Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Vopnaðir flugmenn
25.3.2008 | 17:47
Það voru miklar deilur um það á sínum tíma hvort leyfa ætti flugmönnum að bera skotvopn um borð í bandarískum farþegaflugvélum í kjölfar 9/11. Eftir miklar vangaveltur skiluðu flugmálastjórnin (FAA) og samgöngumálaráðuneytið (DoT) frá sér ályktun gegn því, af öryggisástæðum, í maí árið 2002, en dómsmálaráðherrann John Ashcroft ásamt þingflokki Repúblikana og lobbí-hóps NRA virtu FAA og Dot að vettugi og stofnuðu hið svokallaða Federal Flight Deck Officer Program í apríl 2003. Nú bera um 4000 bandarískir flugmenn á sér skotvopn en þeir þurfa einungis að fara á einnar viku námskeið til þess að fá heimild til að bera vopn, óháð því hvort þeir séu fyrrum hermenn eða hafi aldrei haldið á byssu áður.
Helsta hættan sem stafar af því að hafa byssu í flugstjórnarklefanum er sú að hún falli í rangar hendur. Það er vel hægt að ímynda sér slíkt scenario að flugræningi nái að yfirbuga flugmanninn og ná af honum byssunni. Einnig er hægt að ímynda sér scenario þar sem að flugmaður snappar og beitir byssunni gegn öðrum áhafnarmeðlimum eða farþegum (þó slíkt sé væntanlega ólíklegt) og að lokum er greinilega hætta á voðaskotum.
Það er hins vegar alger mýta að flugvél "hrapi" þó svo að lítið gat komi á skrokkinn eftir byssukúlu. Þess má geta að þrátt fyrir að það hafi ekki komið fram í frétt MBL þá fór kúlan í þessu atviki út um skrokk vélarinnar á vinstri hlið vélarinnar. Gat eftir .40 cal. byssukúlu er mjög lítið og veldur ekki undir venjulegum kringumstæðum "explosive decompression". Félagarnir í Mythbusters þáttunum ágætu eru löngu búnir að bösta þessa mýtu. Atvikið sem átti sér stað í gær átti sér að vísu stað í aðflugi þar sem vélin var komin í litla hæð og þrýstingsmunurinn því minni en ella en engu að síður er það bara della að byssukúlugat geti grandað flugvél, jafnvel þó skotið sé í gegnum glugga. Jafnvel þó svo kúlan færi í stjórntæki vélarinnar í flugstjórnarklefanum, þyrfti verulega óheppni til þess að mikil hætta stafaði af því. Nú er ég að tala um eina kúlu...auðvitað eykst hættan ef við erum að tala um að heilu magasíni sé spreðað í flugstjórnarklefanum.
Mín skoðun er sú að vopnaðir flugmenn auki ekki öryggi flugfarþega og að nær væri að fjölga Federal Air Marshalls (óeinkennisklæddum sérþjálfuðum lögreglumönnum) sem eru um borð í um 1% innanlandsflugferða í bandaríkjunum í dag, séu menn virkilega svona stressaðir yfir hugsanlegum flugránum. Flugmenn eru sérstakur þjóðfélagshópur, drykkfelldir montnir macho andskotar með yfirvaraskegg og tyggjó sem halda að þeir séu eitthvað og vilja bara fá að bera byssur til að bústa ego trippið hjá sér og fá aukna virðingu fyrir uniforminu! Persónulega þekki ég alltof marga flugmenn sem ég myndi aldrei treysta fyrir skotvopni!
Skot hljóp af í flugstjórnarklefanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
NBA - Where Hi-5's happen
23.3.2008 | 20:16
Það hefur gengið brösulega hjá hinu unga Timberwolves liði í vetur (18 sigrar - 51 töp so far) og því hefur þeim gengið fremur illa að selja miða á heimaleikina. Venjulega hef ég farið á svona 10 leiki á ári en þó skömm sé frá að segja hafði ég bara farið á einn leik þetta season (þegar Boston og K.G. komu í heimsókn um daginn). Nú stendur hins vegar yfir March Madness (úrslitakeppnin í háskólaboltanum) og þá er ekki sýnt beint frá NBA á kaplinum á meðan og því ekkert annað að gera í stöðunni en að skella sér í bæinn og í Target Center. Svo skemmtilega vildi til að miðar í lower level seating voru á 50% off svo ég fékk mér sæti rétt fyrir aftan körfuna, alveg við útganginn að búningsherbergjunum. Maður komst því í gott návígi við hetjurnar þegar þeir hlupu inn og út af vellinum og ég rétti að sjálfsögðu út spaðann í hálfleik og eftir leikinn og fékk hi-5 frá Corey Brewer, Ryan Gomes, Mark Madsen og Antoine Walker. Nú þvær maður sér ekki um hendurnar næstu þrjár vikurnar!
Leikurinn var annars hin besta skemmtun og sigurinn aldrei í hættu gegn bitlausu liði New York Knickerbockers sem spilaði reyndar án sinna bestu leikmanna. T'Wolves settu niður 42 stig strax í fyrsta leikhluta og héldu 20 stiga forskoti út leikinn og unnu 114-93. Það er annars gaman að sjá að T'Wolves liðið er farið að spila mun betur núna á síðustu metrunum og ef þeir fá góðan rookie í sumar þá er aldrei að vita hvað þeir gera næsta vetur.
...
Annars er maður bara búinn að vera á rúntinum alla helgina...enda ekki annað hægt þegar maður hefur glænýjan Mercedes Benz slyddujeppa að láni frá umboðinu. Það er hrein unun að keyra þetta tryllitæki og ég held að ég sé þegar búinn að spæna upp 400 mílum um helgina og á samt eftir að fara í sunnudagsbíltúrinn. :-) Það kemur sér vel að vera á 4-matic því hér er hálfgert páskahret...snjókoma og slabb.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Amerískur infrastrúktúr að hruni kominn
21.3.2008 | 05:48
Það muna kannski einhverjir eftir hruni 35-W brúarinnar í Minneapolis í fyrrasumar sem kostaði 13 manns lífið. Nú í kvöld var verið að loka mestu umferðar-brúnni hér í Saint Cloud sem ég keyri yfir á hverjum degi, þar sem óttast er að hún sé að hruni komin. Brúin sem um ræðir er fjögurra akreina og af sömu hönnun og sú sem hrundi í Minneapolis, smíðuð árið 1957. Við skoðun í dag kom í ljós að burðarbitar voru bognir á sama stað og talið var að þeir höfðu gefið sig á 35-W brúnni.
Umrædd brú er á mikilli umferðaræð yfir Mississippi fljótið, rétt við miðbæ Saint Cloud (hwy 23 - Division Street) og daglega keyra yfir hana 31 þúsund bílar. Ekki er ljóst hvort hægt sé að gera við brúnna eða hvort það verði einfaldlega að rífa hana og byggja nýja, en slíkt var reyndar á áætlun fyrir árið 2015 samkvæmt MN-DoT. Það er ljóst að þetta á eftir að gera traffíkina hérna skelfilega en það er þó ágætt að þeir taka enga sénsa lengur og enginn þarf að enda bíltúrinn ofan í Mississippi River.
Fyrir áhugasama, þá er hér linkur á frétt KSTP (ABC) um málið (video er í glugga hægra megin) og hér er video úr fréttum KARE11 (NBC).
Að öðru leiti tek ég til baka allt slæmt sem ég sagði um Mercedes Benz í pirringskastinu í síðustu færslu. Eða sko þannig... fyrir utan smá reliability issues...þjónustan er allavegana góð. Öðlingarnir í umboðinu lánuðu mér barasta, free of charge, þennan líka geeðveika luxury SUV til afnota þangað til þeir koma gamla mínum í lag. Probblemið er að ég vil helst ekki skila honum...glæsplunkunýr ML350 með öllu...$55 þúsund dollara kvikindi. Fer á honum á morgun í mína árlegu Casino ferð, en undanfarin ár hef ég lagt það í vana minn á föstudaginn langa að skreppa uppá indíjánaverndarsvæði hjá Ojibwe ættbálknum og fara í smá bingó...já eða rúllettu og blackjack...spurning um að leggja jeppann undir? Alltaf hægt að flýja til Mexíkó ef illa fer.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Double Whammy
19.3.2008 | 17:27
Eg ætlaði ekki að ergja mig á því að blogga um gengishrunið, íslenskar fjármálastofnanir, myntkörfulánið mitt og allt það helvítis svínarí. Hvað getur maður svosem sagt? Nú eru bankarnir að kaupa íslensk krónubréf í massavís til þess að uppgjörið komi betur út um mánaðarmótin og það hefur þau áhrif að gengið lækkar ennþá meira...þeir greinilega virkilega njóta þess að taka fólk í þurrt þessir helvítis andskotar...já afsakið orðbragðið! Hvað eru þetta annað en siðlausir glæpamenn? Aarrgghh!!! Hvernig getur fólk hugsað sér að búa sem þrælar á þessari djöflaeyju? Það er reyndar ekki auðvelt að sleppa...enda flestir hnepptir í ánauð skuldafargansins...búnir að afsala lífi sínu og frelsi til handa lénsherrunum gráðugu.
Nei, fjandakornið...ég mun leita allra ráða til að komast hjá því að flytjast aftur til íslands þó svo skuldirnar fylgi mér hvert sem ég fer. Skreppitúr minn á klakann um daginn var alveg nóg áminning um hvers konar bévað bananalýðveldi þetta er!
Æi afsakið... ég bara varð.
En fyrst maður er byrjaður á að orga og kveina og hella úr skálum reiði sinnar...þá fær Mercedes Benz að heyra það líka. Þetta er nú meira djöfulsins andskotans motherfucking piece of junk!!! Af hverju í andskotanum þurfti ég að vera svo vitlaus að kaupa mér gamlan Benz í Ameríku? Hvað var að Crown Viktoríunni minni?
Jú sí, Mercedes Benz ákvað á sínum tíma að rafmagnsleiðslur á vélinni yrðu einangraðar með umhverfisvænu "bio-degradable" gúmmíi sem þeir keyptu frá fokking 'Israel! Fínt, ef 10 árum seinna væri það ekki orðið að fokking DUFTI og víraskammhlaup yrði ekki til þess að steikja aksturstölvuna og einhvern fokking Electronic Throttle Valve Actuator sem kostar litla fjögur þúsund dollara, plús $250 sem kostar að láta draga hræið í umboðið í Minneapolis! UP YOURS FUCKING MOTHERFUCKER!!!
Og á íslandi hlær bankimann yfir þessu öllu saman þegar maður hringir og betlar hærri yfirdrátt í íslenskum motherfucking krónum.
Er það furða þó fólk fari yfirum nowadays...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Oklahoma: háskóla-nemar beri skotvopn
14.3.2008 | 21:28
Neðri deild fylkisþings Oklahoma samþykkti í dag lög þess efnis að leyfa háskólanemum í fylkinu að bera skotvopn innanklæða í skólanum. Hugsunin er sú að vopnaðir nemendur geti komið í veg fyrir skotárásir og fjöldamorð í skólum með því að bregðast við og drepa meintan árásarmann. Lausnin við auknu byssu-ofbeldi í villta vestrinu er sem sagt fleiri byssur. Go figure! Sjá frétt CNN Lögin eiga þó eftir að vera samþykkt í efri deildinni og af ríkisstjóranum en það kæmi mér svosem ekki á óvart að þetta brjálæði næði í gegn.
Annars var ég svosem til í hvað sem er þegar ég bjó í Oklahoma eins og sjá má...en þessi 9mm semi-automatic "Saturday Night Special" sem ég keypti á $99 á byssusýningu í Tulsa var því miður algert drasl og entist ekki í nema tvær ferðir í skotsalinn þar sem ég náði að tæma kannski 10 magasín áður en hún jammaði og gormurinn í gikknum brotnaði.
Bill Maher góður í gær
1.3.2008 | 20:39
Hér eru New Rules frá því í gærkvöldi. Vinur minn hefur bara ekki verið jafn fyndinn síðan ég mætti í stúdíóið hjá honum í Hollywood í fyrravor.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1968 og 2008
1.3.2008 | 01:43
Það má færa rök fyrir því að bandaríska þjóðin standi í dag að mörgu leiti á svipuðum tímamótum og hún gerði árið 1968. Ástand þjóðmála árið ´68 voru að mörgu leiti lík og þau eru í dag. Víetnamstríðið var í algleymingi og hatrömm barátta skildi að stríðsandstæðinga og þá sem töldu nauðsynlegt að sigra stríðið sama hvað það kostaði. Bandaríkin voru tvístruð. Unga kynslóðin sem hafði fæðst á velmegunarárum eftirstríðsáranna ("baby boomers") gerði uppreisn gegn gömlum gildum og heimtaði breytingar. Mannréttindabarátta svartra stóð sem hæst og kvenfrelsishreyfingin fékk byr undir báða vængi. Fólk sameinaðist um von til þess að jákvæðar og nauðsynlegar þjóðfélagsbreytingar gætu átt sér stað.
Morðin á Robert Kennedy og Martin Luther King höfðu gríðarleg áhrif á þjóðarsálina og Vietnam stríðið hafði gert Lyndon B. Johnson, sitjandi forseta, svo óvinsælann að hann fékk ekki útnefningu Demókrataflokksins til þess að bjóða sig fram til annars kjörtímabils. Í kjölfarið hófst valdabarátta innan Demókrataflokksins sem átti eftir að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir heimsbyggðina. Unga kynslóðin sá von í öldungardeildarþingmanni Minnesota, Eugene J. McCarthy, og má segja að það hafi myndast nokkurs konar "Obama mania" í kringum hann. McCarthy var eini forsetaframbjóðandinn sem var andvígur Víetnam stríðinu og hét því að binda endi á það þegar hann tæki við embætti. En þrátt fyrir miklar vinsældir og sæta sigra í prófkjörum ákvað flokksmaskína Demókrata að útnefna annan Minnesota-búa, Hubert H. Humphrey sem forsetaefni á flokksþinginu sögufræga í Chicago. Humphrey var sitjandi varaforseti og fulltrúi gömlu kynslóðarinnar (nokkurs konar Hillary?). Eftir útnefninguna brutust út miklar óeirðir í Chicago þar sem stuðningsmenn McCarthy´s voru barðir niður af lögreglu.
Það sem gerðist í kjölfarið var að vonin dó. Unga kynslóðin og stríðsandstæðingar misstu tiltrú á stjórnmálum og lýðræðinu yfir höfuð. Ungir Demókratar höfðu gefist upp og sátu heima á kjördag í stað þess að kjósa Humphrey sem leiddi til þess að Richard Nixon var kjörinn forseti. Það sem meira er, þessi kynslóð Demókrata kom í raun aldrei til baka og fimm af næstu sjö forsetum urðu Repúblikanar.
2008
Í dag hefur unga kynslóðin fengið vonina um breytingar á ný. Bandaríska þjóðin er ennþá tvístruð. Í raun má segja að það ríki hatrammt stríð milli ólíkra menningarhópa (Culture Wars) þar sem tekist er á um grunngildi. Barack Obama hefur gefið fólki von um að það sé hægt að binda endi á stríð og áframhaldandi mannréttindabrot, að hægt sé að minnka bilið milli ríkra og fátækra, svartra og hvítra, karla og kvenna. Það hefur aldrei verið mikilvægara að vonin lifi. Það er mikið í húfi...fyrir demókrataflokkinn, bandaríkin og heimsbyggðina alla. Við megum ekki við því að unga kynslóðin missi vonina og hætti þátttöku í stjórnmálum. Hillary gæti orðið næsti Hubert H. Humphrey. John McCain gæti orðið næsti Richard Nixon. Það má ekki gerast!
Mig langar að lokum til að benda lesendum á áhugaverða ritgerð Andrew Sullivan, ritstjóra "The Atlantic", um "Why Obama Matters". Sömuleiðis vil ég benda á nýútkomna og mjög fróðlega bók fjölmiðlamannsins góðkunna Tom Brokaw sem ber nafnið "Boom! Voices of the Sixties: Personal Reflections of the 60´s and Today". Bókin fjallar að miklu leiti um atburði ársins 1968 og samhljóm við nútímann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)