Kveðja frá Sunset Boulevard

IMG_1476Jæja þá... meiri andskotans traffíkin hérna í L.A.,  það tók mig rúma 4 tíma að komast frá flugvellinum og hingað upp í Hollywood-hæðir.  Fór að vísu ekki fljótlegustu leiðina, asnaðist uppá I-405 upp til Santa Monica og þaðan upp Santa Monica Blvd. uppí gegnum Beverly Hills og West Hollyood.

Er svo búinn að tékka mig inná eitthvert rottubæli á Sunset Boulevard til bráðabirgða...frekar lélegt herbergi þótt það sé fjandi dýrt... en er á góðum stað og býður uppá wi-fi og pálmatré.  Cool

Fékk svo ekki Dodge Charger eftir allt saman heldur litla bróður, Dodge Avenger.  Sæmilegasta drusla svosem og orange litaður eins og sjá má hér fyrir neðan.   En hvað um það... best að fara í smá labbitúr fyrir svefninn og svo er það Bill Maher á morgun.  Læt vita af mér við tækifæri.  (og Tóti...nýja cell númerið er 320-492-8273) 

IMG_1474

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband