I still have a dream!

Eins og mig langar til að vera í góðu skapi í dag eftir sigur Obama eru nokkrir hlutir sem skyggja á gleðina.  Ekki nóg með að geðsjúklingurinn og McCarthý-istinn Michele Bachmann hafi endurheimt þingsæti sitt hér í Minnesota 6th og Al Franken virðist hafa tapað baráttunni um öldungadeildarsætið (á reyndar eftir að telja aftur þar sem einungis munar nokkur hundrum atkvæðum) heldur náði Prop 8 í Kalíforníu í gegn líka.

st671_halohomo-580px_720054.jpgMormónar frá Utah og Kaþólska kirkjan tóku höndum saman og dældu $40 milljónum dollara í hómófóbískar auglýsingar sem gengu út á það að ef hjónabönd samkynhneigðra yrðu lögleg þá yrði börnum kennt í grunnskólum að samkynhneigð væri til og að fólk að sama kyni gæti meira að segja giftst.  Slíkt væri náttúrulega hroðalegt og myndi örugglega verða þess valdandi að fjöldi samkynhneigðra myndi breytast úr 3-5% upp í 30-50% !!!  Pinch   Við hverju er svosem að búast frá fólki sem trúir á sköpunarkenninguna?  

Svipuð lög voru samþykkt í Arizona og Flórída og í Arkansas var lögum breytt til þess að koma í veg fyrir að samkynhneigð pör gætu ættleitt börn.  

Það er þungbært að sjá þessi lög fara í gegn á sama kvöldi og fyrsti svarti forsetinn er kjörinn.  Draumur Martin Luther Kings frá 1964 rættist að hluta til í gær...en þó ekki alveg.  Það sitja enn ekki allir við sama borð í Bandaríkjunum.   Baráttunni við heimsku, fáfræði og mannvonsku er hvergi nærri lokið.  Þessi orrusta tapaðist en stríðið heldur áfram!  Wink  


mbl.is Hjónabönd samkynhneigðra ólögleg í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellý

Flott grein. Ég er alveg gáttuð á þessu en svona fordómar koma mér alltaf jafn mikið á óvart eins og maður ætti að vera vanur þessu :o

Ellý, 6.11.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Jamm... maður verður alltaf jafn hissa þegar þetta lið opnar munninn.  Það er ótrúlegt að þetta þrífist ennþá árið 2008...  but...we shall overcome one day!

Róbert Björnsson, 6.11.2008 kl. 19:34

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er eðlilega búið að kæra þessa embættisfærslu. Nú eru Democratar með supreme court og nú reynir á staffið hans Obama, sem mér líst misjafnlega á eins og varnarmálaráðherra Bush og Öfgazíonist sem starfsmannastjóra.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2008 kl. 03:00

4 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Við skulum nú ekki fara að ala upp samkynhneigð í börnum í grunnskóla! Það væri hræðilegt!

Siggi Lee Lewis, 7.11.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband