Obama tekur í spaðann á Hugo Chavez
18.4.2009 | 06:03

Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð Fox "News" við þessu...Russ Limbaugh á eftir að flippa yfirum ef ég þekki hann rétt og þeir sem hafa kallað Obama sósíalista mun nú sjálfsagt kalla hann kommúnista! En mikið rosalega er hressandi að sjá þetta...að hann ætli að standa við loforðin um gerbreytta utanríkisstefnu og framkomu. Hann er nýbúinn að rétta út sáttarhönd til Iran og lýsa því yfir að Bandaríkin séu ekki í stríði við Islam. Hversu svalt er það að Bandaríkjaforseti sýni umheiminum smá virðingu og hógværð!
Hail to the Chief!
![]() |
Obama og Chávez heilsast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)