Fjölmenningarsamfélagið

Í gærkvöldi fór ég ásamt vinum mínum á afar eftirminnilega tónleika sem haldnir voru hér i háskólanum mínum.  Tónlistarfólkið var mætt í opinbera heimsókn frá systurskóla okkar í Kína - Nankai University og í boði var "traditional" kínversk tónlist leikin snilldarvel á aldagömul og framandi hljóðfæri.  Tónlistin ein og sér var heillandi en þó var ekki síður áhugavert að fylgjast með flytjendunum, samhæfni þeirra og "performance".  Þá var varpað upp á tjald svipmyndum frá Nankai ásamt kínverskum þjóðsögum og myndskreytingum.  Í lok tónleikanna komu Kínverjarnir svo á óvart með því að leika þekkt Bandarísk stef og þjóðlög á kínversku hljóðfærin sem vakti mikla lukku meðal viðstaddra.  Það var mjög táknrænt fyrir samstarf og vináttu skólanna og minnti okkur á að æðri menntun er lykillinn að samvinnu og gagnkvæmri virðingu ólíkra menningarheima.

kina

 

 

 

 

 Eitt mikilvægasta veganestið sem ég tek með mér út í lífið eftir að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda að stunda nám hér - og það sem hefur gefið mér einna mest - er sú upplifun að hafa fengið að kynnast sannkölluðu fjölmenningarsamfélagi.  Af um 17,000 nemendum í St. Cloud State University erum við yfir 1200 (frá yfir 80 löndum) sem titlum okkur "international students".  Því hef ég ekki einungis kynnst Bandaríkjamönnum (sem eru þó nokkuð fjölbreyttur hópur fyrir) heldur hef ég fengið að stunda nám með fólki frá öllum heimshornum og eignast kunningja frá Afríku, Suður-Ameríku, Kína, Indlandi, Nepal, Japan, Kóreu og svo mætti lengi telja. 

Þess má geta að langstærstur hluti innfæddra hér í Minnesota eru af Skandínavískum og Þýskum ættum.  Hér í St. Cloud eru 90% íbúanna hvítir og því óhætt að segja að erlendu nemendurnir marki lit sinn á staðinn og auðgi menninguna verulega.  Hér er hægt að bragða á mat, upplifa tónlist og leiklist, kynnast ólíkum trúarbrögðum og lífsskoðunum hvaðanæfa úr veröldinni.  Það sem stendur uppúr er að komast að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir allt sem skilur okkur að - erum við þó öll eins í grunninn.  Hvort sem við erum hvít, svört, gul eða rauð, kommar eða kapítalistar, trúfrjáls eða trúuð, gay or straight - öll erum við af sömu dýrategundinni og öll búum við á þessari litlu, viðkvæmu, jarðkringlu og deilum gæðum hennar.

childrenholdinghands_gif.pngFjölmenningar-hugtakið er því miður oft misskilið og vísvitandi gert tortryggilegt af þröngsýnu, illa upplýstu fólki sem þjáist af þjóðrembu og ótta við allt og alla sem eru öðruvísi en það sjálft.  Fjölmenning þýðir EKKI aðför að menningar-arfi, hefðum og gildum hvers þjóðfélags.  Þvert á móti gerir fjölmenning okkur kleift að njóta og fagna menningu hvers annars með gagnkvæmri virðingu.  Það er ekkert slæmt við að vera stoltur af sínum eigin menningar-arfi og uppruna, síður en svo!  Það er hins vegar slæmt þegar það stollt breytist yfir í hroka og vandlæti gagnvart fólki af ólíkum uppruna!

Þegar ég var lítill kynntist ég hugarheimi ættingja míns sem er blindaður af kynþáttahatri og sem fór ekki leynt með aðdáun sína á nasisma.  Að hlusta á ræður hans sem barn hafði djúpstæð áhrif á mig.  Öll hans orð virkuðu sem eitur í mínum eyrum og ég skildi ekki hvernig nokkur heilbrigð manneskja gæti hugsað svona.  Þetta mótaði mína réttlætiskennd fyrir lífstíð og gerði mig að jafnaðarmanni og húmanista.  Það er skrítið að segja það - en ég á þessum ættingja mínum því mikið að þakka!

Að lokum langar mig að sýna hér ágæta ræðu Keith Olbermann sem hann flutti nýlega á gala-kvöldverði Human Rights Campaign - þar sem hann fjallar m.a. um hvernig hann lærði að taka það persónulega nærri sér - í hvert skipti sem hann verður vitni að rasisma og hómófóbíu.  Celebrate Diversity! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sé að minn maður er kominn í Umræðuna. Orðinn forsíðubloggari. Til hamingju með það.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2009 kl. 13:14

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars á þetta kynþáttahatur rætur sínar í biblíiunni eins og svo margir miður góðir hlutir.  Þannig var að Nói datt einu sinni í það og varð svo dauðadrukkinn að hann dó alsberrassaður á gólfinu. Synir hans komu að honum og einn þeirra (Ham/ Canan) flissaði eða hló. Við þetta reiddist Nói svo að hann lagði á hann þá bölvun að hann yrði svartur og allt hans kyn. (The cursse of Ham)

Frá þessu voru Cananítar ( afkomendur Ham) undirmálsfólk og þrælar Ísraelsmanna.  Meira að segja Jesú líkti þeim við hunda og andmæltir raunar aldrei þrælahaldi. (Matt: 15:21-28)

Þetta fliss í forneskjunni varð síðan kvöl og pína þessa fólks um allar aldir og þrælahaldið m.a. réttlætt með þessu og ill meðferð og fordómar enn réttlætt með þessu. (raunar voru þeir réttdræpir á tímum Móses eftir þetta og þeim slátrað miskunnarlaust, börnum og konum líka, sem og gerðir að þrælum, og var það að sjálfsögðu göfgin ein)

Þetta er eitt mýmargra dæma um göfgi guðsorðsins sem ignoramusar mæra svo. (hér er dæmi um einn, sem er raunar svo bnalt að það verur fyndið) 

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2009 kl. 13:30

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Im not making this up.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2009 kl. 13:31

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehehe þessi rev. Oglethorpe er æðislegur!   Annars mikið rétt hjá þér - því miður er hægt að túlka biblíuna (og Tóruh og Kóraninn) til þess að réttlæta flestar þær misgjörðir sem fólki dettur í hug.  Nú eru kristnir íhaldsmenn hér farnir að vitna í biblíuna í umræðunni um ólöglega innflytjendur - man ekki ritninguna - en hún var eitthvað á þá leið að þú eigir að reka alla af öðrum kynþætti (þjóð) úr landi þínu og drepa þá sem neita að fara (væntanlega eitthvað sem blessaðir Gyðingarnir fara eftir líka í dag).

Já - mér brá svolítið þegar ég tók eftir þessu með "umræðuna" - mjög áhugavert.  Væri fróðlegt að vita hvað varð þess valdandi að maður fékk þennan heiður allt í einu. (og er JVJ hættur að birtast á forsíðunni? ouch! ) Hér eftir verður maður að passa sig betur á hvað maður lætur út úr sér hehe.  Þetta býður reyndar uppá smá tilraunastarfsemi - hversu politically correct eða incorrect getur maður leyft sér að vera?   Held ég hafi skorað fáa punkta með síðustu færslu enda sá ég hana hvergi í umræðunni en svo birtist ég aftur á forsíðunni með þessa færslu (sem ég viðurkenni að er að drepast úr PC-ness (intentionally))   - tek þetta annars ekki alltof alvarlega en brosi þó út í annað. (með tilheyrandi brosköllum út um allt hehe)

Róbert Björnsson, 28.2.2009 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband