Mögnuð stemmning hér í L.A. Convention Center á Star Wars afmælishátíð!
27.5.2007 | 01:22
Þetta er búinn að vera hreint magnaður dagur hér á Star Wars Celebration IV. Umfangið er miklu miklu meira en ég hafði gert mér í hugarlund...það eru einhverjir tugir þúsunda Star Wars nörda samankomnir hér frá öllum heimshornum. Ég hef séð stóra hópa fólks frá Ástralíu, Japan, Frakklandi, Mexíkó og ég var að spjalla við hjón í einni biðröðinni sem keyrðu húsbílinn sinn alla leið frá Flórída. Þannig að ég get andað léttar...mér fannst á tímabili að það væri geðveiki í mér að fara alla leið frá Minnesota...en ég er greinilega ekki sá allra ruglaðasti.
Meira Star Wars á morgun...en núna er best að hvíla lúin bein eftir erfiðan en hreint ótrúlega skemmtilegan dag. Ég læt hérna fylgja nokkrar myndir og sennilega bætast við fleiri á morgun. Ég er annars búinn að hitta Carrie Fisher (Leia), Billy Dee Williams (Lando), Anthony Daniels (3PO), Kenny Baker (R2D2), Jeremy Bullock (orginal Boba Fett), Peter Mayhew (Chewie), Dave Prowse (Darth Vader), Jake Lloyd (Anakin Epi. I), Temuera Morrison (Jango Fett), Daniel Logan (young Boba Ep. II) og enn fleiri aukaleikarar...m.a. flesta "imperial officerana" , Greedo og Bib Fortuna... og auðvitað fá áritaðar myndir hjá þeim flestum.
Jango Fett (Temuera Morrison) er ágætis náungi!
Hér erum við Anthony Daniels (C3PO)
Og hinn ungi Boba Fett (Daniel Logan)
This thing is HUGE!!!
The Saga continues...
Aðdáendur fagna 30 ára afmæli Stjörnustríðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er líklega sú samkoma sem kemst næst Star Trek ráðstefnu, sem ber höfuð og herðar yfir allt annað
Alla (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 11:41
Svo gaman að fylgjast með þessu hjá þér góða skemmtun áfram
Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.5.2007 kl. 22:59
Takk fyrir að fylgjast með everyone! Vildi að þið væruð hérna með mér. Ólafur, það má ekki láta helvítið hann Bush skerða ferðafrelsi sitt. Vissulega er það viss dónaskarpur að heimta fingraför og myndatöku við komuna...en maður lætur sig hafa það.
Alla...Star Trek hvað??? Jæja ok...Trekkið er ágætt líka. Fór á Trek convention í Oklahoma árið 2000 og sá þar m.a. Jimmy Doohan heitinn (Scotty úr orginal seríunni) og skvísuna hana Jeri Ryan sem lék Seven of Nine í Voyager.
Róbert Björnsson, 29.5.2007 kl. 03:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.