Færsluflokkur: Kvikmyndir
There Will Be Blood
28.1.2008 | 07:37
Ég skrapp í bíó í kvöld og valið stóð á milli Rambo og There Will Be Blood. Ég er feginn að ég valdi þá síðarnefndu því hún olli mér ekki vonbrigðum. Myndin fjallar í stuttu máli um mann sem finnur olíu í villta vestrinu um aldamótin 1900 og hvernig græðgin í meiri auðæfi fer smátt og smátt illa með líf hans og samskiptin við son hans, H.W. (Herbert Walker?), auk þess sem hann kemst í kynni við kristinn sérstrúarsöfnuð sem hefur töluverð áhrif á líf hans og fjárhag. Þetta er um margt mjög óvenjuleg mynd og tónlistin er vægast sagt áberandi og sérstök.
Daniel Day Lewis leikur aðalhlutverkið í þessari mynd og skilar því snilldarvel. Það vill svo til að hann vann nú í kvöld til SAG awards (Screen Actors Guild) verðlaunanna fyrir bestan leik í aðalhlutverki (fyrir hlutverk sitt í There Will Be Blood) og gefur það vísbendingu um að hann eigi góðan séns á Óskarnum. Í þakkar-ræðu sinni í kvöld tileinkaði hann verðlaun sín vini sínum Heath Ledger heitnum og sagði að loka-atriðið í Brokeback Mountain væri áhrifamesta atriði sem hann hefði séð í nokkurri kvikmynd...hvorki meira né minna.
Michael Moore og the Sodomobile
21.7.2007 | 09:03
Snillingurinn hann Michael Moore lét hafa það eftir sér í nýlegu viðtali í The Advocate að næsta mynd hans verði hugsanlega um réttindi samkynhneigðra og hómófóbíu í Bandaríkjunum.
Moore hefur reyndar fjallað um málið áður, á sinn einstaklega skemmtilega hátt. Endilega horfið á þessa klippu úr sjónvarpsseríunni The Awful Truth frá árinu 1998. Ég grenjaði úr hlátri þegar ég sá þetta... vona svo sannarlega að Michael standi við stóru orðin og hefjist handa við nýju myndina sem fyrst!
Ewan McGregor og franska hornið
17.7.2007 | 08:29
Áður en hann varð Obi-Wan Kenobi var hann skoskur lúðrasveitar-nörd! Þetta er náttúrulega skelfileg afbökun á horn-konsert Mozarts...en ég get reyndar vottað það af eigin reynslu að þetta er ekki auðveldasta verkið til að spila vel og sennilega var ég lítið skárri hornleikari þegar ég var 16 ára.
Nostalgíukast from the 80´s
22.6.2007 | 08:09
Mikið var nú gaman að alast upp við þessar dásamlegu Amerísku teiknimyndir! Hvað horfa krakkar á í dag? Latabæ og Teletubbies???
GI Joe - A Real American Hero (a.k.a. Action Force - International Heroes)
He-Man and the Masters of the Universe
Centurions!
Thundercats!
Farinn til Tinseltown
22.5.2007 | 22:53
Þá er loksins komið að því...önnin búin og í fyrramálið flýg ég til Los Angeles til þess að njóta lífsins næstu vikuna.
Aðal tilgangur ferðarinnar er að vera viðstaddur þrítugs-afmælisveislu Stjörnustríðsmyndanna á "Star Wars Celebration IV" sem fram fer í L.A. Convention Center en Þarna verður að sjálfsögðu mikið um dýrðir fyrir okkur Star Wars ofur-nördana. Hvað get ég sagt? Nei, ég mæti þó ekki í búning sveiflandi geislasverði!
Þar að auki er ég búinn að tryggja mér miða á upptöku á uppáhalds sjónvarpsþættinum mínum, Real Time with Bill Maher. (Sjá brot úr þættinum í færslunni hér fyrir neðan) Er líka á biðlista hjá CBS um að komast á upptöku Late Late Show með Craig Ferguson á mánudagskvöldið.
Ég leigði mér forláta Dodge Charger sem ég mun nota til að rúnta um götur Hollywood og nágrennis og stefni svo á að finna gamla mótelið sem ég gisti á fyrir nokkrum árum rétt við bryggjuna í Santa Monica svo maður gæti aðeins slappað af við ströndina. Gamli lappinn og myndavélin verða meðferðis þannig að komist ég í wi-fi einhversstaðar er ekki ósennilegt að maður skelli inn einni og einni færslu og myndum ef maður sér eitthvað merkilegt.
Það er ansi margt að sjá og gera í Los Angeles og geri ég því ráð fyrir að vikan verði fljót að líða þó ég sé ekki búinn að skipuleggja hvern dag út í hörgul. Kannski ég kíki á standup á Improv eða Laugh Factory og hlusti á smá blús í House of Blues á Sunset Strip í WeHo. En endilega kommentið með uppástungum um hvað maður ætti alls ekki að láta framhjá sér fara...annað en Jay Leno og Universal Studios! Hvað mynduð þið gera í LA? Og ef eitthvert ykkar hefur komið til Tinseltown, með hverju mælið þið?
Kærar kveðjur!
George Lucas hjá Conan O´Brien
4.5.2007 | 04:28
Conan O´Brien hefur verið í San Francisco þessa viku og aðalgestur hans á þriðjudaginn var enginn annar en meistari George Lucas og að sjálfsögðu er viðtalið nú komið á youtube. Síðar í mánuðinum verða liðin 30 ár frá frumsýningu fyrstu Star Wars myndarinnar og í tilefni af því mun ég halda á mikla afmælishátíð í Los Angeles eins og lesa má um hér.
Conan kíkti líka á Skywalker Ranch og hitti liðið hjá Industrial Light & Magic.
Empire Brokeback
23.3.2007 | 04:27
Aha...grunaði mig ekki! Það var eitthvað á milli þeirra. Loksins fáum við að sjá hina átakanlegu en fallegu sögu um forboðnar ástir C-3PO og R2-D2. Væntanleg í betri kvikmyndahús.
United 93
16.3.2007 | 08:26
Ég tók mig loksins til nýlega or horfði á leiknu heimildarmyndina "United 93". Ég verð að viðurkenna að ég var mjög skeptískur út í þessa mynd og nennti ekki á hana í bíó á sínum tíma. Ég hélt satt að segja að þetta yrði örugglega einhver væmin ameríkaníséruð hetju-drama-mynd. Það kom mér því skemmtilega á óvart hversu góð mynd þetta er. Það besta við hana er hversu raunveruleg hún er. Þess er gætt að því að hvert einasta smáatriði sé rétt, sem er skemmtileg tilbreyting fyrir flugáhugamann sem fær grænar bólur yfir tæknilegum villum!
Eins og flestir vita fjallar þessi mynd um "fjórðu flugvélina" sem var rænt þann 11. september, 2001. Farþegar vélarinnar reyndu að yfirbuga flugræningjana og fórnuðu þar með lífi sínu til þess að koma í veg fyrir að þotan næði skotmarki sínu í Washington D.C., en vélin brotlenti sem kunnugt er á korn-akri í Pennsylvaníufylki, 240 km norðan við Washington. Ennfremur fjallar myndin um flugumferðastjóranna á vakt í Boston og New York þennan dag, sem og starfsmenn FAA (bandarísku flugmálastjórnarinnar) í stjórnstöðinni í Washington D.C. (Air Traffic Control Systems Command Center) og stjórnstöð flughersins (NORAD). Það var merkilegt að sjá glundroðann sem skapaðist hjá FAA og samskiptaörðugleikana við flugherinn sem var ákaflega seinn til að bregðast við ástandinu.
Eitt af því sem gerir þessa mynd svo góða að mínu mati er að margar söguhetjurnar leika sjálfa sig í myndinni og hinir leikararnir eru allir óþekktir og líta út eins og "venjulegt fólk". Það er engin frægur leikari í aðalhlutverki sem bjargar deginum. Leikstjórinn er breti að nafni Paul Greengrass sem áður hefur t.d. leikstýrt "Bloody Sunday" og "The Bourne Supremacy" og tókst honum afar vel upp í þessu vandasama verkefni, að mínu mati.
Þetta er sannarlega ekki "feel-good" mynd sem maður horfir á sem afþreygingu. Fyrirsjáanlega ekkert happy ending því miður. Samt sem áður er þetta mynd sem mér finnst að allir verði að sjá. Þetta er mynd sem skilur eftir sig margar áleitar spurningar og sterkar tilfinningar.
Í fyrrasumar gafst mér kostur á að heimsækja flugturninn og aðflugsstjórnina (TRACON) í Minneapolis sem og flugumerðarmiðstöðina (ARTCC) sem er stödd í Farmington, rétt suður af Twin Cities. Þar talaði ég m.a. við flugumferðarstjóra sem voru á vakt 11. september 2001 og tóku þátt í að koma öllum vélum á svæðinu niður á jörðina. Á hverjum tíma eru yfir 5000 vélar á lofti yfir bandaríkjunum. Að koma þeim öllum niður, slysalaust, á innan við þremur tímum má með sanni segja að hafi verið eitt mesta afrek í flugsögunni og í mínum huga eru flugumferðarstjórarnir ósungnar hetjur dagsins ekki síður en slökkviðliðsmennirnir í Tvíburaturnunum.
Við munum aldrei gleyma!
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Star Wars og stjörnurnar
5.3.2007 | 07:27
Það greip um mig þægileg nostalgíu tilfinning um helgina þegar ég datt inní endursýningar á orginal Star Wars trílógíunni á HBO kapalstöðinni. Þessar kvikmyndir hafa fylgt manni allt frá barnæsku og minningarnar sem tengjast þeim á einn eða annan hátt streyma fram í hvert skipti sem maður horfir á þær. Þrátt fyrir að maður sé sennilega búinn að sjá þær vel yfir þúsund sinnum fæ ég aldrei leið á þeim. Eitt uppáhalds atriðið mitt er þegar Luke horfir á sólirnar tvær setjast á Tatooine í byrjun "A New Hope". Það sem gerir þetta atriði svo stórkostlegt í mínum huga er hið tregafulla en vongóða horn-sóló sem meistari John Williams samdi svo snilldarlega við þessa senu.
Fyrir mér er Star Wars reyndar svo mikið meira en bara kvikmyndir. Nánast lífsstíll. Það er satt best að segja óhætt að fullyrða að þetta fyrirbæri hafi haft ótrúlega mikil og djúpstæð áhrif á líf mitt. Svo mjög að það má etv. deila um hvort það geti talist eðlilegt. En ég ber titilinn "Star Wars Nörd" með stolti og er þakklátur fyrir allt sem það hefur gefið mér í gegnum tíðina.
Eitt það mikilvægasta sem Star Wars gaf mér var áhuginn fyrir klassískri tónlist. Tónlist John Williams varð þess valdandi að ég hóf að læra á ýmis málmblásturshljóðfæri og byrjaði í lúðrasveit 9 ára gamall. Ég tók ástfóstri við franska hornið og naut þess í botn að reyna að klóra mig í gegnum hornkonserta Mozarts með misgóðum árangri í mörg ár. Það var lengi vel minn æðsti draumur að gerast atvinnu músíkant og komast í simfóníuhljómsveit, en því miður (?) toguðu önnur áhugamál í mig auk þess sem hæfileikarnir voru nú sennilega ekki nógu miklir til þess að ég hefði átt raunhæfa möguleika á tónlistarsviðinu. Engu að síður var og er tónlistin nærandi fyrir sálina og reynslan og félagsskapurinn úr lúðrasveitarstarfinu er ómetanlegur.
Fyrir tæpum þremur árum hitti ég svo loksins átrúnaðargoðið mitt hann John Williams. Ég keyrði til Chicago (ca. 8 tíma keyrsla) til þess eins að mæta á tónleika Chicago Symphony Orchestra. Á efnisskránni voru frægustu verk Williams úr kvikmyndunum (t.d. Schindler´s List, ET, Indiana Jones, Jaws, Superman, Jurassic Park, Saving Private Ryan, Close Encounters of the Third Kind og að sjálfsögðu Star Wars ) Rúsínan í pylsuendanum var svo nýr horn-konsert sem Williams samdi sérstaklega fyrir hinn fræga einleikara og fyrsta hornleikara CSO, Dale Clevenger. Magnað! Ég nældi í sæti í þriðju sætaröð, svona kannski 10 metra frá Williams. Eins og nærri má geta voru flestir í salnum miklir John Williams/Star Wars nördar og til að koma til móts við okkur hélt karlinn smá fyrirlestur um samstarf sitt við George Lucas og Steven Spielberg áður en tónleikarnir hófust og tók við spurningum úr salnum. Mér fannst satt að segja að ég væri dáinn og kominn í himnaríki!
Sennilega hefur Star Wars nördisminn náð hámarki hjá mér árin 1998 og 1999. Haustið ´98 fór ég í helgarferð til Washington D.C, aðallega til þess að verða vitni að sérstakri sýningu á leikmunum og búningum úr Star Wars myndnunum í tilefni af 20 ára afmæli fyrstu Star Wars myndarinnar. Sýningin hét "Magic of the Myth" og fór fram á Smithsonian Air & Space Museum. Þetta var fyrsta ferðin mín hingað til Bandaríkjanna en átti ekki eftir að verða sú síðasta.
Vorið ´99 gekk ég svo langt að segja upp vinnunni (starfaði hjá internetþjónustunni Margmiðlun hf.) og straujaði Visa kortið í botn til þess að komast til Ameríku á frumsýningu Episode I og sérstaka Star Wars fan club ráðstefnu þar sem mættir voru leikarar úr myndunum til að gleðja okkur og græða nokkra dollara í leiðinni.
Þarna hitti ég m.a. Billy Dee Williams (Lando Calrissian), Peter Mayhew (Chewbacca), Jeremy Bulloch (Boba Fett), Kenny Baker (dvergurinn inní R2-D2) og Gary Kurtz (producer). Mikið upplifelsi og árituðu plakötin eru ekki til sölu! Reyndar væri áhugavert að sjá hvað allt draslið sem ég hef safnað í gegnum tíðina væri virði á E-Bay. Leikföng (orginal Kenner fígúrurnar), bækur, blöð, tölvuleikir, styttur, eldhúsáhöld, glös, bollar, bolir og ég veit ekki hvað.
Þessar Star Wars Ameríkuferðir urðu svo óbeint til þess að ég fluttist hingað og settist á skólabekk því í seinni ferðinni heimsótti ég frænda minn sem þá var í flugvirkjanámi í Tulsa. Ég varð stórhrifinn af skólanum og umhverfinu, spjallaði við námsráðgjafa og hálfu ári síðar var ég svo mættur aftur og byrjaður í skólanum. Sennilega væri ég ennþá fastur í grútleiðinlegu djobbi í tölvubransanum á Íslandi, ef Star Wars hefði ekki komið mér til bjargar!
Er þetta heilbrigt??? Tja...ég skal ekki segja. Star Wars var sannarlega mitt "escape" á unglingsárunum. Auðvitað var ég ekki talinn alveg "normal" En ég var það ekki hvort eð var...feitlaginn og gat ekkert í íþróttum, með engan áhuga á stelpum (en því skotnari í Harrison Ford ), drakk ekki áfengi, mætti ekki í partí og var ekki mjög cool. Ekkert hissa á eineltinu í skólanum í gamla daga...en það er löngu fyrirgefið. (Hef þó lúmskt gaman af því að fæstir hafa þeir náð mjög langt í lífinu blessaðir bekkjarbræðurnir mínir )
Umfram allt hefur Star Wars leyft mér að eiga mér drauma og kennt mér að eltast við þá. "Do, or do not...there is no try!" (Yoda, Empire Strikes Back)
Ætli það sé svo ekki við hæfi að slútta þessari færslu bara á: May the Force be with you...always!