Mættur til D.C.

bertiwhouseÞá er maður kominn til höfuðborgar "hins frjálsa heims" þar sem kennir ýmissa grasa á hverju götuhorni.  Gisti rétt við Dupont Circle, um það bil átta blocks norður af Hvíta Húsinu.  Rakst reyndar á W. sjálfan núna áðan...eða a.m.k. einhvern í familíunni...en ég var í mesta sakleysi að ganga framhjá hliðinu á 1600 Pennsylvania Avenue þegar út kemur bílalest all svakaleg...10 mótorhjólalöggur, þrír svartir Cadillac limmar og þrír svartir Suburban jeppar á fleygiferð.  Hér er alls staðar verið að selja varning tengdan Obama, svo sem boli, húfur og þess háttar...en ég hef hvergi séð bol með mynd af aumingja Bush...það er sjálfsagt ekki tekið út með sældinni að vera Lame Duck.

Svo er það sendiráðið á morgun og svo á að kíkja á Capitolið og Supreme Court...já og Smithsonian söfnin...og allt.  Dembi kannski inn einhverjum myndum annað kvöld.

berticapital


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Tíhí...já alveg rétt...hann hefur verið á leið í laugina blessaður.

Svo gat ég ekki annað en skellt uppúr þegar ég keyrði framhjá Langley í Virginíu og sá hús merkt George Bush Center for Intelligence...hehe þvílíkt oxymoron...að vísu var þarna sjálfsagt átt við gamla númer 41...en samt.  Þetta eru víst höfuðstöðvar CIA.  

Æ, æ...hefði ekki átt að skrifa þetta...þeir eru sjálfsagt með web crawlers að leita uppi svona stikkorð...sjá svo að einhver bévaður útlendingur er að tala illa um þá og treisa þetta hingað og svo koma þeir bévaðir í nótt og láta mig hverfa...  neh...ætli það sé ekki bara "í myndunum".

Róbert Björnsson, 26.11.2008 kl. 02:05

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehehe...já þú segir nokkuð... það þarf að fara að byggja minnisvarða um Bill og Moniku...færi vel við hliðina á Jefferson Memorial.

Róbert Björnsson, 27.11.2008 kl. 04:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.