Tímahylki í Tulsa

OK-TulsaSkylineÍ júní heldur Oklahóma fylki uppá það að þá verða liðin 100 ár frá því að "Indian Territory" var gert að 46. fylki Bandaríkjanna.  Nafnið Oklahoma þýðir bókstaflega "rautt fólk" á máli Choctaw indíjánanna, en Oklahoma gengur líka undir nafninu "Native America" til heiðurs frumbyggjunum sem hvergi eru fleiri í Bandaríkjunum fyrir utan Kalíforníu og Arizóna. (frumbyggjar Alaska ekki taldir með). 
Í dag má segja að nafnið "rautt fólk" henti álíka vel, en Oklahóma er eitt "rauðasta fylkið" í þeim skilningi að vera eitt höfuðvígi Repúpblikana (red states vs. blue states).

Fyrir 50 árum ákváðu vaskir menn í Tulsa (annari stærstu borg Oklahoma) að grafa niður eitt stykki fólksbíl, árgerð ´57, sem síðan átti að hefja upp 50 árum síðar, eða í júní næstkomandi.  Þegar bíllinn var grafinn niður var haldin samkeppni þar sem fólki gafst kostur á að giska á íbúafjölda Tulsa árið 2007 og sá sem næst kemur svarinu hreppir $100 dollara verðlaun. (eitthvað hefur verðgildi verðlaunanna samt rýrnað með árunum).

Fróðlegt verður að sjá í hvernig ástandi bíllinn kemur uppúr jörðinni en menn telja að annaðhvort verði hann í fullkomnu ástandi eða hafi ryðgað upp til agna, en það fer eftir því hvort raki hefur komist inní grafhýsið.  Ennþá fróðlegra verður að heyra hvort takist að hafa uppá verðlaunahafanum í samkeppninni og hvort margir hafi giskað á réttan íbúafjölda (sem er nú 889 þús. að meðtöldum úthverfum)    Sjá frétt CNN.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.