Rudy Giuliani

Dame Edna???Má eiga það að hann hefur ágætt skopskyn enda ekta New Yorker.  Hann leiðir nú í skoðanakönnunum um hver verður næsti forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, sem verður að teljast mjög merkilegt í ljósi þess að Rudy er ekki beint "poster child" fyrir sósíal conservatisma!

Rudy er þrígiftur og eftir að önnur konan hans rak hann út eftir framhjáhald flutti hann inn til vina sinna sem eru hommar og bjó hjá þeim í mánuð.  Rudy finnst líka gaman að klæða sig upp í drag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og mætti meira að segja í Gay Pride gönguna í New York þegar hann var borgarstjóri (þó ekki í dragi).

Margir trúaðir Repúblikanar á hægri kantinum hafa lýst því yfir að þeir geti alls ekki stutt Rudy vegna hans "moral shortcomings".

 

Rudy í stuðiRudy fékk á sig hetjuljóma í kjölfar 9/11 þar sem mörgum þótti standa sig vel sem borgarstjóri New York á þessum erfiðu tímum.  Þó var það hann sem fékk þá "snjöllu hugmynd" á sínum tíma (1997) að staðsetja skrifstofu almannavarna borgarinnar í World Trade Center þrátt fyrir að þar hefði verið framið sprengutilræði árið 1993 og augljóst að turnarnir yrðu alltaf djúsí skortmark fyrir terrorista! 

Rudy hefur líka verið harðlega gagnrýndur fyrir að útvega ekki björgunarfólki í rústum WTC öndunargrímur heldur lét hann starfsmenn sína anda að sér asbest-rykinu á meðan hann sjálfur var alltaf með grímu fyrir nefinu.  Í þokkabót lét hann fólk flytjast aftur til síns heima sem bjó nálægt WTC löngu áður en það var búið að gera útekt á því hvort það væri í raun óhætt.

Í borgarstjóraembættinu réðist Rudy í að hreinsa Manhattan af dópistum og mellum.  Hann lét loka öllum klámbúllunum á Times Square og fyrirskipaði lögreglunni að sýna "zero tolerance" í stríðinu gegn vímuefnum.  Handtökum vegna vörslu á marijuana fjölgaði úr 5.116 árið 1990 í yfir 50.000 árið 2002 (yfir 882% fjölgun). Þess má líka geta að kærum vegna "police brutality" fjölgaði um heil 60% á meðan Rudy var Mayor. 

Rudy er harður stuðningsmaður stríðsins í Írak og hefur látið út úr sér: "I think George W. Bush is the greatest president we have ever had"(!).  Shocking

...

Nei, þó Rudy sé flottur í draginu þá yrði hann ömurlegur forseti...enda Repúblikani. Sick 

 

Sjáið Rudy í dragi og Donald Trump í góðum gír!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jesús María, segi ég nú bara.   Maður sem gefur Bush þessa einkunn getur ekki verið með öllum mjalla. Dragið er nú bara conservatíft miðað við slíkt.

Ég er einn af þeim, sem trúi að maðkur hafi verið í mysunni í aðdraganda og eftirmálum 911.  Giuliani er einn af vitorðsmönnum þar og laug að borgurum um mengun m.a. Hann er hættulegur maður að mínu mati. Sukkópat eins og allir hinir valdsmenn repúblíkana sem halda sig hafna yfir lög og rétt ískjóli auðs síns.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2007 kl. 06:18

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Verði hann forseti þýðir það sömu geðveiku stefnuna í utanríkismálum áfram og sömu spillinguna í stjórnkerfinu.

En þó hann komi vel út í skoðanakönnunum í dag hef ég alls enga trú á því að hann nái útnefningu síns flokks, þannig að þetta eru kannski óþarfa spekúleringar. 

Róbert Björnsson, 14.3.2007 kl. 06:46

3 Smámynd: Kolla

Hehe. Er nokkuð stór sjens á að kanarnir kjósi hann?

Kolla, 14.3.2007 kl. 21:24

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Nei, það held ég alls ekki.

Róbert Björnsson, 14.3.2007 kl. 21:30

5 Smámynd: FreedomFries

Ég er sammála Bill Maher - það er kannski hægt að horfa framhjá því að menn klæði sig einu sinni eða tvisvar í drag - en Giuliani virðist hafa meiri áhuga á crossdressing en svo... Ég held að það sé nokkuð augljóst að Giuliani er crossdresser. Ekki að það sé neitt að crossdressing. Pabbi góðs vinar míns í sangfræðideildinni er crossdresser, og ég hef þekkt klæðskiptinga sem eru allir hið besta fólk! En ég veit líka að það eru ekki allir eins umburðarlyndir.

Svo þurfum við að finna allar þessar ljósmyndir sem Maher var með af Giuliani í dragi. Ég reyndi að leyta en fann ekki nema örfáar.

Mbk! Magnús

FreedomFries, 14.3.2007 kl. 23:26

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe já Bill hitti naglann á höfuðið eins og svo oft áður   Rudy hefur kannski bara svona mikið dálæti á J. Edgar Hoover, fellow crossdresser...enda börðust þeir báðir við mafíuna á sínum tíma.

En kannski er þetta eina leiðin til að fá "kven-frambjóðanda" frá Repúblíkönunum!

Róbert Björnsson, 14.3.2007 kl. 23:56

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég held að Kanar séu einmitt vísir til að kjósa svona mann. Hann er einn holdgervingur táradals Bandaríkjamanna eftir 911. Þó hann sé drullusokkur eins og flestir af þessum jólasveinum sem eru við stjórn í USA.
Varðandi konumálin, þá sagði hann síðustu eiginkonunni upp með því að lýsa því yfir í blöðunum. Þannig fann hún (Donna Hanover) út að hann ætlaði að skilja.
Svo hefur hann reynt að stöðva listasýningar af því honum fannst listin ólystug.
Hann er hard-core, þó hann eigi kannski viðkvæma punkta.

Ólafur Þórðarson, 15.3.2007 kl. 17:44

8 Smámynd: FreedomFries

Ég held ekki að Giuliani nái kjöri... ég yrði allavegana mjög hissa ef honum tekst að hljóta tilnefningu flokksins. McCain er sömuleiðis dauðadæmdur.

Jú - og það er alveg hægt að vera einhverskonar cryptofasisti og crossdresser eða samkynhneigður. Mig minnir að Ernst Röhm hafi verið drepinn uppi í rúmi með öðrum SA liða... (ekki að crossdressing og samkynhneigð eru alls ekki eitt og hið sama!) og svo held ég líka að menn séu ekki sjálfkrafa með "viðkvæma punkta" þó þeir séu klæðskiptingar. Giuliani sannar það!

FreedomFries, 23.3.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband