State of the Union

uncle_sam_bushÞað verður áhugavert að horfa á hina árlegu "eldhúsdags" ræðu forseta vors í kvöld.  Hvaða gullkorn velta nú uppúr honum sem hægt verður að hlægja að næstu daga?  Sagan sýnir að fylgi forseta minnkar ávalt um hálft til eitt prósent eftir þessar ræður og má hann nú varla við því karl-greyið enda kominn niður í um 28% samkvæmt CBS

Eitt af því sem búist er við að hann geri að umræðuefni í kvöld (nótt á Fróni) er "global warming" og tillögur að úrbótum í orkubúskap þjóðarinnar, sérstaklega þróun á "alternative fuels".  Þetta verður væntanlega tóm sýndarmennska enda ekki búist við að hann leggi til neinar bindandi takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband