Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

John McCain og General Buck Turgidson

Það er margt líkt með stríðshetjunum McCain og General Buck úr meistaraverki Stanley Kubrick - Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb.

 


mbl.is Schwarzenegger styður McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

McPain vs. Willard

mccainÞað er ekki á hverjum degi sem maður er sammála útvarpsstjörnunni og læknadópistanum Rush Limbaugh um nokkurn skapaðan hlut - en í dag eigum við það þó sameiginlegt að hafa lítið álit á forsetaframboði öldnu stríðshetjunnar John McCain.  Auðvitað eru þó forsendur skoðanna okkar Limbaugh´s á "McPain" ansi frábrugnar.  Limbaugh og hlustendur hans á öfga-hægrivæng Repúblikanaflokksins eru nefnilega á því að McCain sé of "liberal" og að hann sé sko ekki nógu mikill íhaldsmaður.  Það er svosem skiljanlegt að þeir haldi það miðað við hvað karlinn er hrikalega tvísaga um málefnin.  Kannski eru þetta bara elliglöp, enda karlinn orðinn 71 árs.  Ætli Repúblikönunum þætti það ekki líka bara flott að kjósa mann með Alzheimers svo hann væri líkari Ronald Reagan...þvílík er nostalgíu-þráhyggjan í sumum.

Tékkið á þessu myndbandi - McCain vs. McCain

(Þar fyrir utan er McCain alræmdur Green Bay Packers fan...sem fer illa í okkur stuðningsmenn Minnesota Vikings!)

Keppinautur McCains er þó síst skárri þegar það kemur að flip-floppi.  Smjaðurfésið Mitt (Willard) Romney sem fær stuðning flestra evangelistanna í biblíubeltinu þar sem hann hefur spilað sig sem mann "fjölskyldugildanna", þ.e. kvenfyrirlitningar og hommahaturs.  Svo skemmtilega vildi meira að segja til að ofurbloggarinn kaþólski Jón Valur Jensson lýsti aðdáun sinni á Romney eftir sigur hans í forkosningunum í Michigan um daginn.

Í ljósi þess er nokkuð fyndið að rifja upp brot úr kappræðum frá árinu 1994 þegar Romney barðist fyrir því að verða fylkisstjóri í hinu "liberal" Massachusetts-fylki.  Þarna segist hann vera gallharður stuðningsmaður réttinda kvenna til fóstureyðinga og ötull baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra!  Já, árið 1994 var Romney frjálslyndari en sjálfur Teddy Kennedy.  Hvað gerðist svo?  Datt hann á höfuðið?


mbl.is Giuliani hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaþólskir í Boston móðgaðir

Líkamsræktarstöð í Boston hefur verið sett út af sakramentinu hjá siðvöndum írskum kaþólikkum fyrir að birta auglýsingu í vinsælu tímariti með meðfylgjandi mynd af nokkrum nunnum njóta sín í myndmenntar-tíma. (sjá frétt)  Ekki að spyrja að tepruskapnum í þessu liði. Joyful

nuns art class


Óþolandi hræðsluáróður

Safety Alert! Threat Level Orange! Terror Alert! Run to the Hills!

Á haustmánuðum bárust fréttir af því að einhver vanþroska hálfviti væri á ferðinni um kampusinn í skólanum mínum krotandi hakakrossa og nasistaáróður á veggi á heimavistinni og á almenningssalernum víðs vegar um skólann.  Þetta væri svosem ekki í frásögu færandi ef skólinn hefði ekki brugðist við á þá vegu að senda út tölvupósta á alla nemendur skólans þar sem varað var við "hættuástandinu" og fólk hvatt til að hafa varann á.  Sérstaklega voru erlendir nemendur og litaðir, hvattir til þess að vera ekki einir á ferli að næturlagi.

safety alertsÞetta var auðvitað hin besta auglýsing fyrir nasista-fíflið og á næstu vikum fjölgaði þessu veggjakroti og í hvert einasta skipti sem nýtt krot fannst sendi skólinn út nýjan fjöldapóst með stórri og feitletraðri fyrirsögn "SAFETY ALERT: Bias-Motivated Hate Crime Vandalism!".  Mér telst til að ég hafi fengið 18 slíka tölvupósta frá því í nóvember, það síðasta í dag.  Þar fyrir utan hefur forseti skólans sent út tvo tölvupósta að þessu sama tilefni þar sem hann hvetur nemendur til að standa saman gegn "ógn gegn öryggi háskólasamfélagsins".

Auðvitað verður skólinn að bregðast við á einhvern hátt, en þessi hræðsluáróður þjónar auðvitað litlum tilgangi öðrum en að vekja athygli á málstað þessa sjúka aumingja og í stað þess að einhverjir tugir nemenda hafi orðið fyrir þeim óþægindum að sjá veggjakrot inná salerni, er búið að sá ótta og óróleika með þessu stanslausa áreiti á ALLA nemendur skólans, 17 þúsund talsins.

Ég velti því fyrir mér hvað stjórnendur skólans eru að hugsa með þessu, þetta hefur meira að segja vakið slíka athygli að það komu fréttir um málið í sjónvarpsfréttum og blaðagreinum í Minneapolis og er umræðan um kynþáttahatur í SCSU örugglega síst til að laða að nýja nemendur.

Ég er ekki að segja að það eigi endilega að þagga svona lagað niður, en fyrr má nú vera...og það má svosem segja að þetta sé vel í takt við annað í þessu þjóðfélagi óttans...þar sem the bogeyman er alltaf handan við hornið og þér er eins gott að halda þig innandyra, læsa að þér, horfa á Fox News, lesa biblíuna (sérstaklega kaflann um heimsendi) og hringja svo á lögguna ef þig grunar að nágranni þinn sé terroristi eða trúleysingi!


There Will Be Blood

there_will_be_bloodÉg skrapp í bíó í kvöld og valið stóð á milli Rambo og There Will Be Blood.  Ég er feginn að ég valdi þá síðarnefndu því hún olli mér ekki vonbrigðum.  Myndin fjallar í stuttu máli um mann sem finnur olíu í villta vestrinu um aldamótin 1900 og hvernig græðgin í meiri auðæfi fer smátt og smátt illa með líf hans og samskiptin við son hans, H.W. (Herbert Walker?), auk þess sem hann kemst í kynni við kristinn sérstrúarsöfnuð sem hefur töluverð áhrif á líf hans og fjárhag.  Þetta er um margt mjög óvenjuleg mynd og tónlistin er vægast sagt áberandi og sérstök.

Daniel Day Lewis leikur aðalhlutverkið í þessari mynd og skilar því snilldarvel.  Það vill svo til að hann vann nú í kvöld til SAG awards (Screen Actors Guild) verðlaunanna fyrir bestan leik í aðalhlutverki (fyrir hlutverk sitt í There Will Be Blood) og gefur það vísbendingu um að hann eigi góðan séns á Óskarnum.  Í þakkar-ræðu sinni í kvöld tileinkaði hann verðlaun sín vini sínum Heath Ledger heitnum og sagði að loka-atriðið í Brokeback Mountain væri áhrifamesta atriði sem hann hefði séð í nokkurri kvikmynd...hvorki meira né minna.


Teddy færir Obama Latino atkvæði

kennedy_brothersStuðningur Teddy Kennedy við Obama nú rétt fyrir "Super Tuesday", 5. feb., gæti gert útslagið þegar upp er staðið.  Ástæðan er ekki síst sú að þrátt fyrir að vera frá Massachusetts er Teddy gamli gríðarvinsæll meðal "Latino Americans", þ.e. spænskumælandi bandaríkjamanna og innflytjenda frá Mexíkó.  Teddy hefur barist ötullega fyrir bættum kjörum og réttindum innflytjenda og m.a. stutt gagngerar endurbætur á innflytjendalöggjöfinni sem myndi hjálpa ólöglegum innflytjendum að öðlast lögleg atvinnu- og dvalarleyfi.

Það er eftir miklu að slægjast á þessum miðum, því meðal fylkjanna sem halda prófkjör sín á "Super Tuesday" eru Kalífornía, Arizona, New Mexico, Colorado og Utah - allt fylki með mjög hátt hlutfall Latino íbúa.  Þá gefa úrslitin frá Suður Karólínu mjög góð fyrirheit um gott gengi Obama í Georgíu og Alabama, en þar er líkt og í S.C. hátt hlutfall svartra kjósenda.  Eins verður kosið í Illinois og ætti Obama að vera nokkuð öruggur þar enda hans heimavöllur, auk þess sem í Illinois er líka töluverður fjöldi Latinos.

Fylki sem Frú Clinton ætti að vera örugg með eru New York, New Jersey og Arkansas og svo verður mjög fróðlegt að sjá hvort þeirra vinnur hér í Minnesota, en samkvæmt skoðanakönnunum hefur Hillary töluvert forskot...ennþá.

Sigurræða Obama í South Carolina var öflug og það má vel taka eftir því að hann minnist oft á "the Latino community"...sem er auðvitað engin tilviljun.


mbl.is Obama fær stuðning Kennedys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bill Gates er húmoristi


mbl.is „Skapandi kapítalismi“ til hjálpar fátækum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þáttastjórnandi Fox hæðist að dauða Heath Ledger

Þáttastjórnendur Fox "News" eru nú hver öðrum aumkunarverðari, en fáir toppa þó helvítis ógeðið hann John Gibson sem stýrir vikulegum "fréttaskýringaþætti"; The Big Story, auk þess að vera með daglegan útvarpsþátt á Fox News Radio.

Það virðast engin takmörk fyrir því hvað þetta scumbag getur lagst lágt, en um klukkustund eftir að fregnir bárust af sviplegu fráfalli Heath Ledger, kom Gibson með þetta einstaklega ósmekklega innskot í útvarpsþáttinn sinn, þar sem hann spilar m.a. setningar úr kvikmyndinni Brokeback Mountain og gerir svívirðilegt grín að dauða Ledgers.  Það er ótrúlegt en satt að það virðist vera að ákveðinn hópur fólks hafi beinlínis hatað Heath Ledger fyrir að hafa leikið í Brokeback Mountain, sennilega vegna vinsælda myndarinnar og þeirra jákvæðu áhrifa sem myndin hafði á viðhorf margra sem sáu hana.  Augljóslega eru það ekki bara meðlimir Westboro Babtist Church sem hugsa svona, því miður.

Hér má hlusta á þetta innskot Gibsons:

Fyrir athæfið fékk Gibson réttilega titillinn "Worst Person in the World" hjá Keith Olbermann:

Og meira að segja fíflinu honum Joe Scarborough ofbýður ósmekklegheitin hjá kollega sínum:


mbl.is Mótmæla minningarathöfnum um Ledger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Operation Deserter Storm


"Íslandsþáttur" Daily Show í kvöld?

Íslenskir aðdáendur Jon Stewarts hafa beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir því að háðfuglinn góðkunni sýndi frá Íslandsför "fréttaritara" síns, Jason Jones og gerði smá grín að hinum Íslenzka eins manna her í Írak!  Sökum verkfalls handritshöfunda voru margir farnir að óttast að ekkert yrði úr þessu, en samkvæmt auglýsingu sem sýnd var á Comedy Central núna rétt áðan, virðist þetta loksins ætla í loftið í kvöld (mánudag).

En þangað til ylja menn sér hér í kuldanum (-24°C, síðast þegar ég gáði) við það að horfa á ræðu Doktors Martin Luther King, en þökk sé honum geta opinberir starfsmenn og námsfólk haft það náðugt innandyra í dag og látið sig dreyma um betri tíð. Smile  Eitthvað vantar nú uppá að draumur Dr. Kings hafi ræst ennþá...en við skulum sjá til.  Frú Clinton lét það útúr sér um daginn að MLK hafi verið draumóramaður (eins og Obama) en það hafi verið Lyndon B. Johnson, maður með reynslu (eins og hún þykist vera) sem hafi komið Civil Rights Act lögunum í gegn árið 1964.  Með öðrum orðum sagði hún að MLK (og Obama) séu "thinkers"...en hún (og LBJ) sé "do-ers". GetLost  Einhvern vegin held ég að svartir kjósendur South Carolina láti hana sjá eftir þessum orðum um næstu helgi! Wink  Og varðandi Nevada um helgina segi ég bara...what happens in Vegas, stays in Vegas!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.