Bobby Fischer undanþága?

Nú finnst mér það hæpið að bæta sérstöku íslensku-prófi ofan á þann þegar mjög langa og flókna feril sem venjulegir umsækjendur um ríkisborgararétt þurfa að ganga í gegnum.  Hér í Bandaríkjunum þurfa umsækjendur ekki að gangast undir sérstakt ensku-próf (enda er ekkert opinbert tungumál í USA) - en á hinn bógin þurfa þeir að geta svarað spurningum um sögu landsins og stjórnkerfi (væntanlega á ensku).  Það má ekki gleyma því að íslenskan er flóknara og erfiðara tungumál að læra heldur en enska og það verður að gefa fólki tíma og aðstoð við að læra íslenskuna.

En svo er spurningin...hvað ef þú ert misskilinn skáksnillingur í Japönsku fangelsi, kúguð handboltastjarna frá Kúbu, forsetafrú eða tengdadóttir Jónínu Bjartmarz?  Verður þá bara hægt að sleppa þessu prófi, ef um VIP umsækjendur er að ræða?  Eða er þetta bara enn ein sían fyrir "óæskilega" innflytjendur?


mbl.is Íslenskupróf skilyrði fyrir ríkisborgararétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Góður punktur.

Púkinn, 17.12.2008 kl. 18:10

2 Smámynd: Sigurjón

Góður punktur svosem, en mér finnst ómaklegt að draga látinn mann inn í þetta.  Nær væri að segja: ,,Jónínuundanþága?".

Mbk. SV

Sigurjón, 17.12.2008 kl. 20:07

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Já Sigurjón...ég meinti þetta nú ekki sem neina aðför að Bobby heitnum, heldur var fyrst og fremst að pæla í því hvort eitt yrði látið yfir alla ganga í þessu í framtíðinni.  

Eg hafði ekkert á móti því að Bobby heitinn fengi ríkisborgararétt á sínum tíma, enda um sértæka mannúðar-björgunar aðgerð (og publicity stunt) að ræða... en hitt hefur mér þótt skítt að svokallað "afreksfólk" í íþróttum sé látið ganga fyrir sem og tengdabörn alþingismanna o.s.f. á meðan venjulegt vinnandi fólk sem er jafnvel búið að búa og starfa í landinu í mörg ár (á tímabundum atvinnu- og dvalarleyfum) sé látið bíða endalaust og/eða sent úr landi. 

Það er oft eins og þetta séu geðþóttarákvarðanir embættismanna sem ákveða sjálfir hverjir séu "verðugir" og hverjir eru bara einhverjar kennitölur í möppu sem öllum er sama um.  Það vill stundum gleymast að á bak við hverja kennitölu er manneskja af holdi og blóði sem er jafngildur þjóðfélagsþegn þrátt fyrir að vera ekki landsliðismaður í handbolta eða í réttu klíkunni.

Róbert Björnsson, 18.12.2008 kl. 05:18

4 identicon

Ég tel það alveg sjálfsagt mál að þeir sem sækist eftir islenskum ríkisborgararétti standist íslensku próf.  Ég veit að íslenska er erfitt mál en þetta próf sem þau þurfa að standast er ekki erfitt þar er greinilega bara farið fram á að fólk geti bjargað sér í málinu. Ég held að þetta sé líka besta leiðin fyrir alla. Þetta kemur í veg fyrir að útlendingar einangrist og nái ekki að aðlagast íslensku þjóðfélagi. Þú segir að þeir sem sækjast eftir  ríkisborgararétti í Bandaríkjunum þurfi að geta svarað spurningum um sögu landsins og stjórnkerfi. Það próf hvort sem það er munnlegt eða bóklegt hlýtur að fara fram á ensku og svo hlýtur að vera eitthvað námskeið áður en þau taka þetta próf og það hlýtur að vera kennt á ensku þannig að fólk nær ekki þessu prófi og fær ekki bandarískan ríkisborgararétt nema það geti bjargað sér í ensku.

Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:57

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Auðvitað væri best fyrir nýja íslendinga að kunna íslensku og ég efast ekki um að flestir leggja sig fram við að læra hana...EN...mér fynnst óþarfi að gera það að algeru skilyrði fyrir ríkisborgararétti.  Það verða þá a.m.k. að vera einhverja undanþágur.

Hér getur þú lesið þér til um hvað þarf til að fá Amerískan ríkisborgararétt - alla jafna fer prófið fram á ensku - EN...það eru undanþágur frá þeirri reglu, sérstaklega fyrir fólk sem er eldra en 50 ára og á einhverra hluta vegna erfitt með að læra enskuna.  Það er boðið uppá túlkaþjónustu og ég veit að Mexíkanar mega taka prófið á Spænsku.

http://www.uscis.gov/portal/site/uscis/menuitem.5af9bb95919f35e66f614176543f6d1a/?vgnextoid=12e596981298d010VgnVCM10000048f3d6a1RCRD&vgnextchannel=96719c7755cb9010VgnVCM10000045f3d6a1RCRD

Róbert Björnsson, 18.12.2008 kl. 17:56

6 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ætli McCain heefði valið hann....?

Siggi Lee Lewis, 22.12.2008 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband