Færsluflokkur: Íþróttir

Timberwolves kæla niður Suns

Go TimberwolvesI Love this Game!   Það var heitt í kolunum í Target Center í kvöld þrátt fyrir að utandyra væri 18 stiga gaddur enda heitasta liðið í NBA komið í heimsókn alla leið frá Arizona. 

Pheonix Suns sem hafði unnið 17 leiki í röð og ekki tapað leik síðan í byrjun desember í fyrra mátti sætta sig við tap gegn heimamönnum, 121-112.  Kevin Garnett skoraði heil 44 stig í leiknum, en það er "einungis" fimmta skiptið sem hann fer yfir 40 stig á ferlinum.  Garnett hefur mest skorað 47 stig í leik en það var einmitt á móti Phoenix Suns árið 2005.  K.G. hefur oft mátt hlusta á þá gagnrýni að hann taki ekki yfir leiki á lokamínútunum eða í "crunch time"...en í kvöld skoraði hann 15 stig í 4. leikhluta og var gersamlega "on fire".

Phoenix var 8 stigum yfir í hálfleik 60-68 og hlutirnir litu ekkert sérstaklega vel út fyrir Minnesota.  Phoenix réð tempóinu í fyrri hálfleik og spiluðu sinn alræmda hraða sóknarbolta og rigndu niður þriggja stiga körfunum...en Minnesota náði að hanga í þeim og í seinni hálfleik náði liðið að hægja á Steve Nash (þökk sé Ricky Davis og Trenton Hassell).  Fjórði leikhluti var svo alveg stórkostlegur...maður leiksins (fyrir utan K.G.) var Mark "Mad Dog" Madsen en hann kom inná með gríðarlega orku í vörnina og ekki síður sóknina þar sem hann var duglegur að hirða sóknarfráköst og skoraði auk þess 6 mikilvæg stig úr 3 skotum.  Ricky Davis, Randy Foye og Marko Jaric áttu líka mjög góðan leik.

Nýji þjálfarinn Randy Wittman (2-2) má heldur betur vera kátur með sína menn í kvöld og vonandi að þetta gefi góð fyrirheit um framhaldið.

Sjá umfjöllun Sports Illustrated um leikinn.


Sir Charles endurfæddur?

the Cookie MonsterÞrátt fyrir hrillilega svekkjandi tap í Seattle í kvöld (6 í röð Crying ) geta Minnesota Timberwolves aðdáendur þó horft á björtu hliðarnar.  Nýliðinn Craig "Cookie Monster" Smith átti sannkallaðan stórleik í kvöld, 26 stig og 8 fráköst á 22 mínútum.

Craig hefur verið einn af bestu nýliðum ársins og kannski sá sem mest hefur komið á óvart því hann var valinn númer 36 í annari umferð nýliðavalsins.  Þrátt fyrir að vera "aðeins" 201 cm (6´7") er hann að spila sem kraftframherji og jafnvel center.  Hann viktar heil 123 kg (272 lbs) og er því mjög massívur.  Craig er mikill orkubolti og gefur sig í öll fráköst.  Leikstíll hans og líkamsburðir minna einna helst á gamla goðið Chuck Barkley...ekki leiðum að líkjast.

Sjáið "the Big Bad Wolf" troða á Cleveland  http://www.youtube.com/watch?v=c9GghlQIHsg

Það er heldur ekki hægt að kvarta yfir hinum nýliðanum, Randy Foye, sem fer fram með hverjum leik og er efni í stórstjörnu.  Einnig styttist í að nýliðinn efnilegi frá í fyrra, Rashad McCants snúi aftur eftir erfið meiðsli sem hafa haldið honum utanvallar það sem af er tímabilsins.  Rashad hefur víst staðið sig mjög vel á æfingum og ætti að verða leikfær innan tveggja vikna.  Það eru því vonandi bjartari tímar framundan hjá Timberwolves.  Hálft tímabilið eftir og allir möguleikar á að komast í úrlsitakeppnina í vor.


Target Center

IMG_1111 (Large)Skrapp í Target Center um daginn til að njóta kvöldstundar í návist Kevins Garnett og félaga.  Fékk ágætis sæti eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.  Það er alltaf ólýsanlegt fjör á NBA leik...ekki bara leikurinn sjálfur heldur andrúmsloftið, skemmtiatriðin og hálfleiks-showið og klappstýrurnar.  Gerist ekki betra.  Og sigur í þokkabót...priceless.

IMG_1081 (Large)


Þjálfarinn rekinn

dcasey1Dwayne Casey þjálfari Minnesota Timberwolves var í dag látinn taka pokann sinn.  Aðstoðarþjálfarinn Randy Wittman hefur tekið við liðinu og mun stýra því í fyrsta sinn á móti Portland Trailblazers annaðkvöld.

Liðinu hefur gengið svona upp og ofan það sem af er tímabilinu, unnið 20 leiki og tapað 20 og er nú í áttunda sæti vesturdeildarinnar og þar með inni í úrslitakeppninni.  Liðið byrjaði janúarmánuð af miklum krafti og unnu 8 af 10 fyrstu leikjum ársins en svo fékk liðið slæman skell gegn Atlanta Hawks og hefur nú tapað 4 leikjum í röð. 

Orðrómurinn segir að Casey hafi misst stjórn á liðinu eftir leikinn gegn Detroit Pistons sem tapaðist eftir 2 framlengingar.  Ricky Davis fór í fýlu og labbaði beint inní búningsklefa eftir að honum var skipt útaf fyrir Randy Foy í byrjun þriðja leikhluta og hlaut fyrir vikið leikbann í næsta leik sem var á móti Phoenix. 

Randy Wittman hefur lengi starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Timberwolves, ásamt því að hafa verið aðalþjálfari Cleveland Cavaliers á árunum 1999-2001.  Þar var vinningshlutfallið ekki sérlega glæsilegt, 62 sigrar og 102 töp.   Ekki hefur komið fram hvort Wittman verði titlaður bráðabirgðaþjálfari ("interrim coach") eða hvort hann á að stjórna liðinu út tímabilið.

Það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þessi umskipti hafa á liðið og spurning hvort Wittman nái að tendra liðið uppúr meðalmennskunni sem hefur einkennt liðið að undanförnu.  Eitt er víst að það býr meira í liðinu en þeir hafa náð að sýna og það er heilmikill talent í leikmönnum þess.  Haldi liðið hins vegar áfram að tapa vilja margir meina að best væri að láta Kevin Garnett fara og byggja upp nýtt lið frá grunni.  Ég held í vonina um að svo fari ekki


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband