Blessaður öðlingurinn
3.8.2007 | 03:38
Hann W ætlar að heiðra íbúa Minneapolis með nærveru sinni og veita þeim "comfort and condolences" eftir atburði gærdagsins.
Það vantar ekki hugulsemina og hluttekninguna í manninn, enda í beinu sambandi við Jesús, og ef einhver getur huggað fólk og veitt því líkn og móralskan stuðning þá er það hann, rétt eins og hann gerði eftir hörmungarnar í New Orleans sælla minningar.
Þrátt fyrir að í Minneapolis ríki umferðaröngþveiti þá er lögerglan, sem hefur nógan mannskap tiltækan á þessum tíma fyrir aukaverkefni eins og öryggisgæslu, örugglega ekkert á móti því að sjá um að loka nokkrum götum til viðbótar svo að höfðinginn komist leiðar sinnar um vegi borgarinnar.
W er mikið karlmenni og mun örugglega leggja sitt af mörkum til að hreinsa upp brúar-rústirnar, því honum finnst fátt skemmtilegra en að taka til hendinni og skíta sig svolítið út.
W er alltaf auðfúsugestur, og þó þetta sé kannski ekki besti tíminn til að taka á móti gestum þá er alltaf hægt að fara bara með hann í Mollið og leyfa honum að leika sér í Camp Snoopy.
![]() |
Bush ætlar að heimsækja Minneapolis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi fer hann ekki sér að voða með því að keyra yfir hina brúna. Já vonandi ekki.
Stóra testið er hvort hann kemur með kerru af kleenex. Ef ekki, þá...
Ólafur Þórðarson, 3.8.2007 kl. 04:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.