Lúðrasveitar-minningar

skrautleg lúðrasveitSeytjándi júní var alltaf stór dagur fyrir okkur lúðrasveitarfólkið.  Í mörg ár tók ég þátt í því að marsera um götur Selfoss-bæjar í skrúðgöngu-múnderingu, blásandi af öllum mætti í langan rör-bút úr blikki.  Ég get ekki sagt að maður hafi beðið þessa atburðar með mikilli eftirvæntingu ár hvert, heldur kannski frekar ákveðnum kvíða, því skrúðgöngur geta breyst í verstu martraðir lúðrasveitarmanna.

Fyrir það fyrsta þá er nú sjaldgæft að það viðri vel til gönguferða á Íslandi, þann 17. júní.  Oftar en ekki kom maður heim holdvotur og kaldur og maður mátti teljast heppinn ef maður lagist ekki í rúmið eftir þessa raun. 

Í skrúðgöngu þá heldur maður réttum stað í "formation", svo ekki þýðir að forðast drullupolla á götunni né heldur hrossaskítinn undan truntunum sem skátarnir og fánaberarnir leiddu á undan okkur.  Yfirleitt voru blankskórnir því orðnir frekar subbulegir þegar heim var komið. FootinMouth

a boy and his hornÞað þarf svo að vera í sæmilegu formi til að geta haldið réttum takti og gönguhraða og um leið haldið á þungu hljóðfæri og blásið í það af fullum krafti án þess að mæðast.  Það þarf góð lungu í þetta og ég minnist þess reyndar ekki að nokkur í lúðrasveitinni minni hafi reykt tóbak.

Veðrið var samt sem áður sagði versti óvinurinn.  Oft var svo kalt að varirnar á manni urðu dofnar og frusu nánast fastar við munnstykkið.  Ekki höfðu fingurnir það mikið betra en það var samt nær ógjörningur að spila með vettlinga.  Rokið var svo heldur ekki til að auðvelda hlutina, en í eitt skiptið man ég að hálf lúðrasveitin missti nóturnar sínar eitthvað út í Tryggvagarð í einni vindhviðunni.  Það kom svosem ekki að sök, enda kunnu flestir sína laglínu utanað eftir að hafa látið plata sig út í þessa vitleysu nokkrum sinnum áður.

Þeir sem að stunda þetta gera það þó með glöðu bragði þrátt fyrir allt saman.  Þetta þjappaði hópnum saman og Það var fátitt að menn skrópuðu í skrúðgöngu.  Flest okkar fundu til einhverrar skyldu-tilfynningar, bæði gagnvart félögum okkar í lúðrasveitinni, sem og gagnvart bænum okkar...því það er auðvitað enginn þjóðhátíð í hjarta fólks ef það er engin lúðrasveit til að stýra skrúðgöngunni! Wink

Kær kveðja til allra lúðrablásara nær og fjær!

 


mbl.is Hátíðahöld hafa gengið mjög vel um land allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ja hérna. Held ég hafi aldrei lesið eða heyrt um þetta sjónarhorn á skrúðgöngunni. Mér fannst alltaf að lúðrasveitarfólkið væri svo flott í tauinu og gerði þetta svo hátíðarlega þrátt fyrir kuldan stundum. 

Róbert: Ég átti heima á Selfossi og á systkini þar og foreldra og fullt af ættingjum. Kannski erum við skyld Hvaða ár ertu fæddur ef ég má spyrja? Þú kannast kannski við yngstu systur mína Steinunni, en hún er fædd 71 og Hadda Má frænda minn fæddur 73.  Kveðjur.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.6.2007 kl. 23:48

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Guðmundur: Já, eins og Churchill sagði "Aldrei hafa svo margir átt svo fáum svo mikið að þakka".


Margrét:  ég er'77 módelið og átti heima á Sunnuveginum.  Foreldrar mínir eru Björn Jensen rennismiður og Guðrún Ásgerður Halldórsdóttir, oftast kölluð Dúna, en hún dó árið 2002.  Ég á víst líka einn bróðir, Halldór, sem er af ´65 árgerðinni.  Hann býr enn á Selfossi en við höfum reyndar ekki talast við í nokkur ár...sem gerir fjölskylduboðin svolítið flókin

Ég held ég muni aðeins eftir Hadda Má, en ég þekkti hann samt ekki.  Hvar bjugguð þið á Selfossi og "hverra manna" ert þú? :) 

Róbert Björnsson, 18.6.2007 kl. 01:41

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Við bjuggum lengst af í Hrísholtinu. Pabbi minn heitir Hafsteinn Steindórsson og vann á Litla Hrauni lengst af en er kominn á eftirlaun. Mamma heitir Lovísa Jónsdóttir. Guðmundur Steindórsson bróðir pabba var lengi í löggunni og hann bjó líka í Hrísholtinu og hann á son sem heitir Grétar og er fæddur 74 að mig minnir og hann er flugvirki og kraftlyftingakappi. Ég þarf að spyrja mömmu um foreldra þína, sem þó geta verið á líkum aldri og ég þar sem ég er fædd 57 Ég er mjög óglögg á nöfn því miður og þarf aðeins að leggja höfuðið í bleyti Kannski þekkir þú Davíð Örn Guðmundsson en hann er fæddur 77 og er sonur bróðir míns, Gumma Þórs. Kveðjur í bili.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 18.6.2007 kl. 02:17

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, man vel eftir "Gvendi löggu" og ég kannast ágætlega við Grétar, en hann var að klára flugvirkjanámið í Tulsa þegar ég fór út og við vorum samferða þar í um tvo mánuði minnir mig.  Góður strákur.

Ég man líka eftir Davíð, við erum jafnaldrar en vorum þó ekki í sama bekk.

Róbert Björnsson, 18.6.2007 kl. 02:38

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Pabbi kannast við pabba þinn og veit alveg hver mamma þín var

Davíð frændi er búin að eignast tvö börn og hann er lærður húsasmiður. Grétar er mjög fínn. Hann og yngsta systir mín eru mjög góðir vinir.

Ætlarðu ekkert að fara að koma til landsins í heimsókn, eða ertu alveg fluttur út?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.6.2007 kl. 01:27

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, svona er þetta lítill heimur    Reyndar hefur Selfoss stækkað svo og breyst á síðustu árum að maður þekkir varla nokkurn mann þar lengur...það er helst gamla fólkið sem eftir er sem maður kannast við.

Gaman að heyra af Davíð...mig minnir að ég hafi einhverntíma heyrt að við vorum víst skírðir í sömu athöfn í Selfosskirkju þann 25. desember 1977...sel það þó ekki dýrara en ég keypti það...en kannski þú hafir verið viðstödd?  hehe

Ég vonast til að komast í heimsókn til Íslands seinni part sumars...ekki samt alveg komið á hreint ennþá...svo stefni ég á að útskrifast um jólin og hvað maður gerir þá er alveg óráðið...sennilega flyt ég þá bara heim loksins...þó svo mig kvíði svolítið fyrir þeim degi.

Róbert Björnsson, 19.6.2007 kl. 05:59

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Já ég var í skírnarathöfninni hans Davíðs og mig minnir að það hafi verið að skíra fleiri börn Svo þú varst hinn litli kúturinn

Vona að ég hitti einhvern tímann á þig á Íslandi

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.6.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband