Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

License and Registration Please!

charger.jpgFyrir stuttu var ég stoppaður af lögguni hérna í St. Cloud (bara heiður að vera stoppaður af svona flottum Dodge Charger! Whistling) og ég fékk áminningu fyrir að vera með útrunnin "tags" sem er límmiði sem maður kaupir einu sinni á ári (bifreiðagjöld ca $40) og skellir á númeraplötuna.  Hér þekkist ekki að fara með bíla í skoðun...þú berð sjálfur ábyrgð á þinni druslu.

Þetta var sennilega fjórða skiptið sem ég "lendi í löggunni" hér í Ameríkunni...sem hlýtur að teljast nokkuð gott á 8 árum.  Aldrei hef ég kynnst neinu nema fyllstu prúðmennsku og almennilegheitum af Amerískum löggum og samskipti okkar hafa ætíð verið með mestu ágætum.

ok-skirteini.jpgÞegar ég var nýkominn til Minnesota og rataði lítið í Minneapolis varð mér einu sinni á að keyra inn á Nicolette Avenue...ég tók ekkert eftir skiltinu sem sagði að þetta væri göngugata og einungis leyfð leigubílum, strætóum og neyðarbílum.  Það sem meira var...ég elti löggubíl!  Eftir nokkra metra stoppar hann og setur á blikkljósin en mér datt ekki í hug að hann væri að stoppa mig.  Svo ríkur löggan út og spyr mig hvern andskotann ég haldi að ég sé að gera og hvort ég viti hvar ég sé!  Maður varð hálf skömmustulegur og sagðist bara vera saklaus íslendingur á leið í mollið (það myndi sjálfsagt ekki duga í dag Errm).

mn-skirteini.jpgEftirminnilegast var þó þegar ég var stoppaður af þyrlu!  Það var Iowa State Patrol sem náði mér á smá hraðferð í gegnum maís-akrana á I-35.  Það kostaði mig $110 plús hækkun á bílatryggingunum.

Kynni mín af íslenskum löggum eru hins vegar ekki alveg jafn ánægjuleg.  Veturinn 2001-2002 var ég á íslandi og flutti með mér Lincolninn minn frá Tulsa.  Selfoss-löggan lét mig ekki í friði allan veturinn.  Fyrst var ég stoppaður fyrir meintan hraðakstur (heilum 10 km fyrir ofan leyfðan hámarkshraða), næst var ég stoppaður án tilefnis en þá var ég að rúnta um bæinn með pabba gamla mjög síðla kvölds og þeir vildu bara snuðra um hvern andskotann maður væri að þvælast. 

lincoln_continental.jpgLoks var ég stoppaður fyrir að aka um með skyggðar rúður að framan sem er víst stórglæpur á íslandi, því löggan verður að fá að sjá inn í bílinn af einhverjum ástæðum.  Löggan bauðst til að skrapa filmuna af rúðunum á staðnum og þegar ég afþakkaði pent að framin yrðu skemmdarverk á bílnum mínum, sektuðu þeir mig og settu svo rauðan skoðunarmiða á númeraplöturnar og sögðu mér að hundskast með bílinn í skoðun og að ég fengi aldrei skoðun nema að taka filmuna úr rúðunum fyrst.

Já en halló!!!  Bíllinn var búinn að fá skoðun án athugasemda!  Löggan var búin að stoppa mig TVISVAR áður án þess að minnast á rúðurnar!  Og nú þurfti ég að fara með bílinn aftur í skoðun...þar sem skömmustulegir starfsmenn viðurkenndu mistök sín og réðust svo á rúðurnar og létu mig svo borga fullt skoðunargjald aftur takk fyrir.

250px-dangle911.pngMikið lifandi skelfing var ég feginn að komast aftur út til lands hinna frjálsu og heimkynna hinna huguðu...þar sem engvir öfundssjúkir kerfiskallar með harðlífi skipta sér af lituðum bílrúðum og bifreiðaeftirlit ríkisins er bara til í áróðurs-kvikmyndum um Sovétríkin! Joyful


Lúxusvandamál Norðmanna - Lockheed eða Saab

Það getur verið gaman að detta inná norska fréttamiðla endrum og eins (sem eru þó ekki eins skemmtilegir aflestrar og þeir Færeysku) en það er afar hressandi að sjá rifrildi um eitthvað annað en kreppu og bölmóð.

f35Heitasta debatið í Noregi þessa dagana virðist vera um hvort þessi friðelskandi olíuþjóð eigi að spandera krónunum sínum í nýtískuleg Amerísk stríðstól eða Sænsk jafnaðarmanna-drápstól frá Saab.  

Það er nefnilega kominn tími á að endurnýja og módernísera flugvélaflota Luftforsvaret og henda gamla kaldastríðs-draslinu á öskuhauga sögunnar.  F-16 þoturnar þeirra hafa reyndar staðist tímans tönn og vel það, en þær eiga ekki lengur séns í nútíma lofthernaði.

Valið stendur á milli Lockheed Martin F-35 Lightning II (Joint Strike Fighter) og Saab JAS 39 Gripen.  Ef flugherinn fengi að ráða væri valið mjög einfalt...en það sem flækir málið verulega er geo-pólitík og kostnaður.  Margir norðmenn vilja frekar styrkja hergagnaiðnað nágranna sinna heldur en að kaupa Amerískt.  Nordisk samarbete...jo visst!

saab_gripen0011.jpgEn staðreyndin er sú að F-35 er að öllu leiti fremri en sú sænska (nema kannski hvað útlitið varðar).  F-35 er af fimmtu kynslóð orustuþotna og mun koma í stað F-16 og F-18 þotna hjá Kananum.  Hún býður uppá Stealth tækni, thrust-vectoring og fullkomnustu avionics og radar svítu sem völ er á.  "First look, first shoot, first kill" concept.  F-35 er að vísu hálfgerður "jack-of-all-trades but a master of none" því hún er hugsuð sem alhliða árásarvél.  Hún er ekki hugsuð sem hreinræktuð "air superiority fighter" eins og F-22 Raptor sem tekur við af F-15.   F-35 er smíðuð í Fort Worth, Texas og kostar stykkið litlar $70-80 milljónir.

Saab Gripen er hins vegar fjórðu kynslóðar orustuþota sem var hönnuð á níunda áratug síðustu aldar.  Þrátt fyrir endurbætur á avionics og nýjan öflugri hreyfil er varla hægt að bera hana saman við F-35.  Hins vegar er hún smíðuð í Linköping og kostar bara $40-60 milljón dollara stykkið.

Hvorki F-35 né Saab Gripen á mikinn séns í loftbardaga á móti Rússneskum Sukhoi Su-35 eða Eurofighter Typhoon...en það má svosem færa rök fyrir því að loftvarnir séu lítið meira en sýndarmennska hvort sem er.

Hvort myndi ég velja Lockheed eða Saab?  Tja...ég hef nú átt Saab bíl og ég hef átt Lincoln... einhverra hluta vegna fílaði ég mig nú betur á Lincolnum. Wink

lincoln12.jpgman-saab_1985_90.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P.S. Þessu tengt - ef þið eruð áhugamanneskjur um orustuþotur þá endilega kíkið á þessi myndbönd sem ég tók á flugsýningu í sumar, m.a. Blue Angels.  Ef maður hugsar ekki mikið um hinn eiginlega tilgang þessara tóla þá getur hönnunin og fegurðin skinið í gegn.  Smile 


Grænt bandalag við Bandaríkin

Hvernig væri nú að gleyma IMF, Evrunni og ESB og taka upp Dollarinn (síðar Amero Joyful) og ganga í NAFTA?   Til vara getum við svo boðið þeim afnot og olíuborunarrétt á Drekasvæðinu og fengið ExxonMobil til þess að byggja tvær eða þrjár olíuhreinsunarstöðvar á norðurlandi-eystra eða á Vestfjörðunum.

Rakst á þessa áhugaverðu grúppu á Fésbókinni og hef heyrt margt vitlausara.  Birti hér tillögu grúppunnar:

us_geothermal_potential.jpg "Grænt Bandalag Við Bandaríkin
"Grænt Orkubandalag"


Hér er hugmynd um að Íslendingar, í stað umsóknar um aðild að Evrópusambandinu, tengist aftur okkar gamla Vínlandi og semji við Bandaríkin um laust bandalag.

Bandalagið yrði mun einfaldara heldur en Evrópusambands bandalag og gæti í megin atriðum snúið að þremur hlutum:
1. Ísland tekur upp bandaríkjadollar og fengi lán upp á t.d. $10B.
2. Víðtækur samstarfssamingur um Græna Orku og hefur Ólafur Ragnar, forseti, þegar rætt þau mál aðeins við Obama, eins og kom fram í sjónvarpinu 5. nóvember.
3. Tvíhliða atvinnusamningur þar sem Bandaríkjamönnum er frjálst að vinna á Íslandi og Íslendingum er frjálst að vinna í Bandaríkjunum.

344706532_ff6be9c6a0_724664.jpgKostir fyrir Ísland:
* Ekkert er gefið eftir af fullveldinu, eins og þarf að gera þegar gengið er í Evrópusambandið.
* Deilur Hollands, Bretlands og Íslands gera Evrópusambands umsókn líka erfiða og líklega verða skilyrðin hörð.
* Í stað 20+ ríkja sem deila um stefnu Evrunnar eru aðeins Bandaríkin og Federal Reserve sem stjórna bandaríkjadollar.
* Traustasta mynt í heimi og lágir vextir.
* Laðar að erlenda banka og bandarísk, Græn hátæknifyrirtæki.
* Skapar stöðugt umhverfi fyrir erlenda fjárfesta.

Kostir fyrir Bandaríkin:
* Samstarfið gæti orðið ein af burðarstoðum Grænu byltingar Obama. Ísland er þar í fararbroddi varðandi hátækniþróun í Grænni orku og gæti það gerst mjög hratt. Vegna smæðar landsins er hægt að skipta fljótt yfir í nýja tækni, eins og vetni, og getur allt landið orðið markaðstilraunasvæði fyrir Græna tækni.
* Rússar eru aftur orðnir meiri ógnun við Bandaríkin og hefur vægi staðsetningar Íslands aukist aftur til muna.
* Sýnir að stjórn Obama tekur strax stór skref í Grænu áætluninni sinni með því að tengjast sterklega inn í íslenska sérþekkingu á Grænni orku.

amero.jpgVið skorum á Forseta lýðveldisins, Ríkisstjórn og Alþingi og skoða þessa hugmynd alvarlega sem allra fyrst!

Ef þú ert sammála um að skoða þessa hugmynd, skráðu þig í þessa Facebook grúppu og sendu skilaboð til þinna vina."

http://www.facebook.com/group.php?gid=42789560971&ref=mf

P.S.  Öllu gríni fylgir einhver alvara! Cool


mbl.is Söguleg heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugvekja dagsins


Fyrir John Williams aðdáendur


I still have a dream!

Eins og mig langar til að vera í góðu skapi í dag eftir sigur Obama eru nokkrir hlutir sem skyggja á gleðina.  Ekki nóg með að geðsjúklingurinn og McCarthý-istinn Michele Bachmann hafi endurheimt þingsæti sitt hér í Minnesota 6th og Al Franken virðist hafa tapað baráttunni um öldungadeildarsætið (á reyndar eftir að telja aftur þar sem einungis munar nokkur hundrum atkvæðum) heldur náði Prop 8 í Kalíforníu í gegn líka.

st671_halohomo-580px_720054.jpgMormónar frá Utah og Kaþólska kirkjan tóku höndum saman og dældu $40 milljónum dollara í hómófóbískar auglýsingar sem gengu út á það að ef hjónabönd samkynhneigðra yrðu lögleg þá yrði börnum kennt í grunnskólum að samkynhneigð væri til og að fólk að sama kyni gæti meira að segja giftst.  Slíkt væri náttúrulega hroðalegt og myndi örugglega verða þess valdandi að fjöldi samkynhneigðra myndi breytast úr 3-5% upp í 30-50% !!!  Pinch   Við hverju er svosem að búast frá fólki sem trúir á sköpunarkenninguna?  

Svipuð lög voru samþykkt í Arizona og Flórída og í Arkansas var lögum breytt til þess að koma í veg fyrir að samkynhneigð pör gætu ættleitt börn.  

Það er þungbært að sjá þessi lög fara í gegn á sama kvöldi og fyrsti svarti forsetinn er kjörinn.  Draumur Martin Luther Kings frá 1964 rættist að hluta til í gær...en þó ekki alveg.  Það sitja enn ekki allir við sama borð í Bandaríkjunum.   Baráttunni við heimsku, fáfræði og mannvonsku er hvergi nærri lokið.  Þessi orrusta tapaðist en stríðið heldur áfram!  Wink  


mbl.is Hjónabönd samkynhneigðra ólögleg í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hail to the Chief!

Upprunninn er mikill dýrðardagur hér í Minnesota, óvenjuleg hitabylgja flæðir yfir og búist er við 22°C hita og sól í dag sem væri heitasti kosningadagur frá því mælingar hófust.  Veðrið spillir ekki fyrir kosningaþátttökunni og andrúmsloftið er létt.  Fólk virðist fullt bjartsýni og vonar um endurreisn.

Hail to the Chief we have chosen for the nation,
Hail to the Chief! We salute him, one and all.
Hail to the Chief, as we pledge cooperation
In proud fulfillment of a great, noble call.
Yours is the aim to make this grand country grander,
This you will do, that's our strong, firm belief.
Hail to the one we selected as commander,
Hail to the President! Hail to the Chief!
 


mbl.is Castro lofar Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prop 8 í Calí

no_prop_8_717486.jpgÞað er ekki bara kosið um forseta og þingmenn á morgun heldur eru ýmis mál á dagskrá sem fólk kýs um í sínum fylkjum.  Eitt stærsta málið sem kosið er um í Kalíforníu er "Proposition 8" sem er tillaga til þess að breyta sjálfri stjórnarskrá Kalíforníu til þess að banna hjónabönd samkynhneigðra, en þau urðu lögleg í sumar eftir að hæstiréttur Kalíforníu komst að þeirri niðurstöðu að slíkt bann væri mismunun og stjórnarskrárbrot. 

Niðurstöðum kosninganna er beðið með eftirvæntingu út um allt land því fordæmið sem myndi skapast væri gríðarlegt á hvorn veginn sem fer.  Eins og máltækið segir: "As California goes, so goes the Nation".  Það yrði gríðarlegt áfall ef frumvarpið nær í gegn.

dont_tread_on_me.gifÞað er lúalegt að ætla sér að vega að sjálfri stjórnarskránni...sem margir líta á sem heilagt plagg sem tryggir borgaraleg réttindi og að vilja bæta í hana ákvæði um misrétti og mannvonsku!  Ef þetta er ekki ANTI-American þá veit ég ekki hvað getur fallið undir slíkt.

now_its_up_to_you.jpgÞví miður er mjög tvísýnt um hvernig kosningin fer...nýjustu skoðanakannanir benda til að afar mjótt sé á mununum.  Haturshópar eins og "American Family Association", Mormónakirkjan í Utah og Kaþólska kirkjan hafa dælt $31 milljón dollurum í auglýsingar og hómófóbískan áróður.  Þá hjálpar ekki til að Latino íbúar Kalíforníu eru margir og langflestir Kaþólskir og íhaldssamir varðandi sín "fjölskyldugildi".

Mér verður illt af heimskunni, hræsninni og lyga-og hræðsluáróðrinum sem þetta andskotans (kristna) pakk dælir út úr óæðri endanum á sér.  Hér er 30 mínútna auglýsing frá American Family Association sem birtist á öllum helstu sjónvarpsstöðvunum nýlega... ef þið nennið að horfa á þetta þá endilega segið mér hvað ykkur finnst.  Hvort þetta "meiki sense" í ykkar huga.


Skrafað og skrallað með Howard Dean

sn852103_717411.jpgVið hér á kosningaskrifstofu Democratic Farmer-Labor Party of Minnesota í miðbæ St. Cloud fengum ánægjulega heimsókn í dag frá engum öðrum en flokksformanninum sjálfum og fyrrverandi fylkisstjóra Vermont, Howard Dean.  Flestir kannast kannski við Hávarð, frá því hann var hársbreidd frá því að verða útnefndur forsetaframbjóðandi Demókratanna árið 2004 en þá tapaði hann fyrir John Kerry eftir að hafa orðið aðeins of ákafur að loknum forkosningunum í Iowa.

Fullt var út úr dyrum og færri komust að en vildu til þess að hlýða á hvatningarræðu Hávarðs sem heilsaði uppá viðstadda eftir fundinn og gaf sig á tal við fólk og reyndist hann vera mjög alþýðlegur í fasi og einlægur í viðmóti.  Það er engin tilviljun að Hávarður sé staddur hér í sjötta kjördæmi Minnesota því mikil áhersla hefur verið lögð á að sigra Michele Bachmann sem ég minntist á um daginn.

sn852093.jpgHér eru nokkrar myndir af kappanum ásamt sketchi frá Bill Maher í gærkvöldi þar sem hann leggur til að Bandaríkin komi Fróni til hjálpar og breyti því í fimmtugasta og fyrsta fylki Bandaríkjanna og breyti nafninu í New Bjork State! Winksn852096.jpg

 sn852094.jpg

 

mbl.is Öruggasta forustan síðan 1996
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.