Flottur dómsmálaráðherra - "guðs-vírusinn" á undanhaldi

Það er mikið gleðiefni að sitjandi dóms-og kirkjumálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur ákveðið að láta endurskoða ákvæði laga um að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélög.  Það er mér hálfpartinn til efs að pólitískt kjörinn ráðherra hefði haft kjark í að taka á þessum málum en Ragna er greinilega fagmaður sem þarf ekki að óttast um kjörfylgi.  Það færi betur ef fleiri ráðherraembætti væru skipuð á faglegum grundvelli í stað þess að vanhæfir pólitíkusar fari með umboð mála sem þeir hafa engan skilning á.  Þá væri sennilega margt öðruvísi á Íslandi í dag.

Það hefur ekki alltaf þótt fínt að vera trúlaus á Íslandi og satt að segja eru fordómarnir enn ótrúlega miklir í okkar garð - þrátt fyrir að okkur yfirlýstum trúleysingjum fjölgi nú ört.  Oft höfum við sem talað höfum gegn trúarbrögðum verið taldir sérvitrir rugludallar og vandræðagemlingar líkt og Helgi Hóseason - snillingur og hugaður brautryðjandi sem ég ber mikla virðingu fyrir!  Wink

godvirus.jpgNú er þetta sem betur fer loksins að snúast við og hinir heittrúuðu eru komnir út á jaðar samfélagsins.  Augu almennings hafa opnast gagnvart skaðsemi trúarbragða og þeim hörmungum og samfélagsmeinum sem t.d. kaþólska kirkjan og bókstafstrúaðir íslamistar valda út um allan heim.  Mig langar að benda á nýútkomna bók eftir Dr. Darrel Ray sem ber heitið "The God Virus: How religion infects our lives and culture".  Dr. Ray líkir trúarbrögðum við "samfélagslegan vírus" og útskýrir hvernig vírusinn hefur skaðleg áhrif á gáfnafar og persónuleika fólks, hvernig vírusinn dreifir sér og hvernig hægt er að stöðva hann.  Það er sem betur fer til lækning við trúar-vírusnum! Smile 

Dr. Ray talar um hvernig trúarbrögðum er troðið inn á saklaus börn strax við fæðingu: "Virtually all religions rely upon early childhood indoctrination as the prime infection strategy. Other infection strategies include proselytizing, offering help and financial aid with strings attached, providing educational opportunities at religious institutions and many other approaches which we encounter frequently in the media and in daily exposure to religion."

Að lokum eru hér stórskemtileg vídeó þar sem Richard Dawkins les tölvupósta sem honum hafa borist - uppfullum af "kristnu siðgæði" að sjálfsögðu - og svo svarar hann spurningu "frelsaðs manns" af mikilli hreinskilni. Joyful  


mbl.is Endurskoða sjálfkrafa skráningu í trúfélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Rétt að endurskoða eigi sjálfkrafa skráningu í trúfélög. Ég ber nú virðingu fyrir trúlausum en geng þó ekki svo langt að kalla trúarbrögðin vírus þó sumir misnoti þau svakalega.

Hilmar Gunnlaugsson, 14.3.2009 kl. 22:16

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Það er vissulega svolítið róttækt að líkja þessu við vírus - en skoði maður útbreiðslu trúarbragða á faraldsfræðilegan hátt er ýmislegt keimlíkt með þessu. 

Vona að fólk móðgist samt ekki og telji mig mjög öfgasinnaðan í þessum málum - að sjálfsögðu er langflest trúað fólk vel gefið og góðar sálir - og ég tel mig þess ekki umkominn að gera lítið úr þeirra tilfinningum.  Því miður eiga margir mjög erfitt með að hugsa sér lífið án þess að trúa á æðri máttarvöld og margir sækja sinn styrk í þá hugmynd.  Sömuleiðis hvetur trúin marga til góðra verka og ætla ég ekki að gera lítið úr því - sumir segja að "ef sagan er góð þá er sagan sönn" og er svosem ýmislegt til í því.  En við sem viljum veg þekkingar og raunverulegs skilnings á raunheiminum sem mestan - getum ekki annað en mótmælt áhrifum hindurvitna, hjátrúar og trúarbragða á samfélag okkar.  Það er ekki illa meint.

Róbert Björnsson, 14.3.2009 kl. 22:36

3 identicon

Trúarbrögð eru hugarvírus, þau eru krabbamein á heiminum okkar... þetta getur hver og einn séð með að lesa mannkynssöguna, fylgjast með fréttum daglega.
Sá maður sem boðar(selur) trúarbrögð er óvinur okkar allra, og lygahundur að auki.

auðvitað eru flestir sem skráðir eru í trúarbrögð ágætis fólk, þetta bull fylgir því bara vegna þess að það var forritað í æsku til þess að virða þetta kjaftæði.
Besta ráðið til að hætta að trúa er einmitt að lesa trúarritin, viðbjóðsleg rit full af morðum og ógeði.. sem prestarnir passa sig á að segja ekki frá.
Ekkert hefur staðið eins mikið í vegi kvenréttinda og þetta krapp.
Fuck it... uhhh annars það er of gott fyrir þetta bull :)
Spáið í að smáskerið ísland sóar þúsundum milljóna árlega í þetta "nígeríusvindl", forsprakki ríkiskirkju er með um 1 millu á mánuði, prestar með hundruð þúsunda, samt segir biblían að peningar séu viðjóður sem kristni eigi að forðast hahaha

DoctorE (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 23:01

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Note2self.

Biðja fyrir Robba & Dokkza á eftir.

Steingrímur Helgason, 14.3.2009 kl. 23:54

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég veit þú meinar ekkert illt Róbert minn.

Hilmar Gunnlaugsson, 15.3.2009 kl. 00:39

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hæ Róbert.  Gott að einhver þorir að taka á þessum málum og flottur pistill hjá þér. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.3.2009 kl. 02:04

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Skipulögð trúarbrögð eru vírus valdsins...en ég tek heilshugar undir um að þessi Dómsmálaráðherra er að gera nútímalega, góða hluti!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.3.2009 kl. 12:36

8 identicon

Frábært að heyra !!!

Ragnhildur (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 17:13

9 identicon

Trú er frábær fyrir þá sem vilja trúa.

Ef barni er sagt frá öllum trúarbrögðum og trúleysi með óhlutdrægum hætti, ef engin pressa er á barninu að velja eitt né annað (í mínu tilfelli þá fylgdi fermingu nokkuð mikil pressa frá ættingjum) og ef barninu er leyft að ákveða það þegar það er á réttum aldri (um 20 ára er ekki fjarri lagi) á vel ígrunduðum rökum... þá er ég góður. 

 Allir, hvort sem þeir eru trúðir eða trúlausir ættu að fagna þessum breytingum vegna þess að það veldur því að þeir sem eru í trúahóp eru þar af eigin sannfæringu. Ég vil ekki halda það um kirkjunnar menn að þeir vilji trúlausa skráða í kirkjunna þeirra til að fá extra pening og hærri prósentu trúaðra.

Baldur (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.