Tilviljun eða draugagangur?

Ég er ekki hjátrúarfullur að eðlisfari og ekki trúi ég á yfirnáttúruleg fyrirbæri.  Hins vegar geta tilviljanir verið svo ótrúlegar að maður hreinlega skilur ekki hvernig þær geta átt sér stað.

Big Bertha in ChicagoEin slík furðuleg tilviljun rifjaðist upp fyrir mér í gær þegar ég mætti gamla bílnum mínum sem ég seldi fyrir tveimur árum.  Forsaga málsins er sú að ég fór einu sinni í smá bíltúr á gamla jálkinum mínum, Ford Crown Victoria árgerð 1991, sem var "affectionately" kölluð "Big Bertha" af vinum mínum. Smile

Eitt af því sem ég elska við Ameríkuna er að geta sest upp í bíl og keyrt af stað eitthvað út í óvissuna.  Stundum þegar ég hef átt frí og peninga fyrir bensíni hef ég bara lagt af stað og keyrt og keyrt...þess vegna dögum saman, því þetta er svo stórt land og alls staðar eitthvað nýtt að sjá.  Fullkomið frelsi og töluvert ólíkt því að vera fastur á lítilli eyju án vegakerfis.  Mér telst til að ég hafi heimsótt 38 af 50 fylkjum bandaríkjanna á þessu flakki mínu.

Einu sinni ákvað ég að skreppa niður til Oklahoma og heimsækja fornar slóðir, kíkja á gamla skólann minn og etv. hitta einhverja gamla félaga.  Vegalengdin niður til Tulsa er ekki nema ca. 800 mílur (tæplega 1300 km).  Maður hefur þetta á svona 11 tímum ef maður nennir að keyra allan daginn.  Annars er langtum skemmtilegra að stoppa í Kansas City á leiðinni.

Á heimleiðinni varð ég hins vegar fyrir því óláni að bíllinn bilaði.  Þetta var heitur sumardagur, vel yfir 100°F (ca. 40°C).  Ég var staddur á I-44 á norðurleið svona miðja vegu frá Tulsa og Joplin, Missouri.  Það voru vegaframkvæmdir í gangi og það hafði þess vegna myndast töluverð umferðarteppa.  Eftir u.þ.b. klukkustundar "stop & go" akstur fór loksins að losast um teppuna en þá vildi ekki betur til en svo að sjálfskiptingin gafst upp.  Ég var fastur í fyrsta og öðrum gír og rétt gat staulast áfram á svona 30-40 mph á hraðbrautinni.  Loksins komst ég út á einhvern sveitaveg og eftir ca. 20 mílur komast ég í næsta þorp.

Ég hafði hitt á algert krummaskuð, jafnvel á Oklahoma mælikvarða!  Pryor Creek, 8000 íbúar, 1 Wal-Mart, 1 McDonalds, 10 kirkjur og merkilegt nokk 3 bílaverkstæði.  Ég valdi verkstæðið sem mér leist skást á og þar tók á móti mér ekta "Okie" japplandi á munntóbaki...ég get svarið að hann hét Cletus!  Hann tjáði mér að það væri ekkert annað í stöðunni en að henda skiptingunni.  Hann sagðist geta útvegað uppgerða skiptingu en að þetta tæki svona 3-4 daga!  Ég átti ekki annara kosta völ...bíllinn var of góður til að henda honum og ég hafði heldur ekki efni á að kaupa annan bíl.

En hér kemur loksins þessi skrýtna tilviljun.  Þegar Cletus skráði verksmiðjunúmerið á bílnum (VIN númer) inní tölvuna sína (já, merkilegt nokk hann var með tölvu) kom í ljós að bíllinn minn hafði verið þarna áður á þessu sama verkstæði í þessum sama litla ómerkilega smábæ í Oklahoma!!!  Hverjar eru líkurnar á því að A) bíll sem hefur alltaf verið skráður í Minnesota hafi í fyrsta lagi komið áður til Oklahoma, B) bilað í Oklahoma, C) í nákvæmlega þessu krummaskuði D) og hafi lent á návkæmlega sama verkstæði!!!   I still don´t get it!  Það er varla að ég þori að keyra þarna framhjá aftur...eitthvað spúkí við þetta!

En "Big Bertha" hafði ekki alveg sungið sitt síðasta með nýju skiptingunni og sama sumar keyrði ég á henni "smá hring" yfir Klettafjöllin og til Kalíforníu með honum pabba gamla Smile  Samtals 4,593 mílur (7,349 km) á 14 dögum!  Hafi einhver áhuga á að lesa ferðasöguna í máli og myndum þá má nálgast hana hér að neðan í meðfylgjandi word skjali.

Big Bertha býr í nágrenninu og ég sé að hún er enn í fullu fjöri þó hún sé kannski afbrýðisöm út í hana "Mary Jane" mína sem er Benz E420 árgerð ´94.  Wink

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frábær saga! Heyrði stefið hljóma: na na na na...

Staður sem heitir pryor eitthvað hlýtur að vera lítill, það segir sig sjálft.

Þú hefur þá verið pryor customer í Pryor Oklahoma. Og Cletus! Getur það orðið nárassalegra.

Kíki á ferðasöguna. 

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2007 kl. 22:22

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hlýur að hafa verið mikið æfintýri fyrir gamla manninn að sjá þetta allt, já og fyrir þig líka. Minnti á loggbók af skipi.  Sá gamli virðist jafn traustur þarna og Bertha. Gott ef ég sá þig ekki líka þarna á sundbol á ströndinni í santa Monica.

Takk fyrir þetta. 

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2007 kl. 06:22

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehehe!  Já, sástu mig á sundbolnum?   Ég varð bara að athuga hvort Pamela Anderson og David Hasselhoff myndu ekki koma hlaupandi út úr skýlinu ef ég þættist lenda í vandræðum!  

Það er annars líka rétt hjá þér svona við nánari athugun að ferðasagan minnir helst á logbók...enda skrifuð að mestu samdægurs að kvöldi til á hótelherbergi eftir langan dag.  Frekar hrátt og lítið um "narrative".

Vissulega var þetta mikið ævintýri fyrir okkur báða, en satt best að segja var bara farið alltof hratt yfir...þetta ferðalag hefði átt að taka svona 6-8 vikur svo hægt hefði verið að melta þetta betur.  Eiginlega var þetta svona "information overload"...alltof mikið að sjá á 14 dögum og alltof mikill flýtir á okkur.  En þetta var gaman engu að síður og frábært að geta átt góðar samverustundir með pabba gamla.

Róbert Björnsson, 13.3.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.