Örvæntingarfullt útspil

miss_wasilla_1984_655227.jpgValið á Söruh Palin sem varaforsetaefni McCain virðist vera örvæntingarfull og tækifærissinnuð tilraun til þess að ná til kvenkyns kjósenda (sem samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum einungis 34% ætla að kjósa McCain) og jafnvel er ætlunin að reyna að ná til þeirra kvenna sem studdu Hillary Clinton.  En haldi Repúblikanar að vel gefnar jafréttissinnaðar konur og femínistar komi til með að kjósa þetta bimbó, sem helsta afrek er að hafa lent í öðru sæti í Miss Alaska árið 1984... bara af því að hún er kona...þá skjátlast þeim hrapalega.  Stuðningskonur Hillary hafa meiri sjálfsvirðingu en svo að kjósa afturhalds-grybbu sem er á móti grundvallar kven-réttindum og er lífstíðarmeðlimur í NRA.  

Það er deginum ljósara að Sarah þessi hefur enga reynslu og væri algerlega vanhæf til þess að sinna starfi "Commander in Chief" og með tilliti til þess að McCain er að verða 72 ára og raunverulegur möguleiki á að varaforsetinn gæti orðið að taka við á einhverjum tímapunkti, yrði hann forseti, er það skelfileg tilhugsun fyrir marga, þ.á.m. íhaldssamra Repúblíkana sem hvað mest hafa talað um reynsluleysi Obama, að þessi innihaldslausa fegurðardrottning yrði forseti Bandaríkjanna!

Það eru litlar líkur á að þetta vanhugsaða og áhættusama útspil eigi eftir að skila McCain því sem hann vonast eftir og mér er léttir að hann valdi ekki fylkisstjórann "minn" Tim Pawlenty, því hann hefði allavega getað gert kapphlaupið mjótt á mununum hér í Minnesota þrátt fyrir að hafa staðið sig hörmulega sem fylkisstjóri.


mbl.is Hver er Sarah Palin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Var þá ekki örvænting hjá Obama að velja Joe Biden? Manninn sem hafði verið í öldungadeildinni síðan Obama var ellefu ára. Á hann að boða breytingar? Báðir frambjóðendur völdu aðferðir til að styrkja framboð sín. McCain gerði þó það sem Obama þorði ekki að gera, velja konu með sér. Held að Obama sjái eftir því núna að hafa ekki valið Hillary með sér, eða eigi eftir að sjá eftir því síðar meir. Það eitt að velja konu er sögulegt og boðar tímamót. Það sjá allir sem líta á sögu bandarískra forsetakosninga.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.8.2008 kl. 18:51

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Stefán, þar sem þú ert örugglega vel að þér í sögu bandarískra forsetakosninga, þá hlýtur þú að muna eftir Geraldine Ferraro sem var fyrst kvenna valin varaforsetaefni af einum af uppáhaldssonum Minnesota, Walter Mondale, árið 1984!

Það er því ekki beinlínis hægt að segja að framboð Palin sé sögulegt og boði tímamót í þeim skilningi, þó það sé vissulega nýtt að konur fái séns innan Repúblikanaflokksins.

Róbert Björnsson, 29.8.2008 kl. 19:05

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Örvæntingafullt, já! Ég vona bara að það virki ekki!

Sporðdrekinn, 29.8.2008 kl. 19:24

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Því miður er pólitíkin í Bandaríkjunum enn þannig stödd að það eru söguleg tímamót að kona sé í forystu forsetaframboðs, meira að segja sem varaforsetaefni. Kona hefur aldrei verið varaforseti Bandaríkjanna né forseti Bandaríkjanna og því er val á konu sögulegt. Hef auðvitað bent á Ferraro á vef mínum í dag. Það er líka eina dæmið sem hægt er að nefna. Kona hefur aldrei náð lengra en það. Eins og kannanir eru í dag er mjög líklegt að Palin verði varaforseti. Allt getur gerst. Á ári þar sem konum mistókst að eignast kvenkyns forsetaefni er eðlilegt að þær séu ósáttar. Hvort þær fylki sér um Palin skal ósagt látið, en hún kemur klárlega með eitthvað nýtt í framboðið hjá McCain. Því verður ekki neitað. Bæði yngir hún framboðið og ljær því annan blæ.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.8.2008 kl. 19:25

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Vonandi fáum við að sjá kven-forseta á næstu árum, en ekki bara vegna kynferðisins heldur vegna sannra verðleika.  Vonandi er kjósendum treystandi til þess að kjósa um málefni en ekki persónur og vonandi láta þeir litarhátt Obama og kyn Palin ekki ráða þar för.

Róbert Björnsson, 29.8.2008 kl. 20:35

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ekkert að því að vera meðlimur í Nra enda styðja þeir heilbrygða byssulöggjöf sem ætti að vera við lið á Íslandi en þar sem Ísland er rekið af kommunistum(d listinn og samfó eru kommunistaflokkar) gerist það ekki

Alexander Kristófer Gústafsson, 29.8.2008 kl. 21:06

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehehe...  sitt sýnist hverjum um "heilbrigði" greinilega.

Verð að viðurkenna að mér þótti voða gaman og spennandi að labba inná byssusýningu í Oklahóma og labba svo út klukkutíma seinna með 9 mm semi-automatic skammbyssu. (sjá myndir af græjunni hér) (þetta vorið 2001, fyrir 911...þurfti ekki einu sinni að sýna passa...bara amerískt ökuskírteini, þeir hringdu að vísu í FBI til að tékka á hvort ég væri nokkuð glæpon, en background tékkið tók ekki nema 10 mínútur). 

Mér bauðst reyndar að kaupa AK-47 og hvað svo sem mig langaði í... en ég sá ekki alveg notagildið fyrir slíka græju... né að það væri nokkuð sérstaklega heilbrigt við það að eiga AK-47! 

Byssur eru hættuleg leikföng í höndunum á snargeggjuðum redneck bjórvömbum með mullet!  

Róbert Björnsson, 29.8.2008 kl. 21:50

8 identicon

Vá þetta er falleg kona hvers vegna getur hún ekki verið vp hjá obama.

Þóarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 23:08

9 Smámynd: Róbert Björnsson

Tóti minn...hún er alltof ung fyrir þig! 

Róbert Björnsson, 29.8.2008 kl. 23:11

10 identicon

Skrýtið að það skuli vera til Íslendingar sem vilja að repúblikanar fái forsetaembættið eftir þessi skelfilegu ár sem á undan eru gengin. Lygarnar varðandi Írak og tómur ríkiskassinn og allt á hvolfi. Nei mætti ég þá biðja um skynsemi í forsetastól. Obama er maður sem gæti hugsanlega bætt samskipti í heiminum og komið þessu mannlega í fyrirrúm fram yfir þá lesti sem hafa ráðið hingað til. Græðgi og skattalækkanir á ríkt fólk. Nú þegar ég hugsa það þá er þetta kannski ekki svo ólíkt því sem það hefur verið hér heima. Sjálfstæðismenn tóku meðvitaða ákvörðun um tilfærslu á peningum, frá þeim efnaminni til þeirra sem áttu nóg fyrir. Það er þetta sem ég skil ekki, hvernig getur óbreyttur almúginn kosið svona dellu yfir sig aftur og aftur?

Valsól (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 01:24

11 Smámynd: Róbert Björnsson

Jamm manni finnst það svolítið merkilegt, oftast eru þetta ungir Sjallar sem telja sig þurfa að tala máli Repúblíkana til þess að sýnast vera lengst til hægri, sennilega í þeim tilgangi að sýnast meiri menn meðal félaganna.  Þeir hafa sjaldnast sjálfstæða hugsun greyin.

Það ætti eiginlega að skylda þetta lið til þess að búa í Bandaríkjunum í eitt eða tvö ár og sjá með eigin augum afleiðingar geðveikinnar.

Róbert Björnsson, 31.8.2008 kl. 03:04

12 Smámynd: Bumba

Gaman að þessum pistli þínum og þakka þér fyrir. Skeleggur að vanda. Þær virðast ætla að verða afskaplega tvísýnar þessar kosningar og spennandi verður að fylgjast með þeim.Meðal annara orða, takk fyrir spjallið um daginn. Með beztu kveðju.

Bumba, 31.8.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband