Untitled Kevin Smith Minnesota Project

zackmiri.jpgKevin Smith er einn af mínum uppáhalds leikstjórum.  Myndirnar hans, sem hann yfirleitt framleiðir, leikstýrir og skrifar handritið að sjálfur, auk þess sem honum bregður oft fyrir í aukahlutverkum, höfða kannski ekki til allra enda er húmorinn töluvert sérstakur.  Frægustu myndirnar hans eru Clerks, Mallrats, Chasing Amy, Dogma og Jay & Silent Bob Strike Back.

Nýjasta mynd meistarans (sem þar til nýverið bar vinnuheitið "Untitled Kevin Smith Minnesota Project samkvæmt imdb.com) verður frumsýnd 31. október næstkomandi og ber hið frumlega heiti "Zack and Miri Make a Porno" Shocking  Hún ku eiga að fjalla um hálfgerða lúsera (héðan frá St. Cloud, MN samkvæmt handritinu - sjá hér og hér) sem ákveða að redda fjárhagnum með því að búa til klám-mynd!  

Af hverju elsku bærinn minn St. Cloud varð fyrir valinu veit ég ekki...en ég bíð spenntur eftir því að sjá hvernig útreið bæjarbúar fá í myndinni...þ.e.a.s. ef handritinu hefur ekki verið breytt.  Það stóð víst upphaflega til að taka myndina upp hér en því var breytt og hún tekin upp í Pittsburgh, PA í staðinn.   Mig grunar reyndar að Kevin Smith hafi fengið hugmyndina að handritinu hér þegar hann kom í heimsókn í skólann minn og hélt fyrirlestur og Q&A session hér fyrir ca. 2 árum.  Hann hlýtur að hafa lent í einhverju villtu partíi á eftir! Whistling

Með aðalhlutverk í myndinni fara nýstirnið Seth Rogen, Elizabeth Banks, Jason Mewes (Jay), Justin Long og Brandon Routh...auk einhverrar Tracy Lord (!).

Samkvæmt fréttum stendur Smith í harðri baráttu við kvikmyndaeftirlitið en þeir hafa gefið myndinni "NC-17" stimpil í stað R...sem þýðir að sum kvikmyndahús gætu neitað að sýna myndina.  Er það ekki týpískt að það má sýna endalausar blóðsúthellingar a la Hostel og Rambo...en smá sex og þá hrökkva þessar teprur í kút! 

Teaser trailer myndarinnar gjörið þið svo vel:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Segi það með þér, hlakka til að sjá nýjustu mynd meistarans.

Heimir Tómasson, 31.7.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband