Hail to the Chief!

Upprunninn er mikill dýrðardagur hér í Minnesota, óvenjuleg hitabylgja flæðir yfir og búist er við 22°C hita og sól í dag sem væri heitasti kosningadagur frá því mælingar hófust.  Veðrið spillir ekki fyrir kosningaþátttökunni og andrúmsloftið er létt.  Fólk virðist fullt bjartsýni og vonar um endurreisn.

Hail to the Chief we have chosen for the nation,
Hail to the Chief! We salute him, one and all.
Hail to the Chief, as we pledge cooperation
In proud fulfillment of a great, noble call.
Yours is the aim to make this grand country grander,
This you will do, that's our strong, firm belief.
Hail to the one we selected as commander,
Hail to the President! Hail to the Chief!
 


mbl.is Castro lofar Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Obama sem forseti =  Bandaríkin verða á hröðu undanhaldi í heiminum.  Þetta er maðurinn sem býður hina kinnina þegar hann er sleginn.  Þetta er maðurinn sem mun færa Al-Qaida sigurinn á silfurfati, allt gert til að kaupa sér augnabliks frið.  Í valdatíð hans sjáum við nýja gísladeilu eins og í Íran 1979-1980 þar sem að Bandaríkin verða á beigja sig fyrir ofbeldinu.  Til mikils fagnaðar heimsins.

Hinn ekki bjartsýni (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:34

2 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Já, af því að hálfvitasirkusinn hans Bush og heimslögreglubullið í Bandaríkjamönnum er svo frábært.

Það vinnur enginn fullnaðarsigur við Al Qaida með því að drepa fólk í miðausturlöndum.

Annað hvort fer þessi þjóð að vinna að því að laga til heimafyrir eða fer í hundana, og þar er Obama líklegri til að bretta upp ermar.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 4.11.2008 kl. 20:18

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann breyttist þarna á tímabili í Ron Paul hehe. Við Abe Darwin og eigum afmæli sama dag, svo ég held mikið upp á hann. Obama vinnur en blessaður drengurinn að þurfa að erfa þær brunarústir, sem Bush hefur skilið eftir.

Recessionin mun fírast niður á við eftir kosningar, svo ekki mun það batna. Spurning hvort efnahagskerfið lifir þetta af. Ef skrilljónirnar sem dælt var af óþarfa inn í bankakerfið hefðu farið til fólksins þá liti kannski bjartar út.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2008 kl. 00:10

4 identicon

Til hamingju með daginn ! Obama daginn !

Ragnhildur (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 13:21

5 Smámynd: Róbert Björnsson

"I have a dream that my four little children will one day live in a nation where they will not be judged by the color of their skin but by the content of their character.

I have a dream today."  MLK 1964

Loksins.

Var hræddur við að vakna í morgun því ég óttaðist að þetta hefði bara verið draumur.  En hann rættist! 

Þvílíkur léttir.

Hinn ekki bjartsýni:  Eins og Kristinn segir þá vinnst enginn sigur á Al Qaida í Irak... það þarf að klára Talibanana í Pakistan/Afganistan, loka svo Guantanamo Bay og byggja svo upp það traust og samband við umheiminn sem glataðist á síðustu 8 árum.

Jón Arnar og Ragnhildur:  Takk, þetta var ánægjulegt.

Jón Steinar:  Jahá...þið Abe og Darwin allir fæddir 12. feb.,  miklir spekúlantar allir þrír og umdeildir trúleysingjar.     Menn að mínu skapi!

Vissulega tekur drengurinn við erfiðu búi, vægt til orða tekið... en ef einhverjum tekst að snúa þessu við þá held ég að hann sé rétti maðurinn í jobbið.  Svo verðum við bara að vona það besta.  

Róbert Björnsson, 5.11.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband