Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Áfangasigur í Iowa
31.8.2007 | 23:14
Bann við hjónaböndum samkynhneigðra brýtur gegn stjórnarskrá Iowa og var dæmt ógilt í gær af dómara í Polk sýslu eftir nokkurra ára málaferli. Fáeinum klukkustundum síðar fylltust sýsluskrifstofur í Des Moines af umsækjendum um giftingaleyfi og nokkur lánsöm pör náðu að ganga í það heilaga áður en ríkissaksóknara tókst að fá lögbann á frekari giftingar eftir að hafa áfrýjað málinu til hæstaréttar.
Séra Mark Stringer prestur Unitarian kirkjunnar pússaði saman í morgun þá Sean Fritz og Tim McQuillan, nemendur við Iowa State University áður en lögbannið tók gildi og eru þeir nú löglega og hamingjusamlega giftir eins og myndirnar sýna.
Þetta er fyrsti sigurinn sem vinnst í miðvesturríkjunum gegn þessum svokölluðu DOMA lögum (Defense of Marriage Act) en ljóst er að baráttan er rétt að byrja og réttlætið mun sigra að lokum. Það fer vel á því að State-mottó nágranna minna suður í Iowa er "Our Liberties We Prize And Our Rights We Will Maintain."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
GOP - Grand Old Perverts
30.8.2007 | 02:08
Það virðist vera ótæmandi sægur af siðspilltum hræsnurum og skápa-perrum innan Repúblikanaflokksins. Larry Craig var einn íhaldssamasti þingmaður flokksins og barðist manna mest fyrir kristnum fjölskyldugildum. Hér er ansi góð klippa frá 1999 þar sem Larry fer mikinn í Moniku hneyksli Clintons og kallar hann "naughty bad boy"
Og hér er ágæt samantekt Keith Olbermans á MSNBC um málið frá í gærkvöldi.
Það verður fróðlegt að sjá hverslags útreið hann fær hjá Bill Maher næstkomandi föstudagskvöld, en hér má sjá Maher ræða um Larry Craig og aðra "gay republicans" við Barney Frank, öldungardeildarþingmann Massachusetts frá því í fyrra.
Bandarískur þingmaður í kynlífshneyksli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jón Valur er samur við sig
29.8.2007 | 17:59
Ég gat ekki annað en brosað út í annað í morgun þegar ég sá stórkallalega fyrirsögn nýjasta bloggs Jóns Vals Jenssonar: "Róbert Björnsson bullar um það sem hann þekkir ekki" - Jóni hefur greinilega svelgst illilega á þegar hann sá síðustu færslu mína og hefur séð ástæðu til að fara í heiftarlega en bitlausa vörn þar sem hann reynir, með sínum hefðbundna vandlætingartón, að umsnúa og gera lítið úr rannsóknarniðurstöðum sagnfræðiprófessorsins Allan Tulchin. Það vantar ekki hrokann í Jón Val þar sem hann þykist þekkja betur til viðhorfa miðaldasamfélagsins (sem hann reyndar kannski tilheyrir sjálfur?) sem og þeirra sambanda sem fyrrnefndur prófessor fjallar um í rannsóknarritgerð sinni sem gefin er út í virtu fræðiriti (Journal of Modern History).
Ennfremur reynir Jón að saka mig um að hafa gert meira úr heimildunum en efni stóðu til í færslu minni (sem var nánast bein þýðing uppúr greininni) og jafnvel að ég hafi spinnað ofan á fréttina! Er maðurinn lesblindur eða las hann ekki sömu grein og ég?
Fyrirsögn greinarinnar sem ég vitnaði í er "Gay Civil Unions Sanctioned in Medieval Europe" og inngangsorð greinarinnar eru svohljóðandi:
"Civil unions between male couples existed around 600 years ago in medieval Europe, a historian now says. Historical evidence, including legal documents and gravesites, can be interpreted as supporting the prevalence of homosexual relationships hundreds of years ago, said Allan Tulchin of Shippensburg University in Pennsylvania. If accurate, the results indicate socially sanctioned same-sex unions are nothing new, nor were they taboo in the past."
Þessi grein birtist svo í óbreyttri mynd á ekki ómerkari fréttaveitum en MSNBC, MSN, Yahoo! og AOL.
Það er annars alltaf svolítið gaman af bullinu í honum Jóni Val og bloggið væri fátækara ef ekki væri fyrir svona sérstaka karaktera sem auðga litrófið. Ekki síðri eru hinir jólasveinarnir í "moggablogg-kirkjunni" sem nú hafa sameinast um að biðja fyrir mér!
Staðfest samvist samkynhneigðra tíðkaðist á miðöldum í Frakklandi
28.8.2007 | 17:56
Sagnfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að staðfestar samvistir (civil unions) samkynhneigðra eru ekki eins nýjar af nálinni eins og margir hafa haldið til þessa. Samkvæmt þessari frétt sem birtist á LiveScience vefnum í gær, birtir Allan Tulchin sagnfræðiprófessor við Shippensburg University í Pennsylvaníu, rannsóknir sínar þess efnis í september-hefti The Journal of Modern History.
Sagnfræðileg gögn, svo sem löggildir pappírar, erfðaskrár og grafreitir benda til þess að lögskráðar samvistir tveggja karla hafi verið nokkuð algengar í Frakklandi fyrir um 600 árum. Til dæmis fundust heimildir um svokölluð "affrèrement" (sem gæti verið þýtt sem bræðralag) þar sem "bræðurnir" (sem voru þó oft ekki raunverulegir bræður, heldur einhleypir og óskyldir karlar) gerðu með sér samning um að búa saman "un pain, un vin, et une bourse" þýð. "eitt brauð, eitt vín, ein peningabudda". Líkt og hjónabönd, urðu þessir samningar að vera gerðir í vitna viðurvist hjá opinberum stjórnsýslumanni. Ekki er minnst á samskonar samninga milli tveggja kvenna.
Það er fróðlegt að sjá að samfélagið var etv. á sumum sviðum framsæknara en sögur fara af á hinum myrku tímum miðaldanna í Evrópu. Það er fyrst núna á tímum "upplýsingar og umburðarlyndis" sem sagnfræðingar hætta sér til að birta heimildir um þetta sambúðarform, sem á síðustu öldum hefur verið gert tabú og þaggað niður, kannski aðallega af kirkjunnar mönnum.
Hornið kallar
24.8.2007 | 09:02
Þá er maður mættur aftur til Minnesota eftir ágæta mánaðardvöl á Klakanum og framundan er síðasta (vonandi) önnin við St. Cloud State. Þessi mánuður leið að mörgu leiti alltof fljótt og ég náði ekki að hitta alla sem ég var búinn að lofa að heimsækja...maður fær vonandi bara raincheck Ég var heldur ekki duglegur að blogga þarna uppfrá, enda hundleiðinlegt að skrifa á gamla IBM StinkPad lappann og ágætt að taka sér smá tölvufrí.
Á leiðinni út dró ég upp Ipoddinn minn sem ég nota annars mjög sjaldan og datt óvart inní hvílíka átjándu aldar Salzborgar horn konserta sem ég hafði víst hlaðið inn fyrir löngu síðan. Ég hef svo ekki getað hætt að hlusta á þetta síðan og ákvað að hlaða upp nokkrum vel völdum konsertum hér í tónlistarspilarann til hliðar svo þið getið notið þeirra með mér.
Það eru liðin nokkur ár síðan ég lagði hornið mitt á hilluna en mikið óskaplega saknar maður þessa göfuga hljóðfæris stundum og vonandi gefst manni einhverntíma tækifæri til að endurnýja kynnin við það í framtíðinni. Hornið er eitt erfiðasta hljóðfærið til að ná góðum tökum á, sem til er og ég ber ætíð mikla virðingu fyrir því og hef unun af því að hlusta á færa hornleikara. Hornið er í daglegu tali oft kallað "Franskt horn" þó svo hornið sem við þekkjum í dag sé upprunið í Þýskalandi, þar sem það er kallað Valdhorn (skógarhorn). Ætli það hafi ekki þá einhverjir kallað þetta "Freedom Horn" hérna í Ameríkunni!
Konsertarnir sem ég hlóð hér inn eru allir í svipuðum stíl enda allir skrifaðir í Austurríki árið sautjánhundruð og súrkál (literally), annars vegar af bræðrunum Franz Josef og Michael Haydn og hins vegar vini þeirra, sjálfum Wolfgang Amadeus Mozart.
Fyrstur er Allegro hornkonserts númer 3 í D dúr eftir Franz Josef (eldri bróðirinn), leikinn af þýska snillingnum Hermann Baumann. Þá kemur Allegro Non Troppo úr konsertínó fyrir horn og hljómsveit eftir Michael Haydn (litla bróður), líka í D dúr. Þessi er leikinn af einum færasta hornleikara Bandaríkjanna, Dale Clevenger ásamt Franz Liszt Chamber Orchestra. Ég var svo einstaklega lánsamur að vera viðstaddur þegar Clevenger frumflutti nýjan hornkonsert eftir John Williams á tónleikum með Chicago Symphony Orchestra, í Orchestra Hall í Chicago þann 29. nóvember árið 2003. Það var upplifun sem ég gleymi seint.
Loks kemur 2. hornkonsert Mozarts í heild sinni (Allegro Maestoso, Andande og Rondo). Af fjórum hornkonsertum Mozarts er þetta sennilega sá sem ég held mest uppá en ég glímdi sjálfur við þá á sínum tíma með misjöfnum árangri. Aftur er það Hermann Baumann sem blæs í hornið.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Thank you for your service Mr. Rove!
13.8.2007 | 16:08
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hinsegin tilvera
11.8.2007 | 04:20
Því miður er staðan allt önnur ansi víða í veröldinni, þ.m.t. í ríkjum sem við skilgreinum sem vinaþjóðir okkar og ríki sem við eigum mikil viðskipti við. Nú nýlega fóru Vilhjálmur borgarstjóri og Gísli Marteinn borgarbarn ásamt fríðu föruneyti í opinbera heimsókn til Moskvu. Þar hittu þeir borgarstjóra Moskvu, Yuri Luzhkov, og færðu honum gjafir, m.a. tvo íslenska hesta og tilkynntu honum að nú stæði til að reisa rússneska réttrúnaðarkirkju á besta stað í Reykjavík. Fyrr á árinu hafði Yuri þessi borgarstjóri beitt lögregluvaldi til að koma í veg fyrir að haldin yrði Gay Pride ganga í Moskvu, sem hann lýsti sem djöfullegri ónáttúru. Er réttlætanlegt að púkka uppá svona lið?
Íslenska gleðigangan virðist vera farin að vekja nokkra athygli erlendis og er orðið þónokkuð um erlenda gesti sem gera sér far til landsins í þeim tilgangi að taka þátt í Hinsegin dögum.
Í gær skellti ég mér í sögu-göngu um miðborg Reykjavíkur sem hjónakornin Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson stóðu fyrir. Gengið var um staði sem tengdust sögu og menningu samkynhneigðra á Íslandi síðustu 150 ár og það var margt áhugavert og skemmtilegt sem fram kom í máli þeirra Felix og Baldurs. Gangan í gær fór fram á ensku og var aðallega ætluð útlendingum, en önnur fjölmennari ganga fór fram í fyrradag á íslensku.
Það vildi svo sérkennilega til að einn útlendingurinn vatt sér að mér og spurði mig hvort ég væri frá Minnesota! Það kom til af því að ég klæddist peysu merktri skólanum mínum en í ljós kom að viðkomandi var ættaður frá smábæ í nágrenni litlu borgarinnar minnar St. Cloud, og það sem meira var, bróðir hans stundar nú nám í skólanum mínum og er að læra það sama og ég! How wierd is that!? Þessi náungi var hins vegar búinn að fá nóg af Bandaríkjunum og fluttur til Vancouver í Kanada, sem hann sagði vera frábæran stað.
Meanwhile...í Bandaríkjunum fóru fram áhugaverðar kappræður forsetaframbjóðendanna í gær. Það var sjónvarpsstöðin LOGO í samvinnu við HRC sem bauð til þessara kappræðna sem snérust eingöngu um málefni samkynhneigðra. Slíkt hefur aldrei áður gerst en það kom fáum á óvart að allir frambjóðendur Repúblikanaflokksins hundsuðu boðið, en Demókratarnir mættu allir nema Joe Biden og Chris Dodd.
Hér má sjá útsendinguna í heild sem og brot úr viðtölum við einstaka frambjóðendur. (Go Dennis Kucinich! )
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Read my lips...no more taxes!
4.8.2007 | 14:25
Blessaður öðlingurinn
3.8.2007 | 03:38
Hann W ætlar að heiðra íbúa Minneapolis með nærveru sinni og veita þeim "comfort and condolences" eftir atburði gærdagsins.
Það vantar ekki hugulsemina og hluttekninguna í manninn, enda í beinu sambandi við Jesús, og ef einhver getur huggað fólk og veitt því líkn og móralskan stuðning þá er það hann, rétt eins og hann gerði eftir hörmungarnar í New Orleans sælla minningar.
Þrátt fyrir að í Minneapolis ríki umferðaröngþveiti þá er lögerglan, sem hefur nógan mannskap tiltækan á þessum tíma fyrir aukaverkefni eins og öryggisgæslu, örugglega ekkert á móti því að sjá um að loka nokkrum götum til viðbótar svo að höfðinginn komist leiðar sinnar um vegi borgarinnar.
W er mikið karlmenni og mun örugglega leggja sitt af mörkum til að hreinsa upp brúar-rústirnar, því honum finnst fátt skemmtilegra en að taka til hendinni og skíta sig svolítið út.
W er alltaf auðfúsugestur, og þó þetta sé kannski ekki besti tíminn til að taka á móti gestum þá er alltaf hægt að fara bara með hann í Mollið og leyfa honum að leika sér í Camp Snoopy.
Bush ætlar að heimsækja Minneapolis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skólarúta rétt slapp
2.8.2007 | 02:33
Það er óhuggnanlegt að sjá myndir af þessu hörmulega slysi sem var að eiga sér stað í Minneapolis áðan, þar sem átta akreina brú hrundi niður í Mississippi fljótið. Ég bendi áhugasömum á að hægt er að fylgjast með í beinni á fréttarásunum WCCO, KSTP og KARE11.
Samkvæmt sjónarvottum munaði mjög litlu að skólarúta með hátt í 60 börnum færi fram af og niður í ánna en hún náði að bremsa á síðustu stundu. Að minnsta kosti 6 eru látnir og margir alvarlega slasaðir. (update - 9 látnir og yfir 20 saknað)
Brúin var staðsett á I-35W hraðbrautinni við University Avenue, rétt norð-austan við miðborg Minneapolis. Slysið átti sér stað á háannatíma og var mjög þung umferð á brúnni, bíll við bíll, enda margir á leiðinni á Twins hafnaboltaleik, sem var frestað eftir atvikið.
Það er búið að vera mikið um viðgerðir og endurbætur á þessum vegakafla í allt sumar og hef ég sjálfur lent í traffíkinni þarna sem er fáránlega mikil á álagstímum. Ég get ekki ímyndað mér hvernig traffíkin verður í Minneapolis eftir þessi ósköp, enda er þessi vegakafli mikilvæg umferðaræð í gegnum borgina.
Fyrir um mánuði síðan fór ég í skoðunarferð um Regional Traffic Management Center eða "umferðar-stjórnstöð" Minnesota Department of Transportation sem fylgist með allri bílaumferð í borginni og framkvæmir neyðaráætlanir og er sömuleiðis stjórnstöð fyrir Highway Patrol. Ég get rétt ímyndað mér andrúmsloftið á þeim bænum núna.
Það er of snemmt til að segja um hvað olli hruninu, en rannsóknarlið frá NTSB (National Transportation Safety Board) eru á leiðinni frá Washington DC til að taka við rannsókninni. Það verður fróðlegt að lesa skýrslu þeirra þegar þar að kemur.
P.S. Kíkið á samantekt Magnúsar Sveins Helgasonar, Freedomfries bloggara á Eyjunni, sem var á staðnum í gærkvöldi.
Brú yfir Mississippi hrundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.8.2007 kl. 03:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)