Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Untitled Kevin Smith Minnesota Project

zackmiri.jpgKevin Smith er einn af mínum uppáhalds leikstjórum.  Myndirnar hans, sem hann yfirleitt framleiðir, leikstýrir og skrifar handritið að sjálfur, auk þess sem honum bregður oft fyrir í aukahlutverkum, höfða kannski ekki til allra enda er húmorinn töluvert sérstakur.  Frægustu myndirnar hans eru Clerks, Mallrats, Chasing Amy, Dogma og Jay & Silent Bob Strike Back.

Nýjasta mynd meistarans (sem þar til nýverið bar vinnuheitið "Untitled Kevin Smith Minnesota Project samkvæmt imdb.com) verður frumsýnd 31. október næstkomandi og ber hið frumlega heiti "Zack and Miri Make a Porno" Shocking  Hún ku eiga að fjalla um hálfgerða lúsera (héðan frá St. Cloud, MN samkvæmt handritinu - sjá hér og hér) sem ákveða að redda fjárhagnum með því að búa til klám-mynd!  

Af hverju elsku bærinn minn St. Cloud varð fyrir valinu veit ég ekki...en ég bíð spenntur eftir því að sjá hvernig útreið bæjarbúar fá í myndinni...þ.e.a.s. ef handritinu hefur ekki verið breytt.  Það stóð víst upphaflega til að taka myndina upp hér en því var breytt og hún tekin upp í Pittsburgh, PA í staðinn.   Mig grunar reyndar að Kevin Smith hafi fengið hugmyndina að handritinu hér þegar hann kom í heimsókn í skólann minn og hélt fyrirlestur og Q&A session hér fyrir ca. 2 árum.  Hann hlýtur að hafa lent í einhverju villtu partíi á eftir! Whistling

Með aðalhlutverk í myndinni fara nýstirnið Seth Rogen, Elizabeth Banks, Jason Mewes (Jay), Justin Long og Brandon Routh...auk einhverrar Tracy Lord (!).

Samkvæmt fréttum stendur Smith í harðri baráttu við kvikmyndaeftirlitið en þeir hafa gefið myndinni "NC-17" stimpil í stað R...sem þýðir að sum kvikmyndahús gætu neitað að sýna myndina.  Er það ekki týpískt að það má sýna endalausar blóðsúthellingar a la Hostel og Rambo...en smá sex og þá hrökkva þessar teprur í kút! 

Teaser trailer myndarinnar gjörið þið svo vel:


Amerísk sveitahátíð

Ég skellti mér út í sveit í gær og heimsótti Howard Lake þar sem fram fór hin árlega Wright County Fair sveitahátíð.  Að sjálfsögðu var vídeó-kameran með í för...


Játningar eineltisbarns - vídeóblogg

Dr. Phil hver??? Whistling


Duluth Airshow - Blue Angels

Rúllaði upp til Duluth við Lake Superior í gær og átti þar hreint yndislegan dag.  Tilefnið var mögnuð flugsýning þar sem fram komu m.a. frú Patty Wagstaff listflugmaður par excellence sem sýndi listir sínar á nýrri Cirrus 300 (Cirrus flugvélaverksmiðjurnar eru staðsettar á flugvellinum í Duluth) og hápunkturinn var atriðið sýningarsveitar sjóhersins; the Blue Angels.

Endilega kíkið á vídeóin hér fyrir neðan sem ég tók í gær af því helsta sem fyrir augu bar.  Fyrra myndbandið inniheldur skot af vélum sem voru til sýnis auk Patty Wagstaff og atriða frá flughernum (F-16, A-10, P-38).  Seinna myndbandið inniheldur atriði Blue Angels ásamt "Fat Albert".  Minni á að hægt er að sjá myndböndin í skárri gæðum með því að fara beint inná youtube svæðið mitt (smella hér) og velja svo "watch in high quality" eftir að myndandið er valið.

Blue Angels


Frábær Dark Knight...en hvar er Robin?

Batman: Dark Knight stóð svo sannarlega undir mínum væntingum og gott betur en ég fór á miðnætursýningu í gær ásamt hálfu bæjarfélaginu en það var uppselt í 7 stóra sali.  Maður hélt kannski að allt hæpið í kringum myndina væri óverðskuldað en þetta er alger snilld...án efa besta mynd ársins.  Heath Ledger heitinn er algerlega stórkostlegur sem Jokerinn.

Vinur minn sem fór með mér á myndina var hins vegar ekkert sérlega hrifinn af myndinni...sagði hana taka sig alltof alvarlega og vanta húmor...svona er smekkur fólks misjafn.   Vissulega skera þessar myndir sig frá eldri Batman myndunum...sem voru frekar grínmyndir en hitt.

gaybatman.jpgEn eitt þykir mér alveg vanta í nýju Batman seríuna og það er uppáhalds-karakterinn minn hann Robin litli! Wink  Þó hann passi kannski ekki alveg inní drungaleg-heitin... enda alltof hýr!  Chris O'Donnel var flottur hér um árið með Val Kilmer og George Clooney...og ég sé alveg fyrir mér t.d. Elijah Wood eða Josh Hartnett leika Robin á móti Christian Bale í næstu mynd... Kissing  Batman er bara ekki complete án Robin...saman mynda þeir the Dynamic Duo!  

P.S. ég gerðist einu sinni svo frægur að hitta sjálfan Adam West sem lék Batman í gömlu þáttunum frá sjöunda áratugnum...óborganlega fyndinn náungi...undanfarin ár hefur hann láð rödd sína í þætti eins og Family Guy, Simpsons og Robot Chicken.  Fyrir mér er hann hinn eini sanni Batman.

batman-robin_607809.jpg


Mega Jug

Eitt af því sem ég elska við Bandaríkin er óhefluð neyslumenningin!  Ja, ok við skulum kalla þetta svona love/hate relationship... þó manni ofbjóði ruglið á köflum, kemst maður ekki hjá því að taka þátt í þessum öfgafulla lífsstíl.  Þó svo maður fái stundum vott af samviskubiti yfir hegðun sinni...þá er maður fljótur að réttlæta neysluna fyrir sjálfum sér og kaupir næsta skammt.  Neyslan er nefnilega rétt eins og hvert annað fíkniefni...ávanabindandi.  Virkur neytandinn neitar að horfast í augu við vandamálið eins lengi og hann kemst upp með það...þangað til í óefni er komið.  En jafnvel þó maður geri sér grein fyrir ástandi sínu...er hægara sagt en gert að breyta hegðunarmynstrinu.  Mér hefur ekki tekist það ennþá.

kjúlliEin augljósasta birtingarmynd bandarísku neyslumenningarinnar kristallast best í skyndibitafæðinu.  Bandaríkin eru himnaríki (eða helvíti) latra fitubolla eins og mín!  Við heimtum, og fáum...stundum óumbeðið...meira, stærra, ódýrara og fljótara...beint í bílinn...án nokkurar fyrirhafnar.  Stundum er þessu ýtt niður kokið á manni, sárasaklausum og veikgeðja neytandanum án þess að maður fái hönd við reist.  Hver stendst mátt markaðsaflanna og auglýsinganna?

Ætli ástæðan fyrir þessu röfli mínu nú sé ekki sú að áðan ákvað ég að koma við á KFC...aldrei þessu vant.  Það var heitt og ég var þyrstur og bað um "large Pepsi" með matnum.  Svona til skýringar, þá er "large" hér venjulega 32 oz. (tæpur líter)...á meðan á íslandi færðu oftast ekki nema hálfan líter þegar þú biður um stóra kók.  Erhem...imagine my surprise þegar mér er rétt "The Mega Jug"... jú sí...á KFC þýðir "large" víst núorðið hálft gallon!!!  Tæpir 2 lítrar...í glasi með sogröri. (sjá mynd)

mega gosSatt að segja brá mér örlítið þegar ég fékk þetta ferlíki í hendurnar...mér blöskraði jafnvel...en hvað get ég sagt...ég stakk rörinu uppí mig og byrjaði að sjúga...og sjúga...  Nú ligg ég afvelta með smá samviskubit...búinn með gosið og ennþá þyrstur.

Nú hefði ég svosem getað farið á Subway og drukkið vatn með... en hvað hefði verið varið í það?  Ok, ég er fíkill... so what?  Þetta var mitt val...ekki satt?  Það er mitt að ákveða hvort ég vil fremja hægfara sjálfsmorð með mataræði mínu... það er ekki KFC að kenna...beinlínis.

Nú rétt í þessu sá ég sjónvarpsauglýsingu frá Wendy´s...ókeypis stækkun í supersize eftir kl. 9 á kvöldin...sennilega verið að targeta alla vesalings stónerana sem eru að horfa á Colbert Report og eru komnir með the munchies... af hverju mega þessi grey ekki kaupa jónurnar sínar á Wendy´s líka?  Það deyja jú mun fleiri árlega sökum mettaðra fitusýra en kannabis-neyslu...(like 400,000 to zero samkvæmt tölum CDC).

Nú verð ég að viðurkenna að þrátt fyrir allt er ég frjálshyggjumaður í þeim skilningi að ég er fylgjandi því að einstaklingar hafi óskertan rétt til að ráða yfir eigin líkama, þ.m.t. hvað viðkomandi lætur ofan í sig, hvort sem það er hálft gallon af Pepsi, áfengi, tóbak eða önnur vímuefni...svo lengi sem neyslan skaðar ekki aðra.  En staðreyndin er samt sú að það ráða ekki allir við að bera ábyrgð á eigin heilsu...því miður.  Engu að síður á valið að vera okkar...ekki Vinstri Grænna!

...

Annars held ég að ég prófi bara megrunarpillurnar sem ég sá í sjónvarpsmarkaðnum áðan...Lypozine...Only $39.99..."guaranteed to loose 25 lbs in 8 weeks...without change in diet or excerzise"!  Call now and get your second bottle for free!   Too good to pass... hvar er kredit-kortið?  Whistling    Eða á maður að spara aurinn og safna fyrir laxeringu og stólpípumeðferð hjá Jónínu Ben?  


mbl.is Þriðji hver íbúi of feitur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvelt að svæfa fulla flugdólga

andið eðlilegaHér áður fyrr kunnu íslenskir flugvélstjórar á "áttunum" og 727 ráð við óstýrilátum fyllibittum á leið í sólarlandaferð...þeir lækkuðu einfaldlega loftþrýstinginn um borð nógu mikið til að svæfa liðið.  Þetta má víst ekki í dag...auk þess sem lofþrýstingur á nýju vélunum er tölvustýrður...en þetta var einföld og þægileg lausn á vandamálinu á sínum tíma. 

Alkóhól virkar þannig á líkamann að það minnkar súrefnis-upptöku blóðsins og þar af leiðandi verður heilinn fyrir vægum súrefnisskorti (sem veldur áhrifunum)...áhrifin magnast mjög eftir því í hve mikilli hæð þú ert því þar sem loftið er þynnra nær líkaminn minni súrefnis-upptöku.  Þetta útskýrir af hverju íbúar Denver (mile high city) þurfa miklu minna af Coors Light til að verða jafn fullir og St. Louis búar af sínum Bud Light.  

Ef loftþrýstingurinn er minnkaður örlítið um borð í flugvél, svo lítið að ódrukknir farþegar taka ekki eftir því...fá kannski smá hausverk...þá dugar það til þess að illa drukkinn maður fær væga hypoxíu (sökum  súrefnisskorts) og passar út stone cold og er engum til ama það sem eftir er ferðarinnar. Wink  Eina vandamálið var að flugmennirnir urðu sjálfir stundum svolítið syfjaðir hehe.


mbl.is Reyndi að opna flugvélahurð í lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Canadian Idiot

Weird Al gerir léttúðlegt grín að nágrönnum mínum í norðri...paródía af American Idiot lagi Green Day.  Nota Bene myndbandið er ekki frá sjálfum meistara Al augljóslega...en fyndið engu að síður.


Líkfylgdin í Monte Carlo

Það getur verið vandræðalegt að lenda óvart inní miðri líkfylgd, sérstaklega þegar maður er að flýta sér og umferðin rétt lullast áfram á sannkölluðum jarðarfararhraða og maður kann engan vegin við að taka framúr.  Sem betur fer gat ég skotið mér útúr röðinni og keyrt hliðargötur í dag þegar ég lenti í þessu en það minnti mig á aðra og svakalegri líkfylgd sem ég lenti í fyrir 18 árum síðan.

rollspic.jpgForeldrar mínir höfðu tekið mig með í ferðalag til Evrópu (flug og bíll til Lux eins og vinsælt var á þessum árum) og höfðum við verið að þvælast um frönsku Riveriuna; Cannes og Nice og næst lá leiðin inní Monaco.  Okkur þótti undarlegt að hvergi var sála á ferli, enginn að baða sig í Miðjarðarhafinu og allar verslanir virtust lokaðar.  Við keyrðum sem leið lá í gegnum göngin frægu undir spilavítið (sem einhverjir kannast við úr Formúlu 1 kappakstrinum) og loks komumst við uppá aðalgötu þar sem eitthvað virtist um að vera og talsverð umferð. 

