Sú kemur tíð

Il était une fois l'Espace - Mér til mikillar gleði rakst ég á þetta myndbrot úr þessari frábæru frönsku teiknimyndaseríu frá árinu 1982. 

 

Þetta framkallar ljúfar bernskuminningar, en þessir þættir voru uppáhalds-sjónvarpsefnið mitt á þessum árum, ásamt Prúðuleikurunum, Nýjustu tækni og vísindum með Sigurði H. Richter, kúrekamyndum með John Wayne og Dallas sem ég horfði alltaf á með ömmu minni. (hef svo komið 5 sinnum á Southfork í Texas Tounge)

Ævintýri Pésa og Fróða, þýdd og leiklesin af Guðna Kolbeinssyni, voru langt á undan sinni samtíð.  Þetta voru einhversskonar evprópskir Star Trek þættir fyrir börn og ég held að þeir hafi spilað stóra rullu í að gera mann að "geim-nörd" fyrir lífstíð.

Eitt það æðislegasta við þessa þætti var tónlistin, en hún var samin af Óskarsverðlaunahafanum Michel Legrand.  Yndislega dramatísk og hýr diskó-tónlist LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Já þetta vekur gamlar minningar. Mér þótti alveg rosalega gaman að frönsku þáttunum. Ég man líka að það voru framleiddir steinaldaþættir og þættir um líkamann með sömu persónunum. Nema að vélmennið í geimþáttunum var gamli karlinn með síða hvíta skeggið, alveg eins í laginu og vélmennið. Nýjasta tækni og vísindi með honum Sigurði Richter var með uppáhaldsþáttunum mínum í sjónvarpinu og voru ekki samir eftir að hann hætti með þá. Var svo ekki meiri hluti þjóðarinnar háður Dallas. Það er með skemmtilegustu sápuóperunum sem ég hef séð í sjónvarpinu og er um nóg að velja þar.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 15.7.2007 kl. 20:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Djöfull er maður orðinn gamall.  Mér fannst þetta hafa verið á dagskrá í fyrra.  Eða þá að þú ert bara svona djöfull ungur Róbert minn.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.7.2007 kl. 01:32

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

KLUKK!   Er búin að klukka þig sjá pistilinn minn........Klukkuð.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.7.2007 kl. 01:38

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Gunnhildur:  Já, Albert Barille sem framleiddi þessar seríur sá um að koma alltaf einhverri fræðslu fyrir í þessum þáttum, þannig að þetta væri ekki bara hugsunarlaus afþreyging heldur skildi eitthvað eftir sig.  Ég var reyndar ekki eins áhugasamur um hinar seríurnar sem þú nefndir...Sú Var tíð og mannslíkamann...enda komu þeir þættir svolítið seinna og þá var maður vaxinn uppúr þessu og kominn yfir í GI-Joe og He-Man á Stöð 2!

Jón Steinar:  Já...árin eru farin að líða hraðar og hraðar.  Ég er eiginlega kominn í hálfgerða tilvistar-krísu því maður er farinn að telja dagana þangað til maður kemst á fertugsaldurinn   - Það hljómar voðalegt en það hefur þó verið reynt að fullvissa mig um að lífið haldi áfram sinn vanagang eftir sem áður og að það sé töluvert lengra í slitgigt og stækkaðan blöðruhálskirtil!  Ég á enn eftir 101 dag í the big 3-0 og á ýmislegt ógert sem ég var búinn að lofa sjálfum mér að framkvæma fyrir þann dag.    

Margrét:  Æii....oohh....jæja þá! 

Róbert Björnsson, 16.7.2007 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband