákveða svo hvað verður klippt út og hvað lagfært. 

IMG_1542Þátturinn er tekinn upp í stúdíó 33 hjá CBS þó hann sé sendur út á HBO kapalstöðinni.  Það kom mér í opna skjöldu þegar ég gekk inn í stúdíóið að ég var allt í einu kominn inn í settið í "The Price is Right" og sá glitta í gamla brýnið Bob Barker, sem hefur stjórnað þessum vinsæla getraunaleik síðan 1972.  Real Time er sem sagt tekið upp á sama sviði og ég fylgdist með sviðsmönnum rífa niður Price is Right sviðsmyndina og koma Real Time sviðsmyndinni fyrir á nokkrum mínútum.

Svo birtist Bill...og allt varð vitlaust í salnum.  Ég mætti snemma og fékk því gott sæti, á öðrum bekk fyrir miðju og var svona 4 metra frá hr. Maher á meðan hann flutti inngangsorðin.  Það sem kom næst kom mér svolítið á óvart...það voru fengnir einhverjir óþekktir leikarar til að leika gesti þáttarins og fara með þeirra texta...sem virðist vera fyrirfram skriptaður.  Gestir þáttarins voru Michael Moore, leikstjóri, Ben Affleck stjarna með meiru, og Ron Paul forsetaframbjóðandi frá Texas.  

Bob BarkerReal TimeBesti hluti þáttarins er alltaf New Rules í lokin og fengum við góðan og óklipptan skammt af honum.  Það var gert gott grín að Wikipedia, Jimmy Carter og Gogga Búsh.  Þegar þátturinn kláraðist þá strunsaði Bill af sviðinu án þess svo mikið sem að vinka eða segja takk við okkur áhorfendurnar og var svo keyrt í burt á litlum golf-bíl.

Eftir þessa upplifun þá keyrði ég niður í miðbæ Los Angeles og inní Chinatown.  Þvínæst asnaðist ég uppá hraðbraut (I-5) og keyrði til Glendale og Van Nuys áður en ég komst uppá I-405 suður og Hwy 101 aftur til Hollywood.  Þessi óplanaði rúntur tók einn og hálfan tíma, en það getur verið tímafrekt að villast í LA.  Los Angeles stórsvæðið (með öllum úthverfum og nágrannasveitafélgugum) er að flatarmáli 2x stærra en Sviss! (já, landið Sviss) og hérna búa um 20 milljónir íbúa.

Í sólsetrinu keyrði ég upp Mulholland Drive en það er vegur sem liggur uppá sjálfa Hollywood hæðina, en þaðan er virkilega flott útsýni yfir borgina og meðal íbúa við götuna eru Jack Nicholson, Tom Hanks og Johnny Depp.  Ég var að pæla í að kíkja í kvöldkaffi hjá þeim en ég kunni nú ekki við að banka svona óboðinn. Tounge    Þangað til næst... bestu kveðjur!

IMG_1520IMG_1496

 


Farinn til Tinseltown

celebrationÞá er loksins komið að því...önnin búin og í fyrramálið flýg ég til Los Angeles til þess að njóta lífsins næstu vikuna.  Smile 

Aðal tilgangur ferðarinnar er að vera viðstaddur þrítugs-afmælisveislu Stjörnustríðsmyndanna á "Star Wars Celebration IV" sem fram fer í L.A. Convention Center en Þarna verður að sjálfsögðu mikið um dýrðir fyrir okkur Star Wars ofur-nördana.  Hvað get ég sagt?  Nei, ég mæti þó ekki í búning sveiflandi geislasverði! Whistling 

Þar að auki er ég búinn að tryggja mér miða á upptöku á uppáhalds sjónvarpsþættinum mínum, Real Time with Bill Maher.  (Sjá brot úr þættinum í færslunni hér fyrir neðan)  Er líka á biðlista hjá CBS um að komast á upptöku Late Late Show með Craig Ferguson á mánudagskvöldið.

ticketÉg leigði mér forláta Dodge Charger sem ég mun nota til að rúnta um götur Hollywood og nágrennis og stefni svo á að finna gamla mótelið sem ég gisti á fyrir nokkrum árum rétt við bryggjuna í Santa Monica svo maður gæti aðeins slappað af við ströndina.  Gamli lappinn og myndavélin verða meðferðis þannig að komist ég í wi-fi einhversstaðar er ekki ósennilegt að maður skelli inn einni og einni færslu og myndum ef maður sér eitthvað merkilegt. 

Það er ansi margt að sjá og gera í Los Angeles og geri ég því ráð fyrir að vikan verði fljót að líða þó ég sé ekki búinn að skipuleggja hvern dag út í hörgul.  Kannski ég kíki á standup á Improv eða Laugh Factory og hlusti á smá blús í House of Blues á Sunset Strip í WeHo.  En endilega kommentið með uppástungum um hvað maður ætti alls ekki að láta framhjá sér fara...annað en Jay Leno og Universal Studios! Wink   Hvað mynduð þið gera í LA?  Og ef eitthvert ykkar hefur komið til Tinseltown, með hverju mælið þið? 

Kærar kveðjur!


Tilviljun eða draugagangur?

Ég er ekki hjátrúarfullur að eðlisfari og ekki trúi ég á yfirnáttúruleg fyrirbæri.  Hins vegar geta tilviljanir verið svo ótrúlegar að maður hreinlega skilur ekki hvernig þær geta átt sér stað.

Big Bertha in ChicagoEin slík furðuleg tilviljun rifjaðist upp fyrir mér í gær þegar ég mætti gamla bílnum mínum sem ég seldi fyrir tveimur árum.  Forsaga málsins er sú að ég fór einu sinni í smá bíltúr á gamla jálkinum mínum, Ford Crown Victoria árgerð 1991, sem var "affectionately" kölluð "Big Bertha" af vinum mínum. Smile

Eitt af því sem ég elska við Ameríkuna er að geta sest upp í bíl og keyrt af stað eitthvað út í óvissuna.  Stundum þegar ég hef átt frí og peninga fyrir bensíni hef ég bara lagt af stað og keyrt og keyrt...þess vegna dögum saman, því þetta er svo stórt land og alls staðar eitthvað nýtt að sjá.  Fullkomið frelsi og töluvert ólíkt því að vera fastur á lítilli eyju án vegakerfis.  Mér telst til að ég hafi heimsótt 38 af 50 fylkjum bandaríkjanna á þessu flakki mínu.

Einu sinni ákvað ég að skreppa niður til Oklahoma og heimsækja fornar slóðir, kíkja á gamla skólann minn og etv. hitta einhverja gamla félaga.  Vegalengdin niður til Tulsa er ekki nema ca. 800 mílur (tæplega 1300 km).  Maður hefur þetta á svona 11 tímum ef maður nennir að keyra allan daginn.  Annars er langtum skemmtilegra að stoppa í Kansas City á leiðinni.

Á heimleiðinni varð ég hins vegar fyrir því óláni að bíllinn bilaði.  Þetta var heitur sumardagur, vel yfir 100°F (ca. 40°C).  Ég var staddur á I-44 á norðurleið svona miðja vegu frá Tulsa og Joplin, Missouri.  Það voru vegaframkvæmdir í gangi og það hafði þess vegna myndast töluverð umferðarteppa.  Eftir u.þ.b. klukkustundar "stop & go" akstur fór loksins að losast um teppuna en þá vildi ekki betur til en svo að sjálfskiptingin gafst upp.  Ég var fastur í fyrsta og öðrum gír og rétt gat staulast áfram á svona 30-40 mph á hraðbrautinni.  Loksins komst ég út á einhvern sveitaveg og eftir ca. 20 mílur komast ég í næsta þorp.

Ég hafði hitt á algert krummaskuð, jafnvel á Oklahoma mælikvarða!  Pryor Creek, 8000 íbúar, 1 Wal-Mart, 1 McDonalds, 10 kirkjur og merkilegt nokk 3 bílaverkstæði.  Ég valdi verkstæðið sem mér leist skást á og þar tók á móti mér ekta "Okie" japplandi á munntóbaki...ég get svarið að hann hét Cletus!  Hann tjáði mér að það væri ekkert annað í stöðunni en að henda skiptingunni.  Hann sagðist geta útvegað uppgerða skiptingu en að þetta tæki svona 3-4 daga!  Ég átti ekki annara kosta völ...bíllinn var of góður til að henda honum og ég hafði heldur ekki efni á að kaupa annan bíl.

En hér kemur loksins þessi skrýtna tilviljun.  Þegar Cletus skráði verksmiðjunúmerið á bílnum (VIN númer) inní tölvuna sína (já, merkilegt nokk hann var með tölvu) kom í ljós að bíllinn minn hafði verið þarna áður á þessu sama verkstæði í þessum sama litla ómerkilega smábæ í Oklahoma!!!  Hverjar eru líkurnar á því að A) bíll sem hefur alltaf verið skráður í Minnesota hafi í fyrsta lagi komið áður til Oklahoma, B) bilað í Oklahoma, C) í nákvæmlega þessu krummaskuði D) og hafi lent á návkæmlega sama verkstæði!!!   I still don´t get it!  Það er varla að ég þori að keyra þarna framhjá aftur...eitthvað spúkí við þetta!

En "Big Bertha" hafði ekki alveg sungið sitt síðasta með nýju skiptingunni og sama sumar keyrði ég á henni "smá hring" yfir Klettafjöllin og til Kalíforníu með honum pabba gamla Smile  Samtals 4,593 mílur (7,349 km) á 14 dögum!  Hafi einhver áhuga á að lesa ferðasöguna í máli og myndum þá má nálgast hana hér að neðan í meðfylgjandi word skjali.

Big Bertha býr í nágrenninu og ég sé að hún er enn í fullu fjöri þó hún sé kannski afbrýðisöm út í hana "Mary Jane" mína sem er Benz E420 árgerð ´94.  Wink

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Spirit of Strom Thurmond

Cheney gengur frá borði Dick Cheney var nýlega á ferðalagi í Kabúl til þess að hitta strengjabrúðuna sína hann Hamid Karzai.  Eins og kunnugt er slapp karlinn "naumlega" með skrekkinn (því miður?) þegar Talibani sprengdi sjálfan sig upp við hliðið á herstöðinni þar sem Cheney gisti um nóttina.  Aumingja Cheney ku víst hafa vaknað við lætin og heyrt kvellinn.  Vonandi að hann hafi fengið áfallahjálp blessaður.

Það vakti hins vegar athygli nokkurra spekúlanta hér vestra að Cheney notaði ekki sinn vanalega farkost, "Air Force Two" til fararinnar, sem er Boeing 757 þota máluð í litum forsetaembættisins.  Menn hafa sennilega talið að það væri ekki óhætt að lenda svo áberandi skotmarki í Kabúl.  Þess í stað flaug varaforsetinn með C-17 herflutningavél til þess að vekja minni athygli.

Það merkilega við þessa tilteknu C-17 vél sem hlaut að sjálfsögðu kallmerkið "Air Force Two" til bráðabirgða, er að hún ber annars hið kostulega nafn "The Spirit of Strom Thurmond". 

Fyrir þá sem ekki þekkja til Strom Thurmond þá var hann öldungardeildarmaður frá Suður-Karólínu sem var þekktastur fyrir að berjast harkalega gegn auknum réttindum blökkumanna á sjötta áratugnum.  Hann sat á þingi lengst allra bandaríkjamanna, frá 1954 til 2003 þegar hann settist loksins í helgan stein skömmu fyrir andlát sitt, 100 ára gamall.  Hann setti metið í málþófi þegar hann talaði stanslaust í 24 tíma og 18 mínútur árið 1957 þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að svertingjar fengju kosningarétt (Civil Rights Act of 1957).  Það var svo ekki fyrr en eftir andlát Thurmonds að í ljós kom að hann átti dóttir á laun með svartri stúlku sem starfaði sem húshjálp (kynlífsþræll?) á heimili Thurmonds.

Ein frægustu orð Thurmonds voru: "I wanna tell you, ladies and gentlemen, that there's not enough troops in the army to force the Southern people to break down segregation and admit the negro race into our theaters, into our swimming pools, into our homes, and into our churches."

Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort það hafi verið með vilja gert hjá Cheney að velja þessa tilteknu flugvél, eða hvort um tilviljun hafi verið að ræða.  Hvað sem því líður er ljóst að þetta er ekki gott "PR" fyrir Cheney, sérstaklega í augum svartra, en kannski var hann að kæta vini sína í Suðurríkjunum með þessu.  Svo er náttúrulega spurning hvort ímynd Cheneys skipti hann nokkru máli lengur.  Hún er hvort eð er svo ónýt að þetta litla stunt skiptir svosem engu máli.  Þar að auki stefnir hann ekki á frekari kosningaframboð sem betur fer.

En aðeins meira um flugvélina.  Svona C-17 vélar eru ekki innréttaðar fyrir farþega (hvað þá tigna farþega) enda hannaðar til þess að flytja heilu skriðdrekana milli heimsálfa.  Til að redda því var ákveðið að koma fyrir sérstöku hjólhýsi (!) innan í fraktrými vélarinnar þar sem varaforsetinn gat hreiðrað um sig í mestu þægindum.  (talandi um "trailer trash"! LoL)

Hér er mynd af þessu fyrirbæri sem birtist á vef Chicago Tribune. (smellið tvisvar á myndirnar til að sjá stærri útgáfu - á efri myndinni má sjá nafn vélarinnar beint fyrir ofan útganginn)

Trailerinn hans Cheney


Ströndin við brautarendann - St. Marteen

Nú þegar Spring Break er á næsta leiti og skólafélagarnir að undirbúa partí-ferðir til Cancún í Mexíkó eða Daytona Beach er ekki að undra þótt hugurinn leiti suður á bóginn í öllu snjófarganinu (17 tommur féllu um helgina og annað fet á leiðinni á morgun Shocking).

 

Drauma sólarlandaferð flugáhugamannsins hlýtur að vera til hollensk/frönsku paradísar-eyjarinnar St. Marteen í Karabíska hafinu.   Þar er að finna fræga sólbaðsströnd við brautarendann á Princess Juiliana flugvellinum, þar sem auk veðurblíðunnar er hægt að njóta þess að fylgjast með lendingum júmbó-þotna í verulegu návígi eins og sjá má á meðfylgjandi mynbands-klippum.  Það er kannski óþægilegra með flugtökin…en þá er eins gott að halda sér í eitthvað og hafa tappa í eyrunum.

 

En ætli maður verði ekki að láta sér það lynda að sitja hér í fríinu og kannski gera skurk í lokaritgerðinni svo maður klári þetta nú einhverntíman og geti farið að safna sér fyrir ferð til St. Marteen.

 

Airbus í vandræðum

A380 flight deckEvrópski flugvélaframleiðandinn Airbus á í miklum vandræðum með nýjustu afurð sína, risaflykkið A-380.  Eftir miklar tafir á framleiðslu vélarinnar bendir nú allt til að ekkert verði úr fyrirhugaðri flutninga (cargo) útgáfu vélarinnar.  FedEx hætti við pantanir á 10 vélum í nóvember s.l. og pöntuðu í staðinn 15 Boeing 777.  Nú herma fregnir að UPS (United Parcel Service) ætli sömuleiðis að draga til baka sína pöntun í 10 vélar og eru þá engar pantanir eftir í A380-F.

Til þessa hefur Airbus einungis selt 159 stykki af A380 en til þess að ná "break even point" þurfa þeir að selja 420 stykki ef koma á í veg fyrir stórt tap.  Nú telja margir að það sé endanlega komið í ljós að Airbus hafi veðjað á rangan hest og að A380 muni verða fyrirtækinu endanlega að falli.  Synd og skömm.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband