Vídeó frá flakkinu til Washington
30.11.2008 | 19:51
Þá erum við félagarnir (við Alan Smithee myndatökumaður a.k.a. Skarphéðinn góðvinur minn og nágranni ) komnir heim í sveitina eftir vel heppnað road-trip til höfuðborgarinnar og samtals 38 klukkustundir á keyrslu (ca. 2500 mílur). Auðvitað þýddi ekkert annað en klippa strax saman smá brot af ferðalaginu og skella á youtube, for your viewing pleasure. (Ath. Mæli eindregið með að þið tvísmellið á myndböndin og farið inn á youtube síðuna og veljið "Watch in High Quality")
Og svona leit bíltúrinn út (38 tímar skornir niður í 10 mínútur) með undirleik Blues Brothers.
Og að lokum svipmyndir frá Smithsonian National Air & Space Museum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
On the Road Again
28.11.2008 | 14:46
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Washington DC
27.11.2008 | 03:43
Það gengur allt samkvæmt áætlun hér í Washington. Maður getur varla staðið í lappirnar lengur sökum harðsperra, en ætli manni hafi nú nokkuð veitt af hreyfingunni. Var búinn að lofa nokkrum myndum og get ekki svikist undan því. Takið eftir sviðinu sem verið er að reysa á tröppum þinghússins en þar mum Obama verða svarinn inn þann 20. janúar næstkomandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mættur til D.C.
26.11.2008 | 00:34
Þá er maður kominn til höfuðborgar "hins frjálsa heims" þar sem kennir ýmissa grasa á hverju götuhorni. Gisti rétt við Dupont Circle, um það bil átta blocks norður af Hvíta Húsinu. Rakst reyndar á W. sjálfan núna áðan...eða a.m.k. einhvern í familíunni...en ég var í mesta sakleysi að ganga framhjá hliðinu á 1600 Pennsylvania Avenue þegar út kemur bílalest all svakaleg...10 mótorhjólalöggur, þrír svartir Cadillac limmar og þrír svartir Suburban jeppar á fleygiferð. Hér er alls staðar verið að selja varning tengdan Obama, svo sem boli, húfur og þess háttar...en ég hef hvergi séð bol með mynd af aumingja Bush...það er sjálfsagt ekki tekið út með sældinni að vera Lame Duck.
Svo er það sendiráðið á morgun og svo á að kíkja á Capitolið og Supreme Court...já og Smithsonian söfnin...og allt. Dembi kannski inn einhverjum myndum annað kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Úti að aka - yfir hálfa Ameríku and back
23.11.2008 | 01:50
Þakkargjörðar kalkúnninn verður étinn í Washington D.C. þetta árið. Vegna vegabréfs-vesens neyðist ég til að gera mér ferð í íslenska sendiráðið í höfuðstaðnum. Þar sem flugvélar eru allar meira og minna uppbókaðar á þessum tíma og fargjöld himinhá var ákveðið að keyra bara, enda bensínið komið niður í $1.69. Aðra eins vitleysu hefur maður svosem lagt út í en vegalengdin frá Minnesota til D.C. og aftur til baka er um 3760 kílómetrar...sem samsvarar um þremur hringjum í kringum Ísland! Planið er að ferðalagið taki eina viku með 3-4 daga stoppi í Washington. Piece of cake.
Ef ekkert heyrist frá mér næstu daga þá sit ég sennilega fastur í snjóskafli einhversstaðar í Appalachia fjöllunum...en veðurspáin er freker leiðinleg fyrir þann hluta leiðarinnar...heavy "Lake Effect" snjókoma frá Ohio og í gegnum Pennsylvaniu...þannig að þetta gæti orðið áhugavert ævintýri.
Svo skemmtilega vill til að í síðasta mánuði voru liðin nákvæmlega 10 ár frá minni fyrstu og einu heimsókn til Washington D.C. og var það sömuleiðis fyrsta ferð mín til Bandaríkjanna. Það verður áhugavert að sjá hvort eitthvað hafi breyst þar í forsetatíð W. Ætli ég noti ekki tækifærið og kíki á nokkur söfn og minnisvarða fyrst maður verður þarna á annað borð.
Kannski læt ég vita af mér annað slagið þegar ég kemst í netsamband á leiðinni en ég legg í hann snemma í fyrramálið og ætla mér keyra sem leið liggur í gegnum Wisconsin og Illinois, framhjá Chicago og áætla að gista í South Bend, Indiana fyrstu nóttina. Svo held ég áfram í gegnum Ohio með viðkomu í Cleveland og þaðan inn í Pennsylvaniu og stefni á að gista í Pittsburgh. Þaðan er svo ekki nema 4-5 tíma keyrsla inn í Maryland og til D.C. þar sem ég vonast til að vera mættur seinni partinn á þriðjudaginn.
Wish me luck!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Winona
19.11.2008 | 21:27
Þegar leikkonan seinheppna Winona Rider kemst í fréttirnar verður mér ávallt hugsað til heimabæjar hennar, eða öllu heldur staðarins þar sem hún fæddist og er nefnd í höfuðið á, Winona, Minnesota.
Winona er einstaklega fallegur og vinalegur bær með um 27 þúsund íbúa og er staðsettur á nokkurs konar eyju eða skeri í miðju Mississippi fljótinu, um 100 mílur suðaustur af Minneapolis og rétt hjá LaCrosse í Wisconsin.
Winona nafnið er sagt vera nafn konu indíjánahöfðingjans Wabasha sem var af Sioux ættbálkinum. Síðasta sumar fór ég ásamt föður mínum í kvöldverðar-cruise á gamaldags fljótabáti þarna niðurfrá og var sú ferð ánægjuleg í alla staði þrátt fyrir á þriðja tug moskító-bita.
![]() |
Kvikmyndastjarna veiktist í háloftunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Moral Orel
18.11.2008 | 20:30
Frá framleiðendum Family Guy og Robot Chicken: Fylgist með uppvexti Orel litla, sem er guðhræddur snáði frá Moralton, Statesota. Meira á vef adult swim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Whale Wars
18.11.2008 | 19:42
Það væri nú synd fyrir Animal Planet og Sea Shepherd ef íslendingar hættu hvalveiðum...hvað verður þá um Season 2 af þessum stórskemmtilegu þáttum með íslandsvininum og hetjunni Paul Watson?
![]() |
Gætum þurft að hætta hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Prince segir Guð hata homma
18.11.2008 | 11:01
Hver man ekki eftir popparanum glysgjarna Prince...sem einu sinni kallaði sig "The Artist formerly known as Prince" og svo varð hann aftur bara Prince. Eitthvað virðist hann ennþá vera ruglaður í ríminu eftir þessar nafnabreytingar og sennilega í einhverri tilvistarkreppu grey karlinn.
Prince er sennilega einn af frægari tónlistarmönnum Minnesota (ásamt Bob Dylan) og hann hefur búið í Minneapolis alla sína hunds og kattartíð og troðið upp á First Avenue (Purple Rain) og í Uptown við og við. Prince flutti þó til Los Angeles í fyrra á fimmtugsafmælinu sínu, að eigin sögn til þess að geta betur "ræktað trúnna".
Aumingja Prince lenti í klónum á költi Votta Jehóva fyrir nokkrum árum og tekur meira að segja þátt í að ganga hús í hús til þess að boða "fagnaðarerindið" og dreifa "Varðturninum", áróðurspésa Vottanna.
Einhverra hluta vegna gat ég ekki annað en skellt uppúr þegar ég las viðtal við Prince í The New Yorker þar sem hann er meðal annars spurður um pólitík...en trúin bannar honum að kjósa. Hann sagðist m.a. vera algerlega á móti hjónaböndum samkynhneigðra, benti á biblíuna og sagði God came to earth and saw people sticking it wherever and doing it with whatever, and he just cleared it all out. He was, like, Enough. og átti þar væntanlega við Sódómu og Gamorru. Mjög djúpt hjá listamanninum knáa og kvenlega...og svolítið tragíkómískt. Við óskum honum að sjálfsögðu góðs bata.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Icelandic snake-oil-salesmen
18.11.2008 | 10:13

Þriggja mánaða skammtur kostar ekki nema $250 og ef þú finnur ekki fyrir bættu skammtímaminni innan þriggja vikna þá færðu endurgreitt! 100% Money Back Guarantee.
Svo er bara spurningin hvort þetta sé enn eitt Ice-Save Nígeríu-svindlið...og þá hvort íslensku þjóðinni beri að endurgreiða...og gert sé ráð fyrir þessu í lánapakkanum frá IMF.

Hér er vefsíða icelandhealth.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
License and Registration Please!
16.11.2008 | 22:00
Fyrir stuttu var ég stoppaður af lögguni hérna í St. Cloud (bara heiður að vera stoppaður af svona flottum Dodge Charger!
) og ég fékk áminningu fyrir að vera með útrunnin "tags" sem er límmiði sem maður kaupir einu sinni á ári (bifreiðagjöld ca $40) og skellir á númeraplötuna. Hér þekkist ekki að fara með bíla í skoðun...þú berð sjálfur ábyrgð á þinni druslu.
Þetta var sennilega fjórða skiptið sem ég "lendi í löggunni" hér í Ameríkunni...sem hlýtur að teljast nokkuð gott á 8 árum. Aldrei hef ég kynnst neinu nema fyllstu prúðmennsku og almennilegheitum af Amerískum löggum og samskipti okkar hafa ætíð verið með mestu ágætum. Þegar ég var nýkominn til Minnesota og rataði lítið í Minneapolis varð mér einu sinni á að keyra inn á Nicolette Avenue...ég tók ekkert eftir skiltinu sem sagði að þetta væri göngugata og einungis leyfð leigubílum, strætóum og neyðarbílum. Það sem meira var...ég elti löggubíl! Eftir nokkra metra stoppar hann og setur á blikkljósin en mér datt ekki í hug að hann væri að stoppa mig. Svo ríkur löggan út og spyr mig hvern andskotann ég haldi að ég sé að gera og hvort ég viti hvar ég sé! Maður varð hálf skömmustulegur og sagðist bara vera saklaus íslendingur á leið í mollið (það myndi sjálfsagt ekki duga í dag
).
Eftirminnilegast var þó þegar ég var stoppaður af þyrlu! Það var Iowa State Patrol sem náði mér á smá hraðferð í gegnum maís-akrana á I-35. Það kostaði mig $110 plús hækkun á bílatryggingunum.
Kynni mín af íslenskum löggum eru hins vegar ekki alveg jafn ánægjuleg. Veturinn 2001-2002 var ég á íslandi og flutti með mér Lincolninn minn frá Tulsa. Selfoss-löggan lét mig ekki í friði allan veturinn. Fyrst var ég stoppaður fyrir meintan hraðakstur (heilum 10 km fyrir ofan leyfðan hámarkshraða), næst var ég stoppaður án tilefnis en þá var ég að rúnta um bæinn með pabba gamla mjög síðla kvölds og þeir vildu bara snuðra um hvern andskotann maður væri að þvælast. Loks var ég stoppaður fyrir að aka um með skyggðar rúður að framan sem er víst stórglæpur á íslandi, því löggan verður að fá að sjá inn í bílinn af einhverjum ástæðum. Löggan bauðst til að skrapa filmuna af rúðunum á staðnum og þegar ég afþakkaði pent að framin yrðu skemmdarverk á bílnum mínum, sektuðu þeir mig og settu svo rauðan skoðunarmiða á númeraplöturnar og sögðu mér að hundskast með bílinn í skoðun og að ég fengi aldrei skoðun nema að taka filmuna úr rúðunum fyrst.
Já en halló!!! Bíllinn var búinn að fá skoðun án athugasemda! Löggan var búin að stoppa mig TVISVAR áður án þess að minnast á rúðurnar! Og nú þurfti ég að fara með bílinn aftur í skoðun...þar sem skömmustulegir starfsmenn viðurkenndu mistök sín og réðust svo á rúðurnar og létu mig svo borga fullt skoðunargjald aftur takk fyrir.Mikið lifandi skelfing var ég feginn að komast aftur út til lands hinna frjálsu og heimkynna hinna huguðu...þar sem engvir öfundssjúkir kerfiskallar með harðlífi skipta sér af lituðum bílrúðum og bifreiðaeftirlit ríkisins er bara til í áróðurs-kvikmyndum um Sovétríkin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Lúxusvandamál Norðmanna - Lockheed eða Saab
15.11.2008 | 22:53
Það getur verið gaman að detta inná norska fréttamiðla endrum og eins (sem eru þó ekki eins skemmtilegir aflestrar og þeir Færeysku) en það er afar hressandi að sjá rifrildi um eitthvað annað en kreppu og bölmóð.
Heitasta debatið í Noregi þessa dagana virðist vera um hvort þessi friðelskandi olíuþjóð eigi að spandera krónunum sínum í nýtískuleg Amerísk stríðstól eða Sænsk jafnaðarmanna-drápstól frá Saab.
Það er nefnilega kominn tími á að endurnýja og módernísera flugvélaflota Luftforsvaret og henda gamla kaldastríðs-draslinu á öskuhauga sögunnar. F-16 þoturnar þeirra hafa reyndar staðist tímans tönn og vel það, en þær eiga ekki lengur séns í nútíma lofthernaði.
Valið stendur á milli Lockheed Martin F-35 Lightning II (Joint Strike Fighter) og Saab JAS 39 Gripen. Ef flugherinn fengi að ráða væri valið mjög einfalt...en það sem flækir málið verulega er geo-pólitík og kostnaður. Margir norðmenn vilja frekar styrkja hergagnaiðnað nágranna sinna heldur en að kaupa Amerískt. Nordisk samarbete...jo visst!
En staðreyndin er sú að F-35 er að öllu leiti fremri en sú sænska (nema kannski hvað útlitið varðar). F-35 er af fimmtu kynslóð orustuþotna og mun koma í stað F-16 og F-18 þotna hjá Kananum. Hún býður uppá Stealth tækni, thrust-vectoring og fullkomnustu avionics og radar svítu sem völ er á. "First look, first shoot, first kill" concept. F-35 er að vísu hálfgerður "jack-of-all-trades but a master of none" því hún er hugsuð sem alhliða árásarvél. Hún er ekki hugsuð sem hreinræktuð "air superiority fighter" eins og F-22 Raptor sem tekur við af F-15. F-35 er smíðuð í Fort Worth, Texas og kostar stykkið litlar $70-80 milljónir.
Saab Gripen er hins vegar fjórðu kynslóðar orustuþota sem var hönnuð á níunda áratug síðustu aldar. Þrátt fyrir endurbætur á avionics og nýjan öflugri hreyfil er varla hægt að bera hana saman við F-35. Hins vegar er hún smíðuð í Linköping og kostar bara $40-60 milljón dollara stykkið.
Hvorki F-35 né Saab Gripen á mikinn séns í loftbardaga á móti Rússneskum Sukhoi Su-35 eða Eurofighter Typhoon...en það má svosem færa rök fyrir því að loftvarnir séu lítið meira en sýndarmennska hvort sem er.
Hvort myndi ég velja Lockheed eða Saab? Tja...ég hef nú átt Saab bíl og ég hef átt Lincoln... einhverra hluta vegna fílaði ég mig nú betur á Lincolnum.
P.S. Þessu tengt - ef þið eruð áhugamanneskjur um orustuþotur þá endilega kíkið á þessi myndbönd sem ég tók á flugsýningu í sumar, m.a. Blue Angels. Ef maður hugsar ekki mikið um hinn eiginlega tilgang þessara tóla þá getur hönnunin og fegurðin skinið í gegn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Grænt bandalag við Bandaríkin
11.11.2008 | 06:17
Hvernig væri nú að gleyma IMF, Evrunni og ESB og taka upp Dollarinn (síðar Amero ) og ganga í NAFTA? Til vara getum við svo boðið þeim afnot og olíuborunarrétt á Drekasvæðinu og fengið ExxonMobil til þess að byggja tvær eða þrjár olíuhreinsunarstöðvar á norðurlandi-eystra eða á Vestfjörðunum.
Rakst á þessa áhugaverðu grúppu á Fésbókinni og hef heyrt margt vitlausara. Birti hér tillögu grúppunnar:
"Grænt Bandalag Við Bandaríkin
"Grænt Orkubandalag"
Hér er hugmynd um að Íslendingar, í stað umsóknar um aðild að Evrópusambandinu, tengist aftur okkar gamla Vínlandi og semji við Bandaríkin um laust bandalag.
Bandalagið yrði mun einfaldara heldur en Evrópusambands bandalag og gæti í megin atriðum snúið að þremur hlutum:
1. Ísland tekur upp bandaríkjadollar og fengi lán upp á t.d. $10B.
2. Víðtækur samstarfssamingur um Græna Orku og hefur Ólafur Ragnar, forseti, þegar rætt þau mál aðeins við Obama, eins og kom fram í sjónvarpinu 5. nóvember.
3. Tvíhliða atvinnusamningur þar sem Bandaríkjamönnum er frjálst að vinna á Íslandi og Íslendingum er frjálst að vinna í Bandaríkjunum.Kostir fyrir Ísland:
* Ekkert er gefið eftir af fullveldinu, eins og þarf að gera þegar gengið er í Evrópusambandið.
* Deilur Hollands, Bretlands og Íslands gera Evrópusambands umsókn líka erfiða og líklega verða skilyrðin hörð.
* Í stað 20+ ríkja sem deila um stefnu Evrunnar eru aðeins Bandaríkin og Federal Reserve sem stjórna bandaríkjadollar.
* Traustasta mynt í heimi og lágir vextir.
* Laðar að erlenda banka og bandarísk, Græn hátæknifyrirtæki.
* Skapar stöðugt umhverfi fyrir erlenda fjárfesta.
Kostir fyrir Bandaríkin:
* Samstarfið gæti orðið ein af burðarstoðum Grænu byltingar Obama. Ísland er þar í fararbroddi varðandi hátækniþróun í Grænni orku og gæti það gerst mjög hratt. Vegna smæðar landsins er hægt að skipta fljótt yfir í nýja tækni, eins og vetni, og getur allt landið orðið markaðstilraunasvæði fyrir Græna tækni.
* Rússar eru aftur orðnir meiri ógnun við Bandaríkin og hefur vægi staðsetningar Íslands aukist aftur til muna.
* Sýnir að stjórn Obama tekur strax stór skref í Grænu áætluninni sinni með því að tengjast sterklega inn í íslenska sérþekkingu á Grænni orku.Við skorum á Forseta lýðveldisins, Ríkisstjórn og Alþingi og skoða þessa hugmynd alvarlega sem allra fyrst!
Ef þú ert sammála um að skoða þessa hugmynd, skráðu þig í þessa Facebook grúppu og sendu skilaboð til þinna vina."
http://www.facebook.com/group.php?gid=42789560971&ref=mf
P.S. Öllu gríni fylgir einhver alvara!
![]() |
Söguleg heimsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)