Obama tekur í spaðann á Hugo Chavez

chavezobamaJahérna - Obama er svalur gaur!  Hann var ekki fyrr búinn að lýsa því yfir í ræðu á leiðtogafundi Ameríku-ríkja í Trinidad að hann vildi opna sættaviðræður við Kúbu að hann kom auga á Chavez og rauk í áttina að honum og rétti fram spaðann.  Þetta var alveg óundirbúið og viðbrögð Hugo voru þau að hann sagði "I want to be your friend" og svo brostu þeir báðir sínu breiðasta eins og sjá má á þessari sögulegu mynd.

Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð Fox "News" við þessu...Russ Limbaugh á eftir að flippa yfirum ef ég þekki hann rétt og þeir sem hafa kallað Obama sósíalista mun nú sjálfsagt kalla hann kommúnista! Joyful  En mikið rosalega er hressandi að sjá þetta...að hann ætli að standa við loforðin um gerbreytta utanríkisstefnu og framkomu.  Hann er nýbúinn að rétta út sáttarhönd til Iran og lýsa því yfir að Bandaríkin séu ekki í stríði við Islam.  Hversu svalt er það að Bandaríkjaforseti sýni umheiminum smá virðingu og hógværð! Smile

Hail to the Chief!


mbl.is Obama og Chávez heilsast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband