Verð viðstaddur sigurræðu Obama í kvöld

obama progressLoksins, loksins virðist vera kominn endir á þessa eilífðarvitleysu og minn maður er kominn með útnefninguna.

Obama er mættur hingað til Minnesota og ég er á leiðinni niður til St. Paul þar sem hann mun halda ræðu í kvöld í Xcel Energy Center (þar sem flokksþing Repúblikana verður haldið síðla sumars).  Fastlega er búist við að hann flytji mikla sigurræðu í kvöld og beini athyglinni nú loks að John McCain.

Það er búist við húsfylli (ríflega 20 þúsund manns) þannig að mér er ekki til setunnar boðið...læt mig hafa það að standa í biðröð í nokkra klukkutíma til að komast inn.

Vídeókamera verður með í för og ég lofa vídeóbloggi í nótt eða fyrramálið! ;-)


mbl.is Clinton mun játa sig sigraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Verða ekki allar myndavélar, vídeóvélar og gemsar bannaðir öryggisins vegna?

Hlakka samt til að sjá myndir frá þér.

Hansína Hafsteinsdóttir, 3.6.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Láttu nú ekki NSA bösta þig....hehehe

Annars held ég að hann sé búinn að vinna þegar þetta er skrifað, svo TIL HAMINGJU MEÐ ÞINN MANN !

Haraldur Davíðsson, 4.6.2008 kl. 01:43

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Myndavélin slapp inn :)   En vinur minn var böstaður með vasahníf og naglaklippur og  telst heppinn að hafa ekki verið sendur með það sama til Guantanamo!

Róbert Björnsson, 4.6.2008 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband