1. stk. ríkisborgararéttur - kr. 1.300.

flagÞegar ég varð 18 ára fékk ég sent bréf frá dómsmálaráðuneytinu þar sem mér var tjáð að samkvæmt þjóðskrá væri ég ríkisfangslaus og þyrfti að gjöra svo vel að sækja um íslenskan ríkisborgararétt ef ég vildi halda áfram að njóta réttinda sem íslenskur þegn.

Þetta kom mér nokkuð í opna skjöldu því ég fæddist á þessu blessaða skeri, átti íslenska foreldra (nokkurn vegin), íslenska kennitölu og meira að segja íslenskt vegabréf sem ég hafði margsinnis notað til útlandaferða.

Málið var að afi minn, Robert Jensen mjólkurfræðingur, fæddist í danmörku og fluttist til íslands fyrir stríð til að starfa við Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi.  Þar kynntist hann ömmu minni og saman áttu þau pabba gamla...en þar sem hann fæddist fyrir árið 1944 þegar íslendingar sviku kónginn og lýstu yfir sjálfstæði, þá var pabbi (og ég, einhverra hluta vegna sömuleiðis) skildreindur sem svokallaður "fullveldis-dani".  Engu skipti þó ég hefði fæðst árið 1977 og móðir mín væri alíslensk.

Mér þótti þetta nú svo vitlaust að ég beið með að svara þessu og kíkti í danska sendiráðið og spurðist fyrir um hvort þeir vildu taka við ríkisfangslausum landflótta fullveldis-dana...en þeir vildu ekkert með mig hafa bévaðir. 

Svo kom að því að passinn minn var við það að renna út og ég þurfti að komast til útlanda...sýslumaðurinn harðneitaði þá að endurnýja passann og sagði það hafa verið alvarleg mistök að ég hefði yfir höfuð fengið íslenskan passa eins og málum væri háttað.

Þá var ekki annað í stöðunni en að kyngja stoltinu og sækja skriflega um íslenskan ríkisborgararétt.  Sem betur fer nægði mér að senda inn eitt lítið bréf og ég þurfti ekki að ganga í gengum þann langa og mikla prósess sem aðrir "útlendingar" þurfa að ganga í gegnum...senda inn meðmæli (frá flokksgæðingi) og fá alþingi til að samþykkja herlegheitin.  Nei, ég fékk bara tilkynningu um að mæta uppí dómsmálaráðuneyti, þar var ég rukkaður um 1.300 krónur og fékk svo afhent skjal, undirritað af Þorsteini Pálssyni þ.v. dómsmálaráðherra þess efnis að ég væri góður og gildur ríkisborgari, ásamt kvittun sem á stendur "1. stk. ríkisborgararéttur - kr. 1.300." Joyful   Skjalinu er ég löngu búinn að týna...en kvittunina held ég mikið uppá enda ekki á hverjum degi sem maður kaupir sér ríkisborgararétt á svona spottprís!  Hehe...ætli raunvirðið hafi eitthvað hækkað í allri verðbólgunni?


mbl.is 24 fá ríkisborgararétt samkvæmt tillögu Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki bandarískur ríkisborgararéttur í boði fyrir þig?

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hahaha...nei því miður...en kannski er ekki orðið of seint ennþá að skipta! 

Róbert Björnsson, 26.5.2008 kl. 22:03

3 identicon

Þetta er út af gamalli löggjöf sem blandar kynja- og þjóðernisfordómum. Hér erfist ríkisborgarréttur vegna "blóðtengsla" en ekki tengsla við "land". Í BNA hefðirðu sjálfkrafa fengið þarlendan ríkisborgararétt við fæðingu. Hér þarftu að eiga íslenska foreldra. Fyrir ca 1990-2000 dugði það ekki til, heldur þurftirðu að eiga íslenskan föður ef foreldrarnir voru í hjónabandi en íslenska móður ef hún var ekki gift. Þar sem afi þinn var/er Dani fékk faðir þinn danskan ríkisborgararétt og þú á eftir honum. Í dag fengirðu íslenskan ríkisborgararétt út á mömmu þína, búið að þurrka út kynjamisréttið úr þessum lögum.

Silja (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 23:55

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, það er nú sem betur fer búið að lagfæra þessa úreldu löggjöf...en eins og þú segir var mikið kynjamisrétti fólgið í þessu líka...enda var mamma alveg æf yfir þessu, skiljanlega.

Það sem mér þótti skrítnast var að þó ég væri skráður danskur í íslensku þjóðskrána vildu danirnir ekkert kannast við mig þegar til kom.  Að vísu sótti ég það nú reyndar ekki hart...en á tímabili var ég svo móðgaður út í íslensk stjórnvöld að ég var staðráðinn í því að sækja heldur um danskan ríkisborgararétt en þann íslenska og gerast þegn hennar hátignar og ESB. 

Róbert Björnsson, 27.5.2008 kl. 00:16

5 identicon

Hvernig er það með þessa síðu er ekkert talað um hérna nema samsæriskenningar um kynþætti og þjóðerni

Ég skal nú reyndar viðurkenna að í tilfellinu sem þú lýsir hér í greininni fannst mér gengið illa að þér með að neita þér um ríkisfang út á svona rugl. 

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 00:55

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, Johnny...þessi þjóðernismál eru snúin...en kannski er nóg komið af þeim í bili.

Róbert Björnsson, 27.5.2008 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband