Escape from L.A.

IMG_1693Í dag keyrði ég yfir til Burbank og heimsótti Warner Brothers Studios.  Þar fór ég í ágætis túr um kvikmyndaverin, back-lotið, leikmunadeildina og búningadeildina.  Það var mikil saga í loftinu, en þarna hafa verið teknar upp kvikmyndir frá árinu 1922, allt frá Casablanca til Matrix.  Þarna er líka   byggingin þar sem Looney Tunes teiknimyndirnar voru framleiddar, Buggs Bunny og allt það lið.  Það var svo verið að taka upp kvikmynd í dag sem mun bera nafnið "Get Smart" og kemur út næsta sumar.  Þar sá ég glitta í leikkonuna Anne Hathaway en Steve Carell og The Rock voru inní trailerunum sínum :(  Ég komst líka inná settin í sjónvarpsþáttunum ER, Smallville og Two and a Half Men, ásamt því að sviðsmyndin úr Friends þáttunum var til sýnis í leikmunadeildinni. 

IMG_1734Eftir þetta fór ég niður á Santa Monica Pier og sat og horfði á Kyrrahafið það sem eftir lifði dags.

Á morgun ætla ég niður á Long Beach og skoða rússneskan Foxtrot kafbát og Planes of Fame flugvélasafnið í Anaheim, en þar eru til sýnis gamlar og fallegar flugvélar úr seinni heimsstyrjöldinni.  Svo lýkur þessu flakki annaðkvöld en þá flýg ég heim til Minnesota með stuttu stoppi í Las Vegas.

Kalífornía er yndæl á sinn hátt...en ekki vildi ég samt búa hérna og er hálf feginn að komast aftur í hversdagsleikann í Miðvestrinu.

 

IMG_1747     IMG_1742


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband