Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Flagð undir fögru skinni?
30.1.2009 | 20:28
Satt að segja var ég að vona að Sigmundur Davíð yrði allt öðruvísi stjórnmálamaður en við höfum átt að venjast. Hann var nýtt og ferskt andlit sem lofaði öllu fögru - að því er virtist óháður hinni gömlu flokkapólitík. Þrátt fyrir að enginn vissi í raun og veru fyrir hvað Sigmundur stæði þá var þorsti almennings í breytingar svo mikill að einn og sér reif hann fylgi Framsóknar frá núlli uppí 17% í síðustu skoðanakönnun og drengurinn úr MR og Oxford virtist á fljúgandi siglingu.
En í gær fór aftur að bera á gömlu Framsókn. Eftir forkastanleg og ósvífin vinnubrögð Einars K. Guðfinnssonar tilkynnti Sigmundur litli að Framsókn myndi ekki sætta sig við að hvaladráps-heimildin yrði dregin til baka. Nú var ljóst að Framsókn ætlaði sko engan veginn að sitja á hlutlausu hliðarlínunni eins og þeir höfðu lofað heldur ætluðu þeir sér að notfæra sér sína lykilaðstöðu til his ýtrasta, eins og Framsóknarmanna er von og vísa. Það fékkst svo endanlega staðfest í dag þegar þeir draga lappirnar við myndun nýrrar ríkisstjórnar sem þeim lá samt svo svakalega mikið á að mynda fyrir viku síðan. Sem fyrr eru það hagsmunir Framsóknarflokksins sem skipta þá meira máli en hagsmunir þjóðarinnar. Hvað er nýtt?
Breytingar hvað? Trúverðugleiki hins "nýja" Framsóknarflokks hefur beðið mikla hnekki og von þeirra um endurreisn flokksins er að öllum líkindum draumórar einir. - You can put lipstic on a pig...but it´s still a pig!
Telur forsendur fyrir stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Jóhanna kveikir von í Uganda
29.1.2009 | 09:56
Margir veltu fyrir sér hvort það var viðeigandi og yfir höfuð fréttnæmt að draga fram þá staðreynd að Jóhanna Sigurðardóttir yrði fyrsti opinberlega samkynhneigði einstaklingurinn til þess að gegna embætti forsætisráðherra eða stjórnarleiðtoga í heiminum. Sem betur fer hefur réttindabarátta samkynhneigðra á íslandi loksins skilað þeim árangri að fólk er ekki dregið í dilka eftir kynhneigð og ungu kynslóðinni finnst fáránlegt að slíkt sé einu sinni rætt lengur og telur jafnvel að mismunun og fordómar tilheyri algerlega löngu liðinni tíð. Þetta er feykilega jákvæð þróun - en við megum samt ekki blekkja okkur til að halda að svona sé þetta líka alls staðar annarsstaðar í heiminum. Þess vegna þótti mér mjög mikilvægt að að útlendingar tækju eftir gleðifréttunum um Jóhönnu - sem því miður verður að sætta sig við að vera orðin mjög opinber persóna þó svo það sé henni eflaust þvert um geð.
En vonandi yrði hún sátt við þennan fjölmiðlasirkus ef hún læsi þetta blogg - skrifað af samtökum samkynhneigðra í Afríkuríkinu Uganda! Það er hræðilegt að lesa um þær hörmungar og mannréttindabrot sem þetta fólk er að upplifa í dag - en hugsið ykkur - að fréttin um Jóhönnu skyldi vekja þvílíka von og efla baráttuandann hjá bræðrum okkar og systrum í Uganda! Seriously folks...pælið í því!!!
Þetta er ástæðan fyrir því að ég ákvað að senda tilkynningar um þetta á Amerískar fréttaveitur, blogg og ýmis samtök samkynhneigðra um leið og ég áttaði mig á mikilvægi fréttarinnar fyrir fólk sem enn býr við óréttlæti í sínum löndum. Þessar fréttir geta e.t.v. kveikt vonir einhverra samkynhneigðra ungmenna um betri tíð og gert þeim kleift að hugsa út fyrir ramma staðalímyndanna þegar þau taka ákvarðanir um eigið framtíðarstarf.
Og eins og mig grunaði hefur verið eftir þessu tekið - hér má sjá umfjöllun Associated Press í LA Times, umfjöllun á bloggveitunum Huffington Post og DailyKos...og meira að segja hjá sjálfum Perez Hilton
En í tengdum fréttum þá horfir aldeilis til betri tíma fyrir samkynhneigða hér í Bandaríkjunum með tilkomu Obama - en hér er frétt um að hann hafi skipað 16 samkynheigða einstaklinga í embætti náinna samstarfsmanna sinna í Washington. Þetta þykja fréttir hér þó svo ekkert þessara embætta komist í líkingu við starf forsætisráðherra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Wonkette um "ástandið" á Fróni
29.1.2009 | 05:17
Okkur mörlandanum finnst fátt skemmtilegra en að heyra útlendinga tala vel um okkur og jafnframt móðgumst við agalega þegar glökkt gests-augað varpar ljósi á óþægilegar staðreyndir um land og þjóð. Hvort það skrifast á barnslega minnirmáttarkennd eða sjálfhverfu skal ég ekki segja - en spurningin sígilda "How do you like Iceland?" hefur alltaf farið svolítið í taugarnar á mér - því fólk býst alls ekki við að fá nein önnur svör en að ísland sé ávallt "best í heimi miðað við höfðatölu"...og öllum öðrum löndum til fyrirmyndar.
Það verður að viðurkennast að ímyndar-áróðurs-maskínunni tókst mjög vel upp að byggja upp þá hugmynd í útlöndum að á Fróni byggi fallegasta, sterkasta og gáfaðasta fólkið í fallegasta landi í heimi... en eins og flestir vita hefur sú ímynd beðið mikla og óafturkræfa hnekki á undanförnum mánuðum - þökk sé fráfarandi valdhöfum og siðlausum útrásarvíkingum.
En hvað um það... í Washington D.C. er haldið úti skemmtilegu frétta-satíru bloggi er nefnist Wonkette þar sem fjallað er um pólitík og atburði líðandi stundar á svolítið sérstakan hátt. Ekki er um verulega vinstri- né hægri slagsíðu að ræða en kaldhæðnin og "cynicisminn" er í fyrirrúmi. Lesendur bloggsins taka fréttaflutninginn ekki alltof alvarlega en skrifa oft ansi skemmtileg komment sem eru ekki síður athyglisverð en greinarnar sjálfar.
Hér má lesa ansi áhugaverða "frétt" Wonkette um ástandið á Fróni - og það er ekki síður áhugavert að lesa komment lesenda og skoðanir þeirra á landi og þjóð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jóhanna fyrsti samkynhneigði stjórnarleiðtogi heims
26.1.2009 | 19:44
Nú hafa Íslendingar aftur brotið blað í heimssögunni en árið 1980 var frú Vigdís Finnbogadóttir kosin þjóðarleiðtogi - fyrst kvenna í heiminum.
Jóhanna Sigurðardóttir, er samkvæmt minni bestu vitund, fyrsti stjórnarleiðtogi (head of government) heims sem hefur opinberað samkynhneigð sína. Þetta eru ekki lítil tíðindi og eiga eflaust eftir að njóta heimsathygli. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir ári síðan að svartur maður að nafni Hussein yrði forseti Bandaríkjanna og að lesbía yrði forsætisráðherra Íslands viku síðar!
Það efast enginn um heilindi og heiðarleika Jóhönnu - ólíkt öllum öðrum stjórnmálamönnum getur hún orðið sameiningartákn þjóðarinnar fram að kosningum. Hennar tími er kominn og við hljótum að óska henni farsældar í starfi á þessum erfiðustu tímum þjóðarinnar. Væntanlega verður hennar fyrsta verk að hreinsa út úr Seðlabankanum.
Til hamingju Íslendingar - samtakamáttur mótmælenda felldi ríkisstjórnina - í fyrsta skipti íslandssögunnar var hlustað á fólkið - Lengi lifi byltingin!
Ný ríkisstjórn í kortunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bermúdaskál
25.1.2009 | 01:07
Það er kannski fátt annað að gera fyrir Davíð og Óla Klemm en að halda árshátíð og detta í það á kostnað skattborgaranna one last time!
Verði þeim að því.
En á Austurvelli þurfa timburmenn að reisa gálga hið snarasta.
Fjölgar í mótmælendahópi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sorgleg þjóðarsál
24.1.2009 | 04:50
Það er með ólíkindum að verða vitni af svívirðilega rætnum árásum á Hörð Torfason í bloggheimum í kvöld. Hvað segir það okkur um andlegt ástand og innræti bloggara sem að kvöldi þessa viðburðarríka dags sáu sér helst þörf fyrir að sýna sitt skítlega eðli með hatursfullum skrifum? Það er augljóst í skrifum margra hvað býr á bak við andúð þeirra á Herði og þetta fólk opinberar þarna sinn innri mann. Verði það þeim til ævarandi skammar og afdrífaríkara en óheppilega orðað útvarpsviðtal HT.
Rólegt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Endalaus harmleikur
23.1.2009 | 20:56
Þrátt fyrir að maður fagni boðuðum kosningum þá er eins og allur vindur sé úr manni eftir tíðindi dagsins. Veikindi Geirs og Ingibjargar eru mjög táknræn fyrir stöðu allrar þjóðarinnar. Það er eins og að þjóðin sé öll að berjast við illvígt krabbamein - rambi á barmi örvæntingar. Hvað í ósköpunum gerist næst? Er okkur lífsvon? Atburðarásin er orðin svo ótrúleg - þetta jafnast á orðið við Grísku harmkvæði Sopheclesar, Euripidesar og Aeschylusar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
There Comes a Time When Hope and History Rhyme
20.1.2009 | 08:06
Today we are all Americans at heart - Yeeeeeehhaaaaaw!!!!!
Obama minntist King | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Failure is Not an Option!
18.1.2009 | 08:18
True leaders are only born during times of crisis. When faced with overwhelming challenges - true leaders emerge just as the outlook is at its bleakest - and bring with them a new dawn of hope and determination!
The amazing story of Apollo 13 captures the true essense of leadership - as flight director Gene Kranz (played by Ed Harris in the movie) takes control of the situation in a calm professional manner. He demanded the very best out of his crew and convinced everyone that they were going to succeed against all odds. What appeared to be becoming NASA's worst catastrophe - instead became NASA's finest hour!
I'm reminded of this mindset everyday as I walk past my refrigerator and see a magnet I bought as a souvenir at the Johnson Space Center in Houston, with the words: "Failure is Not an Option". I try my best to live by that slogan.
I was deeply encouraged last night when I heard a reporter ask Barack Obama what his Plan B was...in case his actions to revive the economy failed - Obama replied: "Failure is Not an Option...this is America we're talking about!" - I know Obama will succeed - there is no acceptable alternative.
If only Iceland had such a leader today. If only Iceland had hope and inspiration. If only Iceland had the good fortune of ridding itself of its incompetent and complacent leadership and realized that FAILURE IS NOT AN OPTION! Iceland MUST shed the fear and despair and make the decision to OVERCOME!
Geir: Árið verður mjög erfitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.1.2009 kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Homeless in D.C. moved out before inauguration
15.1.2009 | 22:51
As the city of Washington D.C. prepares to spend $47 million (plus another $27 million by neighboring communities in Maryland and Virginia) on President Obama's inauguration ceremony - the city's estimated 12,000 homeless people are being told to disappear for a week! (see this news article from AFP)
It struck me as a harsh reminder of the reality and priorities of this great nation - to witness first hand the despair and hopelessness of the people on the streets of Washington D.C. - As I walked home to my hotel room on Thanksgiving night, past the White House, I felt like I was in a different world. The streets were empty except for myself and the unfortunate homeless people, whom during the day I had hardly noticed.
While most Americans enjoyed their stuffed turkey with their extended families - I walked by hundreds of faces - shivering from the cold and starving. Young and old - men and women - white and black - some even displaced from New Orleans after Hurricane Katrina.
I can't forget those faces - and while America celebrates and brushes it's undesirables under the carpet...I can't stop wondering how many lives could be changed if those $47 million were being spent on housing and employment for those who have absolutely nothing! Actual human beings.
100 milljarðar dala til að taka á vanda heimilanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)