Religulous frumsýnd í kvöld

Ég hef beðið eftir þessari stund með þónokkurri eftirvæntingu enda fátt skemmtilegra en að hlægja að trúarnötturum.  Þó svo trúarbrögð séu yfir höfuð reglulega sorgleg fyrirbæri og mannskemmandi þá nær minn Messías, Bill Maher, yfirleitt að sýna okkur fyndnu og fáránlegu hliðarnar á trúarbrögðunum...í bland við hræsnina og ógeðið.   Ég er viss um að þessi mynd á eftir að slá í gegn og vonandi "frelsa" einhverja úr viðjum trúar sinnar...þrátt fyrir að á þessum erfiðu tímum sé örugglega fró í að eiga ýmindaðan vin á himnum sem segir þeim að hafa nú ekki áhyggjur af lánunum sínum því heimsendir sé hvort eð er handan við hornið og Guddi veitir öllum lán í himnaríki á 2.25% vöxtum til 1000 ára! Wink 

Það kom mér ekki á óvart að Religulous er ekki sýnd hér í litla sæta kaþólska háskólaþorpinu mínu og verð ég því að gera mér ferð til Minneapolis þar sem einungis eitt bíó (Landmark í Edina) þorir að sýna myndina...geri þó ráð fyrir að hún fari í stærri dreifingu á næstu vikum...en ég get ekki beðið eftir því.  Býst við húsfylli í kvöld svo ég er búinn að panta miðana á netinu og er að leggja í hann niðureftir í stórborgina.  Svo verður maður að vera kominn heim fyrir miðnætti til að ná nýjasta þætti Real Time with Bill Maher...sem sé double dose af Maher í kvöld. Smile  (sem minnir mig á þegar ég mætti í stúdíóið og horfði á karlinn í eigin persónu í fyrra, sjá hér og hér og hér)


Bloggfærslur 3. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.