Hypergraphia

skrift er göfugt fag

Flestir kannast við að fá einhverntíma svokallað "writer´s block" (antithesis).  Þá starir maður á tómt blaðið eða skjáinn og getur ekki fyrir sitt litla líf skrifað eina setningu.  Sérstaklega er það bagalegt þegar maður glímir við masters lokaritgerðir. Errm

En það er líka til andstæða þess að vera haldinn "writer´s block" og getur slíkt ástand orðið sjúklegt.  Þetta fyrirbæri kallast "Hypergraphia" eða "The Midnight Disease".  Fólk sem er haldið þessum kvilla ræður engan vegin við þörfina til að skrifa.  Fólk getur skrifað endalaust um allt eða ekkert.  Þetta getur gengið svo langt að fólk (sem ekki bloggar) fer að skrifa á veggi eða hvar sem það finnur hentugt pláss.

Taugasérfræðingar hafa uppgötvað að Hypergraphia tengist truflunum á taugaboðum í svæði í heilanum sem nefnist randbörkur í Hjarni (Stóra heila) - á ensku "Limbic Cortex" sem er hluti af "temporal lobes" í "the Cerebrum". 
Orsökin er að mestu ókunn, en þetta virðist geta tengst flogaveiki og eins er þetta þekktur fylgifiskur "maníu" og "bi-polar disorder" auk þess sem geðklofar (schizophrenics) fá stundum einkenni Hypergraphíu.  Þá er líka þekkt að heilaæxli á þessu svæði í heilanum getur orsakað svona "skrif-æði".

Nokkrir af helstu meisturum bókmenntanna eru taldir hafa þjáðst af Hypergraphíu, enda vel þekkt að sumir þeirra voru satt að segja "hálf skrítnir".  Dæmi um rithöfunda sem talið er víst að hafi verið haldnir þessum kvilla, sem þó kann að hafa orsakað frægð þeirra, eru Dostoevsky, Joseph Conrad, Sylvia Plath, Vincent van Gogh (sem skrifaði líka mikið auk þess að mála) og svo enginn annar en sjálfur Stephen King!

Midnight DiseaseFyrir þá sem vilja kynna sér þennan sjúkdóm eða heilkenni eða hvað svosem þetta nú er, bendi ég á bókina "The Midnight Disease: The Drive to Write, Writer´s Block, and the Creative Brain" eftir taugasérfræðinginn og rithöfundinn Alice Flaherty, sem þjáist sjálf af Hypergraphíu.

Í bókinni er meðal annars fjallað um konu að nafni Virginia Ridley frá Georgíu-fylki sem fór ekki út úr húsi síðustu 27 ár ævi sinnar.  Yfirvöld í Georgíu óttuðust að eiginmaður hennar hefði haldið henni fanginni og myrt hana og var hann því handtekinn.  Við réttarhöldin kom í ljós að hún hafði þjáðst af flogaveiki, víðáttufælni og Hypergraphíu.  Hún skildi eftir sig 10 þúsund blaðsíðna dagbók (!) sem varð til þess að eiginmaðurinn var sýknaður af öllum ákærum.

Ég hef stundum undrast afköst ýmsra ágætra bloggara.  Sumt fólk virðist þurfa að tjá sig um hverja einustu frétt sem birtist á moggavefnum, þó þeir hafi í fæstum tilfellum mikið gáfulegt til málanna að leggja.  Aðrir skrifa heilu ritgerðirnar, sumar stórkostlegar og vel skrifaðar en aðrar fremur innihaldssnauðar og sundurtættar.  Sumt er mjög áhugavert og á erindi við heiminn, annað kannski hálf ómerkilegt.  Margir skrifa bara til þess að skrifa.

Kannski útskýrir þetta afköst sumra íslenskra bloggara?  Hver veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á bara að setja Íslenska Erfðagreiningu í málið, og hænanú!

Hvað með hina sem geta ekki sofnað því þeir barasta verða að teikna nokkur strik í viðbót og bæta smá lit hér frekar en þar ... það er ekkert grín að vera með yfir hundrað 18inch x 24inch blaðsíður síðastliðna 6 mánuði og ekki getað fullklárað þær því alltaf þarf að bæta við og skeyta saman.

Myndhéðinn (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 08:51

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Úfff...já...tja...þetta er náttúrulega bilun!    Ekki samt skera af þér eyrað eins og van Gogh!  Þá kannski sleppur þetta?  

Róbert Björnsson, 11.3.2007 kl. 09:09

3 identicon

Plus I'm eyeing a big piece of space on the wall ... I have the urge to put together 6 or 9 of the larger sheets I mentioned in the post above ... I just have to draw ... I'll have a 130 micrometer India inkpen next week and the possibilities are nearly orgasmic ... dude ... I'm like ecstatic ... this will be one heck of a journey ... just the pen and I ... man oh man ... and it will take freaking long time ... but it's not something I would be able to hide as easily as my other pictures. I'm just crystals and castles and little gardens and cliffs with foliage ... and my head just keeps adding to the picture ... It's like I have to start with what I have in mind right now and then continue to add to it because ... well ... that's just how the freaking thing works ... and I might not have to be "all there" for the most part ... maybe the more intricate stuff ... I have better control over my fingers then ... ahhh ... man ... anywho.

Myndhéðinn (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 09:32

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Erhm...dude...shall I call an ambulance?     Oh well...different strokes for different folks!  

Róbert Björnsson, 11.3.2007 kl. 09:40

5 identicon

Nah ... I'd probably dismantle it and re-arrange it with duct tape into some kind ofa  sculpture doohickie  ;-)

Thanks for  being concerned though.

Myndfreðinn (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 09:47

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef oft á tilfinningunni að við geturm verið einskonar viðtæki fyrir altumlykjandi hugsanastrauma.  Stundum er sambandisð slæmt eða á milli rása, svo úr verður einhverskonar kakófónía eins og dæmið hér að ofan sýnir.  Þörfin fyrir að skrifa eða tjá sig er eins og einhver hugsun banki upp á, sem maður greinir ekki til fulls.  Eins og þegar manni langar í "eitthvað" en veit ekki hvað. Stendur bara og starir inn í ísskápinn.

Writers block kemur oftast, þegar maður telur sig vera undir þr´stingi eða kvöð um að skrifa eitthvað. Ekki ósvipað og að sitja með símtól og vita ekki númerið sem maður þarf nauðsynlega að hringja í. Það skemmtilega er þó að það er sama í hvaða númer maður hringir, það er alltaf einhverja sögu að finna þar.  Maður verður bara að skrúfa frá og yfirvinna þá kvíðavænlegu hugsun að það kæmi kannski ekkert vatn.   Kveikja á viðtækinu, stilla og hlusta.  Lausnin við writers block er að byrja að skrifa og áður en maður veit, þá kemst maður á rétta bylgjulengd og textinn skrifar sig sjálfur.  Maður ræður þó sjaldnast viðfangsefninu né niðurstöðunni og það er það skemmtilega við þetta allt. Maður kemur sjálfum sér á óvart.  Var það virkilega ég sem skrifaði þetta??

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2007 kl. 15:26

7 identicon

Eg mæli eindregið með bók er heitir "Paths To Otherwhere" eftir meistara James P. Hogan. Maður reyndar þarf að vera tjúnaður inná þessar svokölluðu HardCore Sci-Fi bækur til að nenna að blaða í gegnum þá bók ... er bara svo minntur á hana er ég les þessar fyrstu tvær setningar í innskotinu frá J.S.R. hér að ofan.

Bókhéðinn (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 17:18

8 Smámynd: Róbert Björnsson

Þörfin og getan til að tjá sig, hvort sem er í rituðu máli eða talmáli, myndlist eða tónlist er eitt það mikilvægasta í tilvist okkar mannskepnanna og það sem aðgreinir okkur frá hinum dýrunum.  Sköpunargáfan er yndisleg, en í hófi þó eins og allt annað, því stundum getur hún tekið af fólki öll völd og takmarkað getu fólks til að "fúnkera" í hinu daglega lífi.

Róbert Björnsson, 11.3.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband