General Peter Pace

Rummy og Peter Pace eru best buddiesÆðsti strumpur í Pentagon komst í fréttirnar í dag fyrir að segja blaðamanni Chicago Tribune að samkynhneigð væri "ósiðleg" (immoral) og þess vegna ætti ekki að breyta "don´t ask, don´t tell" lögunum sem bannar samkynheigðum að gegna herþjónustu nema þeir séu kyrfilega inni í skápnum.

Hann sagði orðrétt: "I believe that homosexual acts between individuals are immoral and that we should not condone immoral acts" 

og svo "I do not believe that the armed forces of the United States are well served by a saying through our policies that it's OK to be immoral in any way.  As an individual, I would not want (acceptance of gay behavior) to be our policy, just like I would not want it to be our policy that if we were to find out that so-and-so was sleeping with somebody else's wife, that we would just look the other way, which we do not. We prosecute that kind of immoral behavior."

Talið er að hin umdeildu "don´t ask, don´t tell" lög verði brátt endurskoðuð í ljósi manneklu í bandaríska hernum sem nú hefur slakað á reglum um húðflúr og er farinn að taka við fólki með óhreina sakaskrá - sjá bloggfærslu Magnúsar FreedomFries.

Hillary Clinton hefur lýst sig fylgjandi því að samkynhneigðir fái að þjóna landi sínu eins og hverjir aðrir og segir það fáránlegt að á stríðstímum sé búið að reka nærri 11 þúsund manns úr hernum fyrir að vera samkynhneigt.  Þar á meðal fólk sem gegndi mikilvægum störfum sem mikill skortur er á, svo sem þýðendur á arabísku, læknar og hjúkrunarfólk og ýmsir sérfræðingar.

Þessi ummæli Péturs generáls hafa vakið töluverða reiði og orðið til þess að umræðan um þetta mál hefur vaxið í fjölmiðlum og mun það sennilega hafa þau áhrif að lögunum verði breytt fyrr en ella.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þvílíkt oxymoron!

Ég myndi bæta einu r í orðið og þá yrði ég sammála. Immortal. 

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.