Lá við stórslysi í Minneapolis

AA frozen wingAmerican Airlines kyrrsetur ekki MD-80 flotann sinn af ástæðulausu, enda fylgir þessum aðgerðum gríðarlegur kostnaður.  Samkvæmt frétt CNN (smellið hér) lá við stórslysi í Minneapolis í desember síðastliðnum þegar nefhjól MD-80 vélar AA fór ekki upp og við það bilaði afísingarbúnaður með þeim afleiðingum að ís hlóðst upp á vængi og stél vélarinnar sem og á framrúðuna.

Sam Meyer flugstjóri segir frá því að eftir flugtak frá MSP í miklum kulda og ísingu hafi nefhjólið ekki farið upp og stuttu seinna hafi hann heyrt mikinn hvell og allir fengið mikla hellu fyrir eyrun, en þá var ljóst að loftþrýstingur hafði fallið í vélinni.  Fljótlega fór ís að myndast á framrúðu vélarinnar en eftir vel heppnaða nauðlendingu fékk flugsjórinn áfall þegar hann sá hversu mikill ís hafði hlaðist upp á vélinni og líkti henni við íspinna.  Litlu hefur munað að vélin yrði ísingunni að bráð og í raun merkilegt að vélin skuli ekki hafa ofrisið í lendingunni.

Smellið hér til að sjá viðtalið við kaftein Meyer

Samkvæmt American Airlines hafa 23 atvik vegna bilunar í nefhjóli verið skráð frá nóvember til febrúar, en á móti kemur að AA starfrækir 1200 flug með MD-80 vélum á hverjum degi, svo í því samhengi er bilanahlutfallið etv. ekki hátt...og þó.

Nú er sjálfsagt mikið fjör í aðal viðhaldsstöð American Airlines sem er staðsett í Tulsa í Oklahoma.  Sjálfur var ég svo lánsamur að komast í ýtarlega skoðunarferð um viðhaldsstöðina á meðan ég var í avionics náminu í Spartan.  Þetta er stærsti (og fjölmennasti) vinnustaðurinn í Tulsa og tilkomumikið að koma þarna inn.  Ætli maður væri ekki bara að vinna þarna ef maður hefði nú haft atvinnuleyfi á sínum tíma. Crying

tul-aa


mbl.is Þúsund flugferðum aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já sæll Róbert. Þetta er með ólíkindum, ótrúlegt að sjá vélina. Það sem mér finnst alltaf furðulegast, er, að á hverju augnabliki eru þúsundir stórra farþegavéla í loftinu og akkúrat ekkert skeður.

Flaug með American (A300) á Mánudaginn frá Miami og við lendingu í JFK fór vinstri vængurinn mjög langt niður en vélin rétti af. Þá droppaði flugstjórinn vélinni og auðvitað bouncaði hún á flugbrautinni og fór aftur í loftið ca 4-6 sekúndur. Farþegar supu hveljur en ég glotti, loksins eitthvað fun. En þó, ein klauflegasta lending sem ég hef verið í og kannski illa farið með vélina (?) betra að fara bara aftur í loftið og lenda almennilega. Hvað veit maður svosem, maður er bara sardína í tunnu.

Ólafur Þórðarson, 18.4.2008 kl. 15:38

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sæll vinur, rakst á þessa frétt: http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/7373310.stm

Nokkuð góð lending hjá þeim verð ég að segja!!

Ólafur Þórðarson, 30.4.2008 kl. 02:49

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Þetta er snilldar lending...að halda henni beinni á brautinni right down the centerline er helvíti gott eftir að hún er komin niður hægra megin á þetta miklum hraða.

Er komið almennilegt vor í NYC?  Hér er enn verið að berjast við snjóflyksur og hita in the upper 30´s...og það er kominn frickin Maí!   Kaldasti apríl í manna minnum hérna uppfrá.

Róbert Björnsson, 30.4.2008 kl. 03:44

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hér í New York er fínt veður. Eins og það gerist BEST norður í ballarhafi. 13c í dag og rok! Versta er að ég er að fljúga til Íslands um helgina, þar er veðrið eins og minni sóda. 

Fór út að hjóla. 20 km. Nú eru lær- og rassvöðvarnir vel stæltir.  Reyni að prumpa akkúrat þegar ég fer framhjá gömlum konum. Hneyksli!

Ólafur Þórðarson, 1.5.2008 kl. 04:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.