Umferðin gekk frekar hægt þannig að auðvelt var fyrir pabba að taka beygjuna inná veginn og smella sér inní bílalestina.  Við vorum svosem hætt að gapa yfir flottu bílunum enda annar hver maður þarna á Ferrari eða Lamborghini...en fljótt fór þó að renna á okkur tvær grímur.  Þegar við fórum að líta betur í kringum okkur tókum við eftir því að fólk stóð prúðbúið á gangstéttunum og fylgdist með bílalestinni og virtist afar alvarlegt á svipinn...mér fannst eins og sumir væru að stara á okkur.  Fyrir framan okkur var svört Benz límosína og þegar ég leit aftur fyrir okkur sá ég svakalegan silfurlitaðan Rolls Royce og númeraplatan "Monaco 1111"...þetta hlaut að vera einhver merkilegur...sennilega einhver úr Grimaldi fjölskyldunni.

Bílalestin hélt áfram uns við komum loksins að Chapelle de la Paix kirkjunni en þá áttuðum við okkur fyrst á því hvers lags var.  Þá sáum við að u.þ.b. átta bílum fyrir framan okkur var líkbíll all glæsilegur og mikill mannfjöldi var samankominn fyrir framan kirkjuna.  Pabbi náði sem betur fer á síðustu stundu að smeygja sér niður á bílastæði rétt hjá áður en við lentum í fasinu á ljósmyndurum og sjónvarpsvélum...það mátti ekki miklu muna.  Við fylgdumst með hersingunni úr öruggri fjarlægð og sáum þarna sjálfan Rainer fursta, Albert krónprins og Karólínu prinsessu sem við vissum ekki fyrr en þá um kvöldið að var ný-orðin ekkja og var þarna að kveðja eiginmann sinn Stefano Casiraghi sem hafði látist þegar hraðbát hans hvolfdi á grunsamlegan hátt.  Sumir halda því fram að ítalska mafían hafi þar átt hlut í máli.

Þess má geta að við ókum á grænum Ford Sierra station! Blush 

ford_sierra_1


Pönnuköku Fly-in

ég ásamt vinkonum og nágrönnum fyrir framan CH-47 ChinookNú um daginn fór fram árlegur "morgunverðar-flugdagur" á flugvellinum hér í St. Cloud, en þá vaknar fólk snemma og tekur á móti alls konar flygildum frá nágrannasveitafélögum og borðar saman hrærð egg og pönnukökur með bunch af sírópi!  Það eru lókal flugklúbburinn, Civil Air Patrol og Minnesota National Guard sem standa að þessu í sameiningu og í þetta skiptið mættu m.a. gömul DeHavilland Beaver á sjóskíðum ásamt Chinook og Blackhawk þyrlum frá National Guard svo eitthvað sé nefnt.

Um næstu helgi er svo stefnan tekin á alvöru flugsýningu norður í Duluth, en þangað er von á listflugssveit sjóhersins "Blue Angels" sem er hreint stórkostlegt að horfa á (sá þá áður suður í Oklahoma)...þeir eru að mínu mati flottari en kollegar þeirra úr flughernum (Thunderbirds) sem ég sá suður í Arkansas um árið, enda líka á svalari græjum (F/A-18 Hornet).  Auk Blue Angels verða sviðsettar "árásir" með sprengingum og látum (pyrotechnics) með A-10 Warthog og F-16.  Þá verða þarna gamlar og fallegar orustuvélar úr seinni heimsstyrjöldinni svo sem P-38 Lightning og P-51 Mustang auk þess sem Patty Wagstaff mun sýna listir sínar á Extra-300.  Semsagt spennandi helgi framundan og nú er bara að muna eftir sólar-vörninni og moskító-fælunni. Cool

 Beaver


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband