John Adams

John_Adams_Presidential_DollarUndanfarin sunnudagskvöld hef ég verið límdur við imbakassann til að fylgjast með frábærri nýrri míní-seríu á HBO kapalstöðinni sem fjallar um lífshlaup annars forseta og eins af stofnendum (Founding Fathers) Bandaríkjanna, John Adams. 

Það sem gerir þessa þætti áhugaverða er hversu vel er vandað til verks en framleiðendur eru þeir sömu og gerðu "Band of Brothers" þættina vinsælu og executive producer er enginn annar en sjálfur Tom Hanks.  Þættirnir eru gerðir eftir metsölubók Pulitzer verðlaunahafans David McCullough og mikið er lagt í að gera þættina sem raunverulegasta, bæði hvað varðar leikmyndina og persónusköpun.

Þættirnir hefjast í Boston árið 1775 þegar sauð upp úr samskiptum Breta og íbúa Massachusetts nýlendunnar og sýna í framhaldinu hvernig John Adams átti stóran þátt í að sameina hin upprunalegu 13 fylki bandaríkjanna sem lýstu svo yfir sjálfstæði og fóru í stríð við Breta.  Þættirnir fylgjast svo með Adams í för hans til Evrópu þar sem gerði mikilvæga samninga við Frakka og síðar Breta og Hollendinga.  Þá er því líst hvernig hann varð fyrsti varaforseti bandaríkjanna (undir George Washington) og síðar annar forseti hins nýstofnaða lýðveldis.

Paul Giamatti (Sideways) fer á kostum í hlutverki Adams og Laura Linney sömuleiðis í hlutverki Abigail konu hans.  Stephen Dillane brillerar sem Thomas Jefferson og sömu sögu má segja um David Morse og Tom Wilkinson í hlutverkum George Washington og Ben Franklin.

Það sem gerir það að verkum að þessir þættir eiga erindi við okkur í dag er sú staðreynd að núverandi ríkisstjórn bandaríkjanna hefur traðkað á þeim gildum sem "the Founding Fathers" hugsuðu sér við stofnun bandaríkjanna og ekki síst sjálfri stjórnarskránni sem allir bandaríkjamenn líta á sem heilagt plagg.  Thomas Jefferson sem samdi sjálfstæðisyfirlýsingunna og stóran hluta stjórnarskrárinnar myndi snúa sér við í gröfinni ef hann vissi hvernig málum er háttað í dag. 

Enginn sem hefur áhuga á sögu bandaríkjanna ætti að láta þessa þætti framhjá sér fara en væntanlega koma þeir út á DVD innan skamms auk þess sem "óprúttnir náungar" geta eflaust fundið þá á torrentum internetsins.   Hér er að lokum þáttur um gerð "John Adams" míní-seríunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt það sem Tom Hanks kemur nærri breytist í gull.  Þvílíkur talent.  Rétt eins og þættirnir "A man to the Moon" sem hann leikstýriði og framleiddi.   
 Vona að þetta sé eitthvað álíka meistarverk.    Hlakka til að koma auga á þetta.

Sigursteinn (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 04:48

2 identicon

Áhugavert. Á eftir að kíkja á þessa þætti. Hvenær ætlar HBO að búa til seríu um Thomas Paine! Þá þætti væri ég til í að sjá.

Sigurður Hólm Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 14:19

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Steini: Já, Tom Hanks kann lagið á þessu.

Sigurður:  Já, Thomas Paine hefur ekki hlotið verðskuldaða athygli í gegnum tíðina og sennilega hefur það eitthvað með trúleysi hans að gera eins og þú bendir á í áhugaverðum greinum þínum um hann.  Það er ljóst að hann hefur haft mikil áhrif á vin sinn Thomas Jefferson og hugmyndir hans um frelsi og jöfnuð.

Róbert Björnsson, 16.4.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er þakkarverð remedía og tilraun til að koma vitinu fyrir þjóðina.  Næst er að taka fyrir Jefferson og Paine með sömu áherslum.  Það er kominn tími til að kynna fólki á hverju þessi þjóð byggir og hvers vegna henni vegnaði svona vel og dafnaði.

  Nú er stefnt hraðbyrir í Theocracy með big brother ívafi.  Ef svokallaðir terroistar hafa haft einhver markmið, þá er það að rústa infrastrúktur þjóðarinnar, svipta fólk málfrelsi og almennri friðhelgi, koma á guðræði og eftirlitsiðnaði til að bæla alþýðuna Sé mið tekið af því, þá hafa terroristarnir sigrað með bravor.

Það er vert að spyrja yfirvöld. Fyrir hverjum eruð þið að vernda okkur?  Hvar er ógnin? Hvaðan kemur hún. Hvað hyggjast  óvinirnir fyrir? Ógnin er huglæg og hypothetical og jafn raunsæ og að óttast að loftsteinn gæti rekist á jörðina. Einnig er vert að spyrja yfirvöld. Hvernig og hvenær ætlið þið að sigrast á þessari ógn? Á þjóðin að líða þetta óttaprang um alla framtíð? Svarið er því miður. Þeir vita ekki hver óvinurinn er, hvar hann er að finna, hvernig þeir ætla að vinna á honum.  Þetta á ekki eftir að breytast, bara versna.

Það er komið tæm á realitycheck þarna uppfrá.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2008 kl. 18:46

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðilegt sumar Róbert og takk fyrir bloggveturinn

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.4.2008 kl. 00:07

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Jón Steinar:  Það er lítil von til þess að þetta lið taki nokkrum sönsum því miður.    Þær fáu sálir sem þora að nefna hlutina réttum nöfnum eru upphrópaðir sem útsendarar djöfulsins og föðurlandssvikarar.  

Magga:  Takk sömuleiðis! 

Róbert Björnsson, 30.4.2008 kl. 03:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband