Brassar í stuði

Queer Eye for the Jesus guyÞað eru ekki nema 10 ár síðan fyrsta Gay Pride gangan var haldin í Sao Paulo og þá mættu um 2000 hræður.  Það verður því að teljast nokkuð magnað að í gær mættu víst hátt í 3 milljónir manna í þessa fjölmennustu Pride göngu í heiminum.

Það áhugaverðasta við þetta er kannski það að Brasilía er fjölmennasta ríki kaþólskra í heiminum og hlýtur þessi fjölmenna ganga því að ergja páfa-skríflið töluvert. 

Að vísu verður að taka það fram að fyrir nokkrum dögum söfnuðust saman yfir ein milljón trúaðra vitfirringa á sama stað í Sau Paulo til þess að mótmæla Pride göngunni og líkja henni við djöfladýrkun.

Brasilía á líka sínar skuggahliðar því miður.  Mannréttindi í Brasilíu eru ennþá af skornum skammti, ekki bara hvað varðar réttindi samkynhneigðra, heldur almennt.  Fátæktin er víða gríðarleg og 15% Brasilíumanna eru ólæsir.  Ofbeldi, mannrán og morð eru tíð og lögreglan gengur um á nóttinni og drepur heimilislaus börn á götum úti, sér til skemmtunar og til að grisja stofninn, eins og um villiketti sé að ræða.

Frá árunum 1980 til 2006 voru einnig samkvæmt opinberum tölum 2.680 manns myrtir í Brasilíu fyrir að vera samkynhneigðir.  Það þýðir að meðaltali er einhver drepinn þriðja hvern dag í Brasilíu fyrir að vera hommi eða lesbía!  Pride gangan í Sau Paulo hefur því kannski enn meiri þýðingu en ella því það veitir ekki af sýnileika og samstöðu gegn kúgun og óréttlæti þar á bæ, frekar en svo víða annarsstaðar.

Svo þarf nú að fara að taka rússana og pólakkana í bakaríið...hver veit nema að milljón kynvillingar marseri niður Rauða torgið í Moskvu eftir 10 ár...það kemur að því fyrr eða seinna.  Hvernig segir maður "We´re here, we´re queer, get used to it!" á rússnesku?

Annars er það fyrst Twin Cities Pride eftir 2 vikur.  Í fyrra mættu 125 þúsund manns, en það er fjölmennasta gangan í miðvestrinu fyrir utan Chicago.


mbl.is Heimsins stærsta Gay Pride ganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir kennara minna í Náttúrufræði voru í Rio í Brasilu á sínum tíma til. Þessi þarna Río sattmáli- ráðstefna.

allavegna þá var talað um að það hefðu ekki verið nein vandalaus börn á götunum þegar sú ráðstefna var haldin því göturnar hefðu verið hreinsaðar upp af börnum til að borgin liti betur út í augum ráðstefnugesta.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 20:10

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Já það hlýtur að vera skrýtin tilfinning að vita til þess að nokkrum börnum hafi verið slátrað fyrir þig svo þér líkaði betur vistin í Ríó. 

Róbert Björnsson, 14.6.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband