Spirit of Strom Thurmond

Cheney gengur frá borði Dick Cheney var nýlega á ferðalagi í Kabúl til þess að hitta strengjabrúðuna sína hann Hamid Karzai.  Eins og kunnugt er slapp karlinn "naumlega" með skrekkinn (því miður?) þegar Talibani sprengdi sjálfan sig upp við hliðið á herstöðinni þar sem Cheney gisti um nóttina.  Aumingja Cheney ku víst hafa vaknað við lætin og heyrt kvellinn.  Vonandi að hann hafi fengið áfallahjálp blessaður.

Það vakti hins vegar athygli nokkurra spekúlanta hér vestra að Cheney notaði ekki sinn vanalega farkost, "Air Force Two" til fararinnar, sem er Boeing 757 þota máluð í litum forsetaembættisins.  Menn hafa sennilega talið að það væri ekki óhætt að lenda svo áberandi skotmarki í Kabúl.  Þess í stað flaug varaforsetinn með C-17 herflutningavél til þess að vekja minni athygli.

Það merkilega við þessa tilteknu C-17 vél sem hlaut að sjálfsögðu kallmerkið "Air Force Two" til bráðabirgða, er að hún ber annars hið kostulega nafn "The Spirit of Strom Thurmond". 

Fyrir þá sem ekki þekkja til Strom Thurmond þá var hann öldungardeildarmaður frá Suður-Karólínu sem var þekktastur fyrir að berjast harkalega gegn auknum réttindum blökkumanna á sjötta áratugnum.  Hann sat á þingi lengst allra bandaríkjamanna, frá 1954 til 2003 þegar hann settist loksins í helgan stein skömmu fyrir andlát sitt, 100 ára gamall.  Hann setti metið í málþófi þegar hann talaði stanslaust í 24 tíma og 18 mínútur árið 1957 þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að svertingjar fengju kosningarétt (Civil Rights Act of 1957).  Það var svo ekki fyrr en eftir andlát Thurmonds að í ljós kom að hann átti dóttir á laun með svartri stúlku sem starfaði sem húshjálp (kynlífsþræll?) á heimili Thurmonds.

Ein frægustu orð Thurmonds voru: "I wanna tell you, ladies and gentlemen, that there's not enough troops in the army to force the Southern people to break down segregation and admit the negro race into our theaters, into our swimming pools, into our homes, and into our churches."

Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort það hafi verið með vilja gert hjá Cheney að velja þessa tilteknu flugvél, eða hvort um tilviljun hafi verið að ræða.  Hvað sem því líður er ljóst að þetta er ekki gott "PR" fyrir Cheney, sérstaklega í augum svartra, en kannski var hann að kæta vini sína í Suðurríkjunum með þessu.  Svo er náttúrulega spurning hvort ímynd Cheneys skipti hann nokkru máli lengur.  Hún er hvort eð er svo ónýt að þetta litla stunt skiptir svosem engu máli.  Þar að auki stefnir hann ekki á frekari kosningaframboð sem betur fer.

En aðeins meira um flugvélina.  Svona C-17 vélar eru ekki innréttaðar fyrir farþega (hvað þá tigna farþega) enda hannaðar til þess að flytja heilu skriðdrekana milli heimsálfa.  Til að redda því var ákveðið að koma fyrir sérstöku hjólhýsi (!) innan í fraktrými vélarinnar þar sem varaforsetinn gat hreiðrað um sig í mestu þægindum.  (talandi um "trailer trash"! LoL)

Hér er mynd af þessu fyrirbæri sem birtist á vef Chicago Tribune. (smellið tvisvar á myndirnar til að sjá stærri útgáfu - á efri myndinni má sjá nafn vélarinnar beint fyrir ofan útganginn)

Trailerinn hans Cheney


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, þetta er ágætt máltæki og á vel við í þessu tilfelli.

Varðandi þessa sérútbúnu forsetasvítu þá hef ég nú ekki séð heimildir um að hún sé sérstaklega brynvarin eða útbúin fallhlífum...en þó er aldrei að vita hvaða vitleysu þeim dettur í hug.   Slíkt apparat var auðvitað upphugsað í Hollywood-myndinni "Air Force One" með Harrison Ford og Gary Oldman í aðalhlutverkum...en mér vitanlega er slíkt hylki ekki til í alvörunni.  Hins vegar eru forsetavélarnar útbúnar ýmsum aukabúnaði til að gera þær öruggari svo sem blys til að rugla hitastýrðar eldflaugar og "electronic countermeasures" og "chaff" til að rugla radar-stýrðar eldflaugar.

Róbert Björnsson, 5.3.2007 kl. 00:31

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Afar áhugavert innlegg. Það segir jú helvíti mikið að þessi undirarmur sem Cheney er, er að ferðast á þennan máta. Liðið sem er í kringum Bush var með miklar væntingar um blómsveiga eftir að hafa stráfellt heri Íraks í skjóli nætur með fjarstýrðum sprengjum. Það mætti koma fyrir nokkrum blómsveigum í kringum þennann treiler og vona það besta í þessari ævintýrajarðarför sem stríðið þeirra kumpána er.

Ólafur Þórðarson, 6.3.2007 kl. 01:42

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, það ríkir ekki mikill riddaraskapur hjá þessum gungum.

Róbert Björnsson, 6.3.2007 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.