Sjóherinn til Bagdad
8.3.2007 | 08:02
Þeð er kaldhæðnislegt að flestir af þessum 2.200 herlögreglumönnum (MP´s) sem senda á til Íraks koma úr Sjóhernum og Flughernum. Hvað ætli mörgum ungum tilvonandi sjóliða-efnum hafi verið sagt á recruiting-skrifstofum sjóhersins að þeir yrðu sendir til Bagdad? Þeir verða þó allavega ekki sjóveikir á meðan!
Er ekki bara málið hjá þeim að gera eins og Jimi Hendrix gerði forðum til að sleppa við að fara til Víetnam. Jimi þóttist vera hommi og var umsvifalaust rekinn úr hernum. Frá því 1991 hafa 11.000 hermenn fengið "dishonorbable discharge" fyrir að koma út úr skápnum.
Annars held ég að ég setji bara "In the Navy" með Village People á fóninn og láti mig dreyma um lífið um borð í kafbát...3ja mánaða túr...100 sveittir strákar lokaðir inní litlu röri...ekkert "Don´t Ask Don´t Tell" kjaftæði!
2.200 bandarískir herlögreglumenn verða sendir til Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hehe...velkominn um borð seaman Skorrdal í USS Fudgepacker
Róbert Björnsson, 8.3.2007 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.