Yfirlætislegt dramb hinna réttlátu í garð Vantrúarseggja

"Heiðvirt og vel gefið fólk með sterka siðferðisvitund, réttlætiskennd og gagnrýnið viðmót" hefur að undanförnu farið mikinn gegn félagsskapnum Vantrú (sem ég N.B. tilheyri ekki enn sem komið er en hef fulla samúð með) eftir að fjölmiðlar fjölluðu um kærumálið fræga í Háskólanum sem til kom þegar kennari við guðfræðideild varð sér og skólanum til háborinnar skammar vegna glórulausra og ógeðfelldra ásakana á hendur trúleysingjum þar sem "fylgismönnum Richards Dawkins" er m.a. lýst sem haturshreyfingu sem "grefur undan allsherjarreglu samfélagsins og almennu siðferði".

Einhliða umfjöllun (áróður) fjölmiðla um þetta mál, sérstaklega í Morgunblaðinu og Kastljósi, var í besta falli sorgleg, þó svo mig langi til að nota sterkari orð.

Þetta ágæta myndband sýnir nákvæmlega hvaða augum hinir trúuðu "sanctimonious" broddborgarar líta okkur vesalings trúleysingjana...með smá dash af tvöföldu siðgæði og hræsni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta myndband er sannleikanum samkvæmt.

Einar (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 12:27

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hættið að væla. Vantrú hefur haft frítt spil um langt skeið að níða og hæða alla þá sem hafa lagt kristinni trú eða kirkju gott orð.

Nú þekkir almenningur vinnubrögð Vantrúar og finnst lítið til boðskapar félagsmanna.

Ragnhildur Kolka, 30.12.2011 kl. 12:38

3 identicon

Ragnhildur: Ef þú sérð ekki muninn á því að gagnrýna og rökræða það sem frá til dæmis þjóðkirkjunni (ásamt öðrum trúarbrögðum og hindurvitnum) og síðan níði og hæðni að þá ráðlegg ég þér að fletta þessum orðum upp í orðabók.

Enginn er yfir gagnrýni hafinn.

Skoðaðu orð biskupsins og fleiri presta um trúlausa undanfarið. Og síðan svara trúlausir fyrir sig. Og þá er það níð og hæðni.

Þvílíkt og annað eins.

Einar (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 12:42

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er af og frá að sú umræða sem þið ástundið flokkist sem gagnrýni eða rökræða. Þið ástundið stríðsleiki og berjið á einstaklingum sem eru svo djarfir að játa trú. Helst er það kristin trú sem veldur ykkur ónæði og vekur upp árásarhneigðina.

En á Íslandi ríkir trúfrelsi, eins og svo víða í hinum Vestræna heimi, og það merkir að menn mega trúa á það sem þeir kjósa sjálfir; jafnvel stokka og steina ef út í það er farið. Hjátrú og hindurvitni eru ekki undanskilin og spurning hvort stefna ykkar fellur ekki undir þann flokk.

Vantrú kom undir sig fótunum í krafti þess trúfrelsis sem hér ríkir, en fyrir óinnvígða í félagsskap ykkar virðist helsta stefnumál ykkar vera að leggja af þennan grundvallarrétt; trúfrelsið.

Öfgastefnur og öfgatrú fellur illa að íslenskum skapsmunum. Gagnvart slíkum málum erum við frekar stygglynd. Almenningur hafnar ofbeldi og öfgum. Þið gegnuð of langt í málefnum guðfræðingsins og opinberuðuð eineltistilburði ykkar og ofstopa.

Við það verðið þið að lifa.

Ragnhildur Kolka, 30.12.2011 kl. 13:48

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég mun standa með Vantrú í þessu máli.  Ég er ekki í þeim félagsskap, en sé alveg vitleysuna og rörsýn þeirra sem þykjast vera yfir aðra hafnir vegna þess að þeir tilheyra trúarsöfnuðum.  Það er rétt að það er trúfrelsi á landinu þess vegna er ótrúlegt að kennari við H.Í. skuli ekki virða það.  En margir þessara prófessora í háskólum virðast ekki hafa nein prinsipp hvort sem um er að ræða stjórnmál eða trú.  Þeir selja sál sína auðveldlega til mammons þegar færin gefast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2011 kl. 14:09

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri Róbert

Trúfélagið "Vantrú" hefur farið offari í umfjöllun sinni og atlögu að mönnum og málefnum. 

Ef "Vantrú" þolir ekki umfjöllun um gjörðir þeirra og athafnir ættu þeir einfaldlega að hafa hljótt um sig.  En það er nú týpískt að þeir sem hafa hæst í garð annarra, þola ekki gagnrýni sjálfir.

Ég bið þess að Drottinn Guð blessi þig á árinu 2012.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.12.2011 kl. 14:24

7 identicon

Tómas: Vantrú fagnaði því að fjallað væri um félagið í guðfræðideild Háskóla Íslands. Sá fögnuður varð ekki langlífur þegar félagið fékk í hendurnar glærur af námskeiðinu og frásögn frá nemanda sem sat það og hlustaði á "kennslu" Bjarna Randvers um Vantrú.

Þar reyndi maðurinn að grafa upp allt það versta sem hann gat fundið um félagsmenn Vantrúar á þeirra einka bloggsíðum og flytja það yfir á félagið í heild.

Hefði ekki eðlileg umfjöllun um Vantrú verið þannig að vitnað hefði verið beint í skrif á heimasíðu félagsins.

Nei það hentaði ekki þessum kennara því hann fór af stað með þetta augljóslega til að rægja félagið og finna allt það versta sem hann gat. Sömu útreið fengu Helgi Hós og fleiri en hægt er að skoða þessar ótrúlegu glærur á vef félagsins www.vantru.is/haskolinn

En ég hef samt tekið eftir því að lítill áhugi virðist vera hjá þeim sem gagnrýna Vantrú mest, að kynna sér þetta mál. Fólk virðist láta sér nægja að éta upp vitleysuna sem kom fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kom út á dögunum. Þar eru rangfærslur og ósannindin mikil. Enda fékk blaðamaður eingöngu gögn frá kennaranum (sem hann hafði klippt til og úr samhengi til að félagsmenn litu sem verst út) við vinnslu greinarinnar.

Þetta virðast margir skrifa uppá og hrósa. En svona blaðamennska er skammarleg. Þessi "blaðamaður" hafði ekki einusinni fyrir því að hafa samband við Vantrú við gerð þessarar greinar. Það eitt og sér segir mikið um þessa umfjöllun.

Og Ragnhildur: Ekkert einelti átti sér stað og stóð það aldrei til. Þetta eineltistal var tekið úr lokuðu einkaspjalli á vef félagsins þar sem þetta var tekið úr samhengi til að þetta liti út þannig að vondu vantrúarmennirnir ætluðu að leggja Bjarna Randver í einelti. Það er fásinna.

Nóg er að skoða það sem komm í framhaldinu, en ekkert einelti hefur átt sér stað.

En fyrst að talað er um einelti að þá er sjálfsagt að skoða umfjöllunina undanfarið um Vantrú og siðanefnd HÍ sem einelti. Ótrúlegt hefur verið að lesa þennan áróður Morgunblaðsins þar sem vægast sagt ógeðfelldar árásir eru á þetta félag. Vaninn hefur verið að þeir sem fjallað er um hafa getað fengið tækifæri til að svara fyrir sig á sama vettvangi. Það fékk Vantrú ekki. Hvernig ætli standi á því?

Ég get ekki trúað því að nokkur maður taki mark á Morgunblaðinu sem vönduðum miðli eftir þetta. Lesið reykjavíkurbréf ritstjórans þann 23. des. Eru þetta eðlileg skrif? Hvað þá grein Hall Hallssonar um kommúnista, en þar náði hann að skjóta á Vantrú á lúalegan hátt.

En endilega trúðu þessu öllusaman Ragnhildur, skoðaðu bara aðra hliðina. Þú ert svo sannarlega ekki ein um það.

Einar (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 15:06

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Einar minn, það er öllum orðið ljóst að þið eruð að kveinka ykkur undan umræðunni. Ef þið viljið eiga ykkar einkaspjall káfar það ekki uppá aðra, en ef þið haldið áfram að rægja fólk vegna trúarskoðana verðið þið að vera menn til að taka gagnrýninni. Og þið verðið líka að vera menn til að gangast við því sem þið hafið sagt og (?)gert.

Ég hef stundað nám í nokkrum deildum við HÍ og mér hefur ekki alltaf fallið við skoðanir kennaranna, en það hefur aldrei hvarflað að mér að kæra fólk fyrir skoðanir. Í háskóla er ætlast til að fólk hafi færni til að draga ályktanir og leggja mat á kennslugögn. Það er líka ætlast til að kennarar hafi þann þroska að meta úrlausnir nemenda. Oftast tekst þeim það, en það eru dæmi um undantekningar. Þá eiga mál að enda hjá siðanefnd.

Það voru verulegir ágallar á störfum siðanefndar í þessu tiltekna máli sem kalla á skoðun verkferla. Annað hef ég ekki um það að segja.

Ragnhildur Kolka, 30.12.2011 kl. 16:18

9 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri Einar

Það mætti halda að þú hafir verið að sækja tíma hjá Bjarna Randveri nú eða að þið hafið á einhvern hátt komist yfir "glærur" hans.  Ég trúi því ekki að þið í trúfélaginu "Vantrú" séuð svo glærir að halda að þið einir séuð undanskildir því að um ykkur sé fjallað.  Að halda að allir ættu að fagna félagsskap ykkar og skoðunum ykkar er náttúrulega barnaskapur.  Auðvitað hafa menn skoðanir á trú ykkar, eins og þið hafið skoðanir á trúa okkar sem trúum og tilbiðjum lifandi Guð.

Ég bið þess að Drottinn Guð blessi þig á nýja árinu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.12.2011 kl. 17:53

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

Vantrú fær fimm milljarða á ári úr ríkiskassanum til að breiða út áróður sinn og fær t.d. að predika í Ríkisútvarpi allra landsmanna, sem ætti þó að vera trúarlega hlutlaust, á hverjum sunnudagsmorgni alls konar óhróður um fólk sem er þeim ósammála. Svo taka ritstjórar Fréttablaðsins og Moggans dyggilega upp hanskann fyrir þeim.

Eða ... nei, er þetta kannski á hinn veginn?

Alveg er ég viss um að Ragnhildur Kolka og Tómas Ibsen væri ekki skemmt ef ég myndi varpa af þeim myndir upp á vegg í tíma í HÍ og birta sundurklipptar tilvitnanir í bloggskrif þeirra og draga svo þá ályktun að skrif þeirra væri vatn á myllu haturshreyfinga.

Rangfærslur er ekki það sama og "skoðanir".

Skeggi Skaftason, 30.12.2011 kl. 19:10

11 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skeggi, það eru einmitt svona hótanir og tilraunir til þöggunar sem gerðu að verkum að Vantrú tapaði orrustunni.  

Stendur ekki í manifestóinu að það eigi að fylgja  svona skrifum? 

Ragnhildur Kolka, 30.12.2011 kl. 20:38

12 identicon

"að þið einir séuð undanskildir því að um ykkur sé fjallað. "

Ekkert er að umfjöllun ef hún er vönduð. En rangfærslur um nafngreinda menn og þegar leitað er uppi allt það versta til að rægja félagið og það kallað kennsla á háskólastigi, að þá er að mínu mati eðlilegt að þeir menn beri hönd fyrir höfuð sér.

Ragnhildur: Enginn hefur kveinkað sér undan málefnalegri umræðu. Það sem hefur komið frá t.d Morgunblaðinu um Vantrú undanfarið, er langt í frá málefnalegt.

Einar (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 21:03

13 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Neeeeeei Einar, auðvitað er það ekki málefnalegt þegar fjallað er um trúfélagið "Vantrú" af öðrum en þeim sjálfum. 

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.12.2011 kl. 22:19

14 identicon

Iss trúaðir eru bara að benda og benda: Sjáið, sjáið illmennin í Vantrú, þeir segja að trúaðir séu fávitar.. oohh vorkennið okkur, það er verið að traðka á galdrasögunni okkar og okkur væl + vol + grenj, ofvaxin ungabörn á vappi.

Annars er þetta bara kristni í dauðateygjunum... já, kristni deyr fyrst; Í alvöru; Og það er kristnum að kenna :)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 16:10

15 identicon

Kristin trú leggur hömlur á hegðun mannskeppnunnar. Vantrú er alveg laus við allt slíkt "bull". Trúleysingjar myndu lifa algjörlega eftir  lögmálum hentiseminnar, ef ekki væru fyrir, þær trúarsetningar sem þó  enn eru í heyðrum hafðar. En þeir eru sem betur fer sjálfir undir áhrifum hennar. Hvaðan annars staðar kemur þeirra siðferðiskennd.

Benni (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 04:39

16 Smámynd: Róbert Björnsson

Benni spyr hvaðan siðferðiskennd trúleysingja kæmi ef ekki væri fyrir áhrif kristinna trúarsetninga.

Þá spyr ég á móti - hvor hefur betri siðferðisvitund - sá sem fer gagnrýnislaust eftir tilskipunum úr Biblíunni vegna trúar á framhaldslíf og ótta við að lenda í ímynduðu helvíti eða löngunar um að komast í ímyndaða Paradís.  Í öðrum orðum vegna eigingirni! (viðkomandi er jú að hugsa um eigin hag)  - Eða sá sem breytir rétt vegna innbyggðrar samkenndar, sómasemi og heiðarleika og löngunar til að lifa í samfélagi þar sem fólk kemur fram við annað fólk eins og það sjálft vill láta koma fram við sig.  (Það sem Kristnir kalla "Gullnu regluna").  Richard Dawkins hefur reyndar haldið því fram að siðferði mannskeppnunar sé hluti af þróunarsögu okkar og kallar það "biosociological evolution".

Heldur þú kannski að engin maður hafi haft siðferðisvitund fyrir meintan Krists-burð fyrir 2000 árum?  Eða að fólk sem aðhyllist engin eða önnur trúarbrögð en þau Abrahamísku svo sem Búddisma sé laust við öll siðferðisgildi???  Og trúir þú á "absolute moralism"?  Þ.e.a.s að það sé bara eitt svar við því hvað sé rétt og hvað sé rangt? 

Áður en þú fordæmir trúleysingja sem siðleysingja ættirðu að kynna þér hugtakið "secular morality" eða fá fræðslu um húmanisma hjá samtökunum Siðmennt.

Því miður er til fólk sem er gjörsamlega siðlaust (pschycopaths - um 1% mannkyns að því talið er og er það kannski varlega áætlað) og reynslan sýnir að slíkt fólk felur sig oft í skjóli kirkjunnar.  Hver trúir jú einhverju slæmu uppá presta og fína broddborgara?  Fyrir utan okkur sem sjáum í gegnum ógeðið!

Róbert Björnsson, 2.2.2012 kl. 18:20

17 identicon

 Sæll Róbert. Ég sé að þú ert sem betur fer undir miklum áhrifum frá kristinni trú, sem er gott. Þú vitnar allavega í kristin gildi sem góð. En þú vilt kannski frekar kalla þau "biosociological evolution".Eru kristin gildi slæm af því að einhverjir misnota þau. Það eru ekki góð rök.

Benni (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband