Loksins!

IMG_1641Þar kom loksins að því að meistari Lucas tjáði sig meira um fyrirhugaða sjónvarpsþáttaseríu sína byggða á Star Wars, sem við nördin erum búin að bíða eftir með óþreygju frá því hann sagði okkur fyrst frá fyrirætlunum sínum á Celebration III hátíðinni í Indianapolis árið 2005.  Í millitíðinni er hann náttúrulega búinn að vera upptekinn við Indiana Jones 4 þannig að við verðum víst að fyrirgefa honum seinaganginn...en það er samt honum líkt bévöðum að láta mann bíða svona með öndina í hálsinum í fleiri ár!  En...nú er semsagt loksins kominn skriður á málið, verið að semja við handritshöfunda og byrjað að leita að leikurum.  Tökur hefjast á næsta ári og þættirnir hefja svo göngu sína 2009.

IMG_1637Á Celebration IV hátðiðinni í Los Angeles sem fram fór í maí síðastliðnum, og ég var að sjálfsögðu viðstaddur, mátti heyra á þeim Anthony Daniels (C-3PO), Tamuera Morrison (Jango Fett/Clones), Daniel Logan (Boba Fett) og Peter Mayhew (Chewbacca) að þeir væru allir tilbúnir í að koma fram í sjónvarpsþáttunum.  Einnig hefur heyrst slúðrað um að Frank Oz (Yoda), Ian McDiarmid (Palpatine), Jimmy Smits (Bail Organa), Wayne Pigram (Grand Moff Tarkin) og sjálfur Ewan McGregor (Obi-Wan) séu til í að taka þátt að einhverju leiti.

Hér má sjá fleiri myndir sem ég tók í LA í vor.


mbl.is George Lucas vinnur að gerð Stjörnustríðsþátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.