Kodak Theater eða Leikhúskjallarinn?
23.2.2009 | 06:28
Horfði á Óskarinn með öðru auganu í kvöld og þótti mjög augljóst að vísvitandi var reynt að skapa hálfgert "kreppu-atmosphere" og glamúrinn var tónaður niður - næstum því pínlega mikið. Sviðið var gert mjög lítið og náið og stjörnurnar þurftu ekki að labba langar leiðir upp tröppur til þess að taka við styttunni frægu. Þá var sviðsmyndin hrá og mínímalísk og öll umgjörðin mun lausari við glys og glæsileika. Þó svo þetta hafi komið ágætlega út þá þótti mér þetta samt svolítið tilgerðarlegt - einhvernvegin einum of augljóslega fake að horfa á fræga og ríka fólkið reyna að dressa sig niður. Svo þótti mér hálfgerð synd að leyfa hinu glæsilega Kodak Theater ekki að njóta sín - Hollywood og Óskarinn á að vera glamurous damnit! Þessi seremónía hefði allt eins getað farið fram í hvaða skemmu sem er!
Fyrir tæpum tveimur árum síðan var ég að þvælast í Hollywood og fór að sjálfsögðu í skoðunarferð í Kodak Theater og hafði gaman af - síðan þá finnst mér alltaf skrítið að horfa á Óskarinn og hugsa með mér "I´ve been on that stage!" Simple things for simple minds, eh!
Anywho...Hugh Jackman brilleraði sem kynnir og ég var mjög sáttur við úrslitin fyrir utan að ég hefði viljað sjá Meryl Streep og Violu Davis vinna fyrir leik sinn í Doubt. Slumdog Millionaire átti sín verðlaun skilin og að sjálfsögðu þótti mér gaman að sjá Sean Penn vinna og þakkarræðan hans var æðisleg! "You commie, homo-loving sons of guns" var það fyrsta sem kom uppúr Penn við mikla kátínu viðstaddra.
Hann sagði svo frá því að fyrir utan á rauða dreglinum hefði hann farið framhjá hópi fólks með skilti með hatursfullum skilaboðum og beindi því til þeirra kjósenda í Kalíforníu sem studdu "Prop 8", bannið við giftingum samkynhneigðra, að íhuga sína afstöðu vel og skammast sín svo!
Þá þótti mér gaman að sjá hinn unga handritshöfund Dustin Lance Black hljóta Óskarinn fyrir Milk og þakkarræðan hans var mjög áhrifarík - sjá hér!
Að lokum tók ég eftir því að margar stjörnurnar skörtuðu hvítum slaufum til stuðnings baráttunni fyrir breyttum hjúskapar-lögum. Sjá nánar á WhiteKnot.org
![]() |
Viltu vinna milljarð? sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.2.2009 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)