Yfirgef Ísland á ný – hasta la vista, baby!

Eftir tæplega þriggja ára viðdvöl á Íslandi er nú aftur komið að því að leggjast í Víking og herja á nýjar slóðir eftir nýjum tækifærum og ævintýrum.  Í næsta mánuði flyt ég til hjarta Evrópu, Lúxemborgar, þar sem smérið drýpur af hverju strái.

Ég ákvað að grípa gæsina þegar mér bauðst starf (Maintenance Programs & Reliability Engineer) hjá hinu fornfræga og íslensk-ættaða flugfélagi Cargolux.   Það verður spennandi áskorun og einstækt tækifæri til að vaxa faglega og taka þátt í metnaðargjarnri uppbyggingu hjá framsæknu fyrirtæki sem er leiðandi í heiminum á sínu sviði.   Cargolux er þessa dagana að endurnýja flugflota sinn og er nýbúið að taka við heimsins fyrstu Boeing 747-8F flugvélunum sem er nýjasta útfærslan á gömlu góðu „Júmbó-bumbunni“ eða „Drottningu háloftanna“.  Nýja „áttan“ er fimm og hálfum metra lengri en -400 týpan, ber allt að 29 tonnum meira og nýjir vængir og hreyflar gera hana allt að 16% sparneytnari.   Sem áreiðanleikasérfræðingur mun ég vinna mjög náið með verkfræðingum Boeing sem fylgjast grannt með „performance“ og öllum hugsanlegum byrjunarörðugleikum, bilunum og viðhaldsgögnum.

 

Það verður með miklum söknuði sem ég kveð frábæra félaga og kollega hjá Air Atlanta í bili – en þessi bransi er lítill og aldrei að vita hvenær/hvar við sjáumst aftur. Þá á ég auðvitað eftir að sakna góðra vina, ættingja, Lúðrasveitarinnar Svans...og íslenskrar náttúru.

En nokkurra hluta reikna ég ekki með að sakna:

• Íslenskrar stjórnmála-umræðu/menningar – vanhæfs Alþingis.

• „Djöfulsins snillinga“ sem búa sig nú undir að taka við stjórnartaumunum á ný eftir að hafa talið þjóðinni trú um að hið „svokallaða hrun“ hafi bara verið misskilningur sem enginn ber ábyrgð á.

• Íslensku krónunnar

• Verðtryggingarinnar

• Verðsamráðs, neyslustýringar, okurs og skattpíningar

• Íslenskra fjármálastofnanna

• Íslensks réttarkerfis

• Íslensks menntakerfis

• Íslenskrar ríkis-kirkju og varðhunda hennar

• LÍÚ og bændamafíunnar

• Útvarps Sögu og valinkunnra ofstækisfullra og „þjóðhollra“ Mogga-bloggara haldna ýmsum komplexum

• Þjóðrembu og ótta við útlendinga og erlent samstarf

• Idjóta sem láta sérhagsmunaklíkur blekkja og heilaþvo sig til hlýðni

• Gillzenegger-væðingar

• Heilbrigðis-og tryggingakerfis sem greiðir „skinkum“ fyrir nýja sílíkon-púða í tútturnar á sér á sama tíma og þeir neita að taka þátt í að greiða fyrir handa-ágræðslu Guðmundar Grétarssonar.

Og svo mætti svosem lengi, lengi telja...en því í ósköpunum að ergja sig á því fyrst maður er svo gott sem „sloppinn“? Whistling

En þetta eru kannski hlutir sem þeir sem eftir sitja geta velt fyrir sér þegar allt unga og menntaða fólkið sem hefur tækifæri til að komast burt er farið?  Kannski þarf einhverju að breyta hérna?   Eða hvað?   Það er svosem sem ég sjái það.   Og kannski er bara „landhreinsun“ af okkur „landráðamönnunum“ sem svíkjum íslensku sauðkindina og fjallkonuna og stingum af til illa óvina-heimsveldisins ESB?  Ísland er jú, hefur alltaf verið og mun áfram verða, „bezt í heimi!“. Pinch


Santorum

Ég gat ekki annað en glott út í annað þegar ég sá að Rick Santorum, "uppáhalds" repúblikaninn minn á eftir Michelle Bachman stóð sig vel í forkosningunum í Iowa.

Þessi forpokaði kristni öfga-íhalds trúður hefur í gegnum árin látið mörg gullkornin falla og hann hefur ítrekað opinberað heimsku sína og sjúkan hugsunarhátt.  Það væri því fullkomið fyrir Obama ef Santorum tækist að verða mótframbjóðandi hans, því ekkert heilbrigt fólk utan biblíu-beltisins tekur hann alvarlega.

Líkt og Michelle Bachman hefur Santorum óeðlilegan áhuga á samkynhneigð, sem hann telur rót alls ills í heiminum og beint frá Satan komin.  Eitt af hans helstu baráttumálum er að ógilda dóm Hæstaréttar bandaríkjana gegn hinum svokölluðu "anti-sodomy laws" sem til ársins 2003(!!!) heimiluðu lögreglunni í Texas að ráðast inn á heimili grunaðra homma, grípa þá í bólinu og handtaka fyrir brot gegn náttúrunni!

Þetta varð upphafið að hinu svokallaða "Google vandamáli" Santorums, því nokkrir samkynheigðir grallarar (með Dan Savage í broddi fylkingar) tóku upp á því að stríða Santorum með því að hvetja almenning til þess að finna uppá skilgreiningu á orðinu Santorum sem síðar yrði í krafti fjöldans efsta niðurstaðan þegar flett er uppá Santorum á Google (endilega gúgglið karlinn!) Wink
Nú er skilgreiningin komin í "Urban Dictionaries" og trónir efst á Google.  Það er varla að maður kunni við að hafa þetta eftir...en ég eiginlega verð...

"Santorum - 1. The frothy mix of lube and fecal metter that is sometimes the byproduct of anal sex.    2. Senator Rick Santorum"

Við þetta má bæta að veitingastaður í Iowa selur nú girnilegt salat sem þeir gáfu nafnið Santorum til heiðurs forsetaframbjóðandanum.  Annaðhvort eru þeir miklir húmoristar eða hafa ekki gert sér grein fyrir kaldhæðninni, því svona lítur salatið út! Tounge
ssalad
 

mbl.is Romney og Santorum jafnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlætislegt dramb hinna réttlátu í garð Vantrúarseggja

"Heiðvirt og vel gefið fólk með sterka siðferðisvitund, réttlætiskennd og gagnrýnið viðmót" hefur að undanförnu farið mikinn gegn félagsskapnum Vantrú (sem ég N.B. tilheyri ekki enn sem komið er en hef fulla samúð með) eftir að fjölmiðlar fjölluðu um kærumálið fræga í Háskólanum sem til kom þegar kennari við guðfræðideild varð sér og skólanum til háborinnar skammar vegna glórulausra og ógeðfelldra ásakana á hendur trúleysingjum þar sem "fylgismönnum Richards Dawkins" er m.a. lýst sem haturshreyfingu sem "grefur undan allsherjarreglu samfélagsins og almennu siðferði".

Einhliða umfjöllun (áróður) fjölmiðla um þetta mál, sérstaklega í Morgunblaðinu og Kastljósi, var í besta falli sorgleg, þó svo mig langi til að nota sterkari orð.

Þetta ágæta myndband sýnir nákvæmlega hvaða augum hinir trúuðu "sanctimonious" broddborgarar líta okkur vesalings trúleysingjana...með smá dash af tvöföldu siðgæði og hræsni!


TF-AMU lendir í Jeddah (myndband)

Óska félögum mínum í Jeddah gleðilegrar Hajj vertíðar.  Allahu ackbar!  Wink

Auk farþegaflugsins er sömuleiðis nóg að gera í fraktinni (aðrar 8 vélar í augnablikinu - 4x Boeing 747-200, 2x Boeing 747-400 og 2x Airbus A300).

Þetta myndband tók ég af einum fraktaranum í Jeddah í sumar áður en ég húkkaði mér far til Hong Kong.


mbl.is Átta vélar frá Air Atlanta í pílagrímaflugi til Jeddah
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marsa-tónleikar Svansins og LV í Ráðhúsi Reykjavíkur

Ég lét nýlega gamlan draum rætast og byrjaði að blása aftur í franska hornið eftir nokkurra ára hiatus.  Ég hef æft með Lúðrasveitinni Svaninum í haust og nú er komið að fyrstu tónleikunum.

Fyrir hönd Svansins leyfi ég mér að vekja athygli á marsa-tónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur annað kvöld (miðvikudag) kl. 20.  Lofa heilmiklu trukki, en auk Svansins spilar Lúðrasveit Verkalýðsins.  Þema kvöldsins verða franskir her-marsar frá Napóleon-tímabilinu en auk þess hljómar John-Phillip Sousa, Páll Pamplicher Pálsson og loks verður frumflutt nýtt íslenskt verk fyrir tvær lúðrasveitir eftir Þórunni Guðmundsdóttur.

Swan-ad


Vegið að Sinfó

Sinfóníuhljómsveit Íslands er þjóðargersemi og eitt af því fáa sem við megum sannarlega vera verulega stolt af sem þjóð.  Það er ekkert sjálfgefið að 300 þúsund manna samfélag geti státað af slíkri heimsklassa-hljómsveit - þvert á móti er það heilmikið afrek.

Listafólkið sem skipar hljómsveitina er afreksfólk - alls ekki síður en handboltakapparnir okkar.  Að baki árangri þeirra liggur margra ára linnulausar æfingar og nám - blóð, sviti og tár.  Sjálfsagt gætu flestir meðlimir hljómsveitarinnar starfað við mun betri kjör í nafntoguðum erlendum hljómsveitum - en þökk sé hugsjón þeirra og tryggð við íslenska menningu, erum við svo lánsöm að fá að njóta starfskrafta þeirra og listsköpunar hér - í okkar stórkostlegu Eldborg (hvað svo sem segja má um Hörpu að utan).   

En nú heyrist tísta í smásálum úr stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins - að í ljósi núverandi fjárlagahalla og niðurskurðar væri réttast að afnema ríkis-styrki til Sinfóníunnar og þar með leggja hana niður.  Erum við virkilega svo snauð, bæði andlega og veraldlega að við getum ekki/viljum ekki halda á lífi megin-stoð lista og menningar á Íslandi?  Ég held ekki - það eru til aðrar og skynsamari lausnir. 

Ekki einu sinni menningarsnauðum Ameríkönum myndi detta slíkt í hug.  Þar í landi frjálshyggjunnar njóta sinfóníuhljómsveitir opinberra styrkja úr National Endowment for the Arts.

Það er sorgleg staðreynd að margir líta á klassíska tónlist sem eitthvert snobb ríku elítunnar.   Þetta er skelfilegur misskilningur - það geta ALLIR notið klassískrar tónlistar, óháð stöðu og stétt.  Stór hluti tónleikaáskrifenda Sinfóníunnar er alþýðufólk og verkamenn sem kunna að vera fátækir af peningum en því ríkari í anda! Fólk með reisn. Ef ég fengi að ráða væri unnið að því að breikka ennfrekar þann hóp sem fær að njóta Sinfó með því að fjölga tónleikum úti á landi sem og að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum andlega næringu þeim að kostnaðarlausu. 

Nóg er framboðið af upphafinni og forheimskandi lágmenningu, fótbolta og "America´s Got Talent" að engin undra er að fimmtungur drengja í 10. bekk er ólæs!   Segjum hingað og ekki lengra og stóreflum tónlistarkennslu grunnskólabarna og gefum þeim þá dýrmætu gjöf að verða "læs" á tónlist og fagurfræði.

Áður en Sinfónían verður drepin legg ég til að ríkið hætti að styrkja fótboltalandsliðið og ríkis-kirkjuna! Þar fara tvær vita-gagnslausar stofnanir sem má fullyrða að séu mun meiri sóun á skattpeningum okkar en Sinfó.  Segi það og skrifa.

...

P.S. Hér má sjá frumlegan flutning á fimmtu sinfóníu Beethovens - í beinni lýsingu íþróttafréttamanna og svo tekur dómarinn til sinna ráða! Wink


Hvaðan kemur Michele Bachmann?

Presenting-this-weeks-Newsweek-Michele-Bachmann-600x370
Það hefur verið hálf einkennilegt fyrir mig að fylgjast með Michele Bachmann skjótast upp á frægðar-sviðið undanfarin ár og maður er eiginlega kjaftstopp yfir árangri hennar og þeirri staðreynd að hún eigi jafnvel séns á að verða útnefnd forsetaframbjóðandi Repúblikana/te-poka-hyskisins á næsta ári.  Satt að segja er það súrrealísk og virkilega "scary" tilhugsun að þessi brjálæðingur og öfgamanneskja skuli hafa svona mikið fylgi meðal venjulegra kjósenda.  Það er í raun afar sorgleg staðreynd.

Ég hef fylgst með Michele lengur en flestir íslendingar, sökum þess að hún var eitt sinn þingmaðurinn "minn".  Jú, sko, ég stundaði háskólanám og bjó í hennar kjördæmi í Minnesota í rúm 6 ár.   Fyrst man ég eftir henni í local pólitík þegar hún var"State Senator"en svo komst hún á þingið í Washington fyrir "MN 6th Congressional District"...kjördæmið mitt.

mn6
Það má segja að MN 6th sé nokkurskonar "Kraginn" þeirra Minnesota-búa.  Kjördæmið nær utan um norður-úthverfi Minneapolis, frá Anoka sýslu og upp meðfram "the I-94 Corridor" til St. Cloud í norð-vestri.  Nú hefur Minnesota hingað til verið þekkt fyrir að vera mjög frjálslynt Demókrata-ríki sem gaf af sér eðal-krata á borð við Walter Mondale, Paul Wellstone og Al Franken.  En einhverra hluta vegna hefur MN 6th lengi verið helsta vígi Repúblikana í Minnesota.  

Eins og margir vita er stór hluti Minnesota-búa kominn af Skandínavískum og Þýskum ættum.  Skandínavarnir eru flestir Lútherstrúar á meðan þjóðverjarnir eru strangtrúaðir kaþólikkar.  Þar sem ég bjó, í St. Cloud, eru yfirgnæfandi meirihluti íbúanna afar íhaldssamir þýskir kaþólikkar.   Aðal-fjörið hjá þeim var að efna til mótmæla fyrir utan „Planned Parenthood“ og leggja konur í einelti sem hugðust fara í fóstureyðingu.

St. Cloud hefur því miður á sér óorð vegna rasisma.  Þangað til fyrir um 20 árum voru 95% íbúanna hvítir og kristnir og hefur borgin oft verið uppnefnd "White Cloud".  Síðan gerðist það að stór hópur Sómalskra flóttamanna var fluttur til St. Cloud og það hefur satt að segja gengið erfiðlega fyrir innfædda að taka á móti svörtum múslimum í samfélagið.  
Háskólinn minn - St. Cloud State University - á sér sömuleiðis langa sögu rasisma en fyrir um 15 árum síðan fóru nokkrir kennarar sem tilheyrðu minnihlutahópum í mál við skólann vegna mismununar og unnu málið.  Skólinn var skikkaður til þess að setja á stofn "diversity program" eða fjölmenningarstefnu sem m.a. gekk út á að laða til sín fleiri nemendur og kennara af ólíkum uppruna.  Liður í þessu var að fjölga erlendum nemendum og nú eru um 1,000 nemendur af 18,000 útlendingar, flestir frá asíu og afríku.  Þrátt fyrir þessa viðleitni hefur gengið á ýmsu og óhætt að segja að enn séu margir innfæddir ósáttir við þessa innrás fólks af "óæðri kynstofnum".  Í fyrra gengu til að mynda um ribbaldar sem krotuðu hakakrossa og haturs-orð á veggi á heimavistinni og á salernum skólans.  

bachmannholywar
Sennilega er það þessi ömurlegi trúar-ofsi sem gerði það að verkum að A) ég fékk algert ógeð á trúarbrögðum og B) Michele Bachmann átti greiða leið á toppinn í Minnesota.
Hún gekk í Oral Roberts University í Tulsa, Oklahoma - en það er kristilegur "háskóli" sem var stofnaður af frægum sjónvarps-prédikara.  Þar lærði hún allt um hefðbundin fjölskyldugildi og stöðu konunnar (hún heldur því fram að konur eigi að vera undirgefnar eiginmönnum sínum), sköpunarkenninguna og það hvernig jörðin er einungis 6000 ára gömul og að kölski hafi plantað risaeðlu-steingerfingum í jörðina til að villa um fyrir mannkyninu og fá það til að efast um Je$us Chri$t.  Hún heldur því fram að stjórnarskrá bandaríkjanna sé "heilagt plagg" frá Guði og að landsfeðurnir hafi ætlast til þess að bandaríkin yrðu "Christian Theocracy" en ekki "Secular Democracy".  Það held ég að Thomas Jefferson myndi snúa sér við í gröfinni ef hann heyrði þetta rugl!

Þess má svo geta að eiginmaður Michele, Marcus, er sér kapítuli útaf fyrir sig.  Hann veifar doktors-gráðu í sálfræði frá kristilegum háskóla en hefur ekki starfsréttindi sem slíkur í Minnesota.  Saman reka þau kristilega sálfræðistofu sem sérhæfir sig í af-hommun!  Þau hvetja foreldra samkynhneigðra unglinga til þess að bjarga börnum sínum frá glötun með því að borga þeim fyrir "leiðréttingar-meðferð".  Þess má geta að nýlega voru settar reglur í Anoka sýslu sem banna að minnast á samkynhneigð í ríkisreknum skólum.  Ennfremur má geta þess að á síðustu 2 árum hafa 7 samkynhneigðir unglingar í Anoka sýslu framið sjálfsmorð vegna eineltis.

Michele Bachmann kom nokkrum sinnum í heimsókn í skólann minn á meðan á kosningabaráttunni árið 2006 stóð, í boði College Republicans.  Ég sá hana samt aldrei því á sama tíma var ég að taka í spaðann á Senator Al Franken og Howard Dean f.v. ríkisstjóra Vermont, forsetaframbjóðanda og framkvæmdastjóra Demókrataflokksins.

Ég má til með að segja ykkur frá tveimur prófessoranna minna við flugdeild St. Cloud State.  Það má með sanni segja að þeir hafi verið eins gjörólíkir og hugsast getur.  Annar þeirra, Dr. Jeff Johnson er hvítur, sanntrúaður born-again evangelisti og "faculty sponsor" fyrir College Republicans.  Hann notaði hvert tækifæri sem honum gafst til að auglýsa kirkjuna sína og ungliðahreyfinguna.  Hann var látinn fara frá University of Nebraska eftir að hafa sent tölvupóst á allt starfsfólk og nemendur skólans til að mótmæla harkalega þeirri hugmynd að makar samkynhneigðra kennara fengju samskonar „benefits“ frá skólanum og aðrir.  Ekki veit ég hvort Dr. Jeff vissi að ég væri gay eða hvort það var tilviljun en fram að því að ég tók áfanga hjá honum hafði ég verið "straight A student".  Hjá honum var ég lægstur í bekknum með C í lokaeinkun.  Í dag er þessi maður orðinn deildarstjóri með æviráðningu við SCSU.  

Hinn var umsjónarkennari minn, Dr. Aceves.  Hann er af mexíkóskum ættum landbúnaðarverkafólks í Kalíforníu.  Sá fyrsti í fjölskyldunni sem gekk menntaveginn og braust út úr fátæktinni.  Hann gekk í flugherinn og flaug m.a. C5 Galaxy flutningavélum og KC-11 eldsneytisbyrgðavélum áður en hann útskrifaðist úr Embry-Riddle Aeronautical University – stærsta nafninu í flugbransanum.  Dr. Aceves er alger ljúflingur og okkur varð vel til vina.  Hann bauð mér í tvígang í "Thanksgiving Dinner" með fjölskyldu sinni á Þakkargjörðarhátíðinni og sennilega hef ég verið einn af hans uppáhalds-nemendum.  Eftir að ég hóf masters-námið bauð hann mér að leiðbeina nokkrum "undergraduates" í hönnunarsamkeppni á vegum bandarísku flugmálastjórnarinnar FAA og við hlutum þriðju verðlaun í harðri samkeppni við stóra og virta skóla.  Hann var hinsvegar ekki vinsæll meðal margra nemenda sem þóttu hann of kröfuharður...já og ekki hvítur, öfgatrúaður repúblikani.  
 
Eitt sinn sá ég að hann hafði sett límmiða á skrifstofu-hurðina sína sem á var regnbogafáni og orðin "LGBT Safe Zone".  Það var nefnilega ekkert sjálfgefið að samkynhneigðir nemendur upplifðu sig örugga í skólanum.  Þetta fór að sjálfsögðu mikið fyrir brjóstið á samkennurum hans en mér þótti mikið til koma.  Ég ákvað að segja honum frá því að ég væri samkynheigður og þakkaði honum fyrir stuðninginn.

Um það leiti sem ég var að útskrifast fékk hann stöðu deildarstjóra við City University of New York og sagði skilið við St. Cloud.  Ég heyrði í honum í vetur og þá sagðist hann hafa verið flæmdur frá SCSU og hann talaði um hversu andrúmsloftið hafi verið eitrað í SCSU.  Orðrétt sagði hann „fyrir þá sem ekki voru hvítir, straight, born-again Republican Evangelicals var lífið gert hreint helvíti.“  Ástæða þess að hann setti sig í samband við mig var sú að bjóða mér að gerast "mentor" eða trúnaðarmaður fyrir samkynheigða nemendur hans í New York sem eiga erfitt uppdráttar í flug-náminu og sem hann hafði áhyggjur af að myndu leggja drauma sína á hilluna sökum ótta við að eiga enga möguleika í hinum mjög svo"macho" flugbransa.  Mér þótti mjög vænt um þennan heiður og bauðst til að aðstoða hann á hvern veg sem ég gæti.

Þrátt fyrir allt á ég margar frábærar minningar frá SCSU og hér er að lokum smá myndband sem ég tók af skólanum mínum eftir að ég útskrifaðist...svona til að eiga lifandi minningar frá staðnum.



mbl.is „Enga samkynhneigða í herinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af meintum "reverse rasisma" Páls Óskars

Hin árlega gleðiganga Hinsegin daga er fagur vitnisburður um það besta í fari íslendinga. Við megum vera stolt og þakklát fyrir að búa í einu af frjálslyndustu samfélögum heims þar sem flestir eru sammála um gildi jafnréttis og mannréttinda minnihlutahópa. Þegar þriðjungur þjóðarinnar mætir með góða skapið og gleðina til þess að sýna samkynhneigðum stuðning, ást og staðfestingu á tilverurétti okkar – bærast ólýsanlegar tilfinningar í brjósti hvers homma og hverrar lesbíu. Gleymum því ekki hversu stutt er síðan tilvera okkar var sveipuð þöggun, skömm og ótta.

Einn er sá eðal-hommi sem ber sennilega meiri ábyrgð en flestir aðrir á því að fá þorra þjóðarinnar á okkar band á undanförnum árum. Með einlægni sinni, hreinskilni og persónutöfrum, hefur Páli Óskari tekist að koma við hjartað á íslendingum svo um munar. Hann var því vel að því kominn að hljóta mannréttinda-viðurkenningu Samtakanna 78 þetta árið. Eins og hann benti réttilega á í lok göngunnar á laugardaginn stendur Gay Pride á Íslandi orðið fyrir meira en „bara“ réttindabaráttu samkynhneigðra – þetta er orðin fjölskyldu-þjóðhátíð ALLRA íslendinga sem láta sig frjálslynd viðhorf og mannréttindi varða.

Ekki eru allir sáttir

Auðvitað fyrirfinnast enn einstaklingar sem láta Pál Óskar og Gay Pride fara í taugarnar á sér. Það kom því vart á óvart að einhverjir ákváðu að misskilja, oftúlka og snúa útúr ummælum Páls í Sjónvarpsfréttaviðtali um „hvíta gagnkynhneigða miðaldra karlmenn í jakkafötum, hægrisinnaða sem eiga peninga“ sem stundum eru með „biblíuna í annari hendi og byssuna í hinni“. Valinkunnir Mogga-bloggarar virtust taka þessi ummæli til sín og þóttu e.t.v. vegið að stöðu sinni og ímynd, þar á meðal Jón Magnússon hæstarréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður. Aðrir “usual suspects” eins og Jón Valur Jenson, þekktur öfgatrúarmaður og fordómapési, notfærði sér tækifærið og býsnaðist yfir meintum kostnaði Reykjavíkurborgar af gleðigöngunni.

a768_bm-viNú er það sem betur fer svo að flestir hvítir gagnkynhneigðir miðaldra karlmenn í jakkafötum – hvar sem þeir standa í pólitík og hvort sem þeir eiga peninga eða ekki – eru fordómalausir og sómakærir borgarar. Það eru ekki þeir sem létu ummæli Páls Óskars móðga sig – heldur þessar fáu risaeðlur sem eiga erfitt með að sleppa takinu af forréttinda stöðu sinni og íhaldssömum viðhorfum. Þessum mönnum sem líður illa í frjálslyndu og opnu samfélagi þar sem þeir fá ekki að drottna. Feminismi , jafnrétti og fjölmenning er eitur í þeirra beinum. Og þegar biblíur og byssur blandast í málið geta afleiðingarnar orðið skelfilegar eins og sannaðist nýverið í Noregi. Raunar er eftirtektarvert að þeir bloggarar sem helst hafa kvartað undan ummælum Páls Óskars eru flestir hinir sömu og kvörtuðu hæst yfir þeim „aðdróttunum“ að Anders Breivik væri „kristinn hægriöfgamaður“. Það voru nefnilega ekki „skoðanir“ hans sem voru brenglaðar heldur einungis verknaðurinn, að þeirra mati og það var óásættanlegt að sverta þeirra fínu og fullgildu lífsskoðanir vegna verknaðs eins „geðsjúklings“ sem af fullkominni tilviljun deildi skoðunum þeirra um „trúvillinga“, kynvillinga, útlendinga, kvenfólk og annað óæðra fólk.

Hrun feðraveldisins og sjálfsmynd karlmennskunnar

Ljóst er að með auknu jafnræði í samfélaginu hefur staða karlmannsins breyst. Þrátt fyrir að launamunur kynjanna á vinnumarkaði sé enn til staðar er það svo að karlar sitja ekki einir að valdastöðum í reykfylltum bakherberjum. Karlaklúbbarnir riða til falls. En til eru þeir karlar sem eiga erfitt með að aðlagast og finnast þeir jafnvel niðurlægðir. Við getum ekki og megum ekki horfa framhjá þeirri staðreynd að „karlmennskan“ er í vissri tilvistarkreppu.

Þróunin hefur verið á þá leið að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem útskrifast úr háskólum á meðan karlar hafa dregist aftur úr í menntun. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að konur munu koma til með að hafa hærri laun en karlar og verða aðal-fyrirvinnur heimilisins á sama tíma og atvinnuleysi eykst hraðast meðal ungra karlmanna. Þetta særir stolt þeirra og þeim finnst að þeim vegið. Reiðin brýst m.a. út í karl-rembu og and-femínisma.

Unga karlmenn skortir tilfinnanlega jákvæðar fyrirmyndir. Í grunnskólunum fyrirfinnast varla lengur karlkyns kennarar og of margir feður taka alltof lítinn þátt í uppeldi sona sinna. Þegar svo Agli Gillzenegger er hampað sem „fyrirmynd“ unglinga er orðið eitthvað verulega mikið að. Við verðum að gæta þess að hlúa betur að strákunum okkar, styrkja sjálfsmynd þeirra og hjálpa þeim út í lífið. Margir ungir karlmenn eiga um sárt að binda í dag og þeir tilheyra sko engum forréttindahópi þrátt fyrir að vera karlmenn. Þetta er sá hópur sem fær minnstan stuðning frá félags- og heilbrigðiskerfinu.

Atvinnuleysi og fátækt er hrikalegur bölvaldur sem nú ógnar heilli kynslóð. Við vitum að sá ótti, reiði, örvænting og tilgangsleysi sem herjar á ungt atvinnulaust fólk er hættuleg gróðrastíja fyrir öfga og hatur. Við verðum með öllum mætti að sameinast um að minnka atvinnuleysi og bæta félagsleg úrræði fyrir unga karlmenn áður en það er um seinan. Hættan er aðsteðjandi.

Elliheimili fyrir samkynhneigða

Í viðtali við DV talaði Páll Óskar um þörfina á sérstöku elliheimili fyrir samkynhneigða. Mörgum brá í brún og furðuðu sig á þeirri hugmynd, enda er markmiðið með réttindabaráttunni ekki aðskilnaður heldur samlögun. En við nánari athugun kemur í ljós að málið er flóknara en svo.

Viðtal við 77 ára gamlan homma birtist í dagskrárriti Hinsegin daga í ár. Þar lýsir hann því hvernig hann hafi notið þess að sækja kyrrðarstundir í Langholtskirkju í hádeginu þar sem hann naut samveru við aðra eldri borgara. Þetta breyttist allt eftir blaðaviðtal við hann í Morgunblaðinu árið 2007 þar sem hann opinberaði kynhneigð sína. Uppfrá þessu mætti hann gjörbreyttu viðmóti jafnaldra sinna í kirkjunni. Enginn tók undir þegar hann heilsaði né yrti á hann. Þá stóð fólk upp og færði sig þegar hann settist við borð eða kirkjubekk. Hann var flæmdur burt. Athugið að þetta var árið 2007...og ekki í neinum “sértrúarsöfnuði” heldur þjóðkirkju Íslands!

Hommar eru e.t.v. Í meiri hættu en aðrir á að einangrast í ellinni þar sem margir eiga ekki afkomendur, maka eða stórar fjölskyldur. Við vitum að hamingjusömustu gamalmennin eru þau sem bera gæfu til að njóta samvista við annað fólk sem það á samleið með. Sumir eldri borgarar stunda mikið félagslíf, dansæfingar og kvöldvökur og einhverjir eru jafnvel svo lánssamir að verða ástfangnir! Hvað er dásamlegra en það?

Hvers á einmanna homminn á Grund að gjalda?


mbl.is Mikil umræða um orð Páls Óskars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðstaddur mótmælin í Hong Kong

Þar sem ég var staddur nálægt Victoria Park í Central hverfinu í Hong Kong í dag - komsDSC_0272t ég ekki hjá því að verða var við mannfjöldann sem ýmist fagnaði eða mótmælti stjórnvöldum Kínverja.  Þrátt fyrir að manni sýnist að lífskjör hér séu almennt mjög góð og hár lifistandard sé áberandi í þessari Mekka Kapítalismans í Asíu - er augljóst að margir eru ekki sáttir við sí-aukin áhrif kommanna í Beijing.  Þrátt fyrir að Hong Kong sé sjálfstjórnar-svæði hafa menn áhyggjur af versnandi mannréttindum - svo sem málfrelsi og ritskoðunum.  Eins eru íbúar uggandi yfir þróun fasteignaverðs sem gerir venjulegu fólki nánast útilokað að búa í Hong Kong og margt efnaminna fólk hefur þurft að flytja yfir til Kína þar sem lífsskilyrði hafa verið mun lakari.  Þess má geta að í Hong Kong búa 7 milljónir manns á svæði sem telur um eitt þúsund ferkílómetra (1% af landmassa Íslands).  Það þýðir um 7000 manns á ferkílómeter - en til samanburðar eru heilir 3 íbúar á ferkílómeter á Íslandi.  Það skal því engan undra að þeir byggja þétt og byggja hátt!

Í gærkvöldi gekk ég um höfnina í Kowloon og virti fyrir mér ljósa-showið "Symphony of Lights" en þá eru skýjakljúfarnir baðaðir í ljósum sem er vægast sagt tignarlegt ásýndar.  Vikudvöl mín hér hefur verið ógleymanleg í þessari ótrúlega kraftmiklu borg.  Frábærar almenningssamgöngur, hreinlæti og vingjarnlegt fólk einkennir borgina.  Á morgun tekur svo við löng heimferð með viðkomu í Ryadh, Sádí Arabíu og Brussel - tilvonandi höfuðborg okkar! Wink


mbl.is Fagnað og mótmælt í Hong Kong
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svanurinn í Hörpunni (myndband)

Það var dásamleg upplifun að koma í Hörpuna og njóta frábærra tónleika Lúðrasveitarinnar Svansins, sem fagnaði 80 ára stafsafmæli sínu á síðasta ári.

Hljómurinn í Hörpunni er hreint stórkostlegur og hreinir lúðratónarnir umluku mann á alla vegu, ólíkt nokkru sem maður hefur upplifað á Íslandi fyrr og það mátti litlu muna að maður fengi gæsahúð.  Þetta hús, þótt dýrt sé, á eftir að reynast Íslenskri menningu gríðarleg lyftistöng og komandi kynslóðum dýrmæt gersemi.

Það gladdi mitt gamla lúðrasveitarhjarta að sjá svo marga áhorfendur en ég leyfi mér að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi fleiri mætt á lúðrasveitartónleika á Íslandi.  Eldborgin var nánast fullsetin!

