Svívirðileg forgangsröðun

Það eina sem hugsanlega getur bjargað þessari þjóð frá endanlegri glötun er mannauðurinn.  Það var hárrétt hjá Þorgerði Katrínu að farsælla væri fyrir atvinnulaust fólk að fjárfesta í menntun og sjálfsuppbyggingu en að sitja aðgerðarlaust á bótum til langframa.  Virkja verður nýsköpunarmátt þessara einstaklinga og gefa fólki von um bjartari tíð. 

Hvað verður um þessa 1600 einstaklinga sem sóttu um nám við HÍ nú þegar skólinn er knúinn til að skera niður um milljarð?  Einhverjir fara örugglega úr landi við fyrsta tækifæri og af hverju í ósköpunum ættu þeir að snúa aftur?

forks_562784.pngHvernig er það réttlætanlegt að á sama tíma og niðurskurðarhnífurinn er blóðugur í mennta- og heilbrigðiskerfinu sé nánast ekkert skorið niður til útgjalda til ríkis-kirkjunnar?  Rúmir 5 milljarðar á ári fara í að halda uppi þessu gjörsamlega gagnslausa og úrelda apparati sem engu skilar til baka til þjóðarbúsins.  Það á að fjarlægja þetta krabbamein af ríkisspenanum án tafar og ríkið á að taka til sín og selja allar eigur Þjóðkirkjunnar og verja þeim fjármunum til uppbyggingar þjóðarinnar.  Trúaðir hljóta að geta borgað úr eigin vasa fyrir þetta hobbý sitt eða beðið til síns guðs í einrúmi.  Það er ólíðandi forgangsröðun að skera niður í menntamálum á sama tíma og útgjöld til kirkjunnar aukast einungis ef eitthvað er.

Fullur aðskilnaður rikis og kirkju er réttlætismál og nú verður að taka á þessu bulli af alvöru!

Fyrir mína parta þá er það minn draumur að geta snúið til baka til Íslands einn góðan veðurdag og boðið fram mína krafta til þess að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.  Það er þó ljóst að áður en til þess kemur verða að fara fram margar grundvallar-breytingar á gildum landsmanna.  Fyrr sný ég ekki aftur ótilneyddur.


mbl.is Ekki hægt að taka inn nýnema
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kristjánsson

Mikið sammála...mikið !

Guðmundur Kristjánsson, 20.12.2008 kl. 21:54

2 identicon

ALGJÖRLEGA SAMMÁLA!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 21:58

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

"Fyrir mína parta þá er það minn draumur að geta snúið til baka til Íslands einn góðan veðurdag og boðið fram mína krafta til þess að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.  Það er þó ljóst að áður en til þess kemur verða að fara fram margar grundvallar-breytingar á gildum landsmanna.  Fyrr sný ég ekki aftur ótilneyddur. "

Hvers lags rökleysa er þetta hjá þér Róbert??  Eigum við að búa til þetta nýja og betra ÁÐUR en þú kemur heim til sama verks???

Í hvað eiga þá þínir kraftar að nýtast?

Baldvin Jónsson, 21.12.2008 kl. 00:06

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Sæll Baldvin,

Auðvitað breytist ekkert fyrr en góðir menn taka af skarið og láta til sín taka og mér lýst vel á margar hugmyndir þínar um nýtt afl á grunni Íslandshreyfingarinnar og óska þér góðs gengis með það. 

Það sem ég meinti var að á meðan ekkert breytist og sömu eiginhagsmunaseggirnir sitja við stjórnvölinn og áður þá langar mig ekki heim.  Það væri önnur saga ef ég sæi fram á nýja breiðfylkingu með alvöru hugmyndir og hugsjónir.   Eg vil sjá mikla endurnýjun á flokkakerfinu og nýtt fólk taka við með nýjar hugmyndir.  

Sjálfur hef ég aldrei haft áhuga á að koma beint að stjórnmálum og það var ekki það sem ég átti við með því að tala um að bjóða fram mína krafta.  Frekar hefði ég áhuga á að taka þátt í uppbyggingu á atvinnulífi og frumkvöðlastarfi.  En forsendur fyrir því virðast ekki vera fyrir hendi í augnablikinu. 

Þetta eru þó að mörgu leiti spennandi tímar og ýmis tækifæri gætu leynst í krafti breyttra tíma og ég fylgist spenntur með framvindu mála.  Það væri vissulega áhugavert að taka þátt í grasrótarstarfi nýs stjórnmála-afls og styðja góða menn með ráðum og dáðum.

Róbert Björnsson, 21.12.2008 kl. 01:14

5 Smámynd: Bumba

Ég er svolítið hissa á þér Róbert minn. Þetta er ekki vel rökstudd grein, langt í frá. Endurskrifaðu greinina þannig að ég og fleiri náum botn í hana. Með beztu kveðju.

Bumba, 21.12.2008 kl. 02:30

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Jón minn ég geri mér grein fyrir því að ég kann að særa þig og aðra sem starfað hafa innan þjóðkirkjunnar með þessum skrifum og ég bið þig að afsaka orðalagið...ég á það til að vera full harðorður þegar sá gallinn er á mér.  Það sýnist auðvitað sitt hverjum um gagnsemi og nauðsyn þess að halda úti ríkisrekinni trúarstofnun.  Persónulega er ég afskaplega andsnúinn þeirri hugmynd af prinsipp ástæðum þó svo þú hafir bent mér á góð og gild praktísk rök á móti í spjalli okkar um daginn.

Mér finnst að undir núverandi kringumstæðum væri lágmarks krafa að skera niður útgjöld til kirkjunnar að minnsta kosti til jafns við boðaðan niðurskurð til mennta og heilbrigðismála.  Mér finnst að skattpeningum almennings væri betur varið í aðra hluti og að svona stofnanir eigi alls ekki að vera ríkisreknar.

Hippó:  Þetta eru nú meiru bullukollarnir!   Takk fyrir að taka upp hanskann fyrir okkur "sjúklingana" þarna... en ég er eiginlega alveg hættur að nenna að tjá mig við þetta lið...það er til ósköp lítils og ekki púðri í það eyðandi.  Það er oft sprenghlægilegt að lesa vitleysuna í þessu fólki en á sama tíma afar sorglegt.  Sem betur fer taka nú ekki mjög margir mark á JVJ og skoðanasystkinum hans á íslandi lengur...en það er sorglegt hversu margir eru ennþá illa upplýstir víða annarsstaðar í veröldinni.

En takk fyrir hrósið og sömuleiðis bestu hátíðarkveðjur og megi næsta ár verða okkur öllum farsælt þó svo útlitið sé dökkt!

Róbert Björnsson, 21.12.2008 kl. 06:05

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessir peningar duga til að fæða og klæða 25-30.000 börn á ári. byggja jarðgöng eða mennta 10.000 einstaklinga. Hvað skilja þeir eftir nú? Prestar eru ekkert annað en viðburðastjórar eða skemmtanastjórar, sem skipuleggja tónleika, jarðafarir... Áþreifanleg gagnsemi þeirra er akkúrat engin. Ég lýsi eftir því a.m.k. ef einhver sér eitthvað gagn.

Inni í þessu budjetti er ekki fánýti eins og 1/2 milljarðs sárabindi á Hallgímskirkju, sem er tóm eins og hauskúpa mest af árinu, sem og aðrar hallir þessara loddara.  Það er sæmilegur fokkfingur framan í lýðinn að halda sig áfram við að henda þeim peningum í óþarfann þann.

Ég bíð spenntur eftir tilkynningu um flatan niðurskurð á kirkjuna, eins og búið er að skikka heilbrigðis og menntastofnanir í.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.12.2008 kl. 11:26

8 Smámynd: Sigursteinn Gunnar Sævarsson

Sæll Róbert.   Ég skil stundum ekki alveg hvaðan þú færð þennan kraft sem til þarf til þess að þvarga út af kirkjunni og öllu því.    
    Mér finnst að menn með jafn gott tak á pennanum eins og þú, með jafn mikin metnað til góðra verka og jafn mikla orku ættu að einbeita sér að einhverju meira uppbyggjandi.  

 Mér finnst að þú ættir að koma þér á klakkann og bjóða fram krafta þín í einhverju af ráðurneytum þessa gjaldþrota lands.   Þú yrðri eflastu ekki lengi að hugsa upp einhverjar "briliant" lausnir, td. hvar er hægt að spara í málefnum þjóðkirkjunar, fækka fólki eða gera endurbætur. 
 Þú getur alveg sagt þér það sjálfur að þjóðkirkjan er ekkert á leiðinni út úr ríkinu, enda há-pólitískt og tilfiningalegt mál.   

 Ég er alveg sammála þér í meiginatriðum með það að jafn eigi yfir alla að ganga og eflaust er hægt að spara í þjóðkirkjunni (án þess að ég sjái nú bruðlið).  En ég held engu að síður að nú þurfi landinn mikið á góðum sálnahirðum að halda því margir eiga bágt og erfitt um vik. 

Sigursteinn Gunnar Sævarsson, 30.12.2008 kl. 19:48

9 Smámynd: Róbert Björnsson

Æ ég veit það ekki Steini... það er bara eitthvað við trúarbrögð sem gefur mér grænar bólur og ég vil sem minnst af þeim vita...ég get bara ekki að því gert og svo lengi sem ég held áfram að hafa kraft til að þvarga um það sem liggur mér á hjarta þá held ég því sjálfsagt áfram...einhversstaðar, einhvernveginn.  Hvort það sé uppbyggjandi veit ég svosem ekki...en maður fær allavega smá útrás.

Þó svo að ég geti sagt mér það sjálfur að Þjóðkirkjan er ekkert á leiðinni burt alveg á næstunni þá er það ekki aðal-atriðið.  Það er jafn mikilvægt að viðra óvinsælar skoðanir og berjast fyrir sínum hugsjónum og hugmyndum þó svo þær virðist varla raunhæfar að sinni...svo lengi sem maður trúir því að maður hafi rétt fyrir sér.  Það kemur ekki til greina að ég haldi kjafti eða gefist upp!   Ekki frekar en Helgi Hósearson.

Svo minni ég nú á að engin stofnun er í veröldinni svo kyrfilega trygg... ekki einu sinni Landsbankinn... Sjálfstæðisflokkurinn...fullveldið...krónan...og kannski ekki heldur Þjóðkirkjan...hver veit!

Að lokum erum við sammála um að landinn þarf nú mikið á góðum sáluhjálpurum að halda...en þar vil ég sjá menntað fagfólk svosem sálfræðinga og félagsfræðinga að störfum!   Vissulega eru margir góðir prestar vel þjálfaðir í sálgæslu og það er ekkert eðlilegra en að trúað fólk leiti til þeirra.

Persónulega væri mér hins vegar lítil hjálp í tali um Jesús og líf eftir dauðann...og finndist því frekar ósanngjarnt að ég þyrfti að borga fyrir sálfræðiviðtal úr eigin vasa á meðan hinn trúaði fær sína aðstoð niðurgreidda af ríkinu.  

Róbert Björnsson, 31.12.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.