Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Be afraid, be very afraid!
17.1.2008 | 06:22
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Flensu-skrattinn
13.1.2008 | 19:18
Það var svosem auðvitað að maður þyrfti að krækja sér í flensuna. Mér var nær að trassa að láta sprauta mig við þessum ófögnuði. Ég sit hér í köldu svitakófi og skelf á beinunum...er sjálfsagt með töluverðan hita og hálfgert óráð. Þegar ég skreiddist framúr áðan var ég búinn að liggja í bælinu í 17 tíma samfleytt og með þvílíkar martraðir...fannst ég vera staddur á breskum heimavistarskóla, ca. 1950´s, og allir voru að elta mig.
En, en...það sem reddar þessu er að ég kom með góðar birgðir af Egils Malt Extrakt...og eins og allir vita er það nærandi og styrkjandi, gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Home sweet home
10.1.2008 | 03:01
Hér á gaddfreðnum bökkum Mississippi fljótsins er allt eins og ég skildi við það og barasta nokkuð notaleg tilfinning að vera kominn heim í litla, friðsama, Ameríska smábæjar-fílínginn eftir allt jóla-stressið á Íslandi. Birtan sker að vísu svolítið í augun eftir dvölina í skammdeginu enda snjór yfir öllu og sannkallað winter wonderland.
Samferða mér frá Íslandi í gær var kær vinkona mín sem býr hér í næsta húsi og stundar nám við sama skóla og ég. Öðrum eins dugnaðarforki og hörku-kvendi hef ég varla kynnst, en hún er þannig gerð að hún lætur alls ekkert stöðva sig, sama hvað á bjátar.
Hún er samt svolítill hrakfallabálkur blessunin og á einhvern óskiljanlegan hátt tókst henni að stórslasa sig þegar hún gekk um borð í flugvél Icelandair í gær. Í öllum troðningnum um borð smeygði hún sér inn á milli sætaraða til að hleypa fólki framhjá áður hún gæti sett handfarangur sinn upp. Ekki vildi betur til en svo að hún missteig sig með þeim afleiðingum að hún heyrði mikið brak og bresti í hnénu á sér og þvínæst var fóturinn kominn eitthvað út á hlið og hnéskelin snéri öfugt! Ég get varla ímyndað mér sársaukann sem hlýtur að fylgja því að fara úr hnjálið...en mín beit bara á jaxlinn.
Sem betur fer vildi svo til að um borð var bandarísk kona, menntaður iðjuþjálfi, sem kom til hjálpar og náði að poppa hnénu aftur í liðinn. Flestir hefðu nú í þessum sporum sennilega þegið að vera rúllað frá borði og farið uppá slysó í stað þess að leggja í sex tíma flugferð...en ekki þessi vinkona mín...ó nei, ekki aldeilis. Flugfreyjurnar og flugstjórinn voru reyndar skiljanlega efins um að leyfa henni að halda áfram för sinni, en vinkonan þóttist vera fær í hvað sem er og það kom ekki til greina hjá henni að missa af fluginu.
Við komuna til Minneapolis var hnéð svo bólgið að það var þrefalt a[ umfangi þrátt fyrir að hún hefði haft íspoka á því alla leiðina. Samt kveinkaði hún sér ekkert og hoppaði útúr vélinni á einum fæti uns hún fékk hjólastól. Þeir á flugvellinum ætluðu svo varla að hleypa henni út fyrr en hún væri búinn að fylla út "accident report" en þeir urðu mjög undrandi og hneykslaðir á að hún ætlaði ekki í skaðabótamál við Icelandair, þar sem þetta gerðist jú um borð! (Þeir eru jú svolítið spes, greyin.)
Ég ætlaði svo auðvitað að keyra hana beint uppá ER...en nei, nei...hún vildi bara komast heim að sofa, læknirinn gæti beðið til morguns! Og hvað haldið þið, auðvitað sagði læknirinn henni í morgun að liggja fyrir með löppina á ís þangað til hún hittir orthopedic sérfræðing á morgun...en nei...mín þurfti sko að mæta í vinnuna í dag. Ég veit ekki hvað þarf til að stöðva þessa manneskju. Hún hefur áður lent í mótlæti, en þetta lýsir hennar karakter mjög vel...hún veður ætíð áfram á þrjóskunni einni saman no matter what.
Ingunn, you´re a champ!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gott gengi Obama fer í taugarnar á Bill O´Reilly
8.1.2008 | 09:52
Mátti til með að skella inn þessu myndbroti áður en ég legg í hann uppá flugvöll. Hlakka til að kveikja á Fox "news" þegar ég kem "heim" í kvöld og sjá hvernig úrslitin frá New Hampshire leggjast í Billy boy, muahaha! Þeir (the bad guys) hræðast Obama eins og heitan eldinn og eru mjög vonsviknir yfir slæmu gengi Hillary sem þeir hefðu getað malað í sig í nóvember.
Obama byrjar vel í New Hampshire | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Takk Iowa!!!
4.1.2008 | 09:43
Mikið var það sætt að sjá minn mann rústa Hillary í Iowa! Þetta er upphafið að endurreisn Bandaríkjanna. Fyrsta orustan hefur verið sigruð og næst er það New Hampshire!
Huckabee og Obama sigruðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Norðurljósin rokseljast!
3.1.2008 | 03:07
Ég vil byrja á að óska bloggvinum sem og öðrum tilfallandi gestum gleðilegs árs og friðar með þökk fyrir ánægjulegar blogg-samverustundir á árinu sem leið.
Nýárshugvekjan að þessu sinni fjallar um íslenska ferðamanna-iðnaðinn, sem eins og svo margt annað á Íslandi, einkennist af græðgi, okri, svikinni vöru, lygum og prettum. There...I said it.
Ferðalag til Íslands er fyrir flesta erlenda gesti "a once in a lifetime event". Kostnaðurinn við för til Íslands er slíkur að margir ferðalangar hafa safnað sér fyrir ferðinni í mörg ár og oft er ferðin tengd einhverjum merkis-viðburði í lífi fólks, svo sem afmæli eða giftingu. Fólk hefur oft miklar væntingar til landsins eftir glæsilegar kynningar í ferðabæklingum og glanstímaritum og býst að sjáfsögðu við að það fái fyrsta flokks þjónustu fyrir peningana sína...því nóg kostar þetta allavega.
Íslenskar ferðaskrifstofur og flugfélög eru nokkuð lunkin við að narra nýja gesti hingað ár eftir ár með fögrum loforðum og myndum... en hver skyldi ánægja ferðamannana vera við brottför? Hversu marga langar til að koma aftur? Hversu margir myndu mæla með ferð til Íslands við vini sína? Spyr sá sem ekki veit.
Mér hefði t.d. þótt fróðlegt að heyra hljóðið í þreyttum ferðalöngum sem í gærkvöldi (nýárskvöld) borguðu 5.500 kr. ($88) á kjaft til þess að fara í 5 tíma rútuferð frá Reykjavík til að elta norðurljósin...í roki, éljagangi og dimmviðri alla leið!
Ég hef öruggar heimildir fyrir því að Kynnisferðir sendu a.m.k. fimm troðfullar rútur af stærstu gerð af stað í vonskuveðri, vitandi fullvel að það væru meiri líkur á því að ferðamennirnir sæju Loch Ness skrímslið á Þingvallavatni eða Snjómanninn ógurlega í hlíðum Ingólfsfjalls heldur en norðurljósin! Hagnaðurinn af þessari halarófu-ferð í gærkvöldi hefur verið vel yfir einni milljón krónua og því kannski ekki að undra að það hafi verið freistandi fyrir stjórnendur að hundsa veðurspána og "vona það besta". Það er ekki eins og þetta ferðamannapakk hefði getað haft eitthvað betra að gera á nýárskvöldi en að hossast í svona vitleysis ferð í þéttsetinni rútu í myrkri og ógeði.
Nú veit ég ekki hversu oft hefur sést til norðurljósa á liðnu hausti og hversu hátt "success rate" er í þessum ferðum almennt...en mér finnst satt að segja að það sé verið að féfletta fólk og hafa það að fíflum. Þetta geta varla talið siðlegir viðskiptahættir. Í raun er þetta bara sér-íslenskt "Nígeríu-svindl"!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)