Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
For a Few Dollars More
30.9.2008 | 22:04
Ég hafði hugsað mér að reyna að þrauka hérna á meðan ég bíð eftir atvinnuleyfi og prófa að vinna hérna í a.m.k. eitt ár. En þegar dollarinn kostar orðið 106 krónur (og sennilega 110 á morgun og 115 á hinn) og maður lifir á yfirdráttarlánum í íslenskum ríkisbanka...þá fallast manni eiginlega hendur.
Nær maður að borga leiguna nú um mánaðarmótin? Verður eitthvað afgangs fyrir "macaroni & cheese"? Ætti maður að eyða síðustu dollurunum í flugfar til Íslands í alla eymdina og atvinnuleysið og 7 fermetra herbergi hjá pabba gamla á Selfossi? Eða á maður að gefa skít í þetta og keyra á síðasta bensíntanknum áleiðis til Kalíforníu og gerast heimilislaus street hustler eða til Mexíkó að tína jarðarber?
Eða er þetta allt slæmur draumur? Eða falin myndavél? Er brandarinn búinn?
Screw it...í kvöld geri ég bara eins og aðrir Minnesota búar og gleymi áhyggjunum yfir úrslitaleik Twins og White Sox.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Harvey Milk
28.9.2008 | 05:17
Það styttist óðum í frumsýningu á næstu stórmynd meistara Sean Penn. Hún fjallar um líf Harvey Milk og er leikstýrt af Gus Van Sant og með hlutverk Dan White, sem á endanum myrti Harvey ásamt borgarstjóra San Fransisco árið 1978, fer enginn annar en Josh Brolin. Endilega kíkið á trailerinn.
Alan Turing - Líf og örlög guðföður nútíma tölvunarfræði, stríðshetju og dæmds kynvillings
22.9.2008 | 08:55
Nafn Alan Turing er sennilega ekki mjög þekkt á Íslandi frekar en annarsstaðar. Það er kannski helst að þröngur hópur tölvunörda og verkfræðinga kannist við nafnið, en Alan var einn af upphafsmönnum stafrænnar tækni og tók þátt í að smíða sumar af fyrstu stafrænu tölvum heims auk algóriþmanns sem kenndur er við "The Turing Machine". Þar að auki var hann einn af hugmyndasmiðum gervigreindar (Artificial Intelligence) og í hjáverkum braut hann leynikóða Nasista (Enigma Machine) sem varð til þess að Bandamenn náðu að sigrast á kafbátaflota Þjóðverja og hafði þannig gríðarleg áhrif á gang Seinni heimsstyrjaldarinnar. Þú værir hugsanlega ekki að skoða þig um á netinu núna ef ekki hefði verið fyrir Alan Turing.
Þrátt fyrir allt þetta er nafn hans enn þann dag í dag nánast ókunnugt enda var þessum snjalla Enska stærðfræðing (og heimsspeking) ekki hampað sem hetju af þjóð sinni í þakklætisskyni, heldur var líf hans og orðspor lagt í rúst á grimmilegan hátt.
Alan Touring fæddist í London árið 1912 og kom snemma í ljós að hann væri með snilligáfu á sviði stærðfræði. Á unglingsárunum nam hann við hinn virta einkaskóla Sherborne School þar sem hann fór létt með að útskýra og skrifa heilu ritgerðirnar um afstæðiskenningu Einsteins löngu áður en hann tók sinn fyrsta kúrs í grunn-kalkúlus! Á menntaskóla-árunum í Sherborne varð Alan ástfanginn af skólabróður sínum Christopher Morcom og þeir áttu í sambandi uns Morcom lést skyndilega af völdum bráða-berkla sýkingar. Fráfall Morcom´s hafði gríðarleg áhrif á Alan sem í kjölfarið gerðist trúleysingi og mikill efnishyggjumaður.
Alan vann síðar skólastyrk til þess að nema stærðfræði við King´s College í Cambridge þar sem hann byggði mikið á verkum Kurt Gödels og lagði fram grunninn að nútíma forritun eða algóriþmum. Hann öðlaðist svo doktorspróf frá Princeton háskóla í Bandaríkjunum en þegar stríðið braust út hóf hann störf fyrir Bresku leyniþjónustuna þar sem hann vann við að leysa dulkóðanir í Bletchley Park í Milton Keynes. Þar átti hann m.a. stóran þátt í að leysa ráðgátur "The Enigma Machine" og fyrir það var hann sæmdur tign OBE (Officer of the British Empire). Eftir stríðið starfaði hann við rannsóknir við háskólann í Manchester og tók m.a. þátt í smíði og forritun á fyrstu tölvunum og "fann upp" gervigreind.
Alan fór aldrei mjög leynt með samkynhneigð sína en það var ekki vel séð af samfélaginu, hvað þá yfirvaldinu. Kalda stríðið var hafið og yfirvöld óttuðust að "kynvillingar" væru líklegir til að gerast Sovéskir njósnarar og því var fylgst vel með Turing. Árið 1952 var hann handtekinn og ákærður fyrir glæpinn samkynhneigð. Alan viðurkenndi glæpinn og hann var því dæmdur sekur á sömu lagagrein og Oscar Wilde 50 árum áður. Sem refsingu mátti Alan velja á milli 7 ára fangelsisvistar eða stofufangelsis gegn því að hann undirgengist vönun með hormónagjöf og sálfræðimeðferð. Þar sem Alan óttaðist að lifa ekki af í fangelsi valdi hann síðari kostinn.
Eftir dóminn var Alan sviftur öryggisréttindum sínum og gat þar af leiðandi ekki starfað áfram fyrir leyniþjónustuna né komið að leynilegum rannsóknum og auk þess fylgdist lögreglan með hverju skrefi hans. Hormónameðferðin hafði m.a. þær aukaverkanir að Alan uxu brjóst og hann fann fyrir erfiðum sálrænum kvillum sem gerðu honum ókleyft að einbeita sér að því eina sem skipti hann orðið máli í lífinu...stærðfræðinni.
Árið 1954 fannst Alan Turing látinn á heimili sínu, aðeins 42 ára gamall. Við rúm hans fannst hálf-klárað epli sem reyndist fyllt af blásýru. Opinber dánarorsök var skráð sjálfsmorð. Enginn veit hverju fleiru þessi snillingur hefði getað áorkað og skilað mannkyninu hefði hann ekki verið ofsóttur og í raun tekinn af lífi í blóma lífs síns.
Mörgum kann að koma á óvart að svona hafi þetta verið í vestrænu lýðræðisríki lang frameftir tuttugustu öldinni en það má heldur ekki gleyma því að þegar Bandamenn frelsuðu Gyðinga úr útrýmingabúðum Nasista voru hommarnir skildir eftir áfram í Þýskum fangelsum og á meðal "úrræða" Breskra yfirvalda sem beitt var fram til ársins 1967 þegar samkynhneigð var loksins "lögleidd", voru rafstuðs-meðferðir sem voru í raun ekkert annað en skelfilegar pyndingar. Hugsið ykkur hvað er í raun stutt síðan! Og hugsið ykkur að ef fólk eins og JVJ moggabloggari fengju að ráða (sem gekk jú í Cambridge háskóla líkt og Alan Turing) væri fólk enn ofsótt fyrir "glæpinn" samkynhneigð.
Alan Turing hefði orðið 96 ára í ár hefði hann lifað. Loksins árið 2001 var honum sýnd sú virðing að reistur var minnisvarði um hann í Manchesterborg og í fyrra var sömuleiðis gerður minnisvarði honum til heiðurs í Bletchley Park. Allt frá árinu 1966 hafa verið veitt Turing-verðlaunin fyrir afrek í tölvunarfræði sem líkt er við Nóbels-verðlaunin á því sviði. Þá var gerð kvikmynd byggð á lífi Turings árið 1996 sem ber heitið "Breaking the Code" þar sem stórleikarinn Derek Jakobi fer með hlutverk Alans. Hér má sjá brot úr myndinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
I´m a PC
21.9.2008 | 22:13
Skemmtileg ný auglýsing frá Microsoft.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skemmtileg upprifjun...þegar FL Grúpp átti American Airlines
21.9.2008 | 21:09
Fyrir réttu ári síðan skrifaði ég eftirfarandi færslu sem ég ákvað að endurbirta nú til gamans. Nú vill svo til að American Airlines er aðeins að rétta úr kútnum (merkilegt nokk án hjálpar íslensku snillinganna)...á meðan að FL Grúpp er að....ehhh... well... þið vitið! Ekki það að mér finnist gaman í þessu tilfelli að hafa reynst sannspár...en þetta vara bara aðeins of augljóst.
Hvað verður þá um AA mílurnar mínar?
Nú ætla verðbréfaguttarnir hjá FL grúpp að fara að kenna stjórn American Airlines alvöru Íslenska flugrekstrarfræði, enda sennilega ekki vanþörf á.
Eins og segir í tilkynningu frá Hannesi Smárasyni: FL Group hefur umfangsmikla reynslu af rekstri flugfélaga og við teljum að stjórn AMR beri að leita nýrra leiða til að auka verðmæti félagsins. Með því að aðskilja Vildarklúbb félagsins verður hægt að minnka skuldir og auka virði AMR.
Það er nefnilega það. Vonandi hlusta stjórnarmenn elsta og stærsta starfrækta legacy flugfélags Bandaríkjanna, sem fyrir örfáum árum létu sig ekki muna um að taka yfir rekstur TWA, flugfélagsins sem Howard Hughes stofnaði í gamla gamla daga, á nýríka íslenska braskara sem helstu afrek hingað til hafa verið að kaupa Lettneskt ríkisflugfélag og Tékkneskt lággjaldaflugfélag. Jú, því stjórnarmenn FL Grúpp hafa nefnilega umfangsmikla reynslu af rekstri flugfélaga! Please! Næst heyrir maður að Jóhannes í Bónus kaupi 8% hlut í Wal-Mart og fari að kenna Kananum hvernig eigi að selja kjötfars. Gimme a break!
Nú er ég ekki að halda því fram að AA sé vel rekið flugfélag, langt frá því, og það sama má segja um hin gömlu legacy flugfélögin sem eftir eru; United, Delta og Northwest Einungis Continental og US Airways virðast vera að ná að rétta eitthvað úr kútnum í harðri samkeppni við lággjaldaflugfélögin Southwest og JetBlue. En einhvernveginn efast ég um að Icelandair módelið virki fyrir AA.
Anyway...fyrir nokkrum árum flaug ég svolítið oft með TWA (Trans World Airlines) og gekk í vildarklúbbinn og átti orðið einhverjar mílur hjá þeim sem svo fluttust yfir í AAdvantage þegar AA tók yfir. Hvað ætli verði af þessum mílum mínum ef Hannes nær sínu framgengt? Kannski þær færist þá yfir í vildarklúb Icelandair? Það væri nú ekki nema sanngjarnt.
Annars held ég að FL grúpp ætti að vara sig á of-fjárfestingum í illa stæðum flugfélögum sem þeir halda að þeir geti snúið við eins og ekkert sé með því að fara að reka þau eins og Icelandair. Ef þeir fara ekki varlega gæti endað fyrir þeim eins og Swissair sáluga.
Hér má sjá stutta ritgerð sem ég skrifaði einu sinni um endalok Swissair.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Frjálslyndir" Kristilegir þjóðernissinnar til valda á Íslandi?
18.9.2008 | 08:09
Þar sem ég hef búið erlendis undanfarin ár hef ég ekki nennt að tjá mig mikið um Íslensk stjórnmál enda er ég líka almennt blessunarlega laus við áhuga á þessu gjarnan litlausa og óáhugaverða skvaldri sem fram fer á Alþingi Íslendinga. Engu að síður er ég því einstaklega feginn hversu óáhugaverð Íslensk pólitík raunverulega er því ástæðan er sú að hún er EKKI lituð af hatrömmum átökum um þjóðfélagslegar og menningarlegar hugsjónir sem nærast á trúarofstæki og hatri.
Þrátt fyrir að þessi svokölluðu "Culture Wars" sem nú geysa hér í Bandaríkjunum sem aldrei fyrr, geri pólitíkina hér westra "skemmtilega" að sumu leiti...og þá meina ég áhugaverða út frá því sjónarhorni að andstæðurnar milli íhaldsaflanna og þeirra frjálslyndu eru svo afgerandi...þá er skemmtanagildið þó aðallega fólgið í því hversu auðvelt er að sjá spaugilegu hliðarnar á annars sorglegum veruleika.
Á tímabili leit út fyrir að núverandi kosningabarátta hér westra ætti séns á að snúast um eitthvað fleira en þessi "Culture War issues" sem Karl Rove hannaði svo meistaralega til þess að koma George W. Bush í Hvíta Húsið með atkvæðum Kristinna þjóðernissinna. Með valinu á Söruh Palin sem varaforsetaframbjóðanda McCains voru "Culture Wars" skotgrafirnar hertar í þeirri von um að hinn Kristilegi armur Repúblikananna skili sér á kjörstað. Þið vitið, þessir sem vilja banna fóstureyðingar (en fjölga dauðarefsingum), hengja hommana uppí sömu tré og svertingjana forðum, fjarlægja Darwin úr skólakerfinu, afnema aðskilnað ríkis og kirkju, tryggja stöðu feðraveldisins og halda konum niðri, byggja múr á landamærum Mexíkó til að sporna við "innflytjendavandanum" sem ógnar stöðu hvíta mannsins og stuðla að eilífu stríði í miðausturlöndum í þeirri brjáluðu von að Þriðja heimsstyrjöldin brjótist út í formi spádóma Biblíunnar um heimsendi og endurkomu Krists! Þið vitið...hugmyndir sem flest meðalgreint siðmenntað fólk álítur svæsna geðveiki og ógn við mannkynið.
Í mínum huga eru hugsjónir "Kristilegra þjóðernissina" ofur-einfaldlega samofnar hugmyndum Nasista (varðandi varðveislu "herraþjóðarinnar" og andúð á útlendingum og minnihlutahópum) og það er ósköp lítill munur á "Kristilegum þjóðernissinum" og Múslímskum spegilmyndum þeirra sem nú ráða ríkjum í löndum eins og Íran. Enda er munurinn á Kristnum og Múslímskum öfgamönnum lítt meiri en munurinn á kúk og skít!
Sem betur fer eru flestir íslendingar almennt sammála um að það er ekki pláss fyrir svona hugmyndir á Alþingi íslendinga. A.m.k. ætla ég rétt að vona að svo sé ennþá.
Því miður hefur mér virst sem ákveðið "Nýtt Afl" innan Frjálslynda flokksins hafi verið með tilburði til þess undanfarið, leynt og ljóst, að ræna þeim annars um margt ágæta flokki og breyta honum í Kristilegan þjóðernisflokk, hvurs stefnumál gætu síðar reynst þjóðinni skaðleg. Það er ljóst að kvótamálið er á leiðinni með að fjara út sem aðal (eina?) baráttumál flokksins og þeir aðilar sem nú reyna að ná völdum í flokknum hyggjast notfæra sér síaukna andúð á útlendingum sem mun einungis magnast í komandi fyrirsjánanlegu atvinnuleysisástandi.
Hinn nýji markhópur Frjálslyndra virðast aðallega vera ómenntaðir, bitrir, ungir karlmenn með lága greindarvísitölu og lítil typpi sem hafa tapað vinnunni og kærustunni til útlendings og hafa svo fundið "Guð" eftir að hafa farið í dóp-meðferð í Byrginu eða á Kvíjabryggju. Þið vitið þessi týpa á hlýrabolnum sem buffar konur og lifir fyrir bjór og Enska boltann. Spurningin er hvort þessi íslenska "White Trash stereótýpa" sé nógu fjölmenn til þess að FF Kristilegir Þjóðernissinar nái 5% markinu í næstu Alþingiskosningum eða hvort Frjálslyndi flokkurinn þurrkist loksins endnanlega út.
Ég minni á orð Jóns Magnússonar í Silfri Egils frá 25. mars í fyrra en þá var hann spurður að því hvort Frjálslyndi flokkurinn væri að breytast í "Kristilegan Repúblíkanaflokk". Svar Jóns var "Ja, ég væri útaf fyrir sig ánægður með það en ég held að ég ráði því ekki einn."
Í gær viðurkennir Jón Magnússon að hann sé Kristilegur Þjóðernissinni í athugasemd við áhugaverða bloggfærslu Ómars Ragnarssonar. Hann reynir að vísu að snúa útúr merkingu þess hugtaks , m.a. með orðunum "Kristnar lífsskoðanir vísa til virðingar og velvilja til alls fólks óháð kyni, kynþætti eða stöðu" (rétt eins og Amerískir Evangelistar og Vatíkanið boðar þá eða?) og reynir að gera lítið úr afstöðu þjóðernissinna í garð útlendinga.
Mig langar að lokum að benda á tvær mjög áhugaverðar en ógnvekjandi bækur sem fjalla um uppgang Kristilegra Þjóðernissinna í Bandaríkjunum, í þeirri einlægu von að þessi óþverri nái aldrei að festa rótum á Íslandi! Sú fyrri heitir Kingdom Coming: The Rise of Christian Nationalism eftir Michelle Goldberg (hér má sjá höfund lesa kafla úr bókinni og svara spurningum) og American Fascists: The Christian Right and the War On America eftir Chris Hedges.
P.S. Áður en þið kommentið: Ég nenni engan vegin að taka þátt í rökræðum um Frjálslynda flokkinn, innflytjendamálin eða "Kristið siðgæði". Þið sem móðgist eða látið þessi skrif fara í taugarnar á ykkur á einhvern hátt... afsakið en mér kemur það ekki við. Þetta eru einungis mínar pælingar sem ég set hér fram í mesta sakleysi, kannski á svolítið beittan hátt og að hluta til í háði, en það er bara minn ritstíll. Það neyddi ykkur enginn til að lesa þetta, það neyðir ykkur enginn til að vera sammála mér og það neyðir ykkur sannarlega enginn til að leggja inn athugasemd...því "Frankly my dear, I don´t give a damn!".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Live Long and Prosper!
15.9.2008 | 20:15
Star Trek stjarnan George Takei (Sulu) og Brad Altman giftu sig í Kalíforníu í gær eftir 25 ára samvist. Svaramenn þeirra voru Walter Koenig (Checkov) og Nichelle Nichols (Uhura).
Hjónabönd samkynhneigðra urðu lögleg í Kalíforníu í sumar eftir að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að annað væri brot á stjórnarskrá Kalíforníu-ríkis. Nú hafa andstæðingar samkynhneigðra lagt fram tillögu til að breyta sjálfri stjórnarskránni og verður kosið um það "Propostition 8" í Kalíforníu samhliða forsetakosningunum hinn 4. nóvember næstkomandi. Samkvæmt skoðanakönnunum er talið ólíklegt að frumvarpið nái fram að ganga og því líkur á að hjónaband Mr. og Mr. Takei vari lengur en til 4. nóvember.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9/11 (TM)
11.9.2008 | 06:00
Special Comment frá Keith Olbermann í tilefni dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Blogg-samkvæmisleikurinn "Klukk"
10.9.2008 | 20:26
Rattati var svo elskulegur að "klukka" mig og ég má víst ekki skorast undan.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Lærlingur á renniverkstæði föður míns (lærði mjög fljótt að ég vildi ekki gerast rennismiður)
- Starfsmaður í plastverksmiðju
- Þjónustufulltrúi hjá internetþjónustu
- Tölvari á háskólabókasafni
Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:
- The Empire Strikes Back (já og auðvitað A New Hope og Return of the Jedi)
- Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (Stanley Kubrick)
- Top Gun
- Office Space + flest allt eftir Kevin Smith og Coen bræður.
Fjórir staðir sem ég hef átt heima á:
- St. Cloud borg í Sherburne sýslu Minnesota fylkis Bandaríkjahrepps.
- Tulsa borg í samnefndri sýslu í Oklahoma fylki Bandaríkjahrepps.
- Kópavogur (flesta virka daga veturinn 98-99)
- Selfoss.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Real Time with Bill Maher á HBO kapalstöðinni
- Penn & Teller: Bullshit - á Showtime kapalstöðinni
- Queer As Folk - Ameríska serían á Showtime...Breska serían var alltof "evrópsk" fyrir minn smekk.
- Star Trek: TNG/Voyager/DS9
- PS: honorable mentions go to Dr. House, Jon Stewart, Steven Colbert and Keith Olbermann
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum (alltof fáir möguleikar...eins og Johhny Cash orðaði það: I´ve been everywhere man!):
- Flórída (Daytona Beach, Miami, Key West)
- Kalífornía (Los Angeles og San Fransisco)
- Barcelona
- Mið Evrópa: frá Móseldalnum til Prag til Swissnesku Alpanna til Gardavatnsins til Frönsku Ríveríunnar.
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
- Huffington Post
- youtube
- mbl.is
- ruv.is
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
- Filet mignon með bakaðri Idaho kartöflu, bernaise og portobello sveppum
- BBQ svínarif með bökuðum baunum og corn on the cob
- Fylltur kalkúnn "with all the trimmings" (trönuberjasultu, mashed potatoes and gravy og Apple Pie í desert... er ekki kominn nóvember already???
- Saltkjét og baunir túkall.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
- Federal Aviation Regulations manjúlallinn
- APA Publication Manual
- When will Jesus bring the Pork Chops? eftir meistara George Carlin
- Brokeback Mountain eftir Annie Proulx
Bloggar | Breytt 11.9.2008 kl. 06:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ike hlífir Key West
9.9.2008 | 05:26
Ef Paradís er í Bandaríkjunum (haha!) þá er hún á Key West undan ströndum Flórída! Þrátt fyrir að liggja á versta mögulega stað í vegi fyrir fellibyljum sem herja á svæðinu á hverju ári hefur Key West sloppið ótrúlega vel í gegnum tíðina...sérstaklega með tilliti til þess að hæsti punktur eyjarinnar er heila 6 metra yfir sjávarmáli.
Reyndar þarf oft að rýma eyjarnar (Florida Keys eyjaklasann) í varúðarskyni en þangað liggur bara einn einbreiður vegur (hwy 1) yfir ótal brýr, þar á meðal eina 7 mílna langa. Það er svolítið skrítið að keyra þarna niðureftir, því maður er í raun að keyra lengst út í ballarhaf. Key West, syðsta eyjan í klasanum er um 160 mílur suður af Miami.
Key West er raunar syðsti oddi Bandaríkjanna (fyrir utan Hawaii) og eru aðeins 90 mílur yfir til Havana á Kúbu. Castro er því nálægasti "höfðinginn" á svæðinu, því Governor Jeb Bush er lengst upp í Tallahassee, um 650 mílum norðar. Það þarf því ekki að koma á óvart að það er mikið um Kúbversk "áhrif" á menninguna á Key West.
Stemmningin í gamla bænum og á Duval Street er engu lík, stanslaus hamingja, má kannski helst líkja við French Quarter hverfið í New Orleans. Götulistamenn eru á hverju horni og suðræn tónlistin ómar stöðugt á meðan maður horfir á sólina setjast í Mexíkó-flóa. Picture perfect.
Frægasti íbúi eyjarinnar í dag er tónlistarmaðurinn Jimmy Buffet (sem kallar eyjuna reyndar Margaritaville í lögum sínum). Annars búa um 25 þúsund manns á eyjunni að staðaldri auk fjölda túrista. Eyjan hefur í gegnum tíðina dregið að sér ýmis konar bóhema og fríþenkjandi fólk og meðal frægustu íbúa í gegnum tíðina má nefna stórskáldin Ernest Hemmingway og Tennessee Williams. Hús Hemmingways er eitt aðal túrista-attractjónið á eyjunni, en þar búa ennþá um 50 kettir sem allir hafa 6 klær á hverri löpp! Allt afkomendur katta Hemmingways.
Andrúmsloftið á Key West er mjög "liberal" á Amerískan mælikvarða og hvort sem það er ástæðan eða afleiðing þá er eyjan næst fjölsóttasti sumarleyfis-áfangastaður samkynhneigðra Ameríkana á eftir Provincetown í Massachusetts.
Önnur áhugaverð staðreynd, fyrir áhugamenn um flugsöguna, er sú að hið fornfræga flugfélag Pan American Airlines var stofnað á Key West árið 1926 og var fyrsta flugleiðin á milli Key West og Havana á Kúbu. Key West er án efa staðurinn til að flytja á þegar maður sest í helgan stein...verst að það eru sennilega 40 ár þangað til ...en vonandi fær maður tækifæri til að kíkja þangað í heimsókn við og við í millitíðinni.
Dregið hefur úr styrk Ike | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)