Og Svanurinn sveik ekki áhorfendur!  Undir stjórn Brjáns Ingasonar hefur sveitin vaxið og tekið ótrúlegum framförum.  Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í sveitinni á undanförnum misserum og fjöldi ungra og stórefnilegra listamanna gera Svaninn að alvöru hljómsveit og svo miklu meiru en við höfum getað búist við af hefðbundinni lúðrasveit, hingað til.  Þessi sveit gerir sko fleira en að spila "Öxar við ána!" Wink

Hápunktur tónleikanna var án efa saxófón-konsertinn Rætur eftir Veigar Margeirsson sem saminn var sérstaklega fyrir saxófón-snillinginn Sigurð Flosason.  Flutningur Sigurðar var hreint magnaður!

Ég gat að lokum ekki stillt mig um að lauma upp símanum og taka upp lokalagið sem var Star Wars syrpa eftir maestro John Williams.  Það er auðvitað ekki hægt að búast við of miklum hljóð-og myndgæðum og þið afsakið vonandi hristinginn... en nokkurnvegin svona hljómar alvöru lúðrasveit! Smile


Boeing 747-8 Ultimate Rejected Takeoff Test

Hvað gerist þegar fullfermuð 747-8 þarf að hætta við flugtak á síðustu stundu og bremsurnar stignar í botn?

Pure Awesomeness... 

7&Volume=.5"


Oklahoma vs. Dallas draumasería

Það gleður mitt gamla Okie hjarta að OKC Thunder séu komnir í undanúrslitin í NBA.  Mikið gæfi ég fyrir að upplifa stemmninguna þegar nágrannarnir í Oklahoma og Dallas takast á um sætið í úrslitunum.  Þegar ég bjó í Oklahoma (og Thunder liðið hét Seattle Supersonics) gerði ég mér nokkrar ferðir niður til Dallas til þess eins að fara á Mavericks leiki.  Fimm tíma akstur hvora leið var vel þess virði enda hvort eð er fátt skemmtilegra en að sigla á Lincoln Continental niður Tornado Alley.  Those were the days.

Fyrsti NBA leikurinn sem ég fór á var í gömlu Reunion Arena höllinni í Dallas sem nú er búið að rífa.  Mavs voru að spila við Denver Nuggets og ungur nýliði að nafni Dirk Nowitzki stal senunni ásamt þeim Steve Nash og Michael Finley.

Eftir að ég fluttist til Minnesota varð Timberwolves auðvitað liðið mitt og eitt er víst að bjartari tímar eru framundan þar...en þangað til er ekki annað hægt en að njóta veislunnar í Texas/Oklahoma. W00t

(Aðrar ánægjulegar fréttir úr NBA í dag voru þær að forseti og framkvæmdastjóri Phoenix Suns kom út úr skápnum í dag og óskum vér honum til hamingju með það)

Er ekki við hæfi að hlusta á sjálfan Wolverine syngja Oklahoma! svona í tilefni dagsins. Grin

 


mbl.is Sá mömmu dansa og skaut Oklahoma í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pale Blue Dot

Eins og meistari Carl Sagan orðaði það:  "Our planet...is a lonely spec in the great enveloping cosmic dark.  In our obscurity...in all this vastness...there is no hint...that help will come from elsewhere to save us from our selves.  Like it or not...the Earth is were we make our stand."

Því miður er ólíklegt að við finnum nokkurntíman ummerki um háþróað líf/siðmenningu utan okkar sólkerfis.  Og jafnvel þó svo ólíklega vildi til...væri nánast ógjörningur að koma á samskiptum við slík lífform...hvað þá heimsækja þau.  Lögmál náttúrunnar sjá til þess.  Því mikilvægara er það fyrir okkur...að hlúa að plánetunni okkar.  Einu mögulegu heimkynnum mannkyns...um aldir alda.


mbl.is Leita að lífi á öðrum hnöttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveggja mílna löng biðröð í bíla-lúguna á nýjum "Kristilegum" hamborgarastað í Texas!

Them Texans sure luuuuv their 'burgers! Grin

Uppi varð fótur og fit í Dallas um daginn þegar hin vinsæla "In-N-Out Burger" keðja opnaði fyrsta veitingastaðinn austan Arizona.  Keðjan hefur verið vinsæl í Kalíforníu undanfarin 20 ár og þykja sveittir borgararnir hið mesta lostæti.

Eitt af því sem gerir þessar búllur frábrugnar öðrum er það að á allar umbúðir utan um borgarana, frönskurnar og á gos-glösin, eru skrifaðar tilvitnanir í Biblíuna!  Það geta því allir verið vissir um að "Jeezus approves these freedom fries". Joyful  Sem er svosem ekkert vitlausara en spádómskökurnar á kína-stöðunum hehe.

En hvort íbúar Dallas hafi verið orðnir svona líka svakalega leiðir á McDonalds...eða hvort uppáhalds sjónvarps-predikarinn þeirra hafi sagt þeim að fara og fá sér heilagan borgara fylgir ekki sögunni... en sjón er sögu ríkari!


Obama: It Gets Better!